Alþýðublaðið - 24.04.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.04.1928, Blaðsíða 2
aHKfcÝÐUBEAÐIÐ a Vegavlimiikaupið. A vegamálast|óri að verða einráður I kasap- g|aldsmáluuum? Mvað gerir ðændastjórfiim? Verklýðsfélög eru nú komin i hvert kauptún um .land jalt. Eftir margra ára harða baráttu er nú loks komið svo, að at- vinnurekendur yfirleitt viður- kenna þau sem réttan samnings- aðila um kaupgjald verkamanna hVert í sínu umdæmi, ef þeir gera það ekki í orði, þá hafa þeir gert það' á borði. Með þessari viðr turkenningu atvinnurekenda má segja, að veridýðsfélögin séu að fullu og öllu viðurkend. Hefir og s.lík viðurkenning oft kostað faarðari baráttu í öðrum löndum en við höfum háð hér, — og. lengi var svo, að hún var aðalkrafan. Félögin eru mismunandi sterk, og vinnuhættir og dýrtíð er mjög mismunandi í hinum ýmsu stöðum á landinu. Hefir því kaup- gjald verið mjög mishátt bæði fyrir karla og konur. Vantar enn mikið á um, að það samræmi sé á komið um kaupgjald víðs vegar á landinu, sem sanngirni og réttlæti heimta. Er þar mikið verk óunnið fyrir alþýðusamtök- in. Einn er þó sá atvinnurekandi, sem eigi hefir enn viðurkent í verki, að félög verkamanna séu réttur samningsaðili um kaup- gjáídsmál. Þessi atvinnurekandi er ríkið sjálft. Kaupgjald við vegavinnu og brúagerð hefir til pessa verið ákveðið með valdboði vega- málastjóra eins, að pví er bezt verður vitað. Eins og allir vita, er rikið ekki annað en stofnun, sem sett hefir verið á laggirnár og haldið er við líði til að vernda þegnana og stjóTna þjóðarbúskapnum. Þáð á að þekkja þarfir og lífsskilyrði allra stétta og gæta þess, að þegnarnir allir hafi sömu að- stöðu í þjóðfélaginu til að afla sér líf'sviðurværis. Það er því býsna hart, að verkamenn skuli sæta harðari kostum af því op- inbera en aðrir þegnar. Ýmsum gróðabrallsmönnum eru gefnar eftir þúsundir króna af skuldum sínum. Þeir eru verndaðir, og rík- ið kinokar sér ekki við að gæta þeirra fyrir a.lls koniar ,óhöpp- um‘, sem oftast nær stafa af þeirra eigin trassaskap eða vit- firringslegri og kæruleysislegri gróðafíkn. En verkamennimir verða ‘ út undan. Ríkið gleymir þeim eða sér þá ekki — þa'ð fálkakroissar burgeisana, en sveltir sína eigin verkamenn. Ekki að eins, að það eigi viðurkenni félagsskap verk- anainna að öllu, heldux gerir það enn verra. Það hjálpar beinlínis þeim atvinnurekendum, sem áækka vilja kaupið með þvi að ákveða það langt um lægra en tíðkast við aðra vinnu. Ríkið ríð- ur þannig á vaðið með kaup.lækk- un, gefur þannig þeim atviineu- rekendum fordæmið, sem sýtings- samaistir eru. Það er enn fremur nokkuð hjá- kátlegt, að verkamenn skuli sæta harðari kostum af ríkinu — verndarstofnuniinni — en af ein- stökum mönnum, isem auðvitað hafa ekki annan tilgang með at- vinnurekstri sínum en eigin hags- muni og nú geta. tekið sér sjálft ríkið til fyrirmyndar. Eins og allir vita, var kaup- gjald við vegavinnu rikisins sums staðar á landinu að eins 50 aur- ar um kl.stund hverja. Allir hljóta að sjá, hvílík fádæma kúgun og hvílíkt óréttlæti er framið með því að láta fátæka verkamenn og bændur vinna fyrir slík lauin. En ríkið virðist ekld finna til þess. Það fremur sömu kúgunina vor eftir vor, sumar eftir sum- ar, og virðist ekki ætla að breyta til batnáðar. Það er enn fremur annað, er sýnir, að ríkinu eru mislagðar hendur. Sums staðar greiðir það kr. 1,10 um klst., en annars staðar að eins 50 aura, og það í sömu vinnu. ÓskiJjanlegt er með öllu, hvað liggur til grundvallar fyrir þessum mismun. Nú hafa verkamenn í Árnes- sýslu snúið sér íil stjórnar rikis- ins, og farið þess á leit við hana, að hún kipti þessu í sæmilegt horf. Bréf nefndar verkamanna- félaganna á Eyrarbakkia og Stokkseyri, sem birtist hér í blaðinu í gær, túlkaði með skýr- um orðum vilja og skoðanir verkaimanna þar austan fjalls. Er sýnt frarn á það í bréfinu, að ef þessu háttalagi ríkisins verði haldið uppi framvegis einis og hingað til, geti það riðið afkiomu kauptúnanna að fullu og með því séu menn flæmdir á burtu úr þorpunum, þeir flytjist þang- að, sem þeir álíti lífvænlegra að vera, og þá helzt' til Reykjavíkur. Engan undraði, þótt íhaldið, sem réði ríkinu urtdan fariin ár, kúgaði verkamenn og bærtdur á þenna hátt sem annan. — Frá þeim flokki, sem sýnt héfir sig að vera fjandsamlegan verkalýð til sjávar og sveita, var ekki við öðru að búast. Flestir bjuggust við, að stjórn sú, sem nú situr að völdum, tel- ur sig framsækna, kennir sig við bændur og þykist viija gæta rétt- lætis á ýmsum sviöuim, myndi nú þegar ráða bót á þessu mikla óréttlæti. En bvað skeður? Stjórnin hefir enn ekki svarað málaleitun bændanna og verka- mannanna. Hún þykist ætla að athuga málið, en dregur það á lainginn. Verkaimenn og bændur sam- þyktu þó ti.llögur í málinu á þingmálafundum sínum í þeirri von, að þær yrðu teknar til greina af bændastjórninni. Ef svo fer að stjörnin hafist ekki að, 'þá sjá þeir, að þar hafa þeir farið í geitarhús að leita ullar. Hvar er þá öll umhyggjan fyrir bænidun- um? Eða er það svo, að umhyggjan nái að eins til þeirra bænda, er bezt hafa lifskjörin og ekki þurfa að grípa til vegavinnunnar sem aukavinnu, þegar þröngt er í búi hjá þeim? Ætlar Tryggvi atvinnumálaráð- herra að g.leyma fátækustu bænd- unum? Jafnaðarmenn krefjast þess af stjörninni, ,að hún gleymi ekki fátækaista hluta þjóðarinnar, -hvorki til sjávar né sveita. Að hún sjái sóma sinn og flokks síns í því, að láta ekki glamuryrði afturhaldssamra gæðinga sinna um fjárhag rikisinis blinda sig svo, að hún svelti þá menn, er vinna þaríasta verkið: að byggja brýr yfir ár og vötn og leggja vegi og endurbæta þá. Ef hún ekki verður við þeirri kröfu, má hún búast við, að sum- ir þeir, sem röggsamlegast unnu að þ'ví að steypa íhaldsstjórn- inni af stóli, spyrji sjálfa sig: Er F rams.ö Imar-stjiórnin engu betri? Eða er hún svo ístöðulaus, að hún láti jhaldssinnaða embætt- ismenn ráða gerðum sínum? Viggo Hartœann, professeur de danse. í kvöld sýnir hinn frægi, dainski danzsnillingur, Viggo Hartmann, list sína í Gamla Bíó. Hann sýnir meðal annars hinn velþekta, gamla Vínar-va-ls, se-m gert hefir nafn Strauss ódauðlegt. — Einnr ig gefst niönnum kostur á að sjá allra nýjustu danza, svo sejhi Black Bottomi, Goniique o. fl., en þenna danz danzar hnnn ekin (só- ló-danz). Skemtun þessi verður á- reiðanlega til mikillar ánægju mönnum, sem unna fagurri damz- Kst. X. f~\ ~ zi rr' , i Helgistaðurinn. fc-að mun ekki einungis þykja tíðindum sæta hér á landi, held- ur og um öll Norðurlönd — jafn- vel víðar — að hinn forni og sögufrægi alþingisstaður við Öx- ará er nú með lögum gerður að „friðlýstum helgistað allra íslend- inga“. Aðrar þjóðir, sem fá vitn- eskju um þetta og sem lítið eða ekkert hafa þekt til íslands hing- að til, líta svto á, að menning héxi á landi muni á sama stigi og hjá þjóðum, sem hún er einna lengsl á veg kofnin, því að flestir vita,, að menningarsnauðar þjóðir fríð- helga aidrei nokkurn blett á iandi sínu. Nágrannaþjóðir vorar hafa stundum reynt að eigna sér suma nafnkunnustu menn vora eða verk þeirra, en helgistaðinn getur eng- in önnur þjóð talið eign sína, þó- fegin vil-di, eða hrósað sér af, að- hafa gert hann frægan og helgað hann. Nálega má kveða svo að orðí, að hver einasti þingmaður á al- þingi hafi verið hlyntur því, að friðheiga Þingvelli og taiið það sjálfsagt, að eins skiftar skoðanir um, hve friðunin skyldi víðtæk. Verður því ekki sagt, að til hen-n- ar sé stoínað í trássi við vilja. þjóðarinnar. Jafnframt því, sem náttúran er varðveitt fyrir innan vébönd frið- helginnar, eru sögumenjarnar á Þingvöllum verndaðar um aldur og æfi, en endurminniingamar, sem við þær eru bundnar, glæð- ast við það í huga þjóðarinnar. Á helgistaðnum ætti einnig að geymast lengst íslenzkt mál og menming, þó að ofurliða yrði bor- ið, í baráttunni við erlend áhrif annars staðar á landinu. í frumvarpinu er tekið fra-m, að> eyða megi dýrum og fuglum, sem vinna búfénaði bænida mein á þessum slóðum, eða gera annan usla. Þegar menn fara að v-enjasf friðhelginni og skilja hana til hlít- ar, verður litið svo á, að ákvæði þetta verði óþarft. Fer þá eins og í fornöld, er heiðnar venjur voru .afnumdar með lögum nokkru efí- ir kristnitökuna. í erlen-dum þjóð- görðum eru úlfar, refir, birnir o. fl. villidýr friðlýst. En þegar út fyrir takmörk garðanna kemur, eiga þau ekki lengur friðlandJi Húsmæður Dollar - stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkii fyrir fötin og hendur- nar en nokkur önnur SW þvottasápa, Fæsi vfðsvegar. í heildsölu hjá Halldóri Eiríkssyni, Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.