Alþýðublaðið - 24.09.1957, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.09.1957, Qupperneq 5
Þriðjudagur 24. sept. 1957 A I jþ ý ð u b í a ð é ð 5 amfai við Guðmund Frímann mm. GUÐMUNDUR FRÍMANN skáld á Akureyri hefur verið staddur hér í borginni undan- íarið til þess að ganga frá út- gáfu og útkomu tveggja ljóða- 'ibóka. Önnur, frumsamin Ijóð, er komin í bókaverzlanir, hin, þvdd ljóð, kemur í haust. Bók- in með frumsömdu ljóðunum heitir „Söngvar frá sumarengj- um“, en bókin með Ijóðaþýð- ingunum á að heita „Undir berg imálsfjöllum“. Guðmundur Frímann hefur umnið marga og mikla sigra sem ljóðskáld hin síðari ár og vaxið við hverja bók. Við fyrstu úthlutun úr rithöíundasjóði ríkisútvarpsins varð hann fyrir yalinu eins og kunnugt er ásamt Snorra Hjartarsyni. En það hefur verið alllangt á anilli bóka Guðmundar. Hann iáefur ekki verið við eina fjöl- ína felldur í listum, verið mjög leitandi, fékkst við margs kon- ar listsköpun lengi vel, hóf nám í höggmyndagerð hjá Einari Jónssyni, gerðist málari og íékkst jafnvel við lagasmíð. Hann hefur stundað margt: hús- gagnagerð og bókband — og er iiú handavinnukennari við gagn fræðaskólann á Akureyri. Hann er Húnvetningur að ætt, úr Langadal, kom hingað til Reykjavíkur 19 ára gamall, en fór svo norður. Við vorum mik- íð saman, þegar við vorum ung- ir hér í Reykjavík. Skildum svo að segja ekki mánuðum saman, héldum félagsskap með Krist- manni Guðmundssyni og fleir- um slíkum, en vorum þó ólíkir íélagarnir. Hann sá ekkert ann- að en ást og sólskin allt um kring, hann söng allar stundir innra með sjálfum sér og sa jafnvel sólina dansa í myrkri. Arið 1922 gaf hann út fyrstu Ijóðabók sína,,Náttsólir“. Enum leið og hún kom út og hann las Jiana féll honum allur ketill í eld, gafst upp og steinhætti. Mörgum árum seinna kom ég til Ákureyrar . og. leitaði hann uppi. Þá var hann í þann veg- ! inn að kvongast fallegri stúlku j með fléttur. Ég heimtaði að fá ! að sjá ný kvæði, en hann vildi eyða því tali og virtist óttasleg- inn, en að lokum lét hann mig klifra með sér upp hæsnastiga upp á banabjálkaloft í ein- hverju húsi, ekki þó heima hjá honum, og þar voru handrit að kvæðum. Hann las þau fyrir mér, en leið illa við lesturinn. Fjórum árum seinna komst ein- hver í þessi blöð og gaf þau út, Guðmundur Frímann en svo sterk höfðu vonbrigðin af „Náttsólum“ verið, að hin nýju kvæði, sem nefndust „Úlfablóð“, voru gefin út und- ir dulnefninu „Álfur frá Klett- stíu“. En bókin fékk góða dóma, og fjórum árum seinna kom út Ijóðabókin „Störin syngur“ og nú undir réttu höfundarnafni. Þá varð fjórtán ára hlé. Árið 1951 kom út Ijóðabókin „Svört verða sólskin". Og««jneð þeirri bók vann hann úrslitasigur, „Söngvar frá sumarengjum“ er því fimmta ljóðabók hans. Ég sagði við hann í gær þeg- ar við hittumst: — Hvers vegna öll þessi löngu hlé? ,,Ég veit það í raun og veru S Þeir, sem vilja fylgjast með landsmálum, ; þurfa að lesa utanbæjarblöðin — s D E Akureyrar ■ ísafjarðar B ; Vestmannaeyja í Siglufjarðar : Norðfjarðar E B L Ö Ð I N . «3 M ! SÖLUTURNiNN VIÐ ARNARHÓL. r Ispinnar. 11111111 ekki. Þegar ég var drengur, var ég' alltaf 'að teikna, og fólkið á bæjunum i Langadal sagði, að ég væri efni í listamann. Og ég fór víst að trúa þessu og um leið greip mig óslökkvandi útþrá. Ég vildi verða eitthvað, en hvað það ætti að verða vissi ég ekki. Svo skriíaði ég Einari Jónssyni og vildi læra hjá honum. Hann tók mig, og ég hóf námið, en ég varð eirðarlaus, þoldi það ekki að fá ekki að skapa sjálfur held- ur' aðeins módellera eftir hans fyrirsögn. Ég hætti og fór norð- ur. Ég hafði fengizt við vísna- gerð meðfram teikningunum, og þu og fleiri eigið sök á því, að ég gaf út ,,Náttsólir“ 1922. En þegar bókin var komin út i og ég las hana, tapaði ég allri j trú á Ijóðagerð minni. Ég ætl- j aði mér að verða listmálari og j fékkst dálítið við það. Ég teikn- j aði allmikið, en orkti einstaka sinnum. Það var eins konar föndur. En svo kom næsta bók mín eftir ellefu ára hlé. „Úlfa- blóð“ fékk góða dóma, og næsta bók kom eftir fjögur ár, sú þriðja eftir fjórtán ár og svo þessi nýja eftir fjögur ár. Ég er hættur að mála, hættur að teikna, yrki aðeins." — Og semur lög? „Minnztu ekki á það. Hins vegar skal ég játa, að það verð- ur til lag um leið og ég yrki kvæði mín. Þess vegna yrki ég undir mínum eigin háttum, ekki annarra háttum, mínir eru eig- ið lag ef svo má segja. Menn segja að kvæði mín séu klið- mjúk. Það er víst rétt. En það er mikill misskilningur ef menn halda, að það sé vottur þess, að ég eigi létt með að yrkja. Ég á alltaf erfitt með að yrkja. Hvert kvæði er mér þrekraun. Menn geta varla trúað þessu, en svona er það samt. Það er þjáning að skapa ljóð.“ — Það er meiri bjartsýni í „Söngvum frá sumarengjum“ en var í „Svört verða sólskin". „Það er rétt. Ég er kominn yfir fimmtugt. Mér líður vel. Ég er víst ekki framar skip- reika. Ætli ég sé búinn að finna sjálfan mig? Hvenær skyldi fyrsta kvæðabókin mín hafa komið út hefði ég ekki gefið út „Náttsólir“?“ — Þýddu ljóðin? „Þau verða um fimmtíu að tölu. Eg hef þýtt ljóð norrænna höfunda, aðallega danskra og 'norskra, og fyrst og fremst i hinna yngri. Mér bauðst útgáfa á þýddu ljóðunum og sló til þó að segja megi, að það sé nokk- uð mikið að gefa út tvær bæk- ur sama árið. Davíð Stefánsson hefur valið nokkur þessara ljóða í úrval þýddra ljóða, sem hann hefur tekið saman fyrir Almenna bókafélagið." I -— Er sólin eins björt og hún var 1922? Éru stúlkurnar í Bankastræti jafn fagrar og þær voru þá? „Sólskinið er eins heitt á vanga og það var þegar ég var nítján ára. Stúlkurnar? Ég varð þá ástfanginn oft á dag'. Þá.larig áði mig til að mála þær eða „módellera“. Nú vekja þær lag og Ijóð í hug mér. Þetta er all- ur muriurinn.“ Mér finnst nafnið á hinni nýju Ijóðabók Guðmundar Frí- manns „Söngvar frá sumar- engjum“ vera táknrænt fyrir ljóð hans og líf. Þetta eru björt og heit ljóð. Það er ilmur úr grasi hans, gróðurilmur. vsv. liámemiiog þlóðsmia hefur á hveriiim tíma ætíð aiið nmeð sér auðugt músik- iíf, allt frá vöggiiiági móðurinn.ár, viuoulagi alþýðonrier upp tii einieik- ara, tón’höfunda og vísíndamanrsa, segir Hallgrímur Helgason í greinargerð fyrir ályktun Á AÐALFUNDI Tónskálda- félagsins nýlega var samkvæmt tillögu dr. Hallgríms Helgason- ar samþykkt einróma eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur Tónskáldafé- lags íslands 1957 telur nauðsyn legt, að músík sé felld inn í skólakerfi landsins á svipaðan \ hátt og með öðrum menningar-1 þjóðum. Nú má heita, að þessi menntagrein sé hér mjög af- rækt, til stórtjóns fyrir tón- menntalíf framtíðarinnar. Músík þarf að vera lifandi í meðvitund þjóðarinnar. Og skólinn hlýtur að kveikja það líf einna fyrst, sé 'rétt á haldið. Bregðist hann, falla niður ó- bætanlegir þróunarmöguleikar. Fundurinn varar við því á- standi, sem nú ríkir í skólum landsins í músíkuppeldi, og lít- ur svo á, að gagngerar umbæt- ur á því sviði séu ein örugg- asta leiðin, til þess að skapa eðlilegt og fjölbreytilegt mús- íklíf, auka samsöng, hljóðfæra- leik og æðri og lægri tónsköp- un, efla áhuga á hljómleika- sókn, bæta smekk, víkka sjón- hring og auka starfsgleði og manngildi uppvaxtandi kyn- slóðar.“ GREINARGERÐ. Grundvöllur að músíkmenn- ingu fullorðinna er lagður íj æsku; hann ræður því úrslit- um varðandi músíkþroska þjóð arinnar um framtíð alla. Hámenning þjóðanna hefir á hverjum tíma ætíð alið með sér auðugt músíklíf, allt frá vöggulagi móðurinnar, vinnu- lagi alþýðunnar upp til einleik- ara, tónhöfunda og vísinda- manna. Sigurbjörg Einarsdóttir. Hún var valin „feg- ursta sfúlka kvöldsins". EINS og blaðið hefur sagt frá hefur Iðnó tekið upp þá ný- breytni að velja fegurstu stúlku kvöldsins á dansleikjunum á laugardagskvöldum. Hér höf- um við fengið mynd af fyrstu stúlkunni, sem var valin feg- urst. Hún er 18 ára gömul og heitir Sigurbjörg Einarsdóttir. Hún var valin fyrra laugardags kvöld. Æskan tekur við arfi meist aranna: Richard Strauss (1864—1949), hið heims- fræga óperutónskáld, kenn ir sonarsyni sínum að spila. Skólinn er sú nútímastofnun, sem nær til allra jafnt. Og hann er því ómissandi grund- vallarstofnun fyrir vaknandi tónskynjun, söngvagleði, hljóð- færaþekkingu, nótnakunnáttu, öruggan skilning á tónbilum og hljómum, formfræði og þróun- arsögu listarinnar. Skólakerfi, er veitir rækí- lega handleiðslu og kennslu í téðum greinum, er vafalaust bezta trygging fyrir þvií, að upp rísi blómlegt músíklíf, söng félögum og hljómsveitum. fjölgi, sungið verði og spilað á heimilum þjóðarinnar, að- sókn að hljómleikum og óperu- sýningum. og skilningur á tón- list fari vaxandi og nótnaútgáfa aukist til eflingar ungum tón- bókmenntum landsins. — Þess- konar skólakerfi mundi enn- fremur með ýmiskonar tóniðk- un. geta leyst margan. uppvax- andi þegn frá auðnuleysislegu göturjátli, siðleysi og sóun á dýrmætum tíma og persónu- kröftum. Með þessu móti yrði skólinn að mannræktarstofnun. Hann gæti beint kröftum æskunnar að verkefnum, sem áður voru gjörsamlega óþekkt, verkefn- um, sem þroska skapfestu jafnt sem skilnings- og tilfinninga- líf, —- veita gleði, skapa fjöl- breyttari áhuga og glæða fé- lagslund. Við slík skilyrði mundi skólalífið fá léttari og geðfelldari blæ. Með tilliti til þess menning- ar- og siðfágunar- gildis, er felst í réttilega iðkaðri músík, getur Tónskáldafélagið ekki annað en bent á hið óbætan- lega tjón, sem allt músíklíf hlýt ur, skólarnir, æskan sjálf og þar með þjóðfélagið í heild, svo lengi sem núverandi ástand helzt óbreytt. ___j_______, jj

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.