Vísir


Vísir - 16.05.1918, Qupperneq 2

Vísir - 16.05.1918, Qupperneq 2
VÍSIR Þessi saumayél kemur með e.s. Gullfossi næst til versl- unar irna Einlsslar Anstarstræti 6. Til hátiðarinnar fást: Siikiblúndur Gardínublúndur Milliverk og Bróderaðar blúndur Tii miaaia. Simi 168 Biml 10B Innkaup sín fyrir hvítasunnuna ætti hvert heimili að gera í versl. Breiðablik. Baðhösið: MTd. og ld. kl. 8 — 8. Barnalosstofan: Md., ntvd., föd. H. 4—8. Borgarstjðraskrifst.: ki. 10—12 og 1—3, Bæjarfðgotaakrifstofan: ki. 10—12og 1—& Bæjargjaldksraskrifst. kl 10—12 og 1—5 Hösaieigunefnd: þriðjud., föstud. ki8«t. Islandsbanki kl. 10—4. K. F. U. M. Alm. samk. innuud. 8 sd. L F. K. R. Útl. md„ mvd., fstd. ki. 6—8. Landakotsppit. Heimsðknart. kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—8. Landabókasafn ÚtL 1—3. Lándssjðður, 10—2 og 4—B. Landssíminn, v. d. 8—9, heigid. 10—8. Náttúrugripasafn suanud. 1*/,—27,. Pðstbösið 10—6, ho'gid. 10—11. Sam&byrgðin 1—5. Stj ðrnarráðsskrifstofnrn&r 10—4. Vifilsstaðahælið: Heimsðknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, snnnnd. 12'/«—ll/i- Kaupið VisL Barnakragar og Smekkir Hásetakragar, hv. og bláir. Gardínubönd Kápuhnappar Vörnr Slml 168 sendar fljótt heim. Siml 168 luka=alj)ingiskjörsrká fyrir tímabilið frá 1. júlí 1918 til 30. júní 1919 liggur frammi á bæjarþingsstofunni frá 15. til 25. maí. Kærur sendist borgarstjóra fyrir lok maímánaðar. Borgarstjórinn í Reykjavrk, 14. maí 1918. K. Zimsen. Ritvélarborð úr eik, uýtt, til söln. Landstjarnan. Kjólahnappar Flöjelsbönd Silkivindsli Tréprjónar Bandprjónar Svitalappar Reyfalindar Bamahuggarar. Bóharfregn. Ljóð og kvæði, nýtt safn, eftir Guðm. Guðmundsson, 336 bls. í 8 blbr. — Bóka- versl. Sigf. Eymunds- sonar, Rvík 1917. Eg hefi oft haft þau orð um Islenska tungu, að hún væri svo auðug, Ijúf og Ijós, að hún ljóð- aði sjálf, og er því síst logið. Hún yrkir fyrir oss, sem kunn- um lítið til þeirrar listar. En þá er og hitt auðskilið, að hún nlýtur að leika í hendi lista- mannsins, svo að ljóð hans verði snildarverk Nú vil eg spyrja lesandann að þvi, hvort hann hafi tekið eftir því, hversu snilli ljóðamálsins verkar á hugann. Hefir þú tekið eftir þeirri sólbirtu og heiðríkju sem breiðist yfir hugann, þegar ljóð Jónasar Hallgrímssonar eru lesin ? Eg þykist vita að þú þekkir það, En hefir söngur tungunnar, hefir hörpuómurhenn- ar borist þér til eyrna? Þekkir þú hreiminn og orðsnildar óm- inn, sem bergmálar í huganum eins og vorblær í vindhörpu- streng jum ? Ef þú þekkir þetta, þá skalt þú. taka Ijóðakver Guðmundar Guðmundssonar og munt þú þar finna eitt hið fegursta dæmi. Þar leika hreimarnir við hug þinn svo að þú sér þar ýmist selstúlk- una við Jangspilið eða ljósálfa sveima dansa,eftir hljóðfalli himn- eskra gígna og þú finnur og heyrir blæinn þjóta um vangana. Kveðandi öll og meðferð hans á máli er verulega snildarleg. Þó er sá munur á Jónasi og honum, að hjá Jónasi ber mest á birtu og fegurð láðs og lagar, er hvarflar eða blaktir sem tíbrá fyrir hugskotsaugum lesandans. En hjá Guðmundi ræður hreim- ur og ómur mestu og ber jafnan fyrir augun Ijósklæddar og létt- stígar álfameyjar. Guðmundur er öllum öðrum Islendingum fremur söngljóða skáld. Grikkir voru manna fremstir í þeirri grein listarinnar sem öðrum og kenndu þeir slík- an skáldskap til hörpunnar, sem á þeirra máli er 1 y r a, Mundu því hinir mörgu grískuvinir held- ur vilja kalla hann 1 y r i s k t skáld. En eg mun þó nefna hann söngljóðaskáld, enda kem- ur það best heim við sjálfslýsing hans 1 formála í ljóðum, þarsem hann segir: „eg skrifa ekki Ijóð, — eg syng“. ' En þessi sjálfslýsing hans er hárrétt, og er furðulegt, hversu vel hann þekkir sjálfan sig. Guðmundur er nú kominn á fullan þroskaaldur og hefir reynt sig á nokkrum samfeldum skáld- verkum. Má um þau öll segja að þau só góð, en þar mun þó enn miklu meira í vændum, ef hagur hans gæti batnað svo, að hann gæti átt sæmilega daga og notið allra krafta sinna við skáld- skapinn. í þessari bók eru nú saman komin mörg ljóð ýmis- legs efnis og ort á þroskaárum skáldsins. Hreimfegurð, orðsnild og málfæri er jafn létt og ljúft sem hjá skólaskáldinu, en nú er meiri alvara og hugsanafesta en á yngri árum. Einkum gætir þess í ættjarðarljóðunum. Þau eru með miklum ágætum, gjörhug- ulli og nátengdari vonum og baráttu þjóðarinnar, en tíðkast hefir hjá skáldum vorum. Þau eru ekki einkanlega tilbeiðslu- kvæði um landsfegurð og þess háttar, sem tíðast er, heldur stríðskvæði. Enda hefir Bjarni söngskáld Þorsteinsson fundið þau og yrkir nú, við þau her- söngva handa fullhugum vorum, og er von á hefti bráðlega. Nokkuð er af ástarljóðum í bókinni, en þó miklu minna en áður var í kvæðabókum hans. Þó ber þess að geta, að nú er þar ný tegund ástarljóða. Kor- makr kveður nú Ijúflingsljóð um ástfólgna húsfreyju og glókolla þeirra og heimilisfrið. Þetta er þeim mun merkilegra, sem slík ljóð eru sjaldgæfari, En það er allmerkilegt, hversu sjaldgæf þau ljóð eru hér á landi, og þori eg eigi að segja, hverju sætir. Menn þekkja áður, hversu margir og mjúkir strengir eru á hörpu Guðmundar og mun eg þvi eigi orðlengja meir hér tim. En þó raun eg brátt verða að biðja ritetjóra um að taka af mér annan stúf um þetta efm áður en langt um líður, og niun þar verða vikið að skáldastyrkn- um og skifting hans. Rvík l5/6 19 Bjarni Jónsson frá Vogi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.