Alþýðublaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 12
Þrír nýir barnaleikvellir teknir í notkun í Reykjavík í gær Þeir eru við Dunhaga, Hlíðargerði og Rauðalæk ÞRÍR NÝIR barnaleikvellir voru teknir í notkun í Reykja vík í gær og eru þeir við Dunliaga, Hlíðargerði og Rauðalæk. Þeir eru allir ætlaðir fyrir smábörn á aldrinum tveggja til fimm ára og eru tvær gæzlukonur á hverjum velli. Framkvæmdir við þessa velli hófust á síðastliðnu ári og hef- ur síðan verið unnið að því að gera vallarstæðin, flytja í þau ofaníburð og g'irða. Hefur Bjarn héðinn Hallgrímsson, verk- stjóri haft umsjón með því verki. Á hverjum hinna nýju valla hefur verið reist skýli og eru þau öll éiris, gerð eftir teikn- ingu Skúla Norðdahl, arkitekt í samráði við skipulagsstjóra bæjarins og leikvallanefnd. ITm smíði skýlanna sá Rósmundur Runólfsson, trésmíðameistari. í skýlunum eru herbergi fyr ir gæzlukonur, hreinlætisher- bergi og geymsla. Auk þess ex útiskýli, sem ætlað er börnum, þegar eitthvað er að veðri. Fréttamönnum var í gær boð ið að skoða vellina og voru þá mörg börn að leikjum í hinum nýju tækjum. FYRIR YNGSTU BORG- ARANA. Áður en leikvellirnir voru skoðaðir buðu bæjarvöldin til kaffidrykkju að Hótel Borg. Þar talaði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og kvað það hlut- verk og skyldu bæjarins að sjá yngstu borgurunum fyrir leikvöllum með tækjum og sé það gert í samráði við leik- vallanefnd. Jónas B. Jónsson fræðslu- stjóri og formaður leikvalla- nefndar skýrði frá því að nefnd in hefði á árunum 1950 og 1955 gert ýtarlegar tillögur um lejk- svæði í ýmsum bæjarhlutum og kvað gæzluvellina vera 16 talsins en hefðu verið 5 árið 1951. í leikvallanefnd bæjarins eiga sæti þau Jónas B. Jónsson,1 fræðslustjóri, Pétrína Jakobs- son, bæjarfulltrúi og Sigvaldi Hjálmarsson, fréttastjóri Al- þýðublaðsins. Lloyd ásakar Rússa NEW ÝORK, þriðjudag NTB. Lloyd utanríkisráðherra Breta veittist í dag harðlega að Rússum í ræðu, er hann hélt á allsherjarþinginu um á- standið í Austurlöndum nær. Sagði hann, að Rússar stefndu að því að koma upp her stöðvuni, í flestum landa þess ara með stöðugum vopnasend- ingum þangað. TUGÞRAUTARKEPPNI Norðurlanda. fór þannig, að Markku Kahma. Finnlandi, varð Norðurlandameistari og hlaut 6365 stig, er það góður árangur. Annar varð Norður- landamethafinn Torbjörn Lassenius, Finnl. 5879 stig, eða með rúmlega 1000 stigum lak- ara, en Norðurlandamet hans, sett í fyrrahaúst. Þriðji varð Karl Evert Svensson, Svíþjóð, 5642 stig, fjórði Ingvar Runet j Svíþjóð, 5571 stig, fimmti Dani el Halldórsson, ísiand, 5393 stig og sjötti Knut Skramstad. Nor- egi, 5214 stig. Dariíél sigraði í j einni grein tugþrautarinnar,’j 400 m. hlaupi á 51.1 sek. J Alþingi kemur sam- j an 10. oklóber í FORSETI íslands hefur í dag kvatt Aiþingi til fundar fimmtudaginn 10. október n.k. Fer þingsetning fram að lok-! inni guðsþjónustu í dómkirkj unni, er hefst kl. 13.30. fFrá Forsætisráðunevtinu). Miðvikudagur 25. sept. 1957 Stærsta íhúðarhús tandsms er Það er átta hæðir með 48 íbúðum, byggt af Byggingarfélagi byggingarmanna, að mestu í aukayinnu (fétagsmanna) ■ « Þorsleinn 0. Slephensen hiaul Sillurlamp- ann fyrir leik sinn í Browningþýðingunni Leikclómarafélagið afhenti Silfurlampann í fyrrakvöld. FÉLAG íslenzkra leikdóm- ara afhenti í fyrrakvöld Þor- steini Ö. Stephensen silfurlamp ann fyrir beztan leik í einstöku hlutverki á s. 1. ári. Hlaut Þor- steinn verðlaunin fyrir leik sinn í hlutverki Croder-Harris í Browning-þýðingu Rattigans, sem sýnd var af Leikfélági Reykjavíkur, Þorsteinn fékk öll atkvæði leikdómara eða 700 stig. Hefur það ekki komið fyrir áður, að leikari fengi öll atkvæðin. Em- , Harry Martinson, ri ar um í háskólanum á fösfudag SÆNSKI RITHÖFUNDURINN Harry Martinson flutti í gærkvöld erindi á vegum Islenzk-sænska félagsins og á föstu dag flytur hann erindi í Háskólanum, og mun þar tala um bók- menntirnar og framtíðina. í gær áttu fréttamenn tal við hann í Þjóðleikhúskjallaranum að forgöngu framámanna íslenzk- sænska félagsins. Harry Martinson ræddi lengí við blaðamenn um ógnir þær sem öllu mannkyni staðaði nú af þróun múgmorðstækninnar og kvað þær ógnir of vaðalegar til þess að menn rnættu óttast þær; þeir yrðu að taka þá af- stöði^, sem tilei'ni gæfist til ótta- og æðrulaust. NÝTT LEIKRIT. Þá ræddi hann um nýtt leik- rit, sem hann hefði í smíðum, og fjallaði um vanmáttar af- stöðu fólks gagnvart tortíming- unni, en leikrit þetta gerist fyrr á öldum í Kína. Rakti hann efni leiksins, — friðsælli stjórn hefur verið steypt af stóli með ofbeldi og morðum, kennslu- konur og námsmeyjar í kín- verksum kvennaskóla eru um kringdar trylltum byltingaher, og vita óhjákvæmilega forlög sín. Fjallar leikritið síðan um viðbrögð þeirra gagnvart slík- um örlögum. HVER FÆR NÓBELSVERÐ- LAUNÍN. Ýmislegt fleira sagði hann blaðamönnum um ritverk sín, en hins vegar vildi hann ekk- ert um störf sænsku akademí- unnar varðandi Nóbelsverð- launaúthlutunina tala; kvaðst ekki vilja svipta blöðin frétt- inni með því að segja frá áður en hún væri orðin frétt. Húsið er byggt af Byggingar- félagi byggingarmánna, sem stoínað var fcrmlega 15. des. í fyrra. Forgöngu að stofnun þess hafði Árni Guðmundsson, múrarameistari, og . voru 48 menn, sem hiá honura höföu unnið, teknir í félagið. Var til- gangur félagsins að byggia sam byggingu handa félagsmönnum í aukavinnu mestmegnis. Á fundinum var kosin stjórn en hana skioa: Árni Guðmunds- son, múrarameistari, formaður og framkvæmdastjóri félagsins, Haraldur Einarsson, trésmíða- meistari, Arnold Bjarnason, Hörður Valdimarsson, Jón Bernharðsson, Pálmi Gunnars son og Sigurjón Jóhannesson. STEYPT Á 26 SÓLARHRING- UM. Bæjarráð veitti lóð undir bygginguna og hófst undirbún- ingur skömmu eftir áramót. Var unnið á kvöldin og um helgar og er ráðgert að byggja nær eingöngu í aukavinnu fé- lagsmanna. Húsið var steypt á 26 sólarhringum, '8 hæðir með 48 íbúðum og. húsvarðaríbúð í kjallara, og hefur verið unnið dag' Og' nótt. Hafa eigendur í- búðanna orðið að taka sér ríf- legt sumarleyfi meðan á þessu stóð.. Hver íbúð er fjögur her- bergi, eldhús, bað og sér þvotta hús, um 100 fermetrar að flatar máli. Auk þess er sameiginlegt þvottahús í kjallara. Svalagang urinn er hitaður með geislahit- un, þannig að þar festir ekkl snjó. 80 ÞÚSUND KR. FOK- HELD ÍBÚUÐ. Hver íbúð mun kosta um 80 þúsund kr. fokheld og er það lægri byggingarkostnaður en al mennt gerist. Þess má og geta. að samkvæmt samþykktum fé- lagsins er öllum reiknað jafnt kaup eða 25 kr. á klukkustund, nvenær sem unnið er. Skrið- mót þau, sem notuð eru við þessa byggingu, hafa húseig- endur sjálfir smíðað. Lyftarar og' stálflekar eru eign Stapa hf„ Framhald á Z. síðu. Lelkfélagið hefur veirarsfarfið með sýn- ingu á „Tannhvassri tengdamönnum" Fyrsta nýja leikritið í vetur verður enski gamanleik- urinn „As íong as they are happy“. LEIKFÉLAG REYKJAVTÍKUR er að hefja vetrarstarfið. Hyggst félagið isýna ^Tannhvassa ,tengdamömmu“ að nýjix vegna mikillar aðsóknar, er sýningum var hætt sl. vor. Verð- ur fyrsta sýning annað kvöld. En fyrsta nýja viðfangsefnið á leikárinu verður en,ski gamanleikurinn „As long as they are happy“. Þorsteinn í Browning- þýðingunni. ilia Jóhansdóttir varð önnur með 275 stig fyrir leik sinn í hlutverki Emmu Horen í Tann Jón Sigurbjörnsson formað- ur Leikfélags Reykjavíkur skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. SYNT 50 SINNUM S. L. VETUR. Jón skýrði blaðamönnum svo hvöss tengdamamma og þriðja’ frá, að „Tannvhöss tengda- varð Inga Þórðardóttir með 125 manna" hefði verið sýnd 50 stig fyrir leik sinn í hlufverki sinnum s. 1. vetur við gífurlegar Janet Spence í Brosið dular- vinsældir. Auk þess hefði verið fulla. farið með leikinn til Vestfjarða Flugbjörgunarsveitin hjarg 21 kind Menn urðu að síga niður 70 m. hátt bjarg eftir kindunum. og nágrennis Reykjavíkur.. Hefði félagið talið rétt vegna hinna góðu undirtekta s. 1. vet- ur að sýna leikinn nokkuð enn„ Næsta viðfangsefni félags- ins á þessu leikári og fvrsta nýja leikritið verður svo enski gamanleikurinn „As long as they are happy“, eftir . enska leikritasáldið Vernon Silvaine,. Hefur Ragnar Jóhannessom snúið leiknum á íslenzku. Aðal- hlutverkin eru í höndum Brynjólfs Jóhannessonar, Árna Tryggvasonar, Helgu Valtýs- dóttur og Margrétar Ólafsdótt- ur. Jón Sigurbjörnsson annast leikstjórn. Magnús Pálsson mál að leiktjöld. BÆNDUR, er voru að reka fé í Hafravatnsrétt leituðu í gærmorgun aðstoðar Flug- björgunarsveitarinnar. Höfðu þeir misst 23 kindur í sjálf- heldu í Grafningnum. Höfðu kindurnar klifrað niður hamra og voru í sjálfheldu á nokkrum stöllum í hömrun- 11 MANNS FÓRU AUSTUR. Flugbjörgunarsveitin brá skjótt við og sendi 11 manna úrvalslið austur með allan iií- búnað. Fór sveitin f.vrst í Hafravatnsrétt og slóst þar í hóp með nokkrum bændum en síðan var haldið austur í Grafning. URÐU AÐ SÍGA NIÐUR EFTIR KINDUNUM. Hamrar þessir reyndust skammt frá Nesjavöllum. Er þarna um 70 metra háa liamra að ræða og varð að láta menn síga niður eftir kind- unum. Var þetta mjög áhættu samt þar eð mikið lausagrjót var þarna í hömrunum. Einn- ig urðu mennirnir að klifra niður. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður tókst að hjarga 21 kind. FJn hafði hrapað dag- inn áður og var dauð, en önn- ur stygðist, meðan á björgun- „ Æ . mm stoð og hljop fram afi„„6,.,, A „ „ „. . hjargi. Slasaðist hún svo Annað nýja viðfangsefnið verður svo bandaríski leikur- inn ,,Picnic“ eftir William mjög, að ekki þótti fært ann að en að skjóta hana. — Ó- skiljanlegt þykir með öllu, hvernig kindunum hefur tek- izt að klifra niður björgin án þess að hrapa en þaðmáteljast vel af sér vikið af mönnum úr Flugbjörgunarsveitinni að hjarga þeim við hinar erfiðu aðstæður. hlotið hefur bæði Pulizter-verð launin og Critics-verðlaunin bandarísku. — Óskar Ingimars son hefur þýtt leikinn. Að lokum gat Jón þess, að félagið hefði í undirbúningl nýja leikhúsbygging'u. Er í gangi happdrætti til ágóða fyr- ir bygginguna. Nefnast happ- drættismiðarnir „Lukkuseðlar Leikfélagsins11. Dregið verðu: í byrjun nóvember.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.