Alþýðublaðið - 16.10.1957, Side 8

Alþýðublaðið - 16.10.1957, Side 8
e Miðvikiulagur 16. október 1957. Aíþýgublagjg Framhald af 7. síðu. ing beinna skatta vinni á móti sparnaði fyrirtækja og einstak- linga, og stundum er beitt skáttaívilnunum til þess að örva sparnað. Ég mun ekki fara nán- arfút í þá sálma, en hafi þessi mótbára við rök að styðjast, þá eribér um að ræða mikinn ó- kost við beina skatta. 'Þrátt fyrir augljósa galla béínna skatta eru þó margir, sém telja þá hina réttlátustu. Til grundvallar þeirri skoðun liggur sterk erfðavenja. í sam- aaiburði við tollakerfi fyrri tíma vár upptaka beinna skatta hið mesta þjóðfélagslega þarfaverk. Fræðilega séð leggjast beinu skhttarnir á í réttu hlutfalli við efni og ástæður. í fyamkvæmd- inni aukast þeir raunverulega við auknar tekjur og lækka við aukna framfærslubyrði. En hef ur þá fullt réttlæti í rauninni náðst? Gegn skiptjgfgu hinna beinu skatta eru áriega borin fram skörp mótmæli. Venjulega finnst launamanninum hann alltaf hafa of háa skatta í sam- anburði við kaupmanninn, bónd ann og atvinnurekandann. Vand inn er sá, að finna grundvöll fyrir jafnvægu tekjuhugtaki, sem lagt yrði til grundvallar við álagningu hinna beinu skatta og þessar stéttir og allar aðrar gætu sætzt á að væri rétt- látt. Frímsrkjasafnarar Frámhald af 5. síðu. skrifenda. Verður á þennan hátt hægt að tryggja þeim, er búa úti á landi, að þeir fái allt- af fyrsta dags bréf strax og ný merki koma út. FRAMTIÐIN Hvað framtíðin kann að bera í skauti sér er erfitt að segja, en búast má við eftir fyrstu und irtektum að engu sé að kvíða í því efni, enda frímerkjasöfnu?* að verða svo vinsæl hérlendis, að næstum því má segja að hún fari eins og logi um akur yfir landið. ÞAKKIR Gæzlumenn félagsins vilja fyrir hönd félaganna þakka öll- um þeim, er lagt hafa hönd á plóginn til að gera þessa félags- stpfnun að raunveruleika og þá sérstaklega Æskulýðsráði Réykjavkur fyrir lánið á hús- næðinu og vso Félagi frímerkja safnara fyrir stuðning þann, er það hefur heitið þeim í starf- inu. ( Svo og skulu öllum þeim ein- stáklingum, er stutt hafa félag- íð með gjöfum og fyrirheitum um fyrirlestra ög ffásag'nir, færðar beztu þakkir fyrir á- huga þeirra og fórnfýsi. BÓKMENNTIR I. ÁRG. - ÚTGEFANDÍ: BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS - 1. TBL. Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson i nýrrt og aukinni útgéfu Innan skamms kemur á bókamarkað ný útgáfa af hinu stórmerka alþýðlega fræðiriti Bjarna Sæmundssonar um íslenzka fiska. Er fyrri útgáfa Ijósprentuð ásamt rækilegiim viðauka eftir fiskifræðingana Jón Jónsson og dr. Árna Friðriksson. Fiskamir hafa lengi verið uppseldir og mikið eftir þeim spurt. Viðtökur þær, sem fyrsta útgáfa fékk, voru frábærlega góðar, bæði af hálfu sér- fræðinga og almennings. •'Hin nýja útgáfa ritsins er - um 600 bls. að stærð, með um 230 myndum og litprentaðu korti af fiski- miðum umhverfis landið. I viðauka gera fiskifræð- íngarnir Jón Jónsson og Árni Friðriksson grein fyrir fis'kirannsóknum síð- afí ám. Þar er lýst öllum ]reim fiskum, sem fundizt hafa á íslenzkum fiski- miðum síðan Fiskarnir komu fyrst út. Hér fara á eftir nokkur ummæli náttúrufræðinga um Fiskana: „Hér er út komið ágætt rít, mikið að vöxtum, vandað að efni og frá- gangi; fróðleg bók, sem er,allt í senn, vísindarit, handbók ög alþýðlegt fræðirit. Höfundur bókarinnar er mikils lofs verður fyrir allt sitt starf í þágu ís- lenzkrar fiskifræði, en mest þó fyrir þessa bók, sem ég tel tvímælalaust bezta rit, sém nokkru sinni hefur komið út um íslenzka dýrafræði." Páhni Kannesson. „Bók þessa má óefað telja meðal hinna merk- ustu bóka, er birzt hafa á íslenzkæhin síðari árin. . . . Bók þessi er tíma- mótarit í íslenzkri fiski- fræði.“ Gvtðm. G. Bárðarson. „Útkoma þessarar bókar ér merkisviðburður í ís- lenzkum bókmenntum. Bók . . . löguð við hæfi •aimenningSj með myndum og lýsingum af hverri TrinuStu tegund fiskjar, sem fundizt hefur hér við land og ialinn verður meðal íslenzkra fiska. Eru lýsingarnar svo nákvæm- ar, að hverjunx manni er í lófa lagið að ákveða Bjarni Sæmundsson. eftir þeím hverja þá teg- und, sem lýst er í bók- inni. Bók þessi á skilið að komast inn á hvert. það heimili, er land á öS sjó, á - eða vatni, sem fiskur gengur í.“ Magiuís Bjömsson. „Bjami Sæmundsson var forvígismaður á sviði fiskirannsókna hér við land. Bók hans um ís- lenzka fiska er þrekvirki á sínu sviði og mega aðrar þjóðir öfunda okkur af slíku riti fyrir almennirrg.“ Jón Jónsson. LeikritcfsafniS Leikritasafn Menningar- sjóðs hefur nú hafið göngu sfna að nýju, éftir eins árs hvíld. Áður voru komin út 12 hefti. Að bessu sinni bætast tvö ný í hópinn. Eru það Kjamorka cg kvenhylli eftir Agnar Þórðarson og Andbýlingarnir eftir J. C. Hostrup í þýðingu Lárusar Sigurbjörnssonar. Leikrit þsssi eru komin í bóka- verzlanir. Áskrifendur Leikritasafns njóta sér- stakra hlunninda um verð. Mœðrctbókin .éftif prófess'or'ÁlfredHúu-: dal í þýðingu Stefáns Guðnasonar læknis héf- ur nú verið á markáði í tvo mánuði og hlotið hinar beztu viðtökur. Er það einróma álit þeirra, sem hafa kynnt sér bók- ina, að hún sé mjög gagn- legur og hagnýtur leiðaf- vísir, eigi aðeins fyrir barnshafandi konur og ungar mæður, heldur alla þá, sem fást við umönnun og uppeldi ungra barna. Félaqsbœkurnar 1957 Félagsbækur Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélags- ins munu koma út í lok októbermánaðar. Bækurn- ar eru sex, samtals um 1240 bls. Að þessu sinni er fé- lagsmönnum í fyrsta skipti gefinn kostur á að velja á milli bóka. Brátl verður sagt nánar frá ár- bókum og tlLhögun val- frelsisins. Hlunníndi félags- monna Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins njóta ekki aðeins þeirra hlunninda, að fá félagsbækumar við mjög vægu verði, heldui er þeim einnig gefinn kostur á að fá aukabækur útgáfunnar með um 20% afslætti. Eftir því sem út- gáfa aukabóka færist í vöxt, eftir því em þessi hlunnindi mikilvægari. Bók eins og Fiskana, sem mun kosta hjá bóksölum 180 kr. í góðu bandi, fá félagsmenn á 144 kr. Kalevalakvæði kosta 120 kr. í bandi. Félagsmenn fá þau á 96 kr. Gerist áskrifendur og njótið þessara mikilvægu hlunninda! Afgreiðsla er að Hverfisgötu 21, Reykja- vík. Er það svo von allra, er mál- efninu unan, að félagið megi lengi lifa og dafna vel. evolaljóðum Fyrra bindi Kalevala- ljóða í þýðingu Karls ísfelds, sem út kom á vegum Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs í ágústmánuði síðastliðnum, hefur hlotið hinar. beztu viðtökur ís- lenzkra Iesenda. Bendir allt til þess. 'að bókin selj- ist úpp á skömmum tíma. Dómar gagnrýnenda um þýðinguna hafa verið afar lofsamlegir. Sigurður Einarsson kemst svo að orði í Al- þýðublaðinu 8. sept.: „Það er éins og orð- fimi ísfelds, hugkvæmni og skáldlegum þrótti séu engin takmörk sett, þá er á hann rennur ásamóður og honum tekst bezt upp. . . . Hinn ramefldi töfra- heimur kvæðanna stígur fram ferskur og eins og nýskapaðar. . . . Það þarf mikla skyggni og djúpa, aúðmjúka innlifun til þess að leysa slíkt verk svo meistaralega af hendb Og mikið skáld; Og • mikinn vö.lund í smiðju ísienzkrar tungu.1' ■• Morgunblaðíð 15. ágúst: „Kalevala-ljóðin eru Finnum jafndýrmæt bók- menntaperla og Edda er íslendingum. Þar er að Framhald af 4. síðu. loftsins breytist hínsvegar mjög fljóít, þegar í Monte Blance ^ hæð, eða 5 km. yfir sjávarmál. Á tindi Mount Everest eða í ] 8 km. hæð er þyngd þéss að' eins 30% af loftþyngd við sjáv-1 arflot, í 16 km. hæð 10% og í 33 km. hæð ekki nema 1% af loftþyngd við sjávarflot. Hitastig loftsins í mismun- andi hæð er þó enn flóknari fræði. Eins og kunnugt er kóln- ar ákaflega þegar kemur í mikla hæð. Snjór og ís helzt á fjallatindum allan ársins hring, jafnvel í hitabeltislönd- um, og í 20 km. hæð er kulda- stigið um —60 gráður. En þeg- ar ofar dregur gerist hins vegar sú merkilega breyting, að loft- ið hitnar aftur. í 50 km. hæð er hitastigið orðið 0 gráður, og í 80 km. hæð héfur hann mælst 80 gráður á celsíus. í 250 km. hæð mun hitinn mun meiri, eða allt að 1000 gráður á celsíus. Þessar furðulegu hitahreyt- ingar stafa af þeim áhrifum, sem geislunin utan úr geimn- um hefur á gisið lag gasfrum- einda efst í gufuhvolfinu. Lægsta svið gufuhvolfsins, hið svonefnda troposvið, þar sem skýin myndast, nær í allt að 12 km. hæð. Þá tekur við stratosviðið og nær í 80 km. hæð. í þessu sviði er um mjótt lag að ræða, í 16—20 km. hæð, þar sem mest geislamagn héfur mælst. í því sem næst 30 km. hæð er hið svonefnda ozonlag. Þar hafa útfjólubláu sólargeisl- arnir þau áhrif á súrefnisfrum- eindirnar, að þær hlaðast raf- magni. Nefnast þessar raf- hlöðnu súrefnisfrumeindir oz- on, og enda þótt lagið sé mjög þunnt, einangrar það innar gufu hvólfið mjög frá áhrifum ým- issa geimgeisla. Þegar þessu sviði sleppir í 80 km. hæð, tekur við hið svo- nefnda ionosvið, sett saman úr ýmsum lögurn af rafhlöðnum gasfrumeindum, en svonefnt E- lag í 100—200 km. hæð og F- lag í 250 km. hæð, endurvarpa útvarpsbyIgj um. Því er það að radiobylgjur af ýmissi lengd kastast aftur tíl jarðarinnar, og byggist öll okkar nútímáút- varpstækni einmitt á þessu. Þegar kemur í 300 km. hæð verða þessar frumeindir svo gisnar, að ásigkomulag loftsins nálgast smám saman það sem ræður í himingeimnum, — kosmískt ryk og svo frv. Til samans hafa öll þessi lög þau ábrif, að svo má segja að jorðin sé vafin umbúðum loftslaganna. Nyti þeirra ekki við mundi hitinn á jörðinni nálgast 100 stig á celsíus á dag- inn en 60 gráðu frost vera á nóttunni. Þar að auki verndar gufu- hvolfið okkur fyrir geislunum utan úr geimnum, sem að nókkru leyti eru settar saman af hröðum elektrónum og prót- ónum, eða minnstu eindufn at-. ómsins, Það er eínkum sólin sem hellir ýfir okkur þessu el- ektrógeislaregni, og:þó fyrst og fremst þegar þar hafa orðið miklar sprengingar á yfirborð- inu, — sólblettafyrirbærið svo- nefnda. Segulsvið gufuhvolfs- ins fangar þessar elektrónur í 50 km. hæð frá jörðu og myndast þar þá hin svoköilúðu norðurljós. Ekki er það nema örlítið af þessu- rsgni, sem kemst alla leið til jarðar, en þegar mikið er um sólgos get-’ ur það sþillt nijög öllum skil- yrðum til útvarpssendinga, truflað símasambancl og jafn- vel merkjakerfi járnbrautanna. Sýnir þetta bezt hvílíkur kraft- ur fylgir þessum geislum, og mundi engin lífvera þola þá, ef gufuhvolfið drægi ekki úr mætti þeirra. Hvort, ferðalög um geiminn muni nokru sinni verða áð veruleika, þrátt fyrir allar geislahættur skal ósagt látið. Enn hafa lífver.ur ekki farið nema um lægstu lög gufuhvolfs ins, og’fram að þessu er lítið vitáð um skilyrðin þar efra. ir Framhaíd af 9. siðu. 4. Tscudi, Sviss 7151 5. Ovanesjan, Rússlandi 6779- 6. Möhring, Þýzkalandi 6727- 7. He-^'t, Þýzkalandi 6574 8. Vivctenko, Rússlandi 6557. 9. Palu, Rússlandi 6530. 10. Lassenius, Finnlandi 6475 Á æfingamóti nýlega kastaði Danielsen spjótinu 84,00 m, en mótið var ekki nógu vel auglýst,- til þess að hægt sé að viður- kenna afrekið.. Eftirtektarvert er það, að flestir þeir íþróttamenn, sem komu hingað á ÍR-mótið í sum- ar eru flestir í fremstu röð, t.d. Germar, Zibulenko, Preussger,. Pipine, Frost o.s.frv. I bréfum, sem komið hafa frá Germar, læt ur hann mjög vel yfir dvölinni hér og segist hafa mikinn hug á að keppa hér aftur, ef sér verði boðið. Hann var hrifinn af flestu hér, en einu getur hann ekki gleymt, en það er íslenzka mjólkin, en hann fullyrðir, að hún sé sú bezta í heimi. iU finna kjarna og undir- stöðu finnskra lífsviðborft fyrr og síðar. Karl Isfelc hefur unnið mikið afrel með þýðingu sinni, sem er bæði lipur, hljómmiki1 og myndrík ■“ð hætti frumtextans. . . Bókir' er frábærlega úr garð’ gerð.“ G.uðmundur 3 ianíelsson í Suðurlandi 21. sept.: „Útkoma þessarar bókaí á íslenzku hlýtur að telj- ast meiriháttar bók- menntaviðburður. . . Þýð- ing Karls Isfelds er méð afbrigðum glæsileg.“ (Auglýsing):.- Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „Tarrnhvöss tengda- mamma“ í 70. skipti í kvöld, og enn er húsfyllir á hverri sýn- ingu og biðröð við dymar í Iðnó, þegar miðar eru seldir. ‘ i • Ú * J l

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.