Alþýðublaðið - 02.10.1957, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1957, Blaðsíða 1
Símar T>Ia5*ln»: Augíýslngar 143oð. Auglýslngar og al- greiSsla: 14900. XXXVIII. árg. Miðvikudagur 2. október 1957 222. tbl. • • 011 norska þj ásfsæla. látr in fyli unai sínum Fallhlífabermenn farnir frá Little Rock. LITTLE ROCK, þriöjiidag. Fallhlífahermennirnir hættu í dag varðstöðu sinni við gagn- fræðaskólann í Little Rock, en þjóðvarnarliðið tók við. Eisen- hower forseti hafði sent her- mennina til bæjarins, er óður múgur hafði hindrað negrabörn í að ganga í skólann. Jafnframt var þj óðvarnarliðið sett undir stjórn sambandsríkisins. 'Dómarinn Ronald E. Davies, sem í gær var leystur frá bráða birgðastörfum sínum við sam- bandsdómstólinn í Little Rock, gaf út yfirlýsingu, þar sem hann kvaðst mundu halda dóms uppkvaðningarrétti sínum í kynþáttamálinu, sem óróin hófst af. ,,Ég kem aftur, ef að- stæður krefjast þess,“ sagði hann. Um 250 þús. manna voru á götum þeim, sem líkfylgdin fór um. Önnur hundruð þúsunda fylgdust með lýsingum í útvarpi. OSLÓ, þriðjudag. NTB. — Flögg voru dregin í heila stöng um gjörvallan Noreg kl. 13,50 í dag, kirkjuklukkur slógu og frá öllum virkjum og öilum innlendum og erlendum herskip- um á Oslóarhöfn var skotið tvöfaldri hciðursskothríð til merk- is um, að Hákon konungur VII. hefði verið lagður til hinztu hvíldar í grafhýsinu í hinni gömlu kóngaborg í Akcrshus-virki. Jarðarför konungsins var í stórfengleik sínum og dýrð í mik- ill andstöðu við hið einfalda Iíf, sem konungur hafði lifað. Um 250.000 manns, stærsti hópur syrgjenda, sem sézt hefur í Osló, hafði safnast saman meðfram leið þeirri, er líkfylgdin fór eftir frá höllinni til dómkirkjunnar og síðan til virkisins. Um allt land, á norskum skipum á höfum og í höfnum og á norskum heimilum erlendis fylgdust önnur hundruð þúsunda með at- höfninni í gegnum útvarp. bað var sannarlega heil þjóð, sem fylgdi konung sínum til grafar. Næstur á eftir kistu hins ingi aðmírála, en á vinstri hönd a látna konungs konungur V. í gekk Ólafur viðhafnarbún- Eitt aðalbaráttumál brezkra jatnaðar- manna í næslu kosninpm verður krafan um eftirlaun verkamanna. Engin átök við kosningar í miðstjórn flokksins. BRIGHTON, þriðjudag. Árs- þing brezka jafnaðarmanna- flokksins samþykkti í dag frek- ari útþenslu velferðarríkisins með því að styðja áætlun um aukningu þess, sem mun gjaldkeri flokksins, getur gert. eins og orðið hefur a þingum hin síðari ár. Er bent á, aö bilið milli Bevanítanna og hinna hæglátari flokksmanna sé að hverfa eftir að Bevan, sem tryggja öllum þrezkuni verka- mönftum árleg eftirlaun, er svara til helmings árslauna þeirra. er þeir láta af störfum, ef hún kemst í franikvæmd. Á- ætlun þessi, sem er orðin opin- her stefna flokksins eftir sam- þykktina á ársþinginu, verður sennilega eitt aðalbaráttumál flokksins í kosningabaiáttunni. Áætlunin gerir ráð.fýnr, að verkamenn greiði vikulega sem svarar þrem af 'hundraði launa sinna, en er þeir láta af störf- um munu þeir, auk núverandi ellitryggingar, fá greiddan helming launa sinna, en tak- markað við um 900 krónur á viku. Nokkrir hinna 1500 full- trúa á þinginu voru á móti ætluninni á þeim grundvelli, að hún væri ekki sósíalistísk, þar eð eftirlaunin yrðu ekki jafn há hjá öllum starfsgreinum, en það gæti leitt til þess, að verka- lýðurinn klofnaði í hópa. Tii- laga um að hækka núverandi ellitryggingu þeg'ar í stað úr G00 í 1200 krónur á viku var sam- þykkt samhljóða. Kjör í miðstjórn ílokksins fór fram án átaka milli fulítrúa hinna róttækari arma flokksins, Framhald á 2. síðu. honum Haraldur krónprins. Síð an gengu á eftir konungarnir Baudouin af Belgíu, Páll af Grikklandi, Friðrik af Dan- mörku og Gústaf Adolf af Sví- þjóð. Næstir á eftir gengu, þiír og þrír saman, Bernharð prins af Hollandi, Ásgeir Ásgeirsson forseti og Urho Kakkonen Finnlandsforseti, þá Feiix prins af Lúxemburg, hertogínn af Glouchester og Alexander Desd prins af Eþiópíu, þá Erimg Lor- entzen skipaeigandi, maður Ragnhildar prinsessu, Axei prins af Danmörku og Casten- skjold hirðmarskálkur, mágur Hákonar konungs, þá Ólafur prins af Rosenborg, Georg Framhald á 3. sí(ðu. Ólalur Ihors svívlrílr Bandaríkja- stjórn með mútubrigzlum. En með hverju ætlaði Adenauer kanzlari að múta honum? ÓLAFUR THORS gerði sér hægt um vik í Vest- mannaeyjaræðu sinni á sunnudag og svívirti Banda- ríkjastjórn með því að bera henni á brýn tilraun til mútustarfsemi með lánveitingu hennar eftir stjórnar- skiptin. Morgunblaðið hefur stundum imprað á þessu, en nú tekur foringi Siálfstæðisflokksins af skarið og kveð- ur fastar að orði en Biarni Benediktsson hefur talið sér sæma, þrátt fyrir sína landskunnu heift í garð núverandi ríkisstjórnar. Þessi ummæli koma sannarlega úr hörðustu átt. Ólafur Thors hefur í stjórnartíð sinni tekið hvert lánið af fætur öðru í Bandaríkjunum — og fengið færri cn hann vildi. En um leið og hann cr kominn í stjórnarandstöðu, þá lítur hann á lántöku íslencB inga vestan hafs sem mútutilraun af hálfu Banda- ríkjastjórnar. Sem forsætisráðherra grátbað hann um lán. Scm foringi stjórnarandstöðunnar fær hann ekki skilið, að lántaka sé neitt annað en mútur. Slíkt og þvílíkt er siðferði Sjálfstæðisfloklcsins í stjórn- arandstöðunni. í sömu ræðu kvaðst Ólafur hafa átt kost á láni í Vestur-Þýzkalandi fyrir vinsamleg afskipti Adenauers kanzlara. Var þar um að ræða 400 milljónir íslenzkra króna. En ætlaði Adenauer ekki að múta Ólafi með þessu? Eða eru Vestur-Þjóðveriar kannski heiðarlegri viðskiptavinir en Bandaríkjamenn? v S S'. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s < s s Stóríróðleg ræða Gylfa Þ. Gísla- sonar um efnahagsmálin á fundi Alþýðuflokksfélagsins í gærkvöldi ALÞYÐUFLOKKSFELAG Reykjavíkur hélt sinn fyrsta fé- lagsfund á starfsári sínu í gær- kvöldi. Var fundurinn vel sótt- ur. Til umræðu voru cínahags- málin. Framsögu hafði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. Var ræða hans stórfróðleg og vakti menn til umhugsunar um vanda efnahagsmálanna, Gylfi Þ. Gíslason ræddi í fyrstu um þróun efnahagsmál- anna hér á landi hin síðustu ár síðan ástand þeirra í dag og a<$ lokum þær leiðir, er nú kæmu til greina. FRÍVERZLUNIN Síðari kaflinn í ræðu ráð- herrans fjallaði um fríverzlun V-Évrópu, sem nú er á döfinní og dvaldi ráðherrann í því sam bandi einkum við áhrif fríverzl unarinnar á utanríkisverzluK. íslendinga. Var þessi kafli ræð- unnar stórfróðlegur. Að ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar lokinni hóf ust fjörugar frjálsar umræður. Ýtarlega verður skýrt frá fúnd inum í Alþýðublaðinu á morg- un. > 15. þing Iðnnemasambands íslands var haldið um síðustu helgi. — Myndin sýriir þingið að störfum í samkomusal Hamarshússins í Reykjavík. — (Ljósm. Alþbl.: Oddur Ólafsson. Ökumenn fá viður- kenningu fyrir gælilegan akstur. EINS og frá hefur verið skýrt í blöðum veitir Félag ísienzkra bifreiðaeigenda sérstaka viöur- kenningu þeim, sem athyglL vekja á sér fyrir gætilegan og skynsamlegan akstur. Fyrst.a Framhald á 8. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.