Vísir - 03.04.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 03.04.1915, Blaðsíða 1
V ' Ritstjóri: HJÖRTUR HJARTARSON cand. juris. SÍMI 400. 5. árg. VÍSIR .* Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SÍMI 400. Laugardaglnn 3. apríl 1SI5. 114. tbl. E IN S og hinir háttvirtu les- endur Vísis munu sjá, hefir herra Gunnar Sigurðsson frá Selalæk iátið af ritstjórn þessa blaðs. Vér, sem höfum tekið að oss fram- kvæmdarstjórn fyrir félag það, er nú er eigandi að blaðinu, og jafti- framt ritstjórn blaðsins, munum gera oss alt far u^ það, að blaðið verði svo vel úr garði gert, bæði að því er efni ogytra útlit snertir, að bæði kaupendur og auglýsendur sjái sér hag í að skifta við það. Vísir mun, eins og að undaar förnu, halda sér uían við flokka- deilur, þó að vér á hinn bóginn munum kosta kapps um það, að gefa lesendum vorum kost á að kynnast því, sem markverðast skeður í lands- og bæjarmálum. Að gefnu tilefni skal þess og getið, að vér munum gera oss það að skyldu, á meðan heims- styrjöldin stendur yfir, að gefa lesendum vorum kost á, að heyra jöfnum höndum úr báðum her- búðunum. Teljum vér það bæði réttast og sanngjarnast, um leið og vér þykjumst þess full vissir, að lesendum vorum muni þykja það fróðíegt til samanburðar. Allar fréttir, bæði víðsvegar að af landinu og utan úr heimi, mun- um vér kosta kapps um að hafa svo áreiðanlegar og aðgengilegar, að menn hafi ánægju af að lesa þær. f þeirn efnum höfum vér þegar trygt oss ábyggilega að- stoðarmenn. þar eð ýmsir ritfærir menn hafa heitið oss stoð sinni og Vísir er þegar orðinn svo gamall, að til- veruréttur hans er orðinn rótgró- inn í meðvitund almennings, vænt- um vér þess, að hann komi til að njóta sömu samúðarinnar og á fyrstu bernskuárunum. Enda munum vér gera oss alt far um það, að hagur hans verði jöfnum höndum hagur viðskiftavina hans. Hjörtur Hjariarson cand. juris. U-M -F-R Fundur á annan páskadag kl. 6 í Bárunni. Bögglakvöld á eftir. Ungmennafélagar fjölniennið! Si mskeyti frá Central News. London 1. apríl. þýskur kafbátur sökti bresku gufuskipunum „Flamming“ og Crown® frá Castile nálægt Scillyeyjum; skipshöfnunum var bjargað. í gær réðust breskir flugmenn á þýska kafbáta við Hoboken í nánd viö Antwerpen; árangur árásarinnar var góður. Sömuleiðis kastaði breskur flugmaður sprengikúlum á tvo þýska kafbáta við Zeebrugge. Rotschild lávarður er dáinn. París: Frakkar berjast af miklum móði í Argonnehéraði og hafa haldið áfram að vinna á. Franskt herskip sigldi á þýskan kafbát við Dieppe og færði hann í kaf; álitið, að það hafi sökt honum. Petrograd :' Svartahafsfloti Rússa skaut á 4reglis. Rússar herða framsóknina í Karpatafjöllunum og hafa tekið 7000 fanga. Rússar hafa unnið mikið á í Krasnahéraði. þýskur kafbátur sökti gufuskipinu „Seven seas“ frá Beachyhead; níu menn druknuðu. Amsterdam: Norskt gufuskip, „Luita“ að nafni kom tíl Hook Holland með ellefu menn af norsku seglskipi, sem tundur- bátur hafði skotið á. U, 9i Z 3 *o > Kaffi, sykur, matvörur alls konar, skófatnað, mmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmummm.. . mmmmm^mmmmm^mmmmmmmmmmmmm karlmannafatnað, jámvörur ýmsar, ísl. egg, og márgt fleira, þá komið í verslunina KAUPANG, því þar eru góðar vörur, en þó mjög ódýrar, t. d.: Kartöflur ágætar, pokinn 50 kgr.7 kr., ísl. smjör ^2 kgr. 90. aura, stumpasirz þetta marg eftirspurða, ódýrara en annarsstaðar. Séu stór kaup gerð, er gefinn mikill afsláttur. III Almæli í da.gr: Jónas Eyvindsson Símþjónn. Afmæliskort fást hjá Helga Árna- syni í Safnahúsinu. l’ásknniessiir í þjóðkirkjunni í Reykjavík: Á páskadag kl. 8 árdegis: séra Bjarni Jónsson. Kl. 12 á hádegi: séra Jóhann Por- kelsson. Annan páskadag kl. 12 á hádegi: séra Bjarni Jónsson. Kl. 5 síðdegis: séra Jóhann Por- kelsson. í Fríkirkjunni í Rcykjavík: Á páskadag kl. 12 á hád. síra Ólafur Ólafsson. Kl. 5 síðd. síra Haraldur Níelsson. Á annan páskadag í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hád.: síra Ólafur Ólafsson. í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðdegis: síra Ól. Óiafsson. Slíallagríinnr (botnv., skipslj. Guðm. Jónsson) kom í gærmorgun, hlaðinn flski og með 55 föt af lifur. ltrugi (botnv., skipstj. Jón Jóhánnesson) kom sömuleiðis í gærmorgun. Hafði liann aflað ágætlega og var með 70 föt af lifur. Snorrí Slurliuson (botnv., skipstj. Guðm. Guðmunds- son) kom einnig inn í gærmorgun eftir 2—3 daga útivist með brotið spil. Aflaði hann vel, eftir tíma- lengdinni að dæma. Baldur (botnv., skipstj. Kolbeinn þor- steinssnn) kom enn fremur í gær- morgun, hlaðinn fiski. Var hann með 80 föt af lifur. V altýr (þilskip, eign Duus-verzlunar. Skipstj. Pétur Mikkel) kom inn i gærdag með 17l/» þúsund af flski. í fyrri »túrnum« fékk »Valtýr« 14 þúsund. Fálkinn kom hingað frá Danmörku á miðvikudagskvöldið. Nafn núver- andi yfirmanns á honum er Pram, að því er vér höfum heyrt. Myndirnar af fyrstu stjórn »Eimskiþafélags íslands«, sem þrentaðar eru á öðr- um stað hér í blaðinu, hafa all- flestar aldrei verið þrentaðar fyrri. Upphaflega áttu þær að koma í »Sunnanfara«, eu sakir ófyrirsjá- anlegra atvika gat blaðið ekki komið út eins og til var ætlast, um likt leyti og fyrsta skip fé- lagsins hljóp af stokkunum. Heflr ritstjórinn, dr. Jón Þorkelsson, því góðfúslega leigt oss myndamótin, og kunnum vér honum þakkir fyrir. »Gullfoss< laðgi af stað frá Kaupmannahöfn á skírdagskvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.