Vísir - 19.11.1916, Blaðsíða 5

Vísir - 19.11.1916, Blaðsíða 5
VISIR 5 Frá Tyrkjnm. Tyrkir berjast til þrautar. Svissneskur háskólakennari í tungumálum, sem dvalið hefir í Tyrklandi síðustu 18 mánuðina og kent á háskólanum í Constan- tinopel, er nýkominn heim til Sviss og hefir lýst ástandinu í Tyrklandi á þessa leið: í>að var auðveldara fyrir mig að komast til Constantinopel en i burtu aftur. í síðastliðnum maímánuði byrjaði eg á tilraun-* unum til að komast þaðan. Tyrk- ir fundu enga ástæðu til að tefja mig, en Tjóðverjarnir, sem nú ráða lögum og lofum í utanríkis- ráðuneytinu, heftu för mína með ýmsu móti. Og of eg hefði ekki notið aðstoðar góðvinar míns, Hamdi Bey, eins af helsu fræði- mönnum Tyrkja, þá væri eg að líkindum enn í Constantinopel. Rétt áður en eg lagði af stað átti eg tal við Hamdi Bey um ástandið, og munu skoðanir hans á ófriðnum lítið frábrugðnar skoð- unum alls fjöldans af menta- mönnum Tyrkja. Sagði hann, skoðanir manna á þvískiftar, hvortrétthefðiverið af Tyrkjum að ganga í ófriðinn, en allir væru sammála um, að nú sé ekki annað ráð vænna en að taka atíeiðingunum og halda ófriðnum áfram til þrautar. Virt- ist hann þeirrar skoðunar, að forlögum Tyrkjaveldis í Norður- álfunni yrði ekki breytt úr þessu, og að Tyrkir myndu missaCon- stantinopel, þó þeir slitu nú þeg- ar bandalaginu við Tjóðverja og semdu frið sérstaklega. — „Við verðum að berjast til þrautar“, sagði hann hvað eftir annað. — Eg spurði hann um áiit tyrk- neskra mentamanna á Tjóðverj- um, en hann þagði við og brosti þreytulega, eins og Tyrkjum er titt. Eg gekk eftir svari, og sagði hann þá að eins þetta: Tjóðveijar eru bandamenn vorir. Afskaplegt manntjón. En skoðanir almennings eru á alt annan veg. Tyrkneska þjóð- in lagði nauðug út í ófriðmn, og hið voðalega manntjón og fjár- hagskröggur, sem ófriðurinn hefir leitt yfir þjóðina er ekki til þess fallið, að vekja eldmóð meðal hennar. Tað getur eliki hjá því farið, að tyrkneskar hersveitir berjist á íleiri vígvöllum en hald- ið er í Constantinopel, *því að fjöldi særðra manna, sem dag- lega eru fluttir til bórgarinnar, hefir aukist afsltaplega á síðustu tímum. Bráðabirgðaspítalar þjóta upp í tugatali, og annarhver karlmaður sem maður mætir á götunni er særður eða í aftnr- bata eftir sár. Tjóðverjar hafa komið ágætu skipulagi á í spítölunum, en þó held eg að tala þeirra, sem deyja úr sárum og sjúkdómum, sé ægi- leg þar í samanburði við það, sem gerist með öðrum þjóðum. Týskur lækmr sagði mér, að þetta stafaði áf kæruleysi hinna særðu fyrir lifi og dauða. Særða Tyrki gildir það einu, hvort þeir lifa eða deyja. Forlög þeirra eru í höndum Allah, og þeir gera ekkert til að hjálpa lækn- unum og hjúkrunarkonunum til að græða sárin. Hjúkrun hinna særðu annast tyrkneskar konur af æðri stéttum að mestu leyti. Ofriðurinn hefir algerlega bælt niður kvenfrelsishreyfinguna, sem fyrir nokkrum árum síðan vakn- aði í Tyrklandi fyrir bresk áhrif og komin var nokkuð á veg. Fjárliagskröggur. Fyrir kaupmenn: Niðnrsnðuvörur frá Stavanger Preserving Co., Stavanger, líka best. Fjárhagskröggur almennings eru mjög alvarlegar, þrátt fyrir það, að með ráði Tjóðverja hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að létta undir með fátækling- unum. Fyrir sex mánuðum síð- an, áður en yfirvöldin höfðu tek- ið að sér að sjá fólkinu fyrir matvælum, urðu miklar óeirðir í Constantinopel, sem beinlínis stöf- uðu af hungursneyð. Eg var sjálfur áhorfandi að því, er þýska og tyrkneska lögreglan var að tvistra kvenfólkinu, er safnast hafði í þyrpingar á götunum þúsundum saman. Tá held eg að Tyrkir hefðu fúslega samið sérstakan frið. Nú hefir verið komið upp alþýðueldhúsum hór og þar í Constantinopel eins og í Berlín, og sem stendur ríkir ekki verúleg hungursneyð meðal fátæklinganna. Smákaupmennirnir og versl- unarlýðurinn á langerfiðast upp- dráttar, því að verð á allri nauð- synjavöru er fram úr öliu hóíi. Fólkið minnist með sárum sökn- uði fornra tíma, þegar borgin var full af íerðamönnum úr öll- um áttum, sem stráðu peningun- um eins og sandi. Millistéttirnirnar og lægri»stétt- imar hata Tjóðverja og þrá frið- inn um fram alt. En þær hafa ekki þrek til þess að ganga opinberlega í berhögg við Enver Pasha og TJngtyrki. Tetta fram- kvæmdaleysi liggur í eðlisfari Tyrkja og á rót sína að nokkru leyti að rekja til þeirrar trúar, að Allah muni taka í taumana þegar honum þykir tími til kom- inn og stöðva ófrrðinn og allar þær hörmungar, sem af honum leiðir. Flokkur „Gamal-Tyrkja“ nýtur einskis trausts meðal al- mennings, en meðal hans eru ymsir af helstu mattarstoðum hinna auðugri æðri státta. i heildsöln hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Jóla- og Nýárskort íleiri þúsundum úr að velja. Skrautlegt úrval, öll þýsk, einnig tækilæriskort. — Hollenskir Blómlaukar, margar tegundirúti og inni, er selt á Laugaveg 10. Klæðaverslun Griiðm. Sigurðssonar Bifreiðakensla. Að íengnu leyfi Stjórnarráðs íslands tek eg undirrit- aðnr að mér að kenna að fara með bifreiðar. Þeir sem sinna vilja þessu geii sig fram fyrir 1. desember næstkomandi. Egill Vilhjálmsson bifreiðarstjóri. Mjóasund 3. Hafnarfirði. Leirvöru, Glervöru, Postulín, Búsáhöld og Barnaleikföng er best að kaupa í Verzlun Jöns Þórðarsonar. Iijúpur eru keyptar i Sláturfélaginu. Menn snúi sér til Carls Bartels e«a Guð teins Jónssonar. Samsæri og njósnir. Frá upphafi ófriðarins hafa stöðugt venð að myndast sam- særi til ð velta Enver Pasha og stjórn hans úr völdum, En svo er njósnum Tjóðverja fvrir að þakka, að alt af hefir orðið upp- vrst um þessi samsæri áður en þau hafa náð tilgangi sínum. Á fyrstu tímum ófriðarins var skýrt opinberlega frá þessum samsær- um, þegar uppvíst varð um þau, og samsærismennirnir skotnir opinberlega, öðrum til viðvörun- ar; en nú er farið öðru vísi. að. Njósnararnir segja til samsæris- mannanna; lögreglan lætur greip- ar sópa um hús þau, sem grun- ur leikur á; menn eru hengdir umsvifalaust af handahón; þegar nóttin er komin eru steinar bundnir við hræin og þeim sökt í Bosporus. í Tyrklandi segja þeir dauðu ekki eftir, fremur en annarstaðar. Tað var opinbert leyndarmál í Constantinopel, að morðingi þýska hershöfðingjans v. d. Goltz var tyrkneskur smákaupmaður, ho * ksleysingi í stjórnmálum, en. hálfsturlaður orðinn af því hann hafði mist marga syni sína í ófriðnum. Hann sakaði Tjóð- verja um ólán sitt, leitaði v. d. Goltz uppi og stakk hann í hjartastað. Tað var látið í,veðri vaka í Constantinopel, að v. d. Goltz hefði dáið á sóttarsæng, en enginn trúnaður var lagður á það, og löngu áður en eg fór þaðan var sagan sögð svona.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.