Alþýðublaðið - 13.08.1957, Side 6

Alþýðublaðið - 13.08.1957, Side 6
Þriðjudagur 13. ágúst 1957, A I þ ý SyblaSJJS •C»0*0«0*0*0*0*0*0*0«C*0«0«C«0«0»0«0»C»C«0»C»C*0»'•c«c». :ec*c*c«c»c*0*0«0*0«0«0«0*0*0«0«000*0*0«0«c*c«:»cf0*0«0«0«0*0«0»0*c*0' útgeíandi: Alþýðuílokkurizm. Eitstjóri: Heigi Sæmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Fréttasíjóri: Sigvaldi HjálmarssoB. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Prontsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgðto 8—18. F orsetaheimsóknin í BAG sækja ísland heim góðir og tignir géstir af Finnlandi — forsetahjónin dr. Urho og frú Sylvi Kekk- enen. Veri þau hjartanlega velkomin. Margt er svipað um sögu Finna og íslendinga, þó að jlrjúgur spölur sé milli land- mna. Báðar hafa þjóðirnar d’ðið að hevja langa og stranga sjálfstæðisbaráttu. Báðum hafa bókmenntir og þjóðleg menningarverðmæti orðið þrek og þróttur, er mest reyndi á og fastast svarf að. Nú eru þær útverð- ir Norðurlanda — Finnar til austurs, íslendingar til vest- urs. Samskipti þjóðanna faafa aukizt rnjög eftir síðari faeimsstyrjöldina og báðum til gagns. Verzlunarsamning ar og viðskipti leiða til margvíslegrar annarrar sam- vinnu. Svo verður vonandi einnig í framtíðinni. Og heimsókn finnsku fórseta- hjónanna er gleðilegt tákn hennar. Finnar og íslending- ar hafa fundið hvorir aðra, mætet á miðri Ieið og tekizt þétt í hendur. En íslendingar eru sann- arlega ekki að uppgötva Finnland og Finna fyrst nú. Kvæði Runebergs og sögur Topelíusar hafa átt slíkri alþýðuhylli að fagna á Islanai, að einstakt er um erlendar bókmenntir. Sá skáldskapur var lesinn í lágreisíum bæjum um gervallt land í snilldarþýð íngi! þjóðskáldsins Matthí- asar Jochumssonar. Áhrifa hans gætir enn. þó að fjöl- hýli og annríki bæjanna sé komið til sögunnar. Eitt- hvað þekkjum við til finnskra samtíðarbók- mennía, en því miður allt ®f lítið, þar eð margir snjallir v-erkamenn munu í þein* víngarði. Hins vegar nýtur finnsk tónlist mikill- ar aðdáunar Islendinga — sér í lagi vegna afreka Sí- feelíusar, sem kannski er raikilhæfasta núlifandi tón skáld heimsins og hefur með list sinni frægt Finn- land um víða veröld. Enn fremnr kunna íslendingar NÝKOMINN Ulola kroisviSur Stærð 5 mm 80x205 og 100x200 cm. Birkikrossviður 3ja—4ja og 5 mm. fyrirliggjandi. Kristián Siggeirsson h.f. Laugavegi 13 — Sími 1-38-79. skil á finnskum íþrótta- mönnum fyrr og nú, en þeir hafa löngum þótt skara fram úr og stundum vakið athygli og aðdáun milljónaþjóða. Alls þessa er gott að minnast í tilefni forsetaheimsóknarinnar. Finnland er ólíkt íslandi í fljótu bragði. Það er land þúsund vatna, rótsterkra og þytþungra skóga og ærinna andstæðna. Mörgum finnst það harðbýlt, enda átti al- þýða þess löngum við kröpp kjör að búa. En það hefur agað börn sín til hreysti og andlegs þroska Iíkt og ísland okkur. Frelsisástin og sjálf- stæðisviljinn er Finnum hið sama og íslendingum. Þess vegna er saga og örlög þjóð- anna að mörgu leyti á sömu bókina lærð. En Finnar hafa orðið að leggja hart að sér öðrum fremur í baráttunni fyrir hugsjónum. sínum. Þeir heyja hana heima fyrir í merkilegu og athyglisverðu endurreisnarstarfi, láta aldr ei mótganginn buga sig, en vaxa af þeim verkefnum, sem oft virðast ofraun. Og einmitt þess vegna rijóta Finnar aðdáunar og viður- kenningar. Þeir hafa sannað á ótvíræðan hátt rétt sinn til frelsis og sjálfstæðis og geta í því efni talizt fyrirmynd smáþjóðanna. Allt þetta rifjast upp við heimsókn finnsku forseta- hjónanna. Og dr. Urho og frú Sylvi Kekkonen eru glæsilegir fulltrúar þjóðar sinnar, hann kappsríkur og mikilhæfur stjórnmálafor- ingi, sem hertist í æsku við nám, starf og íþróttir, hún snjall rithöfundur og há- menntuð kona. Þannig sam- einast í fari forsetahjón- anna helztu eiginleikar finnsku þjóðarinnar fyrr og nú, atgervið, listhneigðin og manndómurinn. Þau eru okk ur aufúsugestir, og heimsókn in verður áreiðanlega til þess að efla og styrkja tengsli Finna og íslendinga. Veri þau velkomin til ís- lands, og gæfa og gengi hlotn ist Finnum og Finnlanai, J. L: Rimeher^: Vort föðurland, vort fósturland, O, fagra veldis-orð, Ei lækkar fold við lagarsand, Ei lyftist frón við sólarbrand Meir elskað en vor óðalsstorð, Vor alira lífsins-borð. Af gulli lítil gnægð er hér, En glöð er lund vor þó; Oss þykist fremri þjóðin hver, En þetta landið elskum vér, Með útsker, fiöll og eyði-mó Er oss það gullland nóg. Vér elskum vorra vatna klið Og vorra fossa spil, Vors dimma skógar dapra nið, Vort dýrðarljós, vorn næturfrið, Alt hvað í sýn og söng er til Og sálar- vekur -yl. Hér háðu áar öll sín stríð, Með anda, hjör og plóg; Og hér um langa heimsins tíð, Við lieillakjörin þung sem blíð, Hið finnska hjarta fólksins sló, Er fram sitt líf það dró. Hver reiknar allt það rauna tal, Er reyndi lands vors þjóð7 Er styrjöld fór um fold og dal, Og frost og hungur gjörði val, Hver hefir Finnans metið móð, Og mæli hans úthellt blóð. Og það var hér sá fossinn flaut, Og fyrir oss það var, Og hér það sinna happa naut, Og hér þess tár af augum hraut, l*ess fólks, er vorar byrðir bar Frá byrjun vegferðar. Vort land er hér, með lón og þraut, Svo Ijúft, svo hollt, svo vært; Hver forlog, sem oss falla í skaut; Sitt fósíurland þó liver vor hlaut; Og hvað er sælla? Hvað er fært, Að hafa‘ eins dýrt og kært? O helga land, vor heimagrund, Sem hér vort auga sér, Vér réttum blítt út beina mund, Og bendum yfir sjó og lund, Og segjum: láð og lögur hér, Sjá, landið vort það er' Og svifum vér við sólarglans I sölum guilinblá, Og stigum vér þar stjörnudans, Er síríð vort yrði sigurkrans: Hið auma land vort aftur sjá Vér eflaust myndum þrá. O þúsund vatna Ijúfa land Með ljóðum vígða dyggð! Hér Iendum vér við lífsins sand Og ljóssins festum tryggðahand, — Þótt fátæk séríu, fróma byggð, Ver frjáls, ver glöð, ver trygg! Þitt Ián er enn há Iokuð rós, Er líta skal sinn dag; Af vorri elsku vex bitt hrós, Þín von, þín tign, þitt sólarljós, Þá flytjum vér með fyllra lag Vorn fósturlenzka brag. Matthías Jochumsson þýddi. 1700 skélamenn á norræiw móli í Rætt við menntamálaráðherra um 17, norræna skólamótið og handritamálið GYLFI Þ. GISLASON, menntamálaróðherra kom á sunnu dag heim frá Finnlandi, þar sem hann tók þátt í 17. norræna skólamótinu ásamt 38 öðrum íslendingum. Tíðindamáður blaðs ins kom að máli við ráðherrann og spurði frétta úr för hans. — Mót þessi eru haldin síð- an 1870 og á fimm ára fresti og sækja þau kennarar og skóla- stjórar frá öllum Norðurlönd- um, svo og embættismenn á sviði fræðslumála. Mótið í Hels inki sátu 1700 mrms, en það er nokkru færra c, sótti mótið síðast. Það var ' . sló og á því móti vo_u : nanns. Næsta mót ver‘y . . .-... naldið í Kaup- mannr ' ,2. — r fyrirlestrahald, er þai, '? — A . u voru fluttir margir fyi_ lestrar og auk þess var fjöldi ur,.::?.ðuíanda. — Þarna vóru i : ntamála- ráðherrar allra X ... rlancla? — Já, allir, nsm: sá norski. Hann forfallaði á síðustu stundu. Ráðhen .: nir fluttu svo ræður við seíningu móts- ins. Annars fluttu þrír íslend- ingar erindi á skólamótinu, dr. Broddi Jóhannesson, sem tal- aði um hlutverk skólanna í stækkandi þjóðfélagi; Magnús Gíslason, námstjóri, sem talaði um „human relations11 í skóla- starfinu og IJelgi Þorláksson, kennari, sem talaði um tungu- málanám. Öll þessi erindi voru ágæt og fyrirlesurum og landi og þjóð til sóma. Þátttakend- urnir eru fæstir komnir heim, en öllum kom saman um að mótið hefði borið mikinn og góð an árangur. — Þú komst við í Kaupmanna höfn? á leiðinni til Finnlands? — Já. — Nokkrar fréttir af hand- ritamálinu? — Ég hitti að máli H. C. Hansen, forsætis- og utanrík- isráðherra og Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra, auk Sig- urðar Nordal sendiherra. — Til- kynning, sem gefin var út sam- tímis í Kaupmannahöfn og Reykjavík vakti mikla athygli í Danmörku og einnig eftirtekt á hinum Norðurlöndunum. Ég vil láta. í ljós ánægju mína, sagði menntamálaráð- herra, yfir því, að bæði H. C. Hansen og Jörgen Jörgensen skuli þegar hafa lýst fylgi sínu við hugmyndina um skipun nefndar til að fjalla um málið. Viðhorf íslendinga í málinu eru að sjálfsögðu alkunn og ein- hugur er hér um óskir þjóðar- innar. En í Danmörku eru ýmis sjónarmið uppi á teningnum. Ég er þeirrar skoðunar að skip- un sameiginlegrar nefndar Dana og íslendinga sé heilla- spor, sem stuðla muni a.ð því, að þetta vandamál leysist. PARlS, mánud. (NTB). Franska stjórnin hefur ákveðið að hækka bankavexti úr 4% í 5% til að draga úr útlánum bank- anna og hefur sú ákvörðun vak ið mikla athygli.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.