Vísir - 03.04.1915, Blaðsíða 5
VÍSIR
Var hann því næst forstjóri
Brydesverzlana í Borgarnesi
og Hafnarfirði á árunum 1899
—1909. En þá varð hann sam-
ábyrgðarstjóri og fluttist aftur
til Reykjavikur.
Jón hefir mörgum trúnaðar-
störfunumgegnt um æfina. Hann
Olgeír Friðgeírsson.
■var um tíma sýslunefndarmað-
ur og amtráðsmaður, auk þess
er hann sat í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar. Árið 1913 var hann
kjörinn gæslustjóri við Lands-
banka íslands.
Jón var kvæntur Soffíu Þor-
kelsdóttur, dóttir Þorkels prests
Bjarnasonar á Reynivöllum og
konu hans Sigríðar Þorkels-
dóttir. Hann á tvö börn á lífi.
Olgeir Friðgeirsson sam-
göngumálaráðunautur er fædd-
ur 28. júlí 1867 á Garði í
Fnjóslcárdal. Hann er sonur
Friðgeirs Olgeirssonar og Önnu
Ásmundsdóttur, alsystur Einars
alþm. fi'á Nesi. Olgeir dvaldi
með foreldrum sinum til 18
ára aldurs. Fór hann þá til
Vopnafjarðar og var við verzl-
un ýmist þar eða á Fáskrúðs-
firði, þar til hann réði sig sem
forstjóra verzlunar Örum &
Wulfs árið 1899. Stjórnaði
hann þeirri verzlun þar lil
hann fluttist til Reykjavikur í
árslok 1913. Þann 1. marz árið
eftir var hann af landsstjórn-
inni skipaður samgöngumála-
ráðunautur og hefir hann gegnt
því starfi síðan.
Hann er tvíkvænlur. Hét
fyrri lcona hans Ágústa Vigfús-
dóttir og átti hann með henni
einn son, sem nú stundar nám
við Mentaskólann. Síðari kona
hans heitir Þorbjörg Einars-
dóttir.
Jón Björnsson kaupmaður
<er fæddur 29. september 1887
i Reykjavík. Foreldrar hans
eru hin þektu hjón, Björn
bankastjóri Kristjánsson og
Sigþrúður Guðmundsdóttir. Jón
vann við verzlun föður síns
hér í bænum þar til hann fór
til Þýzkalands árið 1904. Dvaldi
hann þar i þrjú ár. Árið 1907
kom hann heim aftur úr utan-
förinni og gerðist þá meðeig-
andi að verzlunum föður síns.
Þegar svo faðir hans var skip-
aður hankastjóri við Lands-
banka íslands árið 1909, tók
hann algerlega við verzlunun-
um, sem eru alþektar hér í bæ
undir nöfnunum »V. B. K.«
og »Jón Björnsson & Co.«.
Jón er ungur maður og fram-
takssamur og hefir rekið verzl-
anir sínar með hagsýni og
dugnaði.
Hann er kvæntur Jakobínu
Guðmundsdóttur og eiga þau
hjón 2 börn.
„Serajevo-morðingjarnir.
Að nafninu til var morðið á
Ferdinandi erkihertoga tilefni
heimsstyrjaldarinnar. Bað muna
að vísu allir, en hins vegar er
eins og ofboð lítið hafi orðið
úr orsökinni í meðvitund
manna í samanburði við af-
leiðingarnar, svo skelfilegar
sem þær eru. Það kveður svo
ramt að þessu, að það er varla,
að menn hafi tekið eftir því,
að nú fyrir all-löngu búið að
dæma þá af morðingjunum,
sem til náðist, og voru þeir
sex af þeim, sem við morðið
áttu að hafa verið riðnir. Það
hefði nú ef til vill mátt ætla,
að Austurríkismenn hefðu ekki
hirt að setja þá á vetur, er
valdið höfðu að þeirra dómi
öllum ósköpunum, en sú varð
þó raunin á, að þrír af þeim
voru náðaðir, og gæti það ef
til vill siafað nokkuð af því,
að þeir séu geymdir til þess,
að bera vitni síðar meir gegn
yfirvöldum þeim í Serbíu, er
Austurríki taldi meðsek í
morðinu. Einkennilegast er þó
það, að morðinginn sjálfurvar
ekki einu sinni drepinn, held-
ur náðaður fyrir æsku sakir.
Sennilega á hann ekki of gott,
þótt hann haldi lííinu,en nokkr-
um er nú búið að slátra fyrir
hans tilverknað, ef hann væri
þá hin sanna orsök stríðsins.
Athugasemd.
Utaf ummælum herraGunn-
ars Sigurðssonar frá Selalæk í
»Kveðjuorðum« hans í síðasta
tölublaði þessa blaðs, skal þess
getið til frekari áréttingar á
inngangsorðum vorum, að eig-
endaskifti að blaðinu;eru algjör,
en ekki að nokkru leyti, eins
og hann gefur i skjm.
Sömuleiðis skal þess getið,
vegna dálítillar ónákvæmni í
ofannefndri grein að því er nú-
verandi starfsmenn blaðsins
snertir, að þeir eru nýir að
tveimur mönnum undantekn-
um.
Með tillili til niðurlagsorða
umræddrar greinar tyrirverandi
ritstjóra, finnum vér ennfrem-
ur ástæðu til að geta þess, að
núverandi eigendur blaðsins
hafa keypt það algjörlega skil-
yrðislaust.
Að öðru leyti vísum vér til
inngangsorða vorra hér að
framan í blaðinu, að því er
stefnu blaðsins snertir í fram-
tíðinni. Ritstj.
Jón (Innnarsson.
Falleg þjóðsaga
er það, sem nú gengur staflaust
í trönskum blöðum. Hún á að
hafa gerst nú í stríðinu. Má og
vera að hún sé sönn, og er hún
þá eigi að ómerkari.
Maður hét Rémi. Hann var
kvæntur, og var kona hans snill-
ingur að leika á gigju. Sjálfur
var hann og söngvinn vel. Hann
var kvaddur í herinn, og sagði
honum þungt hugur um sína
för. Kvaðst hann mundu láta
konu sína fregna fall sitt, áður
það stæði á skrám yfirvaldanna.
Nú brá svo við, er hann var
kominn til vígvallar, sem eigi
þarf ólíklegt að þykja, að kon-
unni hvarf alt yndi af gígjunni,
og fór svo fram um hríð, að
hún snerti hana ekki.
Pá var það einu sinni, að
hana fýsti allt í einu ákaflega
að leika á gígjuna og tók til
hennar, en ekki hafði hún fyrr
komið við hana, en brostnir
voru tveir strengirnir, þeir, er
kallaðir eru D og E, en þá
strengi nefna Frakkar að róm-
önskum hætti re og mi. Kon-
unni hvörfluðu ósjálfrátt í hug
nöfnin á strengjunum, og var
þar þá komið nafn manns
hennar. Þóttist hún þá vita
hvar komið var, enda barst
henni dánarfregn mannsins dag-
inn eftir frá herstjórninni.
Brynjiljur gjörnsson
tannlæknir.
Hverfisgötu 14.
Gegnir sjálfur fólki í annari lækn-
ingastofunni kl. 10—2 og 4—6.
ÖU tannlæknisverk framkvæmd.
Tennur búnar til og tanngarðar
af öllum gerðum, og er verðið eftir
vöndun á vinnu og vali á efni.
IMunið að bezt er að kaupa Vejnaíarvöru og fatnaí
hjá Th. Th. Austurstræti 14.