Alþýðublaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 4
 Aiþýgublagjg Laugarclagur 24. ágúst 1957. XJtan úr heimi: Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritstjöri: Helgi Sæmundssoa. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttisr. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson of Loftur Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Ptr«nt*miðja Alþýðublafteimi, Hverfisgðtn 8—II. Austur og vestur STJÓRNARANDSTAÐA Sjálfstæðisflokksins er furðu iegt fyrirfoæri. Hvað eftir annað leyfir hann sér að hafa endaskipti á staðreyndum. Og sú barátta er ekki aðeins þreytt 'hér heima fyrir. Lyg- inni er komið á framfæri er- iendis með sífelldum skeyta- sendingum, sem eru á góðri leið með að gera heimskunn ar fréttastofnanir að við- undri. Sú baráttuaðferð er lúalegri og siðlausari en mál- flutningur Morgunblaðsins, og er þá mikið sagt. Ofsinn er slíkur og þvílíkur, að öll verk ríkissijórnarinnar eru færð á versta veg og jafnvel stnnpluð sem landráð. Meira að segja sú stefna, er mótuð var í valdatíð Sjálfstæðis- flokksins, sætir þessari með- ferð af hálfu Morgunblaðs- ins. Núverandi rí'kisstjórn er miskunnarlaust fordæmd fyr ir það, sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Ing- ólfur Jónsson aðhöfðust. Stjórnarandstaða, sem þann- ighegðar sér, á naumastsinn iíka í víðri veröld. Morgunblaðið er da-g eft- ir dag að fordæma verzlun- arsamskipti okkar við þjóð- irnar í Austur-Evrópu. Á þeim er ekki sagður kostur og löstur. Þau eru einfald- Iega stimpluð í Morgunblað inu sem föðurlandssvik. Til gangur þeirra á að vera sá að þrælbinda íslendinga Rússum og fylgiríkjum þeirra austan járntjaldsins. Oft er helzt á Morgunblað- inu að skilja, að núverandi ríkisstjórn hafi þokað ís- landi og Islendingum lang- Ieiðina austur til Asíu. Þannig eru verzlunarsam- skiptin við Austur-Evrópu túlkuð, Og hver er svo sann leikurinn? Til þessara við- skipía var stofnað í valda- tíð Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Ingólfs Jónssonar. Islenzkir íhalds menn börðu að dyrúm hjá Rússum árum saman og Iinntu ekki látum fyrr en upp var lokið fýrir þeim. En nú gefur Morgunblaðið í skyn, að mennirnir hafi alls ekki verið í venjuleg- um 'verzlunarerindum, Þetta var hvorki meira né minna en landssala, og svo er núverandi ríkisstjórn kennt um allt saman! Sjálfstæðismenn hafa aldrei þótt andvígir verzl- unarsamskiptum við Banda ríkin eða lántökum þar vestra eftir að slíks varð nokkur kostur. En nú er allt í einu komið annað hljóð í strokkinn eins og sjá má af forustugrein Morgunblaðsins í gær. Þar er notað tilefni af hálfu Þjóðviljans til að svívirða Guðmund f. Guðmundsson utanríkisráðherra fyrir dvöl varnarliðsins í Iand- inu. En ekki nóg með J>að. Morgunblaðið er stór- hneykslað yfir því, að nú- verandi ríkisstjórn skuli hafa fengið Ián vestur í Bandaríkjunum. Meðal ann ars er því mikill þyrnir í augum, að hún skuli hafa fengið fjármuni, sem Sjálf- stæðismenn leituðu fast eft ir en árangurslaust í valda- tíð sinni. Og skýring þessa á að vera sú, að hér sé um að ræða greiðslu fyrir á- framhaldandi dvöl varnar- liðsins í Iandinu. Morgim- blaðið segir í þessu sam- bandi orðrétt: „Ríkisstjórn in sendi menn til Washing- ton o-g þeir komu heim með loforð um peninga í vasan- um, ef saman gengi að öðru leyti. Samningurinn um veru varnarliðsins var raun verulega endurnýjaður. Lánin að vestan björguðu lífi stjórnarinnar. Þar seldi hönd hendi“. Allir, sem þekkja til þess- ara mála. vita mætavel, að þetta eru staðlausir stafir. Kannski væri ekki úr vegi ið spyrja Morgunblaðið livað an það hafi upplýsingar sín- ar um þessi atriði? Treystir það sér til að finna orðum sínum stað? Sennilega stend ur á svörunum. En hvers vegna hugsar Morgunblaðið svona? Yar það kannski. þetta, sem vakti fyrir Sjálf- stæðismönnum, þegar beir voru landsfeður? Margur heldur mig sig. Og bágt er, að Morgunblaðið skulihvorki mega Iíta í austur né vestur. ÁvaHf nýr fiskur, þegar á :jó gefur. Borðið meiri fisk og sparið peningana. FÍSKHÖLLIN - Sími 11240 ENN VEIT maður ekki nóg til að gera sér grein fyrir afleið- ingum síðustu atburða í Sýr- landi. Um tvennt er að velja. Þetta getur verið venjulegt komúnistiskt valdarán, látið líta svo út sem herforingjaupp- reisn. Eða þá að um er að ræða hóp þjóðernissinna og manna vinveitta Sovétríkjunum — án þess þó þeir þurfi að vera hrein ir komúnistar — herforingjar, sem hafa rutt úr vegi hógvær- ari starfsbræðrum sínum. Ef um kommúnistiskt valda- rán er að ræða, eru hér að ger- ast atburðir sem munu hafa mikil áhrif á rás heimsviðburð- anna. Ráðstjórnarríkin hefðu þá örugga fótfestu í Mið-Aust- urlöndum. í fyrsta skipti í ver- aldarsögunni yrði arabiskt og múhameðskt ríki kommúnist- ískt. NÝJA LÍNAN. ■ En annars ber að gæta, sem ugglaust er ekki síður mikil- vægt. Þessi útvíkkun hinnar kommúnistísku ríkjasteypu er gerð eftir uppskriftinni, sem samin var í fyrra á 20. flokks- þinginu í Moskvu. Þar var kom- múnistaflokkum Asíu og Afríku uppálagt að taka upp hjartan- lega samvinnu við.öll þjóðern- isleg og andvestræn öfl. Ef þessi framgangsmáti hefur nú leitt til valdaráns í Sýrlandi, verða Vest urveldin að finna stefnu, sem kemur í veg fyrir að sama sag- an endurtaki sig í öðrum lönd- um. Bæði í Egyptalandi og Indónesíu væri ekki óhugsan- legt að þessi aðferð gæti borið sama árangur. í Mið-Austurlöndum eru tak- mörkin -milli kommúnisma og bjóðernisstefnu oft mjög óglögg. Þessar tvær stefnur hafa unnið mikið saman upp á síðkastið. og eínkum í Sýrlandi hefur sú blánda verið svo innileg, að erf- itt hefur verið að segja til um, hvorir mega sín meira, kom- múnistar eða þjóðernissinnar. Á ÝMSU GENGUR. Síðan Sýrland varð sjálfstætt hafa þar verið fimm uppreisnir hersins, 20 ríkisstjórnir hafa Khalid Bakdash setið að völdum og f jórar stjórn arskrár verið í gildi. Herinn hefur verið ríki í rík- inu og ráðið mestu um stjórn- málalíf landsins. Á árunum 1949—1954 sátu þar að völdum einræðisherrar, sem höfðu her- inn að bakhjarli. Síðan hefur verið þar þingræðislegt lýðræði en grafið hefur verið æ meira undan því undanfarið. Öfl vin- veitt Sovétríkjunum hafa unn- ið á, en öfl vinveitt Vesturveld- unum hins vegar misst áhrif, og fréttaþiónustan er nú öll í hönd- um hinna rússnesku og egypzku fréttastofnana. HATUR Á ÍSRAEL. Hatrið á ísrael er það, sem mest ber á í utanríkismálum Sýrlands og þetta hefur togað Sýrland æ meir í áttina til Sov- étríkjanna. Herinn vantar vopn, og vopnin er aðeins að fá í Sov- étríkjunum. Sabri Assali, forsætisráðherra lýsti því þó yfir þessu nýlega: Kommúnismi er eitt, vinátta við Sovétríkin annað. Spurningin er nú, hvort tekst að halda þessu hili milli vináttu og náins hernaðarlega sambands við Sovétríkin og kommúnisma. Það sem hefur sett svip sinn á þróun mála í Sýrlandi hin síð- ustu ár, er náin samvinna miíli áhrifamikils hóps manna í hern um, hinum sósíalistiska endur- reisnarflokki, sem vinveittur er Sovétríkjunum og svo kom- múnistaflokknum. Alls staðar í þessum öflum, standa ráðamikl- ir menn að baki. VAIDAMENNIRNIR. Foringi í hópi liðsforingja er Abdel Hamid Serrei, sem er yf- irmaður sýrlenzku öryggislög- reglunnar. Honum hefur verið lýst, sem mannsins, er ræður á bak við tjöldin, og ugglaust var það hann, sem stóð fyrir síðustu hreinsunum í sýrlenzka hern- u.m. Milli Serreis og Akrani Haur- anis, er náin samvinna, en Haurani er foringi sósíalistiska endurreisnarflokksins, maður stjórnvitur og slægur. Flokkur hans er einnig nefndur Ba ’ath- flokkurinn, og hefur ekki nema 16 af 142 fulltrúum sem í þing- inu sitja, en hefur með sam- vinnu við herforingjaklíkuna komizt til áhrifa og valda. Bæði Serrei og Haurani aðhyllast samstarf við kommúnista, en flokkur þeirra er talinn sterk- ari í Sýrlandi og betur skipu- lagður en í nokkru öðru landi Araba. Hins vegar er þingflokk- Framhald á 7. síðu. Verzlunarmaður svarar Þióðviíjanum. GREINARKORN það, sem ég sendi yður og hlaut fyrirsögn- ina „Vantar getuna eða vilj- ann?“, varðist hafa haft skjót- ari áhrif en mig gat órað fyrir. Sérstaklega hefur það komið ílla við ritstjóra Þjóðviljans, sem svaraði því strax í næsta blaði með stórorðri árásargrein. Kemst ég af þeim sökum ekki hjá því að biðja um rúm fyrir frekari athugasemdir í tilefni af andsvörum kommúnistablaðs ins. ■ l ■ : ■ r, 1 fyrri grein minni færði ég rök að því, að vöruskipti íslands við Sovétríkin, Pólland, Tékicó- slóvakíu og Austur-Þýzkaland væru okkur "-jög óhagstæð, þar sem við nc vddumst til'að kaupa þar eystra lélegri vörur og ó- henturri en við þyrftum að fá. Taldi .:g eðlilegt, að þessar þjóðir rreiddu okkur. a. m. k. helmingir n af þeim fiski, er þær fá héðan, í gjaldeyri, sem hægt er að nota til vörukaupa annars staðar. Þetta kallar Þjóðviljinn ,.heildsalasöng“, „fráleita firru“ .annarleg sjónarmið“, „ofstæki" „endalausan barlóm og einsýni" og „hotnlausa heimsku", Þann- ig er viðhorf Þjóðviljans til þess, að íslendingar geri hófleg- ar kröfur um sanngirni í við- skiptum við „sósíalistísku þjóð irnar“ eins og blaðið kallar þær, og hef ég aldrei séð koma fram á prenti annan eins kvislinga- hátt í viðskiptum. Þessir menn eru sannarlega ekki íslands megin við samningabörðið, þeg ar við ,,sósíaiistaríki“ er átt. En slíkt þarf ekki að koma okkur á óvart, og við skulum sleppa öllum stóryrðum til að íbuga málið enn betur, efnis- leg'a. Hefur Þjóðvlijinn athugað, að Islendingar verða að greiða í „hörðum gjaldeyri“ — sterl- ingspundum, dollurum, vestur þýzkum merkum, nálega allan tilkostnað utan launa við að framleiöa fískinn, sem sósíal- istísku ríkin vilja fá með sel- stöðukjörum? Hefur Þjóðvilj- inn athugað, að nálega öll fiskiskip okkar eru keypt fyr- ir harðan gjalcleyri og jafn- vel Austur-Þjóðverjar heimta, að við greiðum 30—40% af þeim skipum, sem þeir smíða fyrir okkur, í hörðum gjald- eyri? Hefur Þjóðviijinn athug að, að veiðafæri flotans fást ekki í Austur-Evrópu heklur verða að greiðast í hörðum gjaldeyri? Eða að nálega allar vélar fiskiðjuveranna, frá flök unarvélum til frystitækja, eru keyptar fyrir harðan gjald- eyri? Síðan er mestallt af fisk umbúðunum keypt fyrir harð- an -gjaldeyri, mestallur til- kostnaður þeirra erlendis er í hörðum gjaldeyri. Sjómennírn ir okkar geta ekkert gert við rúblur, sem þeir fengju í kaup, og biðja eðlilega um harðan gjaldeyri, sem hægt er að verzla fyrir. Þannig niætti lengi telja. — Þjóðviljinn ætl- ast sem sé til þess, að við Is- lendingar berum allan þennan tilkostnað við fiskframleiðsl- una í hörðum gjaldeyri en sættum okkur þegjandi við að seljp fiskinn í vöruskiptum!!! Þetta eiga að heita „viðskipti á heilbrigðum grundvellí” — j en er það furða, þótt ökkur skorti harðan gjáldeyri, þegar svona er í pottinn búið? Það kan nað vera ofvaxið skíln- ingi kommúnista, að íslending- ar þurfa enn eins og Jón Hregg- viðsson, snæri til að draga fisk, og Rússar geta ekki séð okkur Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.