Vísir - 03.04.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1915, Blaðsíða 2
V I S I R VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl, 8—8 á hverj- um degi. Ritstjórinn er þar venjulega til viðtals frá kL 1—3. Sími 400. — P. O. Box 367. Islensk mannanöfn. Skýrsla um þau er nd birt í hags- skýrslum íslands, 5., og er þar farið eftir manntalinu 1. des. 1910. Skýrslu þessa hefir hagstofan gefið út, og faest hún, eins og önnur einstök hefti af hagsskýrslunum, hjá bók- sölunum. Árið 1913 voru sett lög um mannanöfn, og á stj.ráðið samkvæmí þeim að Iáta semja og gefa út skrár um ættarnöfn og eiginheiti, er fallin þykja til upptöku, og var sett nefnd manna til þess, að framkvæma það verk, og að undirlagi þeirrar nefnd- ar er nú skýrsla þessi til orðin. Er hún fróðleg mjög, því að sams konar skýrslur hafa e!gi verið gerð- ar síðan 1855. Aðalinnihald bókarinnar eru skrár um eiginheiti karla og kvenna, þar sem öllum nöfnum, sem til voru, er raðað eftir stafrófsröð og greint, hve margir heitið hafi hverju nafni í hverri sýslu og kaupstað ogsam- tals á öllu landinu. Auk þess er talið á hve mörgum nafnið hafi verið einnefni eöa fyrsta nafn, og á hve mörgum síðara nafn af fleiri og loks hvort það hefir verið til 1855 og þá hve margir hafi borið það. Aftast er skrá um ættarnöfn, og er alt þetfa miðað við það fólk eitt, sem fætt er á íslandi. Allmargra grasa og misjafnra kennir í skrám þessum, og skal eigi farið út i það hér. Má vera að þess verði getið síðar hér í blaðinu, í hverjar stefnur nafnagift- irnar ganga, hver nöfn eru að ganga úr sér og hver að komast í tísku, því að slíkt er fróðlegt. í inngangi, framan til í bókinni, er unnið noKk- uð úr skránum, og sést þar meðal annars það, að heitin eru nú oröin 2—3 sinnum fleiri en 1855, þótt fólkinu hafi eigi fjölgað nema um þriðjung, svo að fjölbreytnin hefir aukist allmjög, og er vafasamt, hvort þaö er til mikilla bóta. Alls eru karlaheitin 1341 og kvennaheitin 1318, og koma að meðaltali 30 karlar á hvert heiti, en 33 konur. Af nöfnum þeim, sem til voru 1855, eru nú horfin úr sögunni í/jo karlaheitanna og x/r konuheit- anna. — Samnefni eru flest í Ár- ness- og Rangárvallasýslu, en til- breytnin mest í kaupstöðum. Rúmlega 2/5 af nöfnunum eru að eins borin af einum manni, rúml. 2/s af 5 mönnum eða færri, en ein ungis rúml. Vio fleirum en 5( mönnum. Hér eru talin upp algeng- ustu nöfnin, hve margjr bera hvert þeirra og hve mikill hluti það er af allri tölu karla og kvenna, sem fædd eru innanlands. Drekkið • Carlsberg Pilsner°s Porter. | Heimsins bestu óáfengu p drykkir. ^ Fást alstaðar. Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olscn. 1 Karlaheiti; & !? 1. Jón 3934 9.7% ; 2. Guðmundur . . 2852 7.0- 3. Sigurður . . . 2098 5.2— 4. Ólafur . . . 1352 3.3- 5. Magnús . . . 1290 3.2— i 6. Kristján . . . 1178 2.9— 7. Einar .... 1050 2.6— i 8. Bjarni .... 879 2.2— 1 9. Jóhann . . . 844 2.1 — í 10. Björn .... 785 1.9— 11. Gísli . . . . 751 1.8— 1 12. Átni .... 750 1.8— 13. Stefán .... 744 1.8— 14. Þorsteinn . . . 724 1.8— 15. Helgi .... 699 1.7— j 16. Guðjón . . . 678 1«7— i 17. Halldór . . . 645 1.6— 18. Kristinn . . . 632 1.6— 19. Páll . . . . 637 1.6— 20. Jóhannes . . . 617 1.5— 21. Pétur .... 585 1.4— 22. Þórður . . . 571 1.4— 23. Sveinn . . . 511 1.3— 24. Gunnar . . . 489 1.2— 25. Jónas .... 474 1.2— 26. Ágúst .... 442 1.1 — 27. Sigurjón . . . 405 1.0— Kvennaheiti: 1. Guðrúti . . . 4620 10.5% 2. Sigríður . . . 3605 8.2— 3. Kristín . . . 2286 5.2— 4. Margrét . . . 2007 4.6- 5. lngibjörg . . 1837 4.2— 6. Anna . . . 1359 3.1 — 7. Helga . . . 1311 3.0— 8. Jóhanna . . 1292 2.9— ! 9. Guðbjörg . . 1074 2.5— 10. Jónína . . . 996 2.3— 11. María . . . 911 2.1 — 12. Gnðný . . . 859 2.0- 13. Halldóra . . 734 1.7— 14. Guðríður . . 688 1.6— ; 15.^ Steinunn . . 688 1.6— 16. Elín .... 669 1.5— 17. Þórunn . . . 625 1.4— 18. Guðlaug . . 615 1.4— 19. Ólöf .... 603 1.4— 20. Sigurbjörg . . 572 1.3— j 21. Valgerður . . 559 1.3— j 22. Þuríður . . . 539 1.2— 23. Hólmfríður. . 525 1.2— j 24. Ragnheiður 525 1.2— 25. Þorbjörg . . 498 1.1 — 26. Kristjana . . 488 1.1 — 27. Elísabet . . . 483 1.1 — 28. Þóra .... 472 l.í — 29. Björg . . . 455 1.0— 30. Solveig . . . 438 1.0 — 31. * Katrín . . . 417 1.0— Husið M 13 við Suðurgöiu fæst keypt til niðurrifs 15. maí n. k. Tilboð merkt >Suðurgata 13« sendist borgarstjóra fyrir 6. apríl kl. 12 á hádegi. Borgarstjórinn í Rv^c, 27. mars 1915. E Zimsen. karlar óg 5 konur af hundraði fleiri nöfnum en einu, nú yfir 20 karlar og 25 konur. Tföari eru fleirnefni í kaupstööum, en til sveita, og tíð- ust þó í ísafj.kaupstað. Ættarnöfn hafa nálega þrefaldast síðan 1855. Fleirnefnum hefir fjölgaö ákaft. Árið 1855 hétu ekki fleiri en 3 ,Það er langur gangur*. Um margt dettur mönnum í hug aö veðja, einkum Bretum. Margar sögur ganga af því, sannar og orktar, 'hvemig menn hafa ferðast kringum jörðina, og ferðalagið þá einatt bundið hinum og þessum skilmálum. Nú hefir einn maður tekist á hendur að ferðast gang- andi kringum hnöttinn á fjórum ár- um. Maðurinn heitir Norman Grant- ham, og er sú saga til þessa, að eitt sinn, er liann varð að ganga af bilaðri bifreið, nenti hann ekki að ganga með samferðafólki sínu heimleiðis, heldur tók sér gistingu á bóndabæ nokkrum og varð af þessu fyrir aðkasti hinna, er kváðu hann vera mundu lítinn göngu- garp. Vildi hann eigi hafa kals það svo búið og bauöst tit þess, að veðja jarðeign sinni gegn 75 þús. dölum um það,að hann gæti unn- ið það afrek, sem áður ersagt. Voru bonum nú settir skilmálarnir, og eru þeir allharðir. Félaus varð hann að fara af stað, og ekki má hann taka fé að láni, svíkja- né stela á leiðinni, heldur vinna fyrir sér með því, að halda fyrirlestra, en hann er maður vel máli farinn. Sanna skal hann ferðasögu sína með vott- oröum yfirvalda, þar sem hann fer um. Loks verður hann aö vera kvæntur, er hann kemur aftur. Hins vegar er honum eigi talinn sá tími, er hami kann að tefjast af óviðráöanlegum hindrunum, og kom það sér vel, sem nú mun sagt veröa. Grantham lagði af stað frá Calgary svo, að hann hafði eigi annað ut- an á sér, en gömul blöð. Það var 1. jan. 1913. Hann haföi ætlaðsér að ganga 18 mílur enskar á dag að meðaltali, og gekk alt vel fyrst um sinn. Hann kom frá Halifax til Englands og gekk þar um alt. Þaöan fór hann í fyrra vor til meg- inlandsins og hafði þegar gengið þar 4086 núlur, er honum vildi það til, að hann var alt í einu gerð- ur herfangi í Frankfurt am Main á Þýskalandi. Reyndar var honum slept aftur eftir 36 daga, en þó með því skilyrði, að hann hyrfi aftur til Vesturheims og kæmi eigi í lönd Breta, fyrr en stríðinu væri lokið. Flakkar hann nú um Suður- Ameríku og bíður þess, að ófrið- inum létti. Þá ætlar hann að hraða sér til Frankfurt am Main og taka þar til, sem fyrr var frá horfið. Hann ætlar að halda austur um Asíu og býst fastlega við því, að vinna veðmálið. Hring hefir hann með- ferðis — handa brúöarefninu. I0-40°l„ afsláttur er gefinn að Laugaveg18B Þar fást kjólar á eldri og yngri. Ennfremur: kápur, dragtir, morgunkjólar, svuhtur, milli- pils, kjólpils, kjóllíf. Fermingarkjólar og annað, er fermingarstúlkur við þurfa. — Nýtísku-sniö og saumur. — Þar er og ýmiskonar álnavara, leggingar o. fl. Munið Laugaveg 18 B. Prentsmiðja Gunnars Sigurðssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.