Alþýðublaðið - 12.10.1957, Side 4
4 T
A 1 þ ýðu b t aðl5
Laugarclagur 12. okt. 1957
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson
Jlaðamenn: Biörgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson
kuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir
Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902
Auglýsingasími: 14906
Afgreiðslusími: 14900
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10
Þjóðnýtingarstcfnan
ALLMIKLAR umræður
hafa orðið um afstöðu jafn-
aðarmanna til þjóðnýtingar-
innar eftir þing brezka Al-
óýðuflokksins í Brighton á
dögunum, og gætir þeirra
einnig hér á landi. Halda
sumir því fram, að brezkir
jafnaðarmenn hafi endan-
Lega yfirgefið þá skoðun, „að
hið fyrsta, sem þjóðin þarfn
aðist, sé þjóðnýting á fram-
leiðslu, dreifingu og við-
skiptum“, eins og The Man-
chester Guardian hefur kom
izt að orði. Jafnframt er
spurt, hvað sé orðið af ,,bev-
anismanum", og vikið að
ýmsum innanflokksmálum
brezkra jafnaðarmanna.
Tilefni umræSnanna er
auðvitað það, að til ágrein-
ings kom á flokksþinginu
um þá áætlun jafnaðar-
manna, að ríkið kaupi hluta-
bréf í þýðingarmiklum fyr-
irtækjum og hafi þannig á-
hrif á rekstur þeirra. Nokkr
ir eldri forustumenn flokks-
ins með Herbert Morrison og
Emanuel Shinwell í broddi
fylkingar töldu með henni
hvikað frá þjóðnýtingarstefn
unni. Hugh Gaitskell, Ifar-
old Wilson og Aneurin Bev-
an beittu sér hins vegar fyr-
ir samþykkt áætlunarinnar
og unnu sigur í atkvæða-
greiðslunni eftir hina sögu-
frægu ræðu Bevans, er tví-
mælalaust réði úrslitum. En
hvað gerðist raunverulega á
binginu? Hver er afstaða
brezkra jafnaðarmanna í
dag til þjóðnýtingarinnar?
Hér skal reynt að svara
beim spurningum í stuttu
máli.
Deilurnar á flokksþing-
inu í Brighton voru um
fræðilega túlkun á stefnu
brezkra jafnaðarmanna í
þjóðnýtingarmálunum.Hitt
er alger misskilningur að
hvikað hafi verið frá
henni. Hins vegar var reynt
að samræma hana nýjum
aðstæðum. Og hvað vill
svo brezki Alþýðuflokkur-
inn í þessu efni? Kolanám
urnar á Bretlandi hafa þeg
ar verið þjóðnýttar með
slíkum árangri, að íhalds-
menn áræða ekki að hverfa
frá því ráði vegna almenn-
ingsálitsins. Auk þess
munu brezkir jafnaðar-
menn eftir valdatöku sína
þjóðnýta stáliðnaðinn, síór
flutninga á langleiðum
þjóðvega og þau vatns-
leiðslukerfi, sem enn eru í
höndum einkafyrirtækja.
Slík þjóðnýting er viSsil-
lega ekkert smáræði, ef
samanburður er gerður á
íslenzkum atvinnuvegum.
Og áætlunin um sameign
ríkis og einstaklinga í fyr-
irtækjum er ekkert frá-
hvarf frá kennisetningun-
um um þjóðnýtinguna eins
og Harold Wilson Iágði
ríka áherzlu á í ræðu sinni
á flokksþinginu í Brighton.
Flokksstjórnin hefur, þrátt
fyrir’þessa áætlun, skuld-
bundið sig til þess, að rík-
ið muni yfirtaka hvern
þann iðnað eða hvevja þá
iðngrein, sem dregst aftur
úr til tjóns fyrir þjóðina.
Þannig er heildarmyndin
af stefnu brezkra jáfnaðar
manna í þjóðnýtingarmál-
unum. Þeir vilja -ganga til
verks af fyrirhyggju og
þjóðnýta vegna almennings
heilla, en rígbinda . sig
ekki um of við fræðikenn-
ingar, enda hlýtur þjóðnýt-
ing sú, sem jafnaðarmcnn
stofna til, að fara á hve'rj-
um tíma eftir staðháttum
og viðhorfum í hlutaðeig-
andj löndum.
Nú er reynt að túlka gætni
brezkra jafnaðarmanna í
þjóðnýtingarmálunum sem
ósigur „bevanismans". Sú á-
lyktun er mjög hæpin, þó að
hún sé hér ekkert aðalatriði.
Bevanistarnir í brezka Al-
þýðuflokknum eru flestir
menntamenn, og megi.nfylgi
þeirra er í flokksfélögunum.
Þjóðnýtingarkröfurna': hafa
hins vegar löngum komið
frá verkamönnunum og íðn-
verkamönnunum. Morrison
og Shinwell hafa eðlilega
mótazt af sínum gamla og
góða skóla. Gaitskell, Wil-
son og Bevan gera sér hins
vegar far um áð þræða bil
beggja til að sameina flokk-
inn um stefnu, sem henti
brezkum viðhorfum í dag og
rnuni sigurstrangleg í kosn-
ingum. Enn fremur er því
ekki að neita, að reynsian ai
kommúnismanum veldur
því, að jafnaðarmenn vilja
fara sér hægt um þjóðnýt-
ingu og stórfelldan ríkis-
rekstur. Þeir leggja áherzlu
á, að þjóðfélag jafnaðarstefn
unnar komi til sögunnar af
bróun. Hún tekur vissulega
tíma, en gætnin og forsjáln-
in útilokar hættur, sem jafn
aðarmenn hljóta að gera sér
grein fyrir. Þess vegna er
þeim til þess trúandi að fram
kvæma þjóðnýtinguna á
raunhæfan hátt með heill og
velferð samfélagsins fyrir
augum.
maður hjá Reykjavíkubæ.
Kristínus hefir jafnan haft
mikinn áhuga á landbúnaðar-
störfum og jarðrækt. Jafn-
SEXTUGUR er í dag Kristmus til Reykjavíkur og gerðist starfs
F. A’rndal, fyrrverandi for-
stjóri Vinnumiðlunarskrifstof-
unnar í Reykjavík. Kristínus
er fæddur á Bíidudal, hinn 12.
október 1897, sonur hjónanna,
Jónínu Árnadóttur og Finnboga
Arndal, sem um árabil var for-
stjóri Sjúkrasamlags Hafnar-
fjarðar.
í Hafnarfirði átti Kristínus
.sðan heima úm árabii, en flutt
ist, eftir 1920 til Reykjavíkur,
og hefur búið hér síðan, að und-
anskildum 3 árum, er har.n
gerðist hann bóndi að Gröf í
Lundarreykjadal.
Framan af stundaði Kristin-
us bifreiðaakstur, en varð fram
kvæmdastj óri Vörubílastöðvar
Reykjavíkur á fyrstu árum
hennar. Árið 1935 var Vinnu-
miðlunarskrifstofan í Reykja-
vík stofnuð og var Arndal ráð-
inn forstjóri hennar, og var
hann það allt til ársins 1951. að
skrifstofan var lögð niður á
miðju því ári. Eftir það kevpti
i I
Kristínus jörðina Gröf í Lundar .
reykjadal og hóf búskap þar, '
svo sem fyrr segir, og bjó þar í.
rúm þrjú ár, en hvarf þá aftur j
framt starfi sínu á Vinnumiðl-
unarskrifstofunni stundaði
hann ræktunarstörf á landi,
sem hann fékk í Fossvogi, og
ræktaði þar mikið, og breytti
holtum og móum í garðlönd og
tún. Hestamaður er hann og
mikill, og oft átt gæðinga góða,
enda það eitt hans mesta vndi
að sitja góðhesta, og minnast
þess, sem skáldið segir: Knap-
inn á hestbaki er kóngur um
stund, kórórmlaus á hann ríkí
og álfur.
Kristínus Arndal hefir og ver
ið áhugamaður. um fleira en
það, sem lítur að því, að breyta
holtum og móum í gróðurlend-
ur, eða teygja gæðinga eftir göt
um og grundum. Hann er og
hefir verið áhugasamur um fé-
lagsmál, einkum þau er vita að
hagsmunamálum hins vinnandi
fólks. Kristínus hefir um ára-
raðir verið félagi Alþýðuflokks-
ins, og jafnan áhugasamur um
málefni hans. Um skeið átti
hann sæti í stjórn verkamanna-
félagsins Dagsbrún, sem ritari
þess féiags, Einnig setið sem
fulltrúi á Alþýðusambandsþin.g
um og þingum Alþýðuflokksins
og átt sæti í fulltrúaráði verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík.
Kristlnus F. Arndal er greind
ur drengskapar- og hæfileika-
maður, sanngjarn í skiptum við
aðra og velviljaður.
E. K. ’
M inningarorð
Símon Sturlaugsson
NÚ í vikunni var hafinn út
frá Stokkseyrarkirkju Símon
Sturlaugsson bóndi og fyrrurn
formaður á Kaðlastöðum, en
hann lézt í Landsspítalanum
26. september eftir þunga legu.
Með honum er horfinn af sjón-
arsviðinu merkur og minnis-
stæður samferðamaður.
Símon heitinn var af hinni
kunnu Bergsætt. Hann fæddist
að Starkaðarhúsum á Stokks-
eyri 12. febrúar 1895, sonur
Sturlaugs bónda og formanns
þar Jónssonar Sturlaugssonar
Jónssonar Bergssonar í Bratts-
holti, og síðari konu hans, Snjá
fríðar Nikulásdóttur frá Eystra-
Stokkseyrarseli Bjarnasonar.
Var Símon þannig albróðir
Bjarna heitins í Móhúsum, er
fórst á Stokkseyrarsundi við
sjöunda mann 17. apríl 1922, en
hálfbróðir Jóns heitins í Vina-
minni, sem var víðfrægur sjó-
garpur og um langt áraskeið
hafnsögumaður á Stokkseyri.
Símon kvæntist 1918 Viktoríu
Ketilsdóttur á Kaðlastöðum
Jónassonar í Keldnakoti Jóns-
sonar, en móðir hennar var
Hildur Vigfúsdóttir frá Jaðar-
koti • í Flóa Guðmundssonar.
Settust þau hjón í bú tengdafor
eldra sinna á Kaðlastöðum og
bjuggu þar við rausn og dugnað
öll sín mörgu og góðu samvist-
arár, en Viktoría lifir mann
sinn. Börn þeirra eru þrjú: Ket-
ill vélstjóri og Sturla bílstióri á
Selfossi og Bjarnfríður hús-
freyja á Stokkseyri.
Kaðlastaðir eru á bakka
Löngudælu vestast á Stokks-
eyri. Bjó Símon þar myndar-
lega og stórbætti jörðina, enda
þótt sjómennskan væri lengst
af aðalstarf hans, en hann gekk
vel og farsællega að hverju
verki. Kaðlastaðir þóttu í æsku
minni eitt af myndarheimilun-
um á Stokkseyri, og þangað var
alltaf gott að koma. Ketill og
Sturla eru jafnaldrar mínir og
annar fermingarbróðir. Ég
gerði mér oft erindi að Kaðla-
stöðum árin mín í Baldurshaga
og hreifst af bæjarbragnum
þar. Síðan er Símon mér flest-
um mönnum minnisstæðari.
Hann var hár vexti, en grann-
ur og dálítið lotinn, skarpleitur
og svipmikill og einstaklega
viðræðugóður, forvitinn, glett-
inn og áhugasamur, en vinsæll
og mikils virtur. Komst hann
víst í skárri efni en algen.gt var
á Stokkseyri, bjó vel að sínu,
en barst ekki á, var ágætiega
aflasæll sjósóknari og þrifnað-
arbóndi, þótt ekki gæti jörðin
kallazt höfuðtoól. Viktoría var
honum frábærlega samhent,
enda dugnaðarkona og vaJ-
kvendi, og börnin fengu að vori-
um orð á sig fyrir myndarskap,
gáfur og háttprýði. Man ég allt
af, hvað mér þótti sárt að
kveðja Ketil og Sturlu við
brottflutninginn til Vestmanna
eyja. Endurminningin um
Kaðlastaðaheimilið hefur svo
orðið mér kær. Ég hef naumast
komið þangað í tuttugu ár, en
lít löngum heim að Kaðlastöð-
um með minningar í huga, ef
leiðin liggur til Stokksevrar.
Þar sá ég tilsýndar fyrir nokkr-
um árum alla fjölskylduna að
heyvinnu á túninu fagran
sunnudag og fannst sem gömlu
stundirnar vitjuðu mín aftur
eða ég þeirra.
'Símon hitti ég stundum að
máli á mannfundum eystra eft-
ir aðskilnaðinn og einstaka
sinnum á förnum vegi í Reykja
vík. Hann var alltaf samur og
jafn og forðum, glaður og reif-
ur, kom manni oft og tíðum
skemmtilega á óvart með
hnyttnum athugasemdum og
gerði þannig að gamni sínu, að
samfundir við hann urðu til-
hlökkunarefni. Þessi sunn-
lenzki alþýðumaður, sem unn-
ið hafði baki brotnu á sjó og
landi frá barnæsku, kunni skil
á mörgum hlutum óg lét sér
fátt óviðkomandi, þrátt fyrir
rólyndislegt hæglæti. .Símon
var prýðilega gefinn, fróður og
lesinn og fylgdist vel með nýj-
ungum samtíðarinnar. Hann
var höfðingi í lund eins og svo
margir af Bergsætt og einn af
Símon Sturluson ,
þeim1, er settu svip á Stokks-
eyri. Símon sat um skeið í
hreppsnefnd og kom við sögu
ýmissa félagsmála í átthögum
sínurn. Þó var hann enginn bar-
dagamaður, en frjálslyndur í
skoðunum og kom jafnan fram
til góðs. Hann þurfti sennilega
aldrei að leitast til að vingast
við samferðamennina, því að
sáttfýsi hans og tillitssemi lcorn
í veg fyrir ýfingar og átök, en
vel hefði hann verið til þess
fallinn að sætta aðra. Og hann
sá menn og málefni lifandi og
mennskum augum, en ekki
gegnum þau gleraugu, sem
skila litlausri mynd inn í höí-
uðið.
Nú er hann fallinn í valinn
og lagztur til hvíldar í Stokks-
eyrarkirkjugarði að liðnum
löngum og veðrasömum ævi-
degi. En við, sem urðum hon-
um samferða skemmri eða
lengri spöl á lífsleiðinni, mun-
um hann og þökkum kynning'-
una. Og stærstur er hann og
verður þeim, sem þekktu hann
bezt — drenglund hans og
sunnlenzkan manndóm.
Helgi Sæmundssou.
Brezkir thaldsmenn sam-
þykkja aðiid Bretiands
að frsverzlun Evrópu
LANDSÞING brezka íhalds-
flokksins samþykkti næstum
einróma í dag hugmyndina um
þátttöku Bretlands í fríverzlun
Evrópu. ,a
£