Alþýðublaðið - 01.08.1957, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. ágúst 1957 AEbvSublaStfi 3 bANDSKEIBíí) hefur löng- um verið ein:i svartasti bíettu:- inn á nágreimi Reykjavíkur. Hann hefur verið það af nátt- úrunnar hendi og því cngan niann um að saka. Þarna hefur um lang'an aidur verið aðseturs- staður imgra manna, sem haft hafa áhuga á flugi og margt gerzt þar í þeim efnum merki- legt. FYRRlJiVÍ VAR Sandskeiðið kvíðaefni göngumanna. Þegar þeir höfðu brotizt um Svína- hraun frá Kolviðarhóli, tók Sandslteiðið við, stundum fullt af vötnum og hættulegri aur- bleytu. Þá gáfust margir upp á Sandskeiðinu og voru bornir við illan leik í sæluhúsið við rönd þess, en af því sjást enn rústir og nú blaktir þar áttaflagg Svif- flugfélagsins. NÚ ER SANDSKEIÐIÐ að breytast, og það er okkur, sem um veginn förum og höfum far- ið óteljandi sinnum síðan bíla- öldin hófst óblandið gleðiefni. Einhverjir, að líkindum Svifflug félagsmenn, hafa sléttað stóran hluta þess og sáð í hann. ÍNTú er þar að vaxa grænt klæði, sem þekur æ meir af svörtum sand- inum. Það verður gaman að sjá Sandskeiðið þegar það verður orðinn eggsléttur, grænn völlur. Ég hlakka til að sjá þar fólk við heyskaparstörf. ALLT ER HÆGT að græða upp. Hlíðin er að verða græn allt í kringum heitavatnsgeym- Sandskeiðið hveríur innan skamms. Grænir sléttir vellir koma í staoinn. Heyskapur á Oskjuhlíð Nú eru rófurnar dýrar. ana. Þar er nú grænt gras í sæt- um og fólk hefur verið þar að heyskap undanfarna daga. Öðru vísi mér áður brá um Öskjuhlíð ina, hvað þá um Sandskeiðið. JÓIIANNA sendi mér eftir- farandi bréf í gær: „Mér blöskr- ar svo taumlaust okur á sumum sviðum, aö ég get ekki orða bundizt. í gær keypti ég tvær rófur í kvöldmatinn. Þær kost- uðu 17 krónur. Að líkindum er þetta hámark alls, sem þekkst hefur í verðlagsmálum okkar. Ég man það í íyrra, að þá þótti fyrsta rófnauppskeran dýr, ennú er þessi innlenda fæðutegund hundrað prósent hærri en þá. ER SKÝRINGIN SÚ, að al- þingi afnam Grænmetisverzlun ríkisins? Hún reyndi í senn að gæta hagsmuna framleiðenda og neyíenda, enda var liún opin- bert fyrirtæki þjóðarheildarinn- ar. í staðinn var framleiðendum einum afhentur allur réttur yfir þessu fyrirtæki. Það er engin furða, að maður álíti, að skýr- ingin á þessu taumlausa okri hljoti að liggja í þessari skipu- lagsbreytingu. í SAMBANDI við þetta lang- ar mig þó til að spyrja: Heyrir ekki verðlag Grænmetisverzlun ar framleiðenda eins og flest eða allt annað undir verðlagsyfir- völdin? Mér finnst það að minnsta kosti ákaflega undarlegt ef svo er ekki. OG FYRST ÉG ER farin að skrifa þér á annað borð, langar mig til að varpa fram einni spurningu til viðbótar: Hvers vegna er verið að halda uppi dýrri skrifstofu til þess að halda áfram skömmtun á smjöri og smjörlíki? Það er að minnsta kosti rétt að hættaniðurgreiðsl- um á smjörliki. Annars eru skattar og útsvör orðin svo há, að maður freistast til að spyrja: Væri ekki rétt að hætta niður- greiðslum alveg og lækka i þess stað skatta, tolla og útsvör?“ ÚETTA ERU nokkuð margar spurningar í einu. Dýr er rófan orðin. í gamla daga kostaði róf- an ekki svona mikið. V-ið strák- arnir stálum þeim hreint og beint. Nú hefur þessu verið snú- ið alveg við. Nú er rófan notuð sem þjófalykill. Kannes á horninu. erðaskrifstofan efnir fil skemmfiferða á hverjum degi fram yfir helgi. Þar á meðal er útreiðartúr og ferð um Hvalfjörð til Skorradals á bifreiðum, en heimleiðis haldið með skipi frá Akranesi. í ÞBSSARI viku og um næstu helgi efnir Ferðaskrifstofa rík- isins til eftirgreindra skemmti- ferða: Fimmtudaginn, 1 8 - Ferð til Þingvalla - Sogsfossa - Hvera- gerðis. Lagt af stáð kl. 11.00. Föstudaginn, 2/8 — Ferð til Gullfoss og Geysis. Lagt af stað kl. 9 f. h. Ekið í austurleið um Selfoss og Hreppa. Laugardaginn, 3/8 — Hesta- ferðalag. Ráðgert er að gefa kost á skemmtiferð á hestum. Farið verður frá Varmadal upp ao Tröllafossi. Sunnudaginn, 4 8 — Reykja- vík - Akranes - Borgarfjörður - Hvalfjörður - Reykjavík. Þá verður efnt til skemmtiferðar með bifreið um Hvalfjörð með yiðkomu á ýmsum fögrum stöð- um í Kjósinni. Lagt verður af stað kl. 10 f. h. Verður síðan ekið ura Dragháls til Skorra- dals, um Hestsháls í Baejarvseit að Hvanneyri og til Akraness. Þaðan siglt með m.s. Akraborg til Reykjavíkur kl. 20. Sunnudaginn, 4/8 — Önnur ferð hliðstæð fyrrnefndri ferð verður farin með Akraborginni kl. 09.00 héðan til Akraness. Sunnudaginn, 4/8 — Heið- merkurferð. Lagt af stað kl. 13.30 og komið í bæinn kl. 19.00. Sunnudaginn, 4/8 - Skemmti ferð í Viðey kl. 14.00. Mánudaginn, 5/8 — Heið- merkurferð. Lagt af stað kl. 13.30 og komið í bæinn kl. 19.00. Mánudaginn, 5/8 — Skemmti ferð í Viðey kl. 14.00. Boxari í sjúkrahúsi effir meisfarafifil 23 farasf í bíislysi. í Tyrkiandi. Istambul, þriðjudag. 23 MENN létust í dag', er langferðabíll með 42 farþega fór út af veginum og í honum kviknaði rétt hjá bænum Baba- eski. Annar af öxlum bílsins brotnaði, er bíllinn var á leið niður brekku. Vagninn fór þrjár veltur og jafnframt kvikn aði í henzíngeymi hans. New York, þriðjudag. BOXARINN Tommy Jack- son, sem í nótt tapaði á „tekn- isku knock-out“ fyrir Floyd Patterson í keppninni. um heims meistaratitilinn í þungavigt, var í dag lagður inn á sj úkra- hús hér. Jackson, sem er 25 ára gamall, fékk mjög slæma útreið og frá því er skýrt, að eftir keppnina hafi hanp átt erfitt með að gang'a. Hann kom sjálfur til sjúkrahússins og var þegar lagður inn, en læknar segja, að honum líði tiltölulega vel. Hins vegar vildu þeir ekk- ert frekara segja. Annars stað- ar að berast þær fréttir, að hann þjáist í nýrunum, en ekki er ljóst að hve miklu leyti það er bardaganum að kenna, Framhald af 1. síðu. Guðmundur Júlí er nýkominn heim með góðan karfafarm frá Grænlandsmiðum. Heima menn anna ekki úrvinnslunni, þar eru því margir Færeying- ar, aðallega stúlkur og inn- lendir aðkomumenn víða að. Á PATREKSFIRÐI ERU HÚSIN FULL. Hér eru frystihúsin nær full og því erfitt að taka á móti meiri fiski, símar Agúst H. Péíiijrsson, fréttaritari á Patreksfirði. Héðan eru aðal- lega gerðar út tvillur á hand- færaveiði og 3—4 dekkbátar og hefur afli verið góður í allt suinar, enda eru gæftir góð- ar. Togarafiskurinn hefur einnig borizt í frystiliúsin svo mikill að erfitt er nú orðið, að taka á móti handfæraafl- anuni vcgna þess að húsin eru svo full. 7 VÉLBÁTAE FRÁ fS.A- FIRÐI Á HANDFÆRA- VEIÐUM. Frá ísafirði, eru 7 vélbát- ar á handfæraveiðum. Óhætt er að segja að þeir fái upp- gripaafla, sagði Björgvin Sig- hvatsson fréttaritari á Isa- firð'i. Bátar þessir eru um 20 smálestir að stærð og eru allt að þrjá sólarhringa í róðri. Dæmi munu vera þess að há- setar muni vera með meira cn 30 þúsund króna hlut í júlímánuði. Veðurfar hefur verið sérstakt, nema livað rignt hefur tvo síðustu daga. LONDON, AFP.) John Bodkin Adams, sem í apríl sl. var i'undinn sýkn al' ákæru um morð á ein- um sjúklingi sínum, var í dag fundinn sekur um að hafa fals- að skjöl í sambandi við bál- farir margra sjúklinga sinna og dæmdur. í 2400 punda sekt. SALA - KAUF Höfum ávallt fyririiggj- andi flestar tegundír bif- reiða. Bíiasalan Hallveigarstíg 9. Sími 81038. Dvalarheimili. alriraSra sjémaHtia — Minningarspjöldin fást hjá: Happdrætti D. A. S. Austurstræti 1, sími 7757 — Veiðarfæraverzl. Verð- andi, sími 3786 —- Sjó- mannaíélagi Reykjavíkur, sími 1915 — Jónas Berg- mann, Háteigsvegi 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Bost- on, Laugaveg 8, sími 3383 — Verzl. Laugateigur, Laugateig 24, sími 81666 — Ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, sími 3096 — Nesbúðin, Nesvegi 39. SamúSarkort Slysavarnafélags íslands kaupa flésíir. Fást hjá slysæ varnadeildum um land allt í Reykjavík í Hannyrðaverzl- uninni í Bankastr. 6, Verzl Gunnþórunnar Halldórsdótt- ur og í skriístofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd f síms 14897. Heitið á Slysavarnafé- lagið. — Það bregst ekki. — Hafnaríiörður og nágrenni. Hið nýja símanúmer okkar er (2 línur) Góðir bílar. Fljót afgreiðsla. Bílstöðin h.f. LAN D6 RÆ'OSLU SJÓÐUR Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja . B I L liggja til okkar Bilásaian Klapparstíg 37. Sími 19032 Original þýzkir kveikisteinar (flints) Heildsölubirgðír: LÁRUS & GUNNAR Vitastíg 8 A. Sími 16205. önnumst tllskonar vntn*- ok Iiitalagnlr. Hitalagnir g.f. Símar: 33712 og 12899. prjónatuskur og vað- málstuskur hæsta ver-ði. Álafoss, Þingholtsstræti 2. m I Vitastíg 8 A. Sími 16205. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæði til leigu eða ef yður vantar húsnæSi. Skstta e-g útsvars kæ-riir gefSar Bíla og Fasteignasalan Vitastíg 8 A. Viðtalstími kl. 5—7 sd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.