Alþýðublaðið - 02.10.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.10.1957, Blaðsíða 6
Al þýð ubla ðrð Miðvikudagui' 2. október 1957. 8 Otgefandi: AlþýOuflokkimm. Eitstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarason Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og I-oftur Guöm nndsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samóelsdöttíi fátstjórnarsímar: 14901 og 14902, Auglýsingasíiai: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Prantsmlðja Alþýðublaðsins. HvertiJMíftt* s—1» Hvar var samstarfsviljinn? ÞJÓÐVILJINN reynir í gær að afsaka þau vinnu- brögð kommúnista á síðasta alþýðusambandsþingi að hindra vinstra samstarf í heildarsamtökum vex-kalýðs ins. Blaðið beitir í því efni marghraktri og hlægilegri fullyrðingu. Hún er sú, að Alþýðuflokksmönnum haíi staðið „til boða sú þáttf.aka í sambandsstjórn, sem þeir voru fullsæmdir af me.ð til- liti til styrkleika síns á þmg- inu“. Alþýðublaðið skal af þessu tilefni einu sinni enn rifja upp staðreyndirnar og bera þær saman við málfiutn ing Þjóðviljans. Sanngjþrn- um mönnum á svo að vera auðvelt að meta samstarfs- viljann og einingarhuginn af hálfu kommúnista. Alþýðuflokksmönnum stóð til boða á siðasía al- þýðusambandsþingi að fá tvo fulltrúa af níu í stjórn Alþýðusambands Islands, en þrjá, ef fjölgað yrði í stjórninni úr níu í ellefu með lagabreytingu. Styrk- leikahlutföllin á þinginu reyndust hins vegar þau, að 6—11 atkvæðnm miui- aði á Alþýðuflokksmönnum annars vegar og kommún- istum og vinnumönnum þeirra hins vegar. Fylking- arnar voru svo til jafnar á þinginu, þó að kommúnist- ar ynnu kosninguna með harmkvælum. Samt áttu Alþýðuflokksmenn að vera „fullsæmdir af því með til- liti til styrkleika síns“ að fá tvo fulltrúa af níu eða þrjá af ellefu í stjórn Al- þýðusambands íslands! Þessi afsökun Þjóðviljans fær ekki staðizt. Aiþýðu- flokksmenn reyndu ailt, sem í þeirra valdi stóð, til að koma á einingarstjórn í Al- þýðusambandinú. Sú tilraun strandaði á ofríki koinmún- ista. Þeir gleymdu einíngar- viljanum, þegar á reyndi. Og Hannibal Valdimarsson braut í bága við öll sín fógru orð um samstarfsvilja og einingarhug til að þóknast kommúnistum. Nú segir Þjóðviljinn, að Alþýðu- flokksmenn hafi hlýtt fyr- irmælum íhaldsins á síðasta alþýðusambandsþingi. En voru ekki komúni.star ein- mitt að þjóna íhaldinu og stjórnarandstöðu þess með því að hindra xamstarf í heildarsamtökum verkalýðs- ins? Svo mun mörgum finn- ast. Og úrslit stjórnarkosn- inga í verkalýðsfélögunum benda til þess, að alþýðan gerir sér þetta lióst og breyti samkvæmt því. Þess vegna eru kommúnistar nú hrædd- ir — og ekki að ástæðuiausu. Kippt í hálmstráið MORGUNBLAÐIÐ býr sér til óskadraum i Stakstein um sínum í gær og boðar hrun vinstri stjórnarinnar. Meginatriði þess málílutn- ings eru undir fyrirsögninni Hvorki fugl né fiskur, og hljóða orðrétt á þessa lund: „Það er annars dæma- Iaust, hve erfitt heimilis- ástand getur verið hjá hin- um sósíalísku flokkum ein- mitt nú, þegar þeir njóta sætleika valda sinna í bless aðri vinstri stjórninni. AI- þýðublaðið og flokkur þess eru eins og áður er sagt lafhræddir við að Sjálfstæð isflokkurinn bjóði kommún istum upp og svipti Hræðslubandaiagið undur- blíðri „dömu“ þess. En inn- an kommúnistaflokksms logar allt í rifrildi. Hinir harðsoðnustu í flokknum, Moskvumennirnir, sem ráða þar lögum og lofum, eru æfir yfir þeirri yfir- lýsingu annars ráðherra síns, að það hafi verið „rétt af íslendingum að ganga í Atlantshafsbandalagið“. — Ennfremur hefur allstór hópur ákveðinna og tryggra kommúnista Iýst því yfir að þeir yfirgefi flokkinn. ef hann haldi áfram að stýðja „hernámið“ og vaxand' íramkvæmdir á Keflavíkur flugvellí. Segja þeir, að stefna flokksins sé nú „hvorki fugl né fiskur“, og fussa og sveia er „félagarn- ir“ benda á allar stöðurnar og bitlingana, er leiðtogar kommúnistaflokksins hafi fengið á þessu eina ári, sem vinstri stjórnin hefur setið að völdum.“ Þetta verður auðvitað ekki misskilið. Morgunblaðið lif- ir í þeirri von, að kommún- istar rjúfi stjórnarsamvinn- una vegna varnarmálanna, enda hefur Bjarni Benedikts son gefið þeim merkið og sagt, að nú muni tím: til kominn að láta varnarlíðið fara. Þetta er með öðrum orðum að kippa í'hálmstráið. Svo er erfitt að vita, hvort það heldur eða brestur. En íhaldið treystir á Moskvu- kommúnistana í lengstu lög. HARRY MARTINSOM og frú heimsóttu á laugaraag íslenzku rithöfundafélogin. Samkoman var helzt til fámenn og alít of hátíðleg í bragði, meðán setið var að kaffidrykkju. Þó leyndi sér ekki mannræn og skernmti- leg forvitni gestsins. Martinson spurðist fyrir um viðstadda, hvað þeir hétu og hvort þeir legðu stund á ljóðagerð eða sagnaskáldskap. En svo var staðið upp frá borði td að setj- ast aftur og heyra sænska skáldið lesa kvæði. Þaö varð eftirminnileg stund. Auðvitað hafði Ha:ry Marnn son formála að upplestri síri- um. Hann sat me5 bækurnar fyrir framan sig og fór að rabba um sænska Ijóðege :ð, sn.'tiaði á stóru, en seiglaðist t hæglæt- inu eins og hans var von og vísa, og smám saman breyttist rabbið í ágætan fýrirlestur. Martinson nfefndi brautryðjend urna í sænskri Ijóðlist eihn af öðrum, gerði grein fyrir stefn- um þeirra og vinnubrögðum og rakti samhengið frá Creutz, j Bellman og Leopold til Gunn- I ars Ekelöfs og Eriks Linde- grens. Sjálfan sig lét hann liggja í láginni, en kynnti jafn aldra sína og samherja af ynni- legri nærfærni og ríkum skiln- ingi, sérkenni þeirra, áhrif og örlög — allt þetta kom í leit- irnar á flughraðri stund. Og svo tók hann bækurnar og byrjaði að lesa hægt og róiega eins og upphátt fyrir sjálfan sig eftir að hafa fariö nokkrum orðum um skáldin og kvæðin, en náði' dularfullu og persónulegu sam- bandi við áheyrendurna. Við- staddir muna sjálfsagt lengi þennan svipbjarta, raddmilda og seinmælta maim og lestur hans. Og áreiðaniega fannst engum tírmnn lengi að líða. Harry Martinson las kvæöi eftir Johannes Edfelt, Hjalmar Gullberg, Nil.s Fo.rl:n, Artur Lundkvist, Gúnnar. Ekelöf, Bert il.Malmberg, F.rik Lindorm og Edith S.ödergran og síðast með eftirgangsmunum þrjú ljóð sjálfs sín. Og satt aö segja blygð aðist maður sín fyrir að hafa Harr.v Martinson. ekki áður gengið úr skugga um það, sem fyrir Martinson vakti með lestrinum. Kvæðiu urðu að ævintýraheimi, sem allt í einu bírtist í nýju ljósi eins og landslag á fögrum degi eða mannlíf á örlagastund. Martin- son getur naumast kaliazt snjall upplesari, en hann Itið- ir áheyrandann inn í ljóðið af því að hann skilur eðli þess og lögmál, magna’’ þao, sem á bak við býr, jafnframt því sem hann undirstrikar aðajatriðin, og hefur tilefni ská'.dsins á valdi sínu. Og útskýringarnar voru í senn þaulhugsaðar og persónu- legar. Margir munu undrast, að Martinson hyggur Gunnar Eke- löf mesta ljóðskáki Svía eftir Gustaf Fröding. Slíkar ályktan- ir eru alltaf hæpnar og umdeil- anlegar. En hann kuani sannar- lega að velja heimildir þessarar stóru niðurstöðu. Kvæðin ÍHöst- sejd og Samothrake uröu i túlk un Martinsons þvílík listaverk, að maður hlaut að skilja Gunn- ar Ekelöf með öðrum hætti en áður. Einkenni hans er ekki uppreisnin heldur leitin, ekki formið heldur tjáni.ngin, ekki ádeilan heldur tákmð, og þó hefur allt hitt, sem er framan við neitunina, mikið til síns máls. Eða sönnunin fyrir því, að þráin hafi verið Edith Söd- ergran aðalatriðið i skáld.skap sínum. Martinson gerði kvæðið góða, Landet som icke ár, að eins konar opinberun með því að skýra það og lesa. Þakkarorð Þórodds Guð- mundssonar urðu svo gestinum tilefni þess að ræða heimsókn sína nokkrum orðum. Martin- son sagðist sjaldan hafa liðið betur en þessa Viku á íslandi. Og þau orð voru vissulega ann- að og meira en venjuleg kurt- eisi, því að hann hélt áfram og kvaðst ætla að vinna að aukn- um gagnkvæmum kynnum sænskra og íslenzkra skálda. En hvers vegna? Þá fylgdi boð- skapur hans um tilgang og hlut- verk skáldanna. Og enn einu sinni kom hann hógværum en eftirminnilegum orðum að þeirri skoðun sinni, að sk.áldið eigi að finna til í stormum sam tíðarinnar, vísa nýja vegi, rísa gegn böli og ómenningu, muna fortíðina, en hyggja að fram- tíðinni, og umfram alit — að vera maður. Harry Martinson heíur með hc.msókn sinni þckað Sviþjóð nær íslandi eða í.iiandi nær Svíþjóð. Fólkið, sem heyrði fyr- irlestra hans, mar. hann lengi og þakkar honum komuna. En Framhald á 8. síðu. KVENNAÞÁÍTÍÍR | ....... Ritstjóri Torfhildur Stemgrímsdóttir ...... HVENÆR ER KONAN FTJLLORÐIN? Konan er ekki fyllilega orð- in fullorðin fyrr en, — Hún skemmtir sér vei í sam- sæti, þó svo að hún sé í göml- um kjól, eða kjól, sem ekki er alveg samkvæmt nýustu tízku. Hún finnur sanna ánægju í því að gera aðra hamingjusarna. Hún hefir fundið öruggt með- al við að láta sér leiðast við störf eins og: bakstur, sjúkrá- heimsóknir, undirbúning heim- boðs, eða garðvinnu. Hún getur látið ónotalegar at- I hugasemdir fara framjhá sér í stað þess að fara að brjct'i lieil- ann um þær. Hún getur hælt annarri konu eða heyrt ehnni hælt, án þess að bæta einhverju vafasömu við það sem sagt er. Hún gerir sér Ijóst að annað fólk hefir ekki neina sérstaka ánægju af því að heyra hana þyljö raunir sínar. Hún lætur sér lærast að ljúka öllum leiðinlegu.m störfurn af, sem fyrst, í stað þess að draga þau alltaf á langinn. Hún gerir ýmislegt fyrir aðra af því að hún vill gera það, en ekki sökum þess að hún bú;st við óendanlegu þakklaeci. Hún getur hlegið að sjálfri sér við ýmis tækifæri. Hún getur hafið samtai við hvern sem er er hún kann að hitta og lært eitthvað af hverj- um þeim ér hún talar við í hálfa stund eða svo. Hún getur lagt á sig margs- konar yfirbót til að ná marki, sem vert er að ná. Hún getur haft ánægju af sð umgangast ungt fólk, án þess að láta það verða þess vart að það er yngra, en hún sjálf. Hún getur átt vini, án þess að öfunda að nokkru leyti þá er hafa það betra en hún sjálf og án þess að finnast hún vera meiri en þeir sem hamingjan hefir ekki verið hliðholl. SKÓLAFÖT. Og þar sem ungu frökenarnar eru nú að fara í skólarui um þessar mundir þá datt mér í hug, að lofa ykkur að sjá livérnig vinsælasti skólaklæðnaðurinn lýtur út í Ameríku. Á efri myndinni má sjá lient- ugan klæðnað fyrir þá eldri, en þó ákaflega snotran. Neðri inynd in sýnir svo hvernig ameríkan- ar vilja helst hafa yngri dömujia klædda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.