Alþýðublaðið - 02.05.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.05.1928, Blaðsíða 2
AIitíÝÐUBEAÐIÐ g 1 w' ,1SP}~T!PBr<*» Verkfall við nokkrar byggingar |ali>ýbdbi,abib kemur út á hverjum virkum degi. ; Afgreibsla í AJþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frA kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9»/,—'IOVí árd. og ki. 8—9 siðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 j (skriistofan). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á i mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. 1 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan J (i sama húsi, simi 1294). „Mgbl.“ og sænskir jafnaðarmenn. Fyrir nokkru síðan birtist greinarstúfur í „Mgbl." með fyr- irsðgninni „Dýr tilraun — lítill árangur." Er þar sagt frá þjóð- nýtingarncfnd, er sett var í sænska þinginu árið 1920. Hiutverk nefndarininar er að rannsaika i&kilyrði fyrir þjóðnýt- ángu og. rikisrekstri, athuga á- stand ýmáissa fyrirtækja og gera tillögur til bóta um rekstur þeinra fyrjrtækja, er þjóðnýtt eru þegar. „Mgbl.“ hefiir láðst að segja frá þessu hlutverkii nefndarinnar, en háns vegar segir það mjög frá þelirri tillögu, er hægrlmienn (í- haldsmenn) komu fram með um, að nefndin skuli hafa lokið störf- itm ánnan tveggja ára, . Tililaga þessi vakti harðar deilur í sænska þinginiu. Réðust hægri- menn með forsi miklu á- nefndina og starf hennar, en jafnaðarmenn svöruðu. Jafnaðarmenn tóku það greáni- iega fram, að hlutverk mefndar- dnnar væri að gera tillögur um að þjóðnýta ýms fyrirtæki smátt og smátt, svo að alþýðan þyrfti ekki að neyðast til að taka til róttcekaii meðala ti-1 að koma kröfíum sínum fram. Tiillaga hægrimanna var feld með máklum atkvæðamun. Svíar sjá hvert Btefnir. Alþýðú- samtökán eru orÖin mjög vold- iu,g iþar í landi, og þjóðfélagsisfcoð- un jafnaðarmanna hefir hrifið hugii manna. Hafa þeir lært það, af reynslunni, að núverandi þjöð- félagsskiipulag er bæði ranglátt og óheilbrigt. Eru þeir svo' iskyn- samir að sjá, að eigi stoðar að berja höfðdnu vi'ð steininin og spyrna gegn eölilegri þjó&félags- þróun. Vilja þeir því færa skipu- lagio smátt og smátt í annað horf, svo að ékk'i komi tif ó- eirða eður byltinga. Þannig víkja verjendur núver- andi skipuiagB smátt og smátt frá istefnu sinni. Þjóðfélagsknör- ánn nær um síðir í rétta höfn, og þeir, sem óánægðir eru með þau ferðalok, verða annað hvort aö gera, að leggjast í skut eða eiga það á hættu að verða kast- að fyrir borð. Væri gott fyrir - íslenzka íhaild- ið að eiga ekki slíkt á hættu. Þar sem ekki fókst samkomu- lag seint í gærkveldi eðá í morgun við forstöðumenn surnra bygg- inga hér í bænum urn að þeir greiddu verkamönnum kauptaxta, 1. kr. 20 aura um klukku- stund, var hafið verkfall í morgun, sem enn stendur yfir: 1. Hjá Ólafi Jónssyni múr- arameistara. Hús Stefáns Gunnarssonarkaupm. í Austurstræti. 2. Hjá Jöni Þorlákssyni, aíþni. Hús hans í Austurstræti, 3. Hjá Einar Einarssyni tré- smið. Hús Lárusar G. Lúðvígssonar í Bankastræti. Gœrdagœrmn. KrSfngangan. Eins og ti! stóð, hóf Haraldur Guðmundsson ræðu sína hjá Iðnó kl, 2i/2. Var þá saman komið þar allmikið fjölmienni. Kl. 3 var lagt af stað að barnaleikvellinum við Gœttisgötu. Þar talaði Sigurður Jónasson. Síðan var haldið vestur í bæ, ög á barnaieikvelIinum við Túngötu talaði Stefán Jóhapin Ste- fánsson. Var svo haJdið á Aust- urvöM, en þar flutti Jón Baldvins- son ræðu. í broddi fylkingar fór ávalt hljóðfærasveit, er lék Inter- nationalen pg önnur slík lög. — Eru jafnaðarmenn vel ánægðir með kröfugönguna. Mörg hundr- uð manna tóku þátt í henmi, og fór hún vel fram. Nokkur spjöld höfðu slæðst inn í fylkinguna, sem ekki voru þar að tilhlutun forstöðunefndarininar. .„Morgunblaðið" bregðúr ekki út af vana sínum, og leggur alt a'f sömu andfýluna úr þeim aftur- haidskverkum. Gerðu sendi- seppar peningavaldsins í landinu ýmsar tilraunir til að vekja ó- eirðir og hleypa úlfúð í menn, en það tókst ekki. Munu verka- menn láta sig litlu skifta gey „Morgunblaðs'-greyanna. Skejntnnin í gærkveldi fór ágætlega fram. Var húsið troðfult, og skemtu menn sér ágætlega. Héðinin Valdi- marsson talaði. Helgi Sveinsson og Hall'gr. Jónsson lásu upp. Sungnir voru tvísöngvar. Hinn efnilegi og ungi söngvari Erling ólalsson, söng mokkur lög. Guðm. Gisla'son Hagalín sagði nokkrar skemtisögur. Reinh. Richter söng gamanvísur, og síðan var danz- að til kl. 3. í gærkveldi kom kolaiskip til „Kveldúlfs". Botnia fer til útlanda í kvöld. 4. Hja Árna Jónssyni kaupm. Bakhús hans við Hverfisgötu. 5. Hjá Kristni Sigurðssyni, múrarameistara. Barnasfcólinn nýi. Allir verkamennirnir í þess- um stöðum hættu vinnu. Annars staðar í bænum við • byggingarvinnu á 32 stöðum, þar sem stjórn Dagsbrúnar er kunn- ugt um, er unnið fyrir fult kaup. Ailir verkamemi eru beðnir uim að vera samtaka og aðstoðia í verkfalli þessu eftir því, sem þörf krefur. Nánari fregnir um verkfaMið geta verkamenn fengið í Alþýðuhúsinu, sími 2394. Stjérn „Dagsbrúnar^ Byggingavinna. Þaingað til fyrir fjórum árum var borgað sama kaup við byggingavinnu eins og við höfn- ina, en vegna illrar aðstöðu .verka- manna koimst sá ósiður á, að borga byggingavinnu lægra kaupi. En eins og kuninugt er, þá er þessi vinna eigi síður erfið en hafnarvinna, og þó vinnan sé lengri sums staðar við bygging- ar, þá á það ekki aMs staðar við, enda er ekki af þeim orsölt- um ástæða til að hafa kaupið lægrp, Söluverð húsa er svo hátt, að hvert hús má selja þriðjungi hærra yierði en það kostaði að byggja það, jafnskjótt og það er fullgert, svo hér er sannail ega ekki um það að ræ;ða, að bygg- ingarnar þoli ekki hærra kaupið, enda vinna nú fyrir fult kaup, 1 kr. 20 aur. um tímann hátt á annað hundrað ma'nns, en að eins um 50 manns hafa þurft að gera verkfaM. Flsi^f ea-Hir fi&ef Jast laér í súmsir. FlngEélag Islands stofsiað. Dr. Alexander Jóhannesson hefir af h'inum inesta áhuga barist fyr- ir því, að flugferðir yrðu bafniar hér. Hefir hann gert sér ferðir til útlanda í þeim erindum að koma hér á fjugii og hefir aðallega snúið sér til þýzka flugfélagsins Luft-Hansa. I fyrra fékk hann til- hoð frá félaginu um flugferðir hér, en tilboðið þótti ekki að- gengilegt. Nú hefir dr. Alexander gengist fyrir stofnun flugfélaigs hér í borginni — og var stofn- fundur féiagsins. haldinn í gær. Félaigsmenn eru 25 og hlutafé 20 þúsundár. Meðal stofnenda eru þeir Héðinn Valdimarsson alþing- iiismaður og Sigurður Jónasson bæjarfulltrúi. Kosnir voru í stjóm dr. Alexander, formaður, Páll Eggert ólason prófessor, Magnús Blöndal útgerðarmaður, Magnús Torfasön forseti sameinaðs þings og Pétur Halldórsson bóksali. Varamaður var kosinn Guðmund- ur Hliðdal rafmagnsfræðingur. Hefir félagið fengið vissu fyrir þvi, að samminga'r takist við Luft-Hansa um Jeigu á flugvél — og heíir dr. Alexander isagt Alþbl., . að Luft-Hansa muni bera hallann af reksírinum. Ætlast er til, nð flugvélin fari frá Hamborg með „Goðafossi" 20. þ. m. og kemuE hinigað þann 28. s. m. Hingað er þegar kominn þýzkur Eluggarp- ur, Walter að nafni, og á hanin að istjóitna refcstrinum. Með vélinnf kemur ainnar æfður filugmaður ogi tveir vciamenn. Á að fljúga til ýmisra staða á Iandi hér og reyna, hvaða flugleiðir eru skárstar, Verður flogið með póst og far- ’þega. FJugvélin ber uim 400 kg. Hún er gerð þannig, að hafa má hana hvort heldur vill á flo-thiolt- uim eða hjóJum. Áherzlu á að ileggja á það, að hafa fargjald sem lægst. Alþbl. spurði dokt- orinn, hvort hann gæti sagt inokk- úð ákveðið um, hvað íargjaldiðí! yrði t. d. milli Reykjavíkur, ísa- fjarðar og Akureyrar. Kvað liann nei við, en sagði, að hann vi;ldi helzt, að fargjaldið færi ,ekki fram úr fargjaldi á 1. farrými á skipum að viðbættu fæði. Ákveðið er, að halda hér áfram fluginu í þrjá mánuði í isumar — eöa út ágúst. Flughraði flugvélarinnar er 150 til 170 km. á klst. í gær fór dr« Alexander með „Alexandrínu drotningu" til Isa- fjarðar og Akureyrar í eriindum félagsins, og Þjóðverjinn WaJtser með honum. Er það mikið fagnaðarefni, aö flug verður reynt hér fyrir afvöru í 'sumar, því að sVo era flug- ferðir in^ orðnar öruggar í öðrum Jöndum, að vér getum vænst/þess, áð flugið verði oss til mikiila sam-göngubóta. Á dr. Alexander beztur þakkir iskildar fyrirldugnað þann og áhuga, er hann hefir sýnt í málinu. Khöfn, FB., 1. mai. Kosningarnar í Frakklandi. Erá París er símað: Úrslit þlng- kosninganna urðu þau, að kon- Húsmæður Dollar - stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkri fyrir fötin og hendur- nar en nokkur önnur !MP~ þvottasápa, “HSÖ! Fæst víðsvegar. í heildsölu hjá Halldóri Eirikssyni, Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.