Vísir - 19.11.1916, Blaðsíða 6

Vísir - 19.11.1916, Blaðsíða 6
6 VÍSIR flsíin að kaupa í búið Eftir Friedrich Thieme. Við vorum fi órir stúdentar á sama gaugi, kátir og léttir í lund. Höfðum við sameiginlegt borðhald. Þótt ekki væri eins ástatt fyrir okkur og stúdentunum, er áttu aðeins einn frakka'garm. og einn sokkræíil til í aleigu sinni, að því er sagan segir, en voru þó hinir ánægðustu, má þó með sanni segja, að með okkur var hið besta fóstbræðralag og innileg- asta samneyti. Við snæddum saman morgunverð miðdagsverð og kvöldverð og skiftum matreiðslunni bróðurlega á milli okkar, þannig að hver um*sig átti að matreiða ákveðna dag vikunnar. Altaf hlökkuðum við mest til þegar Snorri félagi var frammi- stöðumaður og við snæddum í herbergi hans. Við höfðum að vísu samning með okkur svofeldan, að hver okkar um sig átti að legg]a á borð með sér ákveðna peningaupphæð og ekkert þar fram yfir, sem og var auðgert, því oftast var pyngjan fremur létt. En því var einhvernveginn svo varið, að best þótti framreitt, þegarSnorri átti að sjá um matinn. Hann kom að jafnaði með miklu meira af öllu ætilegu en við hinir; hann fékk helmingi meira af pylsu fleski, laxi. osti og öðru gómsætu. Auðvitað létum við okkur þetta vel líka, en þótti hinsvegar allilt, að geta ekki staðið Snorra jafn- fætis hvað innkaupin snerti. Hvernig berðu þig að Snorri félagi, spurði eg hann á Þor- láksmessumorgun hálfvandræðalegur, því kvöldið áður hafði mór tekist fremur illa með mnkaupin. í kvöld kemur röðin að þér og erum við sannarlegir lánsmenn. Hinum heilaga Þorláki ætlum við að fagna vel í kvöld og hafa það hátíðlegt, þvi fremur þar sem peningaleysi heftir heimför okkar í jólaleyfinu. Láttu nú sjá og legðu þig í framkróka með innkaupin í dag, vinur. — Þú hlýtur að eiga einhversstaðar fólgna fjársjóðu, mælti Bergur, og leit rannsóknaraugum á hin þokkalegu húsgögn í her- berginu. — Það er nú svo sem. Eg býst þó við því, að eg só tæp- astur okkar allra í peningasökum. — Kanske þú sért lika svona innundir hjá einhverri mat- seljunni, skaut Hallur inn í og dró annað augað í pung. Og Bergur bætti við: Þú kaupir þó víst ekki handa okkur x hrossakjötsbúðinm ? Snorri skellihló: Þið vitið sjálfir hvar við erum vanir að versla, mælti hann. Eg versla við þá sömu og þið. — Hvar kaupir þú svinsfleskið til dæmis? — Hjá Skúla á Horninu. — Gamli refur, nú ertu að gera að gamni þínu. Erú Skúla- son munar í skildinginn og heldur sker hún af sér fingurna og vigtar þá með en að hún gefi einn bita. — A eg nú að segja ykkur drengir í hverju galdurinn er fólginn ? Hann er blátt áfram fólginn í því, hvort maður kann að kaupa í búið eða ekki. — Svo-o, ekki finst mér þurfa sérstaka kunnáttu til þess. Maður gengur í búðina og biður um hitt eða þetta, fyrir svo eða svo marga aura, annað er ekki hægt að gera, eða hvað? — Jú, eg er nú á því. Að kaupa í búið er list út af fyrir sig, og eru margar húsmæður leiknar í henni, en aðrar miður. En karlmenn eru flestir ótækir til innkaupa og þessvegna fer nú sem fer. í hverju er svo þessi list fólgin? Það'er reynslan ein sem sker úr þvi vinir mínir, og þar að auki þarf sérstaka meðfædda hæfileika til þessa, og ef þið viljið koma með mér í dag, þá skul- uð þíð komast að raun um, hvort eg hefi ekki á róttu að standa. — Eg hlakka til, hrópaði Hallur. Jæja, í dag förum við all- ir saman, en þú annast innkaupin. — Látum þá svo vera, vonandi hafið þið líka eitthvað gott af því. Eg vildi fyrir mitt leiti óska að svo yrði, því ef sattskal segja bræður, er hálfhart að vera í kosti hjá ykkur. Eg vil held- ur hafa mötu út af fyrir mig, ef þetta breytist ekki. — í rökkrinu fórum við allir til þess að kaupa í veisluna. Fyrst komum við í kjötbúð, þar sem við vorum vanir að kaupa ýmislegt ofan á brauðið. Kunningjastúlka okkar, sú ersöl- una hafði á hendi, þrítug yngismær, lagleg í vexti með dökkrautt hár og ofurlítið ibogið nef, stóð fyrir innan búðarborðið og beið komu viðskiftavina. — Látið mig nú ráða og haldið ykkur saman fyrir alla muni, hvíslaði Snorri í eyrun á okkur. Síðan gekk hann innar eftir og bar upp erindið. — Heyrið þór ungfrú góð, hóf Snorri máls — á meðan hún náðí pylsunni út úr skápnum, og tók á allri þeirri biíðu sem hann átti til. Því eruð þór svona engurvær í dag? — Eg! ansaði hún utan við sig, eg er ekki öðruvísi en eg á að mér að vera. — Ja-jæja, ekki er ég vis3 um þ a ð, eg er þó vanur sjá yð- ur brosa svo hýrt. — Bros yðar hefir altaf svo hressaudi áhrif á mig. Nú fór hún að brosa. Að þór skylduð taka eftir þessu. Eg er einmitt í hálfslæmu skapi í dag. — A-a! Það hefir þó ekki hlaupið snurða á þráðinn milli yðar og unnustans. Hún tók hnífinn og fór að sneiða niður pylsuna. Unnustans? Hva — Eg á engan! — Heyrið þér nú, ungfrú góð, engin ólíkindalæti. Eg sá yður alveg nýlega með honum. — Hvar þá? — Mætti ybkur á götu nýlega, — ungur maður, hár vexti, ljóshærður. — Hún brosti. Enda þótt Snorri ætti kollgátuna að nokkru leyti, virtist hann aldrei hafa hitt fyrir þenna yngispilt. — í hreinskilni sagt, ungfrú, eg dáðist að smekkvísi yðar. í þvi hann sagði þetta, ætlaði hún að láta það, sem um var beöið á vigtina, en nú sýndist henni það vera lakvegið og bætti við vænui sneið. — Mér virtist eg annars þekkja hann, hólt Snorri óhikað áfram. Var það ekki sonur hans Kristjáns riddara? Hun varð ósjálfrátt uppleitari; hún bætti enn einni sneið við þær sem fyrir voru og’mælti með hálfgerðum yfirlætishreim i röddinni: • — Þar skjátlast yður, herra minn! — Jæja, eitt er þó víst, og það er, að þetta er heldri maður. Það er fljótséð. Með leyfi, hvenær á brúðkaupið að fara fi’am? — Blessaðir! Það á langt í land. — Sv-o? Væri eg í hans sporum, skyldi eg ekki bíða lengi. — Hí! Ekki held eg að þér munduð kæra yður mikið um mig. — Hver getur sagt um það ? Þér gerið of lítið úr yður, ung- frú góð. Annars virðist hann hugsa eingöngu um yður, hann horfðist stöðugt í augu við yður. Þér hafið líka svo talandi augnaráð. Enn bættist ein sneið við á vigtina. Hún hugsaði sýnilega um alt annað en vigtina; að því búnu vafði hún pappírnum vand- lega utanum pylsuna og rétti honum. — Kæra þökk fyrir, ungfrú góð. Gleðjið nú heilagan Þorlák með því að vera glöð í bragði og skemtið þér yður vel. Við heyrðum hana hlæja hjartanlega er við stóðum í dyrunum. — En hvað þú ert leikinn í að skrökva, Snorri, mælti Bergur og hrtsti höfuðið. — Skrökva? Eg er blátt áfram „diplomat11. En nú fer að vandast málið. Nú er förinni heitið til frú Skúlason. Við fórum því næst í ljúffengisvörubúðina hans Magnúsar Skúlasonar á horninu á Sölutorgi. Frú Skúlason var sjálf í búð- inni og dóttir hennar, lagleg stúlka, rjóð i kmnum með himinblá, góðleg augu. — Gott kvöld, frú Skúlason, hóf vinur okkar máls, hvað hafið þór gott á boðstólum í dag? — Laxinn er glænýr — kom í dag. — Svo, — þá verð eg í eitt skifti, — já, látum okkur sjá — hann er náttúrlega hreinasta fyrirtak. Á Þorláksmessu ætti maður að hafa ráð á að gæða sér ofurlítið aukreitis, og hjá yður er alt af hægt að fá eitthvað nýtt og ljúffengt. Það er bara nokkuð dýrt. — Dýrt? Sannarlega ekki dýrara en hjá öðrum. — Ó-nei, sá sem selur góðar vörur hefir auðvitað ekki ráð á að gefa þær. — Alveg rótt hjá yður, en menn eru svo dæmalaust óhygnir. — Eg held að eg fari nokkuð nær um það, frú Skúlason. Eg er sjálfur frá kaupmannsfólki kominn. Mér er það fullkomlega ljóst, hvar skórinn kreppir að kaupmönnunum á þessum tímum. Hví ættu þeir þá svo sem að vera að gefa vörur sínar? — Það veit hamingjan, að þér hafið rétt að mæla. Það er svo sem dýrt að lifa núna. Og komi einn eða tveir menn á stangli inn í búðina, þá er sagt, að maður raki saman peningum, og svo sbrúfa þeir skattana og álögurnar upp úr öllu valdi. — Þér hafið maklega áuunið yður hýlli í borginni, og það er áreiðanlega mikils virði. Þegar spurt er um bestu ljúffengisvöru- búðina í borginni, þá er alt af sent til yðar. Má eg biðja yður um lax fyrir 60 aura. Allir eru lika harðánægðir og koma aftur og aftur. Hann dregur að sér segullinn, sem þér eigið þarna! — Hann hneigði sig og leit á dótturina, sem roðnaði lítið eitt. Frú Skúlason horfði hýrum augum á vorblómið sitt á meðan hún sneið laxmn niður með mestu ákefð. Snorri laut áfram og mælti lágt svo enginn skyldi heyra, nema frúin: — En hvað ungfrúin „gerði mikla lukku“ alveg nýverið, frú Skúlason. Augu móðurinnar ljómuðu af stolti og ánægju. — Er það satt? Hvar var það? — í kaffihúsinu við höfnina — nokkrir gamlir kunningjar. Ungur læknir frá Halle var bar líka og spurði mig spjörunum úr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.