Alþýðublaðið - 13.08.1957, Blaðsíða 4
4
'1
AlþýgublagiS
Þíiðjudagur 13. ágúst 1957.
Vatnaleiðir um Finnland eru hinar fegurstu.
Bjcu ni M. Gíslason:
NORRÆN SAMVINNA á
margra örðugleika og von-
brigða að minnast. Ekki eru
það þó fyrst og fremst hin
mörgu „skipbrot“, sem sú
samvinna hefur orðið að þola,
sem maður minnist, þegar leið-
in liggur um Norðurlönd, held-
ur hitt að það sé með norrænu
hugsjónina eins og allar góðar
hugsjónir, hún geti ekki undir
lok liðið fyrr en enn göfugri
hugsjónir hafi vaxið upp af
fræi henn-ar, eins og segir í
kvæði nokkru dönsku.
Þau áhrif orka ef til vill
sterkara á mann í Finnlandi
en nokkru öðru Norðurland-
anna. Meiri hluti þjóðarinnar
mælir á tungu, sem hvorki
Skandínavar né íslendingar
skilja án langnáms, en þó bera
iinnskar menningarerfðir, jafnt
á sviði löggjafar sem bók-
mennta, sterk norræn svipein-
kenni. Sænsk-Finnar hafa verið
eins konar tengiliður norður á
bóginn. Vegna sænskra yfir-
ráða á Finnlandi hafa þeir oft
sætt misskilningi og orðið að
berjast á tveim vígstöðvum fyr
ir sitt finnska föðurland, en1
þessi brúarsmíði þeirra er þó j
söguleg staðreynd, sem bundið j
hefur Finnland traustum tengsl j
um við norræn lönd og þjóðir. I
Áhuga F’inna fvrir afdráttar-
lausri norrænni samstöðu svip-
sr meira til viðhorfa Norð-
xnanna og íslendinga en Dana
og Svía. Danir og Svíar, sem
eru sjálfstæðar þjóðir frá fornu
fari, hafa náð því þroskastigi
að þeir líta ef til vill „raun-
hæfara“ á hlutina en þær aðrar
norrænar þióðir, sem njóta til-
tölulega nýfengins sjálfstæðis.
I>ær eru því ekki eins sannfærð-
ar um árangurinn af raunhæfu
stjórnmálalegu samstarfi Norð-
urlandanna nema tilfinninga-
3egum vandamálum sé um leið
gaumur gefinn. Líðandi dagur
og stund standa í lífrænum
tengslum við sögu liðinna alda,
<ng manni finnst að Danir og
Svíar, sem átt hafa sitt lahga
þroskaskeið sem sjálfstæðar
þjóðir, þurfi ekki að taka það
álla upp eða látast móðgaðir,
heldur eigi þeir að vinna að því
zö leysa tilfinningaleg vanda-
sriál í sambúð norrænna þjóða.
Gestrisni Finna og hjálpsemi
er frábær og ber því vitni að
alraenningur skoðar erlenda
íérðamenn ekki enn sem tekju
grein. Engu að síður heimsóttu
87 000 útlendir gestir Finniand
síðastliðið ár og ferðamanna-
straumurinn fer sívaxandi. Hin
sumarbjarta borg, Helsingfors,
hefur að vísu ekki margt að
bjóða samanborið við ferða-
mannaborgir eins og París,
Nizza eða Róm, en hins vegar
eru ferðalög með nýtízku
skemmtibátum um hinai;
mörgu og fjölbreyttu vatnaleið-
ir Saimens eða sigla frá Tam-
mersfors til Tavastehus ferða-
manninum ævintýri, sem er
sérstætt fyrir Finnland. Þó er
leiðin til Lapplands ef til vill
dásamlegasta ævintýrið, sem
hið sumarfagra Finnland hefur
að bjóða, enda heillar hún þang
að nú æ fleiri ferðamenn. Þá
leið kemst maður þó ekki ein-
göngu eftir ám og vötnum,
heldur verður maður öðru
hvoru að ferðast með áætlunar-
bílum, og eins er það til að
flugvél bíði á vellinum í Rova-
niemi reiðubúin að flytja mann
til nyrzta vatns á Finnlandi við
Ivalo, eða suður á bóginn til
Imatra, en þaðan liggja lengstu
siglingaleiðir „silfurlínunnar“
um innhéruð landsins.
Ekki er unnt að bera saman
lönd og telja eitt öðru fegurra. j
Náttúran er alls staðar í sínu,
eigin gildi, og fegurðaráhrifin j
eru ekki eingöngu bundin því
hvað maður sér, heldur og j
hvernig maður sér það. Engu ‘
að síður minnir siglingin um
finnsku vötnin mann á siglingu
um dönsku vötnin við Himmel-
bjærget. í Finnlandi eru ekki
nein há fjöll fremur en í Dan-
mörku, heldur íhæðótt land
með skógi og ökrum. Öðru
hvoru sér maður rauðmáluðum
húsum skjóta upp á milli
trjánna í fjarska eins og rauð-
um túlípönum úr grænum
haga, eð siglingaleiðin verður
svo þröng, að trén flétta saman
laufkrónur sínar yfir bátnum.
Ef til vill er landslagið ekki
eins Ijúft og í Danmörku, en í
staðinn fyrir vatnaliljubreið-
urnar fögru við bakka dönsku
vatnanna koma hér grásteinsfer
líki, sem getur svipað til frum-
drátta, sem listamaður hefur
rissað upp. Á stundum geta
þau minnt á sofandi dýr og það
er sem maður skynji styrk vinds
og báru í sveiglínu baksins.
Feldurinn er svo gljáandi slétt-
ur, að mann langar ósjálfrátt
til að strjúka þeim eins og fall-
egum hesti á lendina. Þetta er
eins og samanþrýst þögn,
spenntari en nokkur hreyfing
og þó er allt þrungið hljómlist
og tónum, án þess maður sjái
góma snerta strengi. Maður
finnur vakna með sér löngun
til að segja eitthvað, finnur
varirnar bærast, en þöglar. Því
hér í innhéruðum Finnlands
eiga orð Steen Steensen Blich-
ers einnig við: „Virðið mér til
betri vegar er ég segi ykkur
ekki allt, sem ég sá. Ég gæti
ef til vill greint þér frá aðalat-
riðum, einu og einu í senn, en
hvernig ég sá það í heild -
varla!“
Margir telja dýrt að ferðast
um Finnland, en sé gengið at-
hugað, held ég að það sé ekki að
ráði ódýrara á öðrum Norður-
löndum. Eins manns herbergi
kostar venjulegt 600 mörk —
eða um 36 krónur, tveggja
manna 1000 mörk — um 63
krónur, en matur er álíka dýr
og á dönskum, norskum og
sænskum matsölustöðum. Taki
maður á leigu sumarbústað á
ströndinni, kostar það 20 000—
40 000 mörk yfir sumarið, sem
er sízt meira en það, sem mað-
ur verður að greiða fyrir sum-
arbústað á baðströndum í Dan-
mörku um mánuðinn. Hins veg
ar er mjög örðugt að fá sumar-
bústaði leigða í Finnlandi. Finn
ar telja skerjagarðinn hinn á-
kjósanlegasta stað til sumar-
dvalar og hressingar og búa
sjálfir í sumarbústöðum þar um
helgar. Þessir bústaðir eru reist
ir á eyjum meðfram ströndinni
og skipta þær þúsundum, og í
einni borg, eins og Vasa til
dæmis, eru 5000 vélknúnir
skemmtibátar í einkaeign, sem
ganga milli lands og eyja um
helgar. Virðist hver fjölskylda
þarna á ströndinni eiga sinn
vélknúna skemmtibát. Sama
máli gegnir um þá, sem búa við
vötnin fögru.
Hafi maður dvalizt um hríð
í Ábo og Borgá, þeim fornu og
æruverðugu finnsku mennta-
borgum, verður maður ef til
vill gripinn1 þeirri löngun að fá
bát að láni og sigla út í skerja-
garðinn, sem á báðum stöðum
hefur undramikla og fjöl-
breytta fégurð að bjóða. Þó er
ekki ráðlegt að leggja upp í
slíka ferð án þess að hafa með
sér finnskan leiðsögumann.
Eyjarnar mynda hér svo furðu-
legar völundarleiðir, að manni
kemur oft til hugar, að það séu
ekki greni vaxnar grásteins-
klappir, sem stinga kollinum
upp úr sjónum, heldur mergð
blómvanda, sem svífi á milli
tveggja himna, himins yfir og
undir bláskyggðum vatnsspegl-
inum. Til eru og margar sögur
um menn, sem sigldu út í eyj-
arnar, en rötuðu ekki heim aft-
ur. Topelius gefur það í skyn í
Sögum herlæknisins, er hann
segir finnsku eyjarnar svo
margar, að enginn ókunnugur,
sem villzt hafi inn á völundar-
leiðir þeirra, megi rata þaðan
aftur. Kveður hann að þrjátíu
beitiskip mundu ekki geta kom-
ið í veg fyrir smygl á þessum
slóðum. Þá hefur Runeberg og
skrifað sögur þar sem hann dá-
Grásteinsferlíki, sem getur svipað til frumdrátta er listamaður hefur rissað upp.
ist að skerjagarðsbúum, sem
oft hafi bjargað framandi sjó-
mönnum úr greipum hafsins
þegar óveður geisuðu.
Yfirleitt virðast Finnar fast-
heldnir á fornar venjur, og
fiskiveiðarnar í skerjagarðin-
um virðast að miklu leyti
bundnar gömlum venjum. Ræði
maður við íbúana þar, tala þeir
helzt um kreppuna. Eigi menn
dálítið af peningum eru þeir
hræddir um að dýrtíðin gleypi
þá, eigi menn enga, er það ótt-
inn við atvinnuleysið, er sigla
muni í kjölfar kreppunnar. Því
verður heldur ekki neita, að
verð lífsnauðsynja fer hækk-
andi. Árið 1950 kostaði mjólk-
urlítrinn 20 mörk, en 30 ári
síðar. Smjörkílóið þá 360 mörk,
en um 400 ári síðar. Einnig fer
verð hækkandi á eldsneyti og
húsnæði.
Það eru ekki Finnarnir einir,
sem berjast við verðbólgu og,
hækkandi skatta. Sömu draug-
arnir virðast orðnar standsper-
sónur annars staðar á Norður-
löndum. Þetta eru þó ekki á-
hrifin, sem manni verða minn-
isstæðust úr Finnlandsför, held
ur gestrisni þeirra og þjóðlegt
lífsviðhorf. Alvara styrjaldar-
innar virðist hafa losað þá við
alls konar þjóðernislegar van-
metakenndir, sem oft koma
fram í drottnunargirni hjá öðr-
um þjóðum. Þeir eru lausir við
alla kröfugirni og hafa andúð á
öllum þjóðernislegum hégóma-
skap. Jafnvel þótt þeir hafi á-
stæðu til að telja sig misrétti
beitta, álíta þeir það vænlegast
til að ná jákvæðum árangri að
reyna að skilja, en stilla dóm-
um í hóf. Og þegar þjóðir á
Norðurlöndum eru gæddar svo
heilbrigðri hugsun, hlýtur að
finnast raunhæfur grundvöllur
að árangursríkri norrænni sam-
vinnu.
Dregið í Happdrætti
Háskólans
DREGIÐ VAR í 8. flokki
Happdrættis Háskólans síðast-
liðinn lau-gardag. Dregið var um
787 vinninga, að upphæð sam-
tals kr. 995,000,00.
Hæsti vinningur, 100 þús. kr.
kom á nr. 1083, sem er hálfmiði
seldur hjá Ftímanni í Hafnar-
húsinu, 50 þús kr. kom á nr. 225,
heilmiði seldur á Akureyri. 10
þiis. kr. kom á nr. 2629, fjórð-
ungsmiði í umboði Frímanns í
Hafnarhúsinu. 6810, fjórðungs-
miði hjá Sivertsen í Vesturveri.
21826, fjórðungsmiði tveir hjá
Andrési, Vesturgötu 10 og tveir
í Keflavík, og 27629 í umboðinu
Bankastræti 11.
5 ÞÚS. KR.:
4656, fjórðungsmiði tveir
seldir á Akureyri og tveir á
Hvammstanga. 7900, fjórðungs-
miðar hjá Frímanni í Hafnar-
húsinu. 30171, heilmiði í um-
boðinu Bankastræti 11. 35508,
hálfmiði hjá Sivertsen í Vest-
urveri.
Flugfélagið
Framhald af 5. síðn.
gengið mjög vel, það sem af er
árinu er þar um mikla aukn-
ingu að ræða í flutningi farþega
og vöruflutningum. Veður hef-
ir verið mjög hentugt til flugs
í sumar og tafir fátíðar. Far-
þegar innanlands voru fvrstu
sex mánuðina í ár 25075, en
22828 á sama tíma í .fyrra
Aukning er 2243 farþegar eða
9,84 af hundraði.