Alþýðublaðið - 25.09.1957, Page 6
sept. 1957
6
A I þýSublaSiS
Miðvikudagur 25.
Otgetandi: AlþýOuílokkuidma.
Ritstjori: Heigi Sæmundsson.
•\ugiysingi»st]óri: fímilia Samttelsdóttis
í'retTastjon. Sigvaldi Hjal»tiar*»uu
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson o*
t-oftur Guðmundsson
Fiitstjdrnarsímar: 14901 og 1490?,
Augiýsingasími: 14906.
Afgreiðslusími: 14900
xnsaaúði* 4lbvöublaA*i«s. HverÉisigótv »—1«
Heimsókn To ynhees
RjKISÚTVAKPIÐ hefur
boðið hingað brezka sagn-
fræðingnum heimskunna,
Arnold J. Toynbee, til að
flytja hér fyrirlestra um
fræði sin. Sú heimsókn er
ærinn viðburður. Toynbee
telst tvímælalaust í hópi
frægustu sagnfræðinga, sem
nú eru uppi í heiminum. og
er auk þess frábær ritsnili-
ingur. Raunar er hart deilt
urn kenningar hans og stund
um af oííorsi, enda eru þa.'r
svo nýstarlegar, að til upp-
reisnar getur talizt. Samt
nýtur hann álits og virðing-
ar langt út fyrir ættland sitt,
þar sem hann er efalaust
einn af svipmestu og sérstæð
ustu höfðingjum í andans
ríki.
íslendingar hafa mikinn
áhuga á sagnfræði og
kannski flestum þjóðum
fremur. Þess vegna mun
því mikill gaumur gefinn,
er annan eins ríiann og
Arnokl J. Toynbee ber að
garði okkar. Margir munu
hlýða á mál hans og hug-
leiða það, sem hann hefur
fram að færa. Menntamenn
irnir verða ekki einir til
þess að ljá boðskap hans
eyru. íslenzk alþýða leggur
í ríkuni mæli stund á sagn
fræði eða lætur sig hana
varða. Þess vegna verða
verkamennirnir, bændurn-
ir, sjómennirnir, iðnaðar-
mennimir og skólafólkið í
hópi áheyrenda Tovnbees
ekki síður en menntafröm
uðirnir og lærdómsgarparn
ir. Þessi staðreynd ræður
miklu um það, hversu ríkis
útvarpinu hefur vel tekizt,
er það býður Arnold J.
Toynbee hingað heim.
Koma hans og erindi vckur
athygli alþjóðar. Ríkisút-
varpið er með þessari starf-
semi að stækka verksvið
sitt, og vissule-ga fer vel á
því. Það á að opna glugga
sína fyrir erlendri menn-
ingu og heimsnýjungum og
meðal annars með því að
bjóða hingað afburðamönu
um annarra þjóða.
Oft er talað um nauðsyn
íslenzkrar landkynningar.
En er ekki bezta landkynn-
ingin sú, að hingað komi
menn, sem heimurinn þekk-
jr og hlýðir á, og þeim gefist
kostur þess að reka mikil
andleg erindi? íslendingar
eru fámennir og fátækir á
veraldarvísu. En við höfum
varðveitt tungu okkar, sögu
og menningu. Frægðin til
forna er hér ekki eins fjar-
læg og víða annars staðar.
Og þetta mun ekki síður
þykja athyglisvert en sýna
útlendingur Gullfoss og
Geysi, þó að gott sé. Ríkis-
útvarpið stuðlar þess vegna
að áhrifaríkari landkynn-
ingu með því að bjóða hing-
að Arnold J. Toynbee og
öðrum slíkum. Byrjunin
hefur tekizt svo ágætlega,
að vissulega ætti að mega
vænta framhalds.
Skyldan við fortíðina
ÁRBÆJARSA.FNIÐ hefur
verið opnað almenningi, en
það er vísir að byggðasafni
Reykjavíkur, þar sem aðal-
lega verður rniðað við þýð-
ingu Árbæjar sem sveita-
bæjar og gististaðar fyrir
ferðamenn. Fer vel á því, að
höfuðborgin hyggi að slík-
um' efnuni og ræki skylduna
við fortíðina. Þetta er byrj-
unin, og enn er nóg af verk-
efnum.
Satt að segja verður furðu
legt að teljast, hvað forráða-
menn Reykjavíkur hafa ver-
ið tómlátir varðandi sögu
höfuðstaðarins fyrr og nú.
Saga Reykjavíkur er ekki til
nema í brotum, sem falla
alls ekiki að neinni heildar-
mynd. Fyrsti vísir að byggða
safni er nú loks að koma til
sögunnar. Merkir sögustáðir
í nánd við Reykjavík eru í
sorglegri níðurníðslu, sér í
lagi Viðey, sem þó var löng-
um fræg og ætti sannarlega
skilið, að eftir henni væri
munað. Opnun Árbæjarsafns
ins þyrfti að leiða til þess,
að áhugi almennings og bæj-
aryfirvalda á sögu Reykja-
víkur yrði að þeim veruleika,
að minjar bjargist frá
gleymsku og sögustaðirnir
rísi aftur upp úr sinu van-
rækslunnar og tómlætisins.
Og eitt af því fyrsta, sem
gera þarf, er að höfuðborgin
eignist sögu sína í búningi,
er hæfi Reykjavik.
áslrifíasímar biaðsins
eru 14900 og 14901.
Harry Marlinson í. heimsókn --
HINGAÐ er kominn í heim-
sókn sænski rithöfundurinn
Harry Martinson. Þar er á ferð
maður, sem ætti að verða.ís-
lendingum aufúsugestur.
Harry Martinson fæddist í
Blekinge árið 1904 og er brot-
inn af bergi sænskrar alþýðu
eins og svo margir skáldbræður
hans í hópi jafnaldranna. Æsk-
an reyndist honum þung í
skauti. Sveinninn var orðinn
einstæðingur sex ára gamali.
Þá var faðir hans látinn og móð
irin stokkin úr land til Amer-
íku. Drengurinn lenti á flæk-
ingi, hraktist bæ frá bæ og
kynntist ómildri náð sveitar-
hjálpar og munaðarleysingja-
hælis, enda gerðist þetta áður
en jafnaðarstefnan kom til liðs
við fátæka Svía. En uppeldið
varð ekki aðeins flakk og hrakn
ingar eins og ætla mætti. Út-
þráin og ævintýralöngunin
sagði brátt til sín í hug og
hjarta Harry Martinsons, og
hann gafst hvorki upp né lét
fjötrast. Sextán ára réðst hann
í farmennsku og sigldi um öll
heimsins höf, lengstum sem
kyndari, bylgjur og vindar
báru þennan unga og við-
kvæma draumamann alla leið
til indlands og Suður-Ameríku,
svo að einhverjir áfangastaðir
séu nefndir. Harry Martinson
kom á farmannsdögum sínum
hingað til lands og hefur skrif-
að skemmtilegan frásöguþátt
um dvöl sína í Reykjavík.
Skáldhneigð virtist honum í
blóð borin, og í siglingunum
orti hann ljóð með Kipling að
fyrirmynd, þó að hafið réði víst
þeim úrslitum fremur en ungs
manns aðdáun á brezka Ijóð-
mæringnum. Harry Martinson
kvaddi sér svo hljóðs á skáida-
þingi árið 1929 með ljóðabók-
inni ,,Spökskepp“. Tveim árum
Harry Martinson
síðar kom frá hendi hans kvæða
bókin ,,Nomad“ — og þar með
var hann kominn til þroska sem
frumlegt og sjálfstætt skáld.
Raunar kostaði viðurkenningin
ærna baráttu í fátækt og tví-
sýnu, en Martinson var illu
vanur í því efni og sigraði karl-
mannlega. Nú er hann löngu
frægur og dáður, situr í sænsku
akademíunni og vex af hverri
nýrri bók. Ferðin langa og
stranga reyndist sannarlegc
ekki án fyrirheits. Ævintýrið
um sveininn úr garðshorni hef-
ur eínu sinni enn orðið minnis-
stæður veruleiki í sænskri bók-
nienntasögu.
Harry Martinson er eitt af
sérstæðustu og persónulegustu
lióðskáldum Svib'ióðar. og veld
ur því í senn efnísval hans og
vmnuarogö. Harm er djarfur
og frjálslyndur fulltrúi nýja
tímans. hjó af sér ungur gaml-
ir viðjar og fór nýjar leiðir
,'orms og túlkunar. Farmennsk
an gerði hann að heimsborgara,
opnaði hug hans og augu fyrir
stóru tákní og áhrifaríkum ör-
lögum, en jafnframt er hann
náttúrubarn lands og sveitar,
fjalls og skógar og rækir löng-
um skylduna við upprunann í
list sinni. Litir og tónar mega
sín mikils í ljóðum Harry Mar-
tinsons, þau eru málverk og
hljómkviður í crðum, en til-
lærðar stefnur marka honum
naumast bás. Hann leitar víða
táknsins í skáidskap sinri, kem-
ur á óvart og brýtur sér brautir
langt utan og ofan við alfara-
vegi, en gerir einnig gamalt
nýtt og man vel samhengið í
sögu og bókmenntum þjóðar
sinnar. Honum er ríkast í huga
að lifa og finna til í stormum
samtíðarinnar, vera skipið, sem
siglir veraldarhöfín, en ratar þó
í heimahöfn, og sýna hversdags
lífið og veruleikann í öðru ljósi
en förunautarnir. Þess vegna er
hann tímamótamaður fremur
en uppreisnarseggur. Ha rry
Martinson leitar inn á land
framtíðarinnar án þess að
brjóta endilega brýr fortíðar-
innar að baki sér. Hann er full-
trúi aldar sinnar og kynslóðar
og túlkar áhrif örlagaríkar lífs-
reynslu í snjöllum kvæðum og'
sögum.
Sagnaskáldskapur Harry Mar
Framhaíd á S. síðu.
KVENNAÞÁTTU
Eitstjóri TorfMldur Stemgrímsdóttir
LEIÐRÉTTÍNG
ÞAU mistök urðu í síðasta
þætti, að í uppskriftinni að
hafrakossunum var sagt að baka
ætti þá við minnsta straum, en
það átti að vera við miðstraum,
eða vægan hita, eins og það er i
oftast kallað. Þetta leiðréttist
hér með og eru lesendur beðnir
velvirðingar á því ef uppskrift-
ir hafa skemmzt af þessum or-
sökum.
Á myndinni, sem biríist af
hafrakossunum í síðasta þætti,
var einnig raðað öðrum kökum
utan með á fatinu og voru það
svokallaðir súkkulaðifingur,
sem nú skal birt uppskriftin af.
SUKKULAÐIFINGUR
150 gr. smjörlíki,
200 gr. hveiti,
75 gr. sykur,
1 egg,
2 msk. kakó,
2 msk. vanillusykur.
Úr öllu þessu er gert mjúkt
deig og það síðan rúllað út í
fingurþykkar lengjur, ca. 5
sentimetra langar og bakað við
jafnan hita í 10—-12 mínútur.
LITLAR APPELSÍNUKÖKUR
100 gr. smjörlíki,
150 gr. hveiti,
50 gr. sykur,
sléttfull tesk. lyftiduft,
1 tesk. fíntrifinn appelsínu-
börkur,
glasur úr 4—5 msk. af flór-
sykri og 1 tsk. appelsínu-
safa.
Þessu er öllu blandað saman í
eínu og hrært létt. Deigið er síð-
Hafrakossar í miöiunni, en kökurnar, sem eru utan með, eru
svokallaðir súkkulaðifingur og er smekklegt, að raða þeim
utan fneð eins og á myndinni er gert.
an flatt út eins þunnt og hægt
er og skorið í tígla með kleinu-
járni, einnig má hafa hvers kon
ar aðra lögun á kökunum, svo
sem hálfmánalögun.
Kökurnar eru bakaðar fljótt
við jafnan hita og gætið þess vel
að þær dökkni ekki um of. Þær
eru síðan kældar og glasúrinn
borinn á þær. Kökurnar má síð-
an skreyta með sultuðum Pom-
eranberki, eða gulleplaberki.
KÓKÓSKONSUR
4 dl. hveiti,
2 tsk. lyftiduft,
1 dl. kókosmjöl,
4 msk. sj’kur,
1 egg,
2 dl. mjólk,
2—3 msk. bráðið smjörlíki,
1 stór tsk. hakkaður og
sultaður appelsínubörkur
Þurrefnunum er blandað vel
saman og eggjunum og mjólk-
inni hrært út í þau, síðan smjör-
líkinu og að lokum appelsínu-
marmelaðinu. Deiginu er síðan
hellt í smámót og mega þau í
mesta lagi vera full að tveim
þriðju. Bakist ljósbrún við með
alhita.