Vísir - 10.06.1919, Blaðsíða 6

Vísir - 10.06.1919, Blaðsíða 6
10. júní 1919.] VISIR Síldaratvinna. Nokkra menn, vana síldveiðum, vantar á mótorbáta frá Vesturlandi í sumar. Einnig nokkra menn í landvinnu. Góð kjör. Nánari upplýsingar gefur OL. SVEINSSON, Laugaveg 61. Heima kl. 6—7 e. h. Segl alskonar, tjöld, preseningar og annað er þarað lýtur. — Best vinna. Best verð. E. K. Schram, Sími 474. SÍLDARSTÚLKUR ÞÆR, sem þegar eru ráðnar til Síglufjarðar ogþærsem hafa í hyggju að ráða sig hjá Th. Thorsteinsson fá ekki verri kjör en boðin eru annarstað- ar. 2 norsk gufuskip og 1 mótorkúttari stunda veiðina. Aðeins nokkrar stúlkur óráðnar enn; komlð á skrifstofuna í Liverpool, sem er opin allan daginn. Th. Thorsteinsson. Seglaverkstæöi Gnðjóns Ólaíssonar, Bröttngötn 3 B nkaffar ný segl af öllum stærðum og gjörir viö gamalt, skaffar fisbpreseningar, tjöld, vatnsslöngur, drifakkeri, sólsegl o. fl. Se ^ldúk- ur úr bómull og hör, er seldur miklu ódýrari en alment gerist. Reynslan hetir sýnt að vandaðri og ódýrari vinna er hvergi f áanleg. Simi 667. Simi 667. Det Kgl. oktr. Söassnranse-Compagni tekur að sér allskonar SjÖV^ltryggÍngar Aðalnmboðsmaðnr fyrír ísland: Eggert Claessen, yfirréttarmálaflatningHm. Síidarstöð i lulsBi tei á lio I snnar. Stórt verknnarpláss með gððn húsi. Nánar hjá Th. Thorsteinsson. Síldarvinna. Enn geta nokkrar stúlkur fengið síldarvinnu á SiglufirSi hjá hr. S. Goos. Kjörin eru: kr. 1,25 pr. kverkaSa og saltaSa tunnu af síld, 10 kr. fæðispeningar, 75 aura um tímann, og 300 kr. trygging. Botnvörpungur fenginn til að fa ra rne'S stúlkurnar fram og til baka. Stúlkur sem hafa ráöiS sig hjá félaginu óskast til viötals. Geirþrúður Arnadöttir, Smiðjustíg 7. Kynjagripir. Nýlega flutti Vísir frásögn um hinn langa óheillaferil þeirra manna sem átt hafa Hope-de- mantinn, og eru slíkar sögur sagðar um marga muni, alt frá forneskju. Einn af lesendum blaðsins hefir sent oss eina slíka sögu, um múmíu frá Egifta- landi, og er sögumaSurinn ensk- ur myndasmiSur og segir svo frá: „Fyrir tíu árum flutti ríkur jarSeigandi múmíu frá Egifta- landi liingaS (þ. e. til Englands), og hugSi aS skreyta anddyri hallar sinnar meS henni. þeir voru fimm í hóp, sem fyrst fundu múmíuna á Egifta- landi. Tveir af þeim urSu skömmu síSar eignalausir. Af einum varS aS sníSa fót og arm. Einn varð blindur við spreng- ingu, og sá fimti dó voveiflega. Sex mánuSum eftir aS jarð- eigandinn kom með múmiuna hingað til lands, misti liann ná- lega aleigu sina á gróðabralli. Af þessu varð liann geggjaður, og gaf þá enska gripasafninu mikla múmíuna. þegar það var búið batnaSi honum eftir svo sem vikutíma. Fjórir menn báru múmiuna inn í herbergið þar sem Egiftskir munir eru hafðir til sýnis. Litlu síðar voru tveir af þeim dauðir . undarlegum dauðdaga og einn liandleggs- brotnaði. Eg þekti sjálfur menn- ina, en hló að þessum atburði. pað lenti á mér að sjálfsögðu að taka mynd af hafgyðjunni frá Aman Ra, svo nefndist staður- inn sem hún lcom frá. Mynda- vélin sýndi, að á kistuna utan um múmíuna voru letraðar gamal- dags bölbænir og álagningar. Myndavélin sýndi líka annað iniklu átakanlegra, sem var, að andlit gyðjunnar, sem annars virtist meinleysislegt og jafnvel blíðlegt, leit út á myndinni eins og grimmúðlegt konuandlit og ilskufult. Eg hló að þessu meðan eg vann að myndtökunni. Fáum vikum síðar var eg orðinn stein- blindur og hefi verið það síðan. Prestur nokkur fór með 30 fermingarbörn um gripasafnið, þeim til skemtunar. Hann tólc þeim vara fyrir að stansa i her- bergi múmíunnar. Að eins ein stúlka skeytti því ekki, og af því Bntftairyggiafat, SkrifstofutímJ kl. 10-11 og i»-i Bókhlöfiustíg 8. Tftlslmi 9g4 A. V. Tulinlai. henni sýndist múmían svo ilsku- leg rak hún út úr sér tunguna framan í hana. Daginn eftir varð hún fyrir bifreið og misti báða bandleggina. Eg gæti sagt þér yíir 50 slikar sögur og allar dagsannar, en nóg er að taka það fiam, að vinnumennirnir urðu gagnteknir af ótta og skelfingu, eins og gengur við slík dularfull fyrirbrigði. pað kvað svo ramt að því, að vinnumenirnir í egiftska herberginu sögðu upp vistinni, en tveir af þeim höfðu dáið skelfilegum dauSdaga eftir að múmían var flutt þangað inn. Til þess að taka fyrir að frek- ari óhöpp hlytust af þessari gySju frá Aman Ra, var múmi- an flutt ofan í kjallarann, og eftirstæling sett í hennar stað. Og eftir það tók fyrir alla slika atburði, ef eg mætti svo að orði kveða. prjú ár liðu og ekkert bar til tíðinda. pá kom hingað Ameríkani. Hann hafði verið mikið á Egiftalandi við rann- sóknir. Hann komst að því, að myndin, sem höfð var til sýnis var ekki sú sanna, og linti ekki látum fyr en hann fékk að sjá hana og um leið greip hann ó- slökkvandi löngun til að eignast hana. Og það þarf ekki að orð- lengja það. Hann náði í forráða- menn safnsins og linti ekki lát- ’um fyr en múmían var orðin lians eign. Hún var því næst sett í kistu, eins skyndilega og unt var, og flutt um borð í skip sem lá albúið á höfninni og átti að leSgja á stað árla næsta morgun. Kistuna varð að flytja um borð að næturlagi og með leynd, af því að hún leit út sem líkkista. ViS erum því miður orðnir laus- ir við múmíuna, hélt aumingja maðurinn áfram, en það var ekki alt þar með búið. Skipið IagSi af stað næsta morgun í dögun og fór sem leið liggur í góðu gengi vestur undir strend- ur Ameríku. par hlektist því á og sökk. Nú er múmían á mararbotni og eigandinn með. SkipiS liét Titanic.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.