Vísir - 20.11.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 20.11.1919, Blaðsíða 2
VÍSIR haia fyrirliggjandi: ágœtar danskar kartöflur Simskeyti tri fréttiritan firia. ÍChöfn 19. nóv. Friðarskilmálar Ungverja. Simað er frá Budapest, að bandamenn krefjist þess, að frið- arskilmálar Ungverjalands verði r.ndirritaöir af samsteypustjórn- inni. Búist við, að Friedrich segi af Herforingjar jrfirheyrðir. Símað er frá Berlín, að Hinden- ijurg og Ludendorff hafi skýrt svo frá fyrir rétti, aö herforingjará'ð’ keisarans hafi verið ókunnugt um samningatilraunir stjórnarinnar við Wilson, og tvöfeldni Bethman- Holwegs. Hindenburg heldur fast við það, þrátt fyrir Winar-skjölin, að Þýskaland hafi ekki átt upptök að ófriðnum. Kosningaúrslit. í Dalasýslu er kjörinn Bjarni Jónsson frá Vogi, með 255 atkv. — Benedikt Magn- ússon í Tjaldanesi fékk 138 atkv. í Árnessýslu eru kjörnir: Eiríkur Einarsson, bankastjþri á Selfossi, með 1032 atkv., og Þorleifur Guðmundsson, útvegsbóndi í Þorlákshöfn, með 614 atkv. — Sigurður Sigurðsson, ráðunautur, fékk 335 atkv. og Þor- steinn Þórarinsson á Drumbodds- I stöðum 317 atkv. í Húnavatnssýslu eru kjörnir: Guðmundur Ólafsson i Ási, með 459 atkv., og Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka, með 405 atkv. Jakob Líndal á Lækjamóti fékk 337 atkv. og Eggert Levi 279 atkv. í Skagafjarðarsýslu eru kjörnir: Magnús Guðmundsson skrifstofustjóri, með 606 atkv., og Jón Sigurðsson, bóndi á Reynisstað, með 511 atkv, selnr 250 pr. IJLLARVETLINGA handa karlmönnum á 2,25 pr. — Jósef Björnsson fékk 360 atkv og sira Arnór Árnason t61 atkv. Úsignrinn. Það er nú komið fram, sem „Vís- ir“ spáíi i upphafi kosningabar- áttunnar, að Jón Magnússon væri orðinn fylgislaus hér i bænum. Þetta er nú ljóst hverjum manni. Framboð hans var hamrað fram af fáum mönnum í fulltrúaráði ,,Sjálfstjórnar“ og þvert um geð alls þorra félagsmanna. Hinir ör- íáu fylgismenn Jóns treystu þvi að eins, að takast mætti að hræða kjósendur i bænum með sócíalista- grýlunni, til að kjósa hann. Það var heldur ekki sparað, að slá á þann streng í kosningabaráttunns, að með þvi einu. móti, að kjósa hann, yrði Ólafi Friðrikssyni steypt. en Jakob Möller var „reikn- aður“ alveg frá því að geta kom- ið til mála. Af þessum ástæðum einum er það nú vitanlegt, að fjölmargir kjósendur þóttust til knúðir, að kjósa Jón, þó að það væri þeim þvert um geð. Það verður því all- mikill frádráttur á atkvæðatölu hans, þegar meta á hinn pólitíska ósigur, sem hann beið við þess- ar kosningar. Sá ósigur hans er enn þá til- finnanlegri vegna þess, að keppi- nautur hans, sem kosning-u hlaut, var einmitt allra ákveðnasti and- stæðingur hans í stjórnmálum á öllu landinu, svo að vitað verði; einmitt ritstjóri þessa blaðs, sem nú árum saman hefir vítt stjórn- ina allra blaða ákveðnast fyrir hin margvíslegu glappaskot hennar, , stefnuleysi og hringlandahátt. Þetta starf ,,V5sis“ hefir verið ÞURGER (Magie Yeast) •N góö tegund í heildsölu hjá Jóh. Ölafsson & Co., Sími 584. Reykjavík. Símn. Jawei misjafnlega þakkað; af heimskum mönnum hefir það verið talið sprottiö af „persónulegu hatri“ til forsætisráðherrans: En ritstjórinn hefir talið það skyldu sína, að víta alt það, sem hann hefir álitið víta- vert i fari stjórnarinnar. Ef eng- inn yröi til þess að gera það, mundi stjórnmálalíf alt hér á landi verða botnlaust siðspillingarfen og alt lenda í sukki og óréiðu. Hvergi í viðri veröld eru menn svo óvitrir, að skilja það ekki, að slik blöð, sem ávalt eru vakandi á verði gagnvart valdhöfunum, eru nauð- synlegustu og bestu blöðin. Þau eru samviska þjóðarinnar, sem alt af segja henni til, þegar eitthvað fer aflaga. En það hefir óspart verið notað nú í kosningabaráttunni, að rit- stjóri þessa blaðs væri hinn mesti ofga- og æsingamaður, og því lialdið fram, að árásir hans á stjórnina væru helst sprottnar af einhverri ofsóknarsýki. Lesendur „Vísis“ geta nú rifjað það upp fynr sér, fyrir hvað hann hefir "ítt stjórnina, og þeir munu kom- ast að þeirri niðurstöðu. að þær ávítur hafi verið á fullum rökum bygðar, enda hafa talsmenn stjórn- arinnar ávait beðið lægra hlut í þeirri viðureign. Nægir t. d. að minna á sykurmálið og kjötmálið. Og..Vísir“ þykisteiga þökk skylda lyrir afskifti sín af þeim málum. F£n eigi að síður er það vitanlegt. að ýmsir ,,sakleysingjar“ hafa hneykslast á þessu starfi „Vísis“ °g eríl það við ritstjórann nú i kosnmgabaráttunni. Þeir hafa ekki þótst geta „honorerað skrifiri“ hans, eins og Hjalti skipstjóri svo heppilega komst að orði á fundin- um á dögunum. £n þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir launróg þann. sem borinn hefir verið í kjósendur og þrátt fyrir sósialistafælnina, þá vann nú ritstjóri „Vísis“ samt sigur í kosn- ingabaráttunni. Öllu áþreifanlegri ósigur gat „höfuð“ stjórnarinnar ekki beðið. Og sá ósigur verður þvi áþreifanlegri, þvi fleira sem sagt verður, satt eða logið, keppi- naut hans til ófrægingar. En vilji fylgismenn Jóns Magu- ússonar fá ósigurinn staðfestan enn áþreifanle^ar, þá er til þess einn vegur, sem ef til vill er fær, og hann ei sá, að fa kosninguna ógilta og láta kjósa á ný. Þá mundu allir þeir, sem nú sjá eftir því að hafa kosið hann af nauð- ung, fa.Ha fra honum, og þá mundi hið sanna fylgi hans hér i bænum koma í ljós. Lætur „Vísir“ þetta mál svo níð- ur falla að sinni. 100 börn mnnaðarlans. Forsætisráðherra hefir 18. þ. »». sent stjómarráðinu hér svolátandi skeyti: „Austurrikskur prófessor, Bong, hefir komið til mín af hendi ríkis- stjórnar og sveitarstjórnar í Wie* með beiðni úm að íslendingar, eins og aðra hlutlausar þjóðir, tækju börn frá Wien, alt að 100, til þess að forða þeim frá hungurdauða. Islandskontor. Jón Magnússon.“ Þess er að vænta, að Reykvík- ingar bregðist fljótt og vel vif þessari nauðsyn, og viljum vér leggja þessari beiðni hin bestu meðmæli. Veðrið í dag. Frost á öllum stöðvum, — hér 4.8 st., Isafirði 3,7, Akúreyri 5, Seyðisfirði 3,4, Grimsstöðum 8,5 og i Vestmannaeyjum 3 st. Hrí4 á Seyðisfirði og Grimsstöðum. „Suðurland“ fer að forfallalausu til Borgar- ness á morgun. „Botnia“ fór frá Færeyjum í gærkvöldi. Baejarstjómarfundur verður haldinn i kvöld. 18 mál á dagskrá. Þar á meðal fyrri um- ræða um frjárhagsáætlun bæjarins og erindi frá Hjálpræöishemui* um stofnun gamalmennahælis. Trúlofuð eru: Lilja Guðmundsdóttir og Gísií Sigurðsson, Þóra ólafsdóttir og Þórður Síg- urðsson. Jón Jóhannesson trésmiður hefir fengið staðfest- ingu á ættarnafninu D a 1 b ú. Guðmtmdur frá Mosdal, tréskurðarmaður og listamaðui', er nýkominn hingað frá ísafiröi. Hann er nú á leið til útlanda til að framast í list sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.