Vísir - 03.04.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 03.04.1915, Blaðsíða 4
VÍSIR Fyrsta stjórn r EimskipaféSags Islands. I5ann 17. janúar 1914 brosti hamingjusólin í allri sinni djrð yfir þessu landi og þessari þjóð. Sortaskýin, sem um lang- Sveinn Björnsson. an aldur höfðu hulið íramfara- sólina og dregið úr sjálfstrausti þjóðarinnar höfðu þegar verið farin að rofna, þó að bjart- sýnið hefði aldrei fyr gagntekið alþjóð eins mjög og þá varð raun á. Þann dag var að eins einn flokkur til i landinu — íslendingar. Þann dag mættust liugir allra íslendinga, bæði austan hafs og vestan, yfir vöggu »Eimskipaíélags íslands«; og mun sá dagur engum ís- lendingi úr minnum líða — engum, sem ann íslenzkri framfaraviðleilni og baráttunni fyrir efnalegu sjálfstæði þjóð- arinnar. Eimskipafélagið’ er og hefir frá upphafi vega sinna verið ástfóstur hinnar islenzku þjóð- ar. Þess vegna finst oss það vel til fallið, að gefa almenn- ingi kost á að kynnast lítið eitt mönnum þeim^er á stofn- fundi félagsins voru kjörnir til Ólafnr Johnson. að hafa aðalumsjá með þessu óskabarni hennar, einkum nú þegar fyrsta sldp félagsins er nýkomið á ílot. Sjömenningarnir, sem á stofn- fundi félagsins voru kosnir í stjórn þess, eru þessir: Eggert Claessen yfirréttar- málallutningsmaður. Garðar Gíslason stórkaupm. Halldór Daníelsson yfir- dómari. Jón Björnsson kaupmaður. Jón Gunnarsson samábyrgð- arstjóri. Ólafur Johnson umboðs- kaupmaður. Sveinn Björnsson yfirdóms- lögmaður. Samkvæmt lögum félagsins átti einn af hinum kjörnu mönnum að vikja úr stjórn- inni, þegar er landsstjórnin heiði tilnefnt einn stjórnanda. Landsstjórnin tilnefndi þann 1. marz 1914 Olgeir Friðgeirsson sam- göngumálaráðunaut sem stjórn- anda frá sinni hálfu. Veik þá Jón Björnsson kaupmaður úr stjórninni. Formaður stjórnarinnar, Sveinn Björnsson yfirdómslög- maður, er fæddur í Iíaup- mannahöfn 27. janúarl882; er hann sonur þeirra Björns heit- ins ritstjóra, síðar ráðherra Jónssonar og konu hans Elísa- betar Sveinsdóttir prófasts Ní- elssonar. Sveinn lauk stúdents- prófi við lærða skóla Reykja- víkur vorið 1900 með 1. eink- unu. Vorið eftir tók hann heim- spekispróf við Kaupmannahafn- arháskóla með 1. einkunn og loks embættispróf í lög- um við sama há- skóla vorið 1907 með 2. betri ein- kunn. Eftir að hala lokið em- bættisprófi varð hann yfirdómslög- maður hér í bæn- um og er nú einn af þektustu og rót- grónustu lögfræð- ingum þessa bæjar. - Sveinn hefir alla jafna látið til sín taka í sljórnmálum og var kosinn þingmaður Reykja- víkurkjördæmis, ásamt með Jóni Magnússyni bæjarfógeta, liaustið 1913. Hann er kvæntur danskri konu, Georginu Hansen dóttir lyfsala, justitsráðs Hansen í Hobro á Jótlandi, og eiga þau hjón 2 börn. Ritari félagsins, Ólafur John- son umboðskaupmaður, er fæddur í Reykjavík 29. maí 1881. Foreldrar hans eru hin góðkunnu hjón, Þorlákur kaupmaður .Tohnson og Ingi- björg Bjarnadóttir. Ólafur stundaði fyrst nám við lærða- skóla Reykjavíkur, en hvarf brált frá því og sneri sér að verzlun. Var hann um hrið á skrifstofu verzlunarfélagsins Copeland & Berrie i Leith. Árið 1906 stofnaði hann um- boðsverzlun hér i bæ ásamt dönskum manni, Ludvig Kaaber að nafni. Hefir um- boðsverzlun sú aukist mjög og er nú einhver stærsta hérlenda verzlunin í þeirri grein. Ólafur er kvæntur Helgu, dóttur Péturs kaupmanns Thor- steinssonar, og eiga þau hjón 4 sjmi. Gjaldkeri félagsins, Eggert Claessen yfirréltarmálaflutn- ingsmaður, er fæddur 16. ágúst 18771 á Grafarósi. Hann er sonur Valgarðs Claessen lands- féhirðis og fyrri konu hans, Krislínar Eggertsdóttur Briem. Claessen stundaði nám við lærða skóla Reykjavíkur og la.uk stúdenlsprófi við þann skóla vorið 1897 með 1. eink. Næsta vor tók hann próf í heimspeki við háskóla Kaup- mannahafnar og embættispróf i lögum við sama háskóla vor- ið 1903 með 1. einkunn. Árið eftir varð hann aðstoðarmaður i stjórnarráðinu og tveimur ár- um siðar settur prokurator við landsyfirréttinn ásamt Oddi Gíslasyni yfirréttarmálaílutn- ingsmanni. Claessen er einn af elstu og atkvæðameslu málaílutnings- mönnum þessa bæjar, og hefir haft ýms þau trúnaðarstörf með höndum, sem hér væri of langl mál upp að telja. Til stjórnmála liefir hann og Iagt sinn drjúga skerf. Hann er kvænt- ur Soíííu dóttur landlæknis dr. med. J. Jónassens heitins og lconu hans Þórunnar J. Haístein. Varaformaður félagsins, Hali- dór Daníelsson, yíirdómari, er fæddur 6. febrúar 1855 í Glæsi- bæ við Eyjafjörð. Hann er sonur Daniels prófasts Hall- dórssonar, síðast á Hólmum í Reyðarfirði, og konu hans Jako- bínu Magnúsdótlur Thoraren- sen á Eyrarlandi. Halldór laulc stúdentsprófi við lærðaskóla Reykjavíkur vorið 1877 með 1. einkunn. Vorið eftir lauk hann heiinspekisprófi við háskólann í Kaupmannahöfn sömuleiðis með 1. einkunn, og loks em- bættisprófi i lögum við sama háskóla vorið 1883 með 1. einkunn. Sama ár var hann skipaður sýslumaður í Dala- sýslu. Þann 28. júli 1886 var hann skipaður bæjarfógeti í Reykjavílc og gegndi hann þvi embætti til 1908; en þá var hann skipaður 2. yfirdómari og dómsmálaritari í landsyfirrétt- inum. Halldór er R. af dbr. og Dm. Hann er kvæntur Önnu Maríu Leopoldínu dótturHalldórs yfir- kennara Friðrikssonar ogkonu hans Leopoldinu J. Degen, og eiga þau hjón þrjú börn upp-- komin. Vararitari félagsins, Garðar Gíslason, stórkaupmaður, er fæddur 14. júní 1876 á Þverá í Dalsmynni; er hann sonur Gísla Ásmundssonar og Ingi- Egrsert Clnesson. bjargar Olgeirsdóttur; en Gísli var bróðir Einars alþingism. í Nesi. Garðar var í föðurgarði þar til hann var 16 ára gamall; fór hann þá á Möðruvalla- skóla og var þar 2 vetur. Haustið 1899 sigldi hann til Kaupmannahafnar, en réðist þaðan veturinn el'tir til verzl- unarfélagsins Copland & Berrie í Leith. Árið 1901 byrjaði Garðar að reka umboðsverzl- un, sem jókst svo mjög á skömmum tima, að hann tók sér verzlunarfélaga, ungan enskan mann, James Hay að nafni. Ráku þeir félagar verzl- un þá þar til árið 1911, að ýmsir enskir stóreignamenn keyptu hluti í verzlun þeirra. Er Garðar síðan l'ramkvæmd- arstjórij verzlunarinnar hér á landi. Garðar er kvæntur Þóru Sigfúsdóttur frá Espihóli, og eiga þau lijón þrjú börn. Jón Björnssoii. Jón Gunnarsson samábyrgð- arstjóri er fæddur 8. marz 1854 i Skorradal i Borganirði. For- eldrar hans voru þau Gunnar Vigfússon og Ingiriður Jóns- dóttir. Jón var i föðurgarði þar til hann var 19 ára gamall. Fór hann þá til Reykjavíkur og var um tíma skrifari hjá Árna Thorsteinsson landfógeta. Árið 1884 tór hann héðan til Keílavíkur og var | verzlunar- stjóri fyrir Duusverzlun til 1899. Halldór Daníelsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.