Alþýðublaðið - 13.08.1957, Síða 7

Alþýðublaðið - 13.08.1957, Síða 7
AlþýSublaðiS Þriðjudagur 13. ágúst 1957 T Ijufa land EITT AF ÞVÍ sem hvað mesta athygli vekur í Hels- inki, höfuðborg Finnlands er fagrar byggingar, enda hafa Finnar löngum átt víðkunna arkitekta. Þinghúsið í Hels- inki, sem sézt á myndinni til vinstri er einhver frægasta bygging á Norðurlöndum. Hana teiknaði J. S. Sirén og hún var reist á árunum 1927 —’31. Til hægri sézt háskóla- byggingin í Helsinki. Hún var fullgerð 1828 og teiknaði hana C. L. Engel. Háskólinn stendur í hjarta borgarinnar við Senatstorgið. Þar stend- ur einnig Stórkirkjan og ber hátt yíir. I Finnlandi eru alls fjórir háskólar. Auk há- skólans í Helsinki er í borg- inni verkfræðiháskóli, og í Ábo eða Turku, þriðju stærstu borg Finnlands eru tveir háskólar og annar ein- göngu fyrir sænskumælandi Finna (Ábo akademi). — Turku (Ábo), sem er gömul höfuðborg og Tampere (Tammerfors) keppa um sæt- ið sem önnur stærsta borg Finnlands: hafa hvor rúm- lega 107.500 íbúa. Frægustu byggingar í Turku eru dóm- kirkjan og kastalinn, sem sézt hér til vinstri. Hann var reistur á 13. öld, skemmdist mikið í síðasta stríði, en hef- ur verið endurbyggður al- gjörlega í sinni gömlu mynd. Helsinki er óumdeilanlega höfuðborgin, og hefur tæp 400.000 íbúa. í fáum eða engri borg á Norðurlöndum ber jafnmikið á nýjum glæsi legum byggingum. Hér til hægri sézt helzta vöruhúsið, Stockmann, sem gefur Maga- sin í Höfn og NK í Stokk- hólmi ekkert eftir. Á götunni fyrir framan sézt höggmynd; það er ekki óalgeng sjón í Helsinki, því að borgina prýða margar ágætar högg- myndir, og mikið orð hefur löngum farið af myndlist Finna, einkum höggmynda- list. Skáld góð eiga Finnar og hafa átt. Flestir íslend- ingar kannast við Runaberg, Topelius, Kivi, Aho, Leino, Koskenniemi, Sillanpáá og Linna, svo örfá nöfn séu nefnd. Á myndinni sézt inn í stofu á sveitabíli skáldsins, sem orti um gamla Stál ög þjóðsöng Finna. — Finnland er rúmlega þriðjungi stærra en ísland eða 337.000 ferkm. og íbúar þess eru um 4 millj- ónir. 9, 10 mæla á finnska tungu, en tæplega 1/10 á sænska, mest í borgunum. Skógar og vötn gefa landinu svip og yfirbragð. Myndin til hægri og neðst til vinstri gefa nokkra hugmynd um landslag í þúsund vatna land inu. Á myndinni til hægri hefur verið kveikt jónsmessu bál, Landbúnaður og skógar- högg hafa löngum verð með- al mikilvægustu atvinnu- greina Finna. Iðnaðurinn er tengdur þeim greinum. Þaftn ig er í Mið Finnlandi í Sata- kunta risin upp nútíma iðn- aðarborg, Tampere, þar sem pappírsiðnaður og ullariðn- aður er mestur í landinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.