Alþýðublaðið - 12.10.1957, Page 5
ILaugarclagur 12. okt. 1957
AljþýSubiagiS
5
DAGANA 24. og 27. septem-
foer í fyrra. var haldin ráðstefna
ritstjóra bókmenntatímarita frá
löndum Austur- og Vestur-
Evrópu í Zúrich. Einn árangur-
ínn af fundahöldunum voru
þessi bréfaskipti milli Ivan
Anissimov, ritstjóra Sovéttíma-
arits'ins. Inostranava Litératura
(,,Erlendar bókmenntir“), og
Ignazio Silone, hins þekkta höf-
undar bókanna Brauð og vín,
Fontamara, Fræið undir snjón-
um o.fl. Að’ ráðstefnunni lok-
ínni beindi Silone eftirfarandi
spurningu til fulltrúa Sovét-
sendinefndarinnar, en Silone
Ihefur löngum verið andstæðing-
ur fasistastjórnarinnar á ítalíu
og leiðtogi ítalskra jafnaðar-
manna síðan í stríðinu:
„1. Hinn frægi rússneski
skáldsagnahöfundur Mikhail
Sholokhov lýsti því yfir í ræðu
á 20. flokksþinginu, að vegna
þess hve ríkið hefur strangt
eftirlit með rithöíundum hafi
rússneskar bókmenntir síðustu
áratugi verið bókmenntir
.dauðra sálna'. Hefur verið dreg
íð úr þessu eftirliti — og ef svo
er, að hve miklu leyti? Er nokk-
uð eftir ennþá af slíku eftirliti?
2. Er árangurinn af hinni op-
ínberu fordæmingu á ,misnot-
kun persónudýrkunarinnar“ og
.brotum á lögum sósíalista* nokk
uð farinn að koma fram í bók-
menntaverkum ?
3. Haldið þér ekki, að‘nú, þeg
ar frostið er ,þiðnað‘ og verið
er að leysa úr viðjum alla menn
íngarstarfsemi, sé kominn tími
til þess að leyfa rússneskri al-
þýðu að lesa ekki aðeins and-
amerísk ádeilurit eða ómerki-
legar og einhliða skáldsögur
eftir ákveðna vestræna rithöf-
unda, heldur og ritverk eftir
sjálfstæða vinstrisinnaða höf-
unda?
4. Rússneskir sagnfræðingar
og skáldsagnahöfundar munu
vafalaust um síðir skýra frá því
sjálfir, hvað þið hafið viður-
kennt opinberlega sem hinn full
komna sannleika í sögu síðustu
ára. En gæti ekki verið gagnlegt
að nota tímann, þar til að því
kemur, til þess að kynna rúss-
meskum lesendur-nokkúr merk
rit um þetta efni, sem gefin hafa
verið út annars staðar? Hef ég
þá sérstaklega í huga eftirtald-
ar bækur: The Accused eftir
Alexander Weissb.erg; La terre
snhumine eftir Joseph Czapski;
■ A World Apart eftir Gustav
Herling; Eleven Years in Sib-
eria eftir Elinor Lipper. Ef þér
liafið ekki lesið þessar bækur,
vilduð þér þá kannski að ég
foæði útgefendurna að senda
yður þær?
5. Hinar nýafstöðnu breyting
ar í Rússlandi hafa orðið til þess
að auka mjög frjálsar umræður
í Ungverjalandi, Póllandi og
Júgóslavíu, einkum meðal rit-
Siöfunda og listamanna. Náði
íaokkurt bergmál af þessum
Uimræðum eyrum Sovétrithöf-
tmda?
Svar Ivans Anissimovs við
þessum spurningum barst ekki
lyrr en í desember og af því
spunnust nokkur bréfaskipti
snæstu fjóra mánuði. Bréfin
voru á sínum tíma birt í ítalska
íímaritinu Tempo Presente, en
eru stytt hér í þýðingu.
Kæri hr. Silone!
Ég er yður þakklátur fyrir
tboð yðar um að taka þátt í sam-
xæðum, og ég held, að hrein-
skilín orðaskipti um vandamál,
gem við höfum báðir áhuga á,
Miuni hjálpa yður íil þess að
foðlast betri skilning á hinum
Miargbrotnu andstæðum nú-
tímamenningar.
Langar mig ekki aðeins til
jþess að svara spurningum yðar,
heldur og að leggjá fram nokkr-
ar sjálfur.
En áður en lengra er haldið
verður þó að setja fram nokkr-
ar almennar athugasemdir.
Hvort sem okkur er það Ijúft
eða leitt, þá er það staðreynd,
að þessa stundina búa kapital-
isrni og 'sósíalismi hlið við hlið
í heiminum. Maður verður að
gera sér fulla grein fyrir af-
leiðingunum af þessu, og hver
sú stjórnmálaleg hugmynd, sem
nú á dögum1 er tekin ein sér,
getur ekki haft neina þýðingu
nema hún sé athuguð í ljósi
þessa áberandi einkennis yfir-
standandi tímabils. Og enda
þótt hinn hugsjónalegi mismun-
ur milli þessara tveggja sam-
tíða stjórnarkerfa risti mjög
djúpt, þá er mjög þýðingar-
mikið, að fundnar séu leiðir til
þess að halda áfram viðræðum
milli þeirra, jafnvel þegar eins
er ástatt og nú, þegar allir djöfl
ar „kalda stríðsins" eru enn
einu sinni komnir á kreik og
svörtustu öfl afturhaldsins
dreifa óhróðri sínum og lygum.
Þessa stundina notar aftur-
haldið sér atburðina í Ung-
verjalandi til þess að halda uppi I
hinni ósvífnustu herferð geg'n I
sósíalistaherbúðunum. Það verð
þörf hér að gera samanburð við
þau atriði, sem liggja til grund-
vallar hinni borgaralegu list-
fræði.
En hindrar þetta listamann-
inn ekki í að tjá sjálfan sig?
Nei, þvert á móti; það hjálpar
honum til þess að finna sjálfan
sig, eftir að hann hefur kastað
fyrir borð blekkingum hinnar
borgaralegu einstaklings-'
hvggju.
Ég leyfi mér nú að svara
spurningum vðar:
1. Mikhail Sholokhov hefur
aldrei nokkurn tíma beint gagn-
rýni sinni að neins konar hand-
leiðslu ríkisstjórnarinnar í sam-
bandi við rithöfunda. Ég*verð
því að draga þá ályktun, að ein-
hver hljóti að hafa leitt yður
í villu . . .
Aður en lengra er haldið,
væri ef til vill rétt að gefa nán-
ari skýringu: Sósíalistísk raun-
sæisstefna er engan veginn eina
bókmenntagerðin, sem til er í
Sovétríkjunum. Hún er ný skap
andi tækni, en eðlilega eru ekki
allar bækur skrifaðar á þeim
grundvelli. í anda hennar eru
skrifuð öll hin beztu og áhrifa-
mestu verk — verk, sem veita
nýju og stæltu lífi í bókmennt-
irnar og auðga líf mannsins með
um hvers konar ,,forskrift“ að 'ar hliðar hans og hann var í
hinni sósíalistíku raunsæis-i.stuttu máli. gerður tvívíður.
stefnu. á sama hátt og við höfn- | Slík verk lofuðu gagnrýnendur
um öllum öðrum kreddukenn- ekki að verðleikum ....
ing.um .... 3. Hugmyndin um ,,þey“, sem
2. Sovétbókmenntir standa nú þér sjálfir notiö og mjög hefur
a tímamótum margþættrar
sköpunárbafáttu. Nauðsynlegt
er að uppræta hina arfbornu
persónudýrkun og kynna sér
nákvæmlega okkar eigin
reynslu til þess. að hleypa fersk-
lum og háleitum krafti í bók-
jmenntir okkar. Okkur virðist
sem við stöndum augliti til aug
litis við framtíð, sem muni færa
Sovétbókmenntum hrein af-
reksverk, en sem rithöfundur
hljótið þér að vita, að ómögu-
legt er að segja nákvæmlega
fyrir, hvenær slík ritverk muni
koma fram ....
Þessa dagana fara fram opin-
skáar og heitar umræður um
bókmenntir, myndlist og sagn-
fræðiritun. Markmiðið með öll-
um þessum umræðum er að
frelsa bókmenntir okkar, listir
og sagnfræðileg vísindi frá
þeirri kreddufestu, sem persónu
dýrkunin var órjúfanlega bund-
ih, og fjarlægja þannig allt það,
sem er lífvana og falskt, og
þurrka burt rykið, sem hefur
skyggt-á sjóndeildarhringinn.
ur Ijósara með hverjum degi,
sem líður, að afturhaldið tefldi
öllu sínu fram í Ungverjalandi.
Það tapaði þó leiknum, sem bet-
ur fer. fyrir heiminum . . .
Þér, hr. Silone, sem tókuð
þátt í baráttunni gegn fasisma
á Spáni, vitið, hvað það er að
standa á verði og varna. fasism-
anum framgöngu; þetta er það,
sem hinir ungversku verjendur
alþýðulýðveldisins og sovéther
menn urðu að gera, og þeir hik-
uðu ekki. Þeir björguðu heim-
inum og Ungverjalandi, sem
hinn eyðandiskuggi áhangenda
Horthys var þegar farinn að
breiða sig, yfir . . .
Ég held, að þessi útúrdúr um
svo veigamikið málefni sé ekki
óþarfur. Að svo búnu mun ég
umsvifalaust snúa mér að hin-
um margvíslegu spurningum,
sem þér hafið borið fram.
Fyrsfa grein
GREINAFLOKKURINN, sem hér hefst, er bréfa-
skipti milli rússneska rithöfundarins Ivans Anissimo og
hns hemsfræga ítalska rithöfundar og jafnaðarmanns,
Ignazio Silone. Fjalla bréfin um ágreiningsefni mennta-
manna austan og vestan járntjalds, og koma atburðirnir
í Ungverjalandi fyrir ári síðan mjög við þá sögu, svo og
breytingar þær, sem eiga að liafa orðið í Rússiandi eftir
fall Stalins. Birtist grein þessi upphaflega í ameríska
jafnaðarmannablaðinu The New Leader og hefur vakið
mikla athygli. Er þess að vænta, að íslenzkum lesend-
um þyki fengur að því að kynna sér málflutning beggja
aðila í jafn mikilvægri deilu og þessari, enda segja ein-
kenni austurs og vesturs til sín eftirminnilega í mál-
flutningi Anissimo og Silone.
Hver sá utanaðkomandi mað-
ur, sem kynnir sér Sovétbók-
menntir, ætti að gera sér' grein
fyrir því, að það er langt frá
því að mælikvarði sá, sem hann
hefur vanizt í sínu land, sé allt-
af alþjóðlegur. Sovétbókmennt-
ir urðu til úr viðjum mikillar
sósíalistabyltingar og eru auð-
þekktar af mörgum einkennum,
sem hingað til höfðu ekki ver-
ið sjáanleg jafnvel í hinum ná-
kvæmustu mælum gagnrýninn-
ar. í þessum bókmenntum er
mikil nýbreytni, sem stundum
gæti virzt óskiljanleg. Það er
nauðsynlegt, að þessar bók-
menntir séu lesnar méð mikilli
athygli og hleypidómalaust.
Fyrsta skilyrðið fyrir því, að
menn fái rétta hugmynd um
sovétbókmenntir er, að þeir
geri sér grein fyrir því, að at-
hafnasvið þeirra heldur áfram
að víkka, hvað er og vitanlega
bein afleiðing af hinu sósíalist-
íska eðli bókmennta okkar . . .
Trúin á og hin dýpsta.virðing
fyrir óskum og þörfum fjöld-
ans eru hin óhrekjanlegu ein-
kenni hinnar sósíalistísku raun-
sæisstefnu. Þess gerist varla
nýfundnum andlegum verð-
mætum. 1 þessum flokki eru
verk Gorkys og Mayakovskys
og sömuleiðis hin frábæru rit-
verk Furmanovs, sem er svo lítt
þekktur á Vesturlöndum, og
verk Fadeyevs og Sholokhovs.
. . . Það er nauðsynlegt að skilja
þá staðreynd, að heimur sovét-
bókmennta er langtum stærri
en heimur hinnar sósíalistísku
raunsæisstefnu. Enn ru til
gamlar útgáfur af raunsæis-
stefnu fyrir daga sósíalista.
Verk rithöfunda eins og til dæm
is Serveyev-Tsenskys, sem við
höfum mikið dálæti á, eru þar
á meðal, vegna þess að þau hafa
ekki orðið fyrir hinni djúpstæðu
breytingu, sem hafði svo fersk
og öílug áhrif í skáldsögu Al-
eksei Tolstoys, Vegurinn til
Calvary, eða í hinni sagnfræði-
legu skáldsögu hans, Pétur
fyrsti. Þiátt fyrir þetta er Ser-
geyev-Tsensky, sem hefur gefið
út fjölda af nýjum skáldsögum
í tíð Sovétstjórnarinnar, einn
af þekktustu og mest virtu rit-
höfundum okkar . . .
Einkenni hinnar sósíalistísku
raunsæisstefnu eru frumleiki,
óendanleg leit að fullkomnun,
framtíðargildi, trúin á sigur
hinnar sósíalistísku hugsjónar,
djúpur skilningur á lífinu og
eiginleiki til þess að skyggnast
inn í hin flóknustu vandamál
lífsins. Því er það eðlilegt, að
hún eigi ríkan þátt í sköpun
helztu. listaverka Sovétbók-
mennta, án þess þó að kostir
hennar séu á nokkurn hátt
tryggðir af sjálfu sér. Við höfn-
Sögulegar aðstæður ollu því,
að um nokkurn tíma urðu sov-
étbókmenntir að búa áfram við
hin óhagstæðu skilyrði Stalíns-
dýrkunarinnar. Enginn vafi er
á, að það olli þeim alvarlegu
tjóni. En Sovétbókmenntir eru
ekki alþýðubókmenntir fyrir
ekki neitt. Og á sama hátt og
hin sósíalistíska þróun í öllu
lífi okkar varð ekki stöðvuð á
tímabili Stalíndýrkunarinnar,
þannig var ekki hægt að stöðva
Sovétbókmenntir á hinni sósíal-
istísku þróunarbraut.... Marg-
ar raddir voru bældar niður eða
þær þögnuðu að eilífu, og það
er áhrifamikil stund fyrir okk-
ur nú, þegar við erum að end-
urheimta marga rithÖfunda og
ritverk í heim sovétbók-
mennta. ...
En menn verða líka að skilja,
að það var töluvert algengt, að
rithöfundar væru fullkomlega
einlægir og trúir sjálfum sér í
ritum sínum, þar eð Stalín var
í þeirra augum persónugerving
þjóðarinnar og hinnar óraun-
sæju hugsjónar. Þessi staðreynd
gaf villum margra rithöfunda
þýðingu, sem var langt frá því
að eiga nokkuð skylt við þræls-
lund, og bjargaði þeim frá list-
rænu gjaldþroti. Svo voru vit-
anlega líka margir aðrir, sem
sáu sér hag í útbreiðslu persónu
dýrkunarinnar og átti þetta
einkum við um andlitsmálara.
En algengust var þó grunn
og yfirborðskennd túlkun á
sovétskum raunveruleika, þar
sem ekki var um fjölbreytni
hans né heldur fjallað um marg
borið á í blöðum Vestur-Evrópu,
hefur ekki og mun ekki falla í
góðan jarðveg hjá sovézkum
blöðum. Það er engin ástæða
til þess að taka heiti á bók (sem
að mínum dómi var misheppn-
uð, enda þótt hún væri eftir
ágætan höfund) sem tákn þeirra
djúpu og víðtæku breytingar,
sem átt hafa sér stað í Sovét-
ríkjunum frá því að horfið var
frá Stalíndýrkuninni, og það
þarf ekki að leita til veðurfars-
lýsinga til þess að fá gott orð,
sem getur lýst þessum breyting'
um ....
1 bókmenntum okkar, sem í
eðli sínu eru nátengdar lífinu í
þjóðfélaginu, ríkir sú vitneskja,
að nýir möguleikar hafi opnazt
og bókmenntirnar sjálfar verði
að taka ákveðið skref fram á
við eftir hið erfiða tímabil. I
dag er öflugri viðleitni í bók-
menntum okkar en nokkru
sinni fyrr til þess að komast að
uppsprettum hinna miklu erfi-
kenninga þeirra, að öðlast styrk
frá þeim og þroska alla hina
huldu möguleika þeirra, þannig
að hvert orð í bókmenntum
okkar verði lifandi, hnitmiðað,
áhrifaríkt og verðugt síns mikla
tilgangs ....
Síðasta setningin í spurn-
ingu yðar er augsýnilega byggð
á misskilningi. Það getur ekki
verið til það, land, þar sem
gefnar eru út jafnmargar þýð-
ingar á bókum úr erlendum
tungumálum. Yður er ekki um
tölur, og mun ég því ekki hirða
um að gefa neinar, enda þótt
þær séu ærin sönnun. Ef við
gefum út það, sem okkur sýn-
ist, þá höfum við rétt til þess,
en við gefum að minnsta kosti
ekki eingöngu út ,,and-ameríska
bæklinga“ (eða kannski þér
teljið í þessum flokki safn af
verkum Theodore Ðreisers, en
það var gefið út hér, áður en
það kom út í Ameríku?), held-
ur kynstrin öll af nútímabók-
menntum frá öðrum löndum
heims. Hvað snertir tilmælí
yðar um að við gefum út verk
„sjálfstæðra vinstrisinna“, þá
höfum við í sjálfu sér ekkert á
móti því; hið eina, sem með
þarf, er að þér gefið okkur upp
nöfn og bókarheiti, og vona ég,
að bókaútgefendur hér fari að
ráði yðar, ef verkin, sem um er
að ræða, hafa bókmenntalegt
gildi og falla lesendum okkar
í geð.
4. Höfunda þá og bækur, sem
þér minnizt á, þekki ég því mið
ur ekki, og get ég því ekki rætt
um þá, fyrr en ég hef kynnzt
þeim. En ég þigg með þökkum
boð yðar um að senda mér bæk-
urnar, sem þér minnizt ó. í
fjórðu spurningu yðar.
5. Þér minnist á Ungverja-
land, Pólland og Júgóslavíu . . .
í svari mínu mun ég fyrst snúa
mér að því síðast nefnda. Stjórn
málasamband okkar við Júgó-
slavíu hefur verið staðfest, báð-
um aðilum til óblandinnar á-
nægju, enda þótt enn séu ólevst
nokkur ágreiningsatriði, sem nú
er verið að ræða. Bókmennta-
samband okkar er orðið langt-
um opinskárra og nánara, enda
þótt sovézkir og júgóslavneskir
rithöfundar líti ekki sömu aug-
um á allt.
Eftir hinar nýafstöðnu um-
ræður milli stjórnmálaleiðtoga
okkar og Póllands er samband
þessara tveggja landa orðið sér-
staklega náið. Margskonar mis-
skilningur hefur verið jafnað-
ur . . . . Pólsk blöð og tímarit
eru mikið lesin í Sovétríkjun-
Framhald á 7. síðu.