Alþýðublaðið - 16.10.1957, Side 6

Alþýðublaðið - 16.10.1957, Side 6
6 AlþýðublaðrS Miðvikudagur 16. október 1957. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson Uaðamenn: Biörgvin Guðmundsson og . Loftur Guðmundsson Luglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 14906 Afgreiðslusími: 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 Verðskulduð viðurkenning iNORSKA STÖRÞINGIÐ héfur veitt Lester B. Pear- son, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Kanada, friðarverð laun Nóbels þessa árs. SHkt er mikil viðurkenning og tvímælalaust verðskuld- uð. Pearson vék úr fylking- arbrjósti stjórnmálanna í heimalandi sínu, er flokkur hans beið óvæntan ósigur við þingkosningarnar í sumar, en hann er frægur á heims- mælikvarða fyrir störf' og forustu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Þar lét hann svo eftirminnilega til sín taka sem málsvari friðarins og fordæmandi kúgunar og harðstjórnar, að lengi mun í minnum haft. Viðurkenn- íng norska stórþingsins kemur því naumast á óvarí. Pearson er flestum stjórn- málamönnum samtíðarinnai? betur að henni kominn. Það er athyglisvert, að maðurinn, sem fær friðar- verðlaun Nóbels í ár, hef- ur verið fulltrúi ríkis, sem ekki flokkast til stórveld- anna. Pearson getur talizt í hópi þeirra, sem túlkað hafa skoðanir og afstöðu smáríkjanna til vandamála heimsins og átakanna um lausn þeirra. Hann vakti athygli fyrir sjálfstæði og dirfsku í málflutningi sín- um og átti ríkan þátt í því, að smáþjóðirnar létu til sín taka. Hann er því eins kon- ar fulltrúi „þriðja aflsins“ í heimsstjórnmálunum. Og sannarlega er skemmtilegt til þess að hugsa, að norska stórþingið man einmitt þennan mann til viðurkenn ingar friðarverðlaunanna eftir að hann hefur orðið að víkja úr valdasessi í heimalandi sínu. Lýðræðis þjóðir skipta um foringja, jafnvel þó að um afburða- menn sé stundum að ræða. Lester B. Pearson gat ekki forðað floltki sínum frá ó- sigri í þingkosningunum í Kanada síðast liðið surnar. Þessi heimskunni stjórn- málamaður var meira að segja endurkosinn við lít- inn orðstír í kjördæmi sínu. En heimurinn man hann og viðurkennir eins og ákvörðun norska stór- þingsins ber glöggt vitni. Það sýnir og sannar, að friðarverðlaunum Nóbels er ráðstafað af hugkvæmni og viröingu fyrir lýðræð- inu og málefnum þess. Smáríkin gleymast ekki, og valdaaðstaða hlutaðeig- enda heima fyrir ræður heldur ekki úrslitum. Friðarverðlaun Nóbels eru tákn um vilja lýðræðis- þjóðar til að viðurkenna störf í þágu mannkynsins. Og sjónarmið Lesters B. Pearsons halda áfram að koma við sögu, þó að hann sé ekki sjálfur um sinn á valdastóli í heimalandi sínu. Smáríkin láta æ rneira til síri taka á vettvangi Sameinuou þjóðanna. Þau reyna að jafna öfgar og ráða iðulega úrslitum um afgreiðslu mála. Þetta er ekki sízt ár- angur af starfi manna eins ag Lesters B. Pearsons. Og þess vegna mun það mælast vel fyrir víðs vegar um heim, að hann hlaut þessa at hyglisverðu viðurkenningu. Norska stórþingið á þakkir skilið fyrir ráðstöfun sína á friðarverðlaunum Nóbels að þessu sinni. Breyting til bóta MORGUNBLAÐIÐ var i gær að fræða lesendur sína um stjórn og rekstur Stræt- isvagna R’eykjavíkur. Það cr vel til fundið. Þetta mikil- væga bæjarfyrirtæki nýtur vaxandi yinsælda og viður- kenningar. Sú var tíðin, að Strætis- vagnar Reykjavíkur sættu harðri gagnrýni. Fyrirtæk- inu var engan veginn stjórn að sem skyldi, og óánægja almennings sagði til sín í ríkum mæli. Morgunblaðið brást löngum illa við þeirri gagnrýni. Svo var brevtt til. Ungur og áhugasamur mað- ur tók við forstöðu Strætis- vagna Reykjavíkur. Og hon- um hefur orðið vel ágengt í starfi sínu. Þetta viðurkenna allir. Og þess vegna getur Morgunblaðið í gær birt grein sína um fyrirtækið með góðri samvizku. En þyrfti ekki hliðstæð breyting að verða á sumurn öðrum bæjarfyrirtækjum? Svo mun mörgum finnast. En Morgunblaðið birtir víst ekki greinar um þau viðhorf málsins. LANDFLÖTTA ungverskur stúdent fer hörðum orðum um Vesturveldin fyrir að hafa lát- ið hræða sig til að sitja hjá þegar rússneski herinn kyrkti frelsisbyltingu þjóðar hans í greip sinni. Við sitjum og röbb um saman í ódýrri matsölu í hliðargötu, skammt frá aðal- járnbrautarstöðinni í Frank- furt. Saga Evrópu á 19. og 20. öld er krök af byltingasinnum, sem biðu ósigur. Ofstækismönnum og dagdraumamönnum. Svona hefur V.J. Lenin eflaust ein- hverntíma setið í einhverri kránni og rakið orsakirnar að því, hvers vegna uppreisnin 1905 misheppnaðist . . . óþekkt- ur ofstækissinni, öldungis éins og þessi ungverski stúdent . . . því það hlaut hver maður að geta sagt sér í þann tíð að keis- araveldinu rússneska vrði ekki steypt umsvifalaust af stóli. KÚGUNARTÆKI. Eftir þann 4. nóvember 1956 eru vað margir í þeim vestræna heimi, sem líta á rússneska her- inn sem hið fullkomnasta tæki, i er kúgari geti fengið í hendur; ópersónulegt, viljalaust og allt að því vélrænt ógnarafl. í reiði sinni yfir aðförum hans gagn- vart ungversku frelsissinnunum hefur fólk sakfellt rússnesku þjóðina; litið á rússneska her- manninn sem tilfinningalausa vél, eins og skriðdrekana. Þeir sem gerzt mega vita eru hins vegar nú komnir á þá skoð un að ungverska byltingin hafi verið óundirbúin að því leyti, að uppreisnarmennirnir hafi ekki leitað aðstoðar rússnesku hernámsliðsins. Hefðu Rússar eitthvað um hinar raun- verulegu orsakir hennar vitað, myndu atburðirnir geta tekið aðra rás. STEPHANOF HERFORINGI; Frásögn Ivans virðist sanna þetta. Við getum kallað hann Stephanof liðsforingja, því að hann gengur undir því nafni í bók Péturs Churchills: „The Spirit In The Cage“. Þetta eru aðalatriðin í frá sögn hans: „Þegar ég kom í háskólann í Leningrad 1934 var ég áhuga- samur meðlimur Komsomol, hinna kommúnistísku æskulýðs samtaka. Ég var staðráðinn í að verða góður kommúnisti og starfa að uppbyggingu hins só- síaliska þjóðfélags. Samtímis því sem við, hver um sig, lögð- um stund á námsgrein okkar, lögðum við mikla stund á sögu- lega efnishyggju. Þetta getur gengið fyrsta námsárið, en eftir þrjú-fjögur námsár hlýtur sérhver nem- andi, sem á annað borð reynir að komast til botns í viðfangs- efninu, að rekast á mótsagn- irnar í marx-leninismanum og staðreyndum sögunnar, eðlis- fræðinni og á fleiri sviðum. Smám saman hlýtur maður að komast á þá skoðun, að öll kenn ingafræði kommúnismans svífi í lausu lofti og eigi sér ekki neinar rætur í veruleikanum. HREINSANIRNAR MIKLU. Þegar ég hafði lokið skyldu- herþjónustunni var ég sendur í liðsforingjaskóla. Að loknu námi hækkaði ég í metorðum og þann 30. nóv. 1939 var ég undirforingi herdeildar við nesi. Árásín á Finna kom upp um veikleika sovéthersins. Ó- sigrarnir voru síöur en svo sett- ir á svið til að blekkja herfor- ingja Hitlers. Að vísu voru nokkrar varahersveitir þar. en i sönnunin var sú. að sovézki herinn hafði þá alls ekki jafn- að sig eftir hinar miklu hreins- . anir 1937—8. Um 80G af æðstu , mönnum hans höfðu verið tekn ! i ir af lifi. Við fengum engu ráð- ið fyrir flokksfulltrúunum í ! herdeildunum. Þótt ekki væri annað en að flytja herdeild ör- lítið úr stað, urðum við að eiga um það endalausar rökræður við viðkomandi flokksfulltrúa. Enginn hinna herlærðu yfir- manna þorði að taka sér fram Eftir H. E. Teglers. um neitt af ótta við þessa flokks fulltrúa, og fyrir bragðið skorti herinn allan skjótleik, þegar með þurfti til aðgerða. Seinna gerbreyttist þetta svo, að liðsforingi fékk vald til að skjóta flokksfulltrúana for- málalaust, og án þess að þurfa að svara til saka. I rauninni var það góð og gild ástæða að liðsforinginn kvnni ekki við svipinn á manninum. Svona er það hjá okkur Rússum, — ör- skammt öfganna á milli. GISTIHÚSIÐ VIÐ VIBORG. Þegar hernaðarmótstaða Finna var að fjara. út sóttum við fram um átta kílómetra á Karelsnesi nóttina milli 8. og 9. marz 1940. Herdeild mín tók gistihús nokkurt við þjóðveginn sunnan við Viborfr, en þar tókst Finnum að króa okkur inni með gagnáhlaupi. Hins vegar var varnarstaða okkar hin bezta. Finnskur samningamaður kom til mín og talaði rússnesku reiprennandi. „Aðstaða yðar er vonlaus, herra liðsforingi“, sagði hann. „Hvers vegna gang ið bér ekki okkur á vald?“ Ég svaraði því til. að enda þótt ég hefði ekki mikla sam- úð með kommúnismanum hefði ég enn minni löngun til að verða skotinn. Finnar hlytu að bíða ósigur, og þá yrðu þeir tilneydd ir að skila aftur öllum. sem gengið hefðu þeim á vald. „Það skal aldrei verða“, svar aði Finninn. Skömmu síðar kom herdeild okkur til hjálpar. Það fór eins og mig grunaði. Eftir vopnahleið urðu Finnar að framselja alla. sem leitað höfðu á náðir þeirra. Ég var viðstaddur, begar sum ir af þeim voru skotnir.. ENGINN VARNARÞRÓTTUR. Ég var sendur heim sumarið 1940 til þess að búa mig undir doktorsgráðuna. En áður en þar að kom hófst þýzka innrásin þann 22. júní 1941, Þann sama dag var ég kallaður í herinn. Herdeild okkar var með þeim beztu, en okkur vantaði hæfa yfirforingja. Og hermennirnir höfðu yfirleitt ekki löngun til að berjast. „Hví skyldum við fórna lífi okkar fyrir, samyrkju búin og önnur tiltæki kommún- ista“, sögðu þeir. i Rússneskir bændur litu fyrst í stað yfirleitt á þýzku hermenn ina sem frelsara sína. Það var eingöngu fyrir heirnsku nazist- anna og hrottaskan, að það breyttist og baráttukjarkur þeirra vaknaði. | Við sóttum fram með öðrum finnsku landamærin í Karels- jherdeildum Sovéthersins í marz 1942, en vorum umkringdir. Ég særðist og var. ásamt fleir- um, tekinn til fangá. Þrem Jvikum seinna tókst okkur að strjúka úr bráðabirgðafanga- ;búðum að baki víglínunni. Við vorum sex saman, liðs- foringjar og undrforingjar, sem gerðum hóp með okkur og sett- umst undir tré til að ræða horf- urnar. Þar sem við höfðum lát- ið taka okkur til fanga mund- um við tafarlaust verða skotn- ir, ef við kæmumst til okkar manna aftur. Við lögðumst því út í skóginn, vorum að síðustu orðnir hundrað saman, stofnuð- um skæruliðasveit, en rúss- nesku bændurnir á þessum slóð um veittu okkur alla aðstoð, sem þeir máttu. Meðal annars létu þeir okkur í té. býsnin öll af vopnum, sem þeir höfðu tek- ið og falið þegar herinn hörf- aði 1941. Við unnum aðallega að því að stöðva býzkar fvöru- flutningabifreiðir á aðalvegin- um milli Ríga—Pskov—Lenin- grad, lögðum fvrir bá jarð- sprengjur og drápum áhöfnina. Stundum 10—15 bifreiðir á einni nóttu. Bæði kommúnistar og naz- istar voru féndur okkar. Þjóð- verjar höfðu hins vegar í svo mörgu að snúast, að þeir gátu ekki komið því við að gera okk ur áhrifalausa. Slíkir skæru- liðar og skæruliðasveitir voru nú starfandi víðsvegar í Rúss- landi, og andstöðuhreyfingin varð smám saman skipulögð, Eftir ýmiss ævintýri kom svo að ég var tekinn til fanga af Þjóðverium. Loks var ég frels- aður af Bandaríkjamönnum. —• en þá tók ekki betra við. Þeir höfðu, samkvæmt Jaltasam- þykktinni. skuldbundið sig til að afhenda rússneskum yfir- völdum alla rússneska fanga. Fyrir einstaka hepnni tókst mér að sleppa frá Bandaríkjamönn- um vfir til Breta. Þeir s'kyldu aðstöðu mína og leyndu mér.“ ENN ÞANN DAG í DAG. Og þannig er hað enn þann dag í dag meðal rússneskra her- manna. Rússneski hermaðurinn er ekki sálarlaus og tilfinninga laus vígvél. Hann bíður aðeins síns tíma að brjóta af sér fjötr- ana, og hann hefur fyllstu sam- úð með þeirn öðrum. sem heyja sína frelsisbaráttu. Hefðu ung- verskir uppreisnarmenn leitað samvinnu við þá s„em hernáms- liðið skipuðu er ómögulegt að vita hvernig hefði farið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.