Vísir


Vísir - 03.04.1925, Qupperneq 3

Vísir - 03.04.1925, Qupperneq 3
VÍSIR inn að hafa vitað, því að hann hef- ir haft rétt mælitæki við hliðina á þessum, enda svo kunnugur slíkum mælitækjum, að hann hlaut að vita, ljvort þau voru rétt. Hæstv. atvrh. bætti líka úr skák gagnvart innlendum mönnum, sem löggildingarstofan sannaði að not- að hefði röng vogartæki, er hann gat þess, að einkum hefði ein sér- stök tegund borðvoga reynst þann- ig, að þær hefðu vegið illa inn, en ríflega út. Sé átt við borðvogir, eins og í búðum tíðkast, þá er auðsætt, að skekkjan hefir ekki verið gerð í gróðaskyni, þar sem þær eru notað- ar eingöngu til þess að vigta út, en ekkert inn. Enn er eitt að athuga í sam- bandi við mælikerin í Krossanesi, sem nú er sannað hvað tóku, og hæstv. atvrh. trúir að viðskiftamenn- irnir hafi haft gagn af að voru löggilt sem 170 lítra ker. Hvernig fer þessi vesalings verksmiðja að, þegar hún á framvegis að nota þessi ker, ef henni hefir verið nauðsynlegt að hafa þau of stór, til þess að fá það, sem henni bar? Hæstv. atvrh. virt- ist trúa á- það, að hún myndi reyna betur en áður, að sjá sínum hag borgið, með því að fylgja því fram, að kerin yrðu vel fylt. En ef þau hafa verið fylt áður, svo út af flóði, þá virðist ekki auðvelt, að gera það betur framvegis. En það er einmitt eitt aðalatriði þessa máls, sem ekki hefir verið rannsakað, en þarf að rannsaka, til þess að komist verði að réttri niðurstöðu: hvernig geng- ið hafi verið eftir því, að kerin væri full. Skildist á hæstv. ráðh., að framkvæmdarstjóranum væri skylt að nota rétt mæliker, er hið opinbera skipaði honum það. Vitanlega hefir honum altaf verið skylt, að hafa rétt mæliker og nota þau samvisku- samlega.. Málið virðist mér.liggja þannig fyrir, að ekki verði deilt um það, að framkvæmdarstjóri Krossanes- verksmiðjunnar sé mjög grunsamur um að hafa beitt svikum í viðskift- um sínum. Og eins og eg sagði í upphafi, er þetta skoðun alls al- mennings. Og eg er sannfærður um það, að verði hér við látið lenda, þá verður það til þess, að drepa nið- ur virðingu manna fyrir lögum og rétti í landinu, meira en áður er orð- ið. J?ess vegna teldi eg illa farið, ef þetta þing skildi svo við, að ekkert yrði í málinu gert. Eg veit ekki hvað því veldur, að stjórnin hefir tekið svo mjúkum höndum á þessu máli. En eg get gert mér hugmynd um, að það hafi verið af einhverri hræðslu við að styggja volduga menn annara þjóða. En það er hættulegt þessari litlu þjóð, ef slík hræðsla nær tökum á valdsmönnum hennar. pví hvaða takmörk eru fyr- ir því, hvað aðrar voldugar þjóðir muni þora að hafa í frammi við okkur, ef við, þar sem er um næsl- um augljósa glæpi að ræða, þorum ekki að hafa hendur í hári þeirra, er slíka glæpi fremja. Hætsv. forsætisráðh. sagði nokk- ur orð um þetta mál. J?au lutu aðal- lega að því. að bera sökina af hon- um sjálfum. J?að kemur mönnum ef aiÐiaiBimaíimBiBimgM Vátrygglngarstola g | A. V. Tulinins | áiEituskipafélagshúsinu 2. hæð.ÍÖ J Brunatryggingar: M NORDISK og BALTICA. S Líftryggingar: THDLE. ÁreiSanleg félög. Hvergi betri kjör. til vill ekki mjög á óvart. En eg er sannfærður um, að því trúir ekki nokkur maður á þessu landi, að þessu máli hafi verið þannig til lykta ráðið í stjórninni, að atvrh. og for- sætisrh. hafi ekki talað um það sín á milli, hvernig með það ætti að fara. Með því að hæstv. forsrh. er dómsmálaráðherra, leikur enginn vafi um, hvor sökina á, ef um sök er að ræða, og ekki er heldur vafa bundið hvar ábyrgðin lendir í vit- und alls almennings. — Hæstv. for- sætisráðh. taldi líka heldur litla ástæðu til þess, að hann hefði farið að rjúka upp og heimta rannsókn, án þess að fá nokkura hvatningu frá atvrh. Og eg verð nú að játa. a.ð eg hefi aldrei búist við því, að haéstv. dómsmálaráðherra færi að rjúka upp' út af smámunum ótil- kvaddur. — Annað mál er það, hvort honum hefði borið að „rjúka upp“. Að endingu vil eg segja. að mér þykir eftirtektarvert hvernig hæstv. stjórn tekur þetta mál. Henni virð- ist ekki blandast um það hugur, hver myndi verða niðurstaða þeirrar nefndar, er skipuð yrði til rannsókn- ar. Hæstv. atvrh. sagði, að það væri ógerningur að skipa nefnd, vegna þess, að það væri ómögulegt sem stæði að ná í annan málsaðila til að tala við, og væri- óviðkunnanlegt að höfða sakamál án þess. Virðist mér í þessu liggja það, að hann gangi út frá því sem gefnum hlut, að ekki að eins nefndin, en einnig þing- ið, myndi komast að þeirri niður- stöðu, að nauðsynlegt væri að hefja sakamálsrannsókn. Og það er ein- mitt líklegasta niðurstaðan. En því ákveðnari er eg að greiða atkvæði með tillögunni, sem mér þykir lík- legra að þessi verði endir á málinu. Ef eg áliti að málið félli niður eftir nefndarrannsóknina, myndi eg láta mig þetta minna skifta. J?að eina, sem gæti afsakað af- stöðu hæstv. stjómar og þeirra þing- deildarmanna, er henni fylgja, ef þeir drepa málið í dag, væri það, að þeir væri sannfærðir um, að mál- ið væri þannig vaxið, að engra frek- ari aðgerða þyrfti við en þegar eru framkvæmdar. En sú sannfæring kemur ekki fram í orðum hæstv. at- vinnumálaráðh. Miklu fremur hið gagnstæða. Og ef sannfæringin er á þann veg, þá má hæstv. stjórn og stuðningsmenn hennar vita, að þeir eru ekki búnir að bíta úr nál- inni með þetta mál. er viðurkent af Efnarann- sóknarstofu ríkisins, sem algjörlega óskaðlegt fyrir þvottinn. Það slitur ekki tauin og gerir þvottinn ekki gulan eða blakkan. Notið eingöngu PERSIL til þvotta og haf- ið ekkert saman við það, þá verður þvotturinn altaf mjallahvit- ur og tauið slitnar ekki við þvottinn. PERSIL fæst alstaðar. Yarist eftlrlíkingar. — Yerðið lækkað. ISLAMDSKE FRULERKER K0BES.III Prompte Afregning. Giv Tilbud! Forlang Tilbnd! J. AHL-NIELSEN Bentzonsvej 37. Kobenhavn F. Belnt frA ver3s.smlÐlunnl Verðskrá á ísiensku yfir reiðhjól, reiðhjólaparta, saumavélar, músikvörur, barnavagna og m. m. fl. Bréfavlðskitti á ísienskii. Gyklefabriken „Herkules“ Kahtndborg Danmark. Snllatalning fullorðnu sauðfé liaustið 1924. Á áliðnu síðasta sumri kom þá- verandi form. L. R., Matthías læknir Einarsson, til mín með þá uppástungu, að gerð væri tilraun til að telja í næstu sláturtíð á nokkr- um helstu slátrunarstöðunum á land- inu, alt það fé, eldra en lömb, sem sulli hefði í lifur eða lungum eða hvorutveggja, til þess að hægt yrði að fá nokkuð ábyggilega hugmynd um, hve mikil brögð væru að út- breiðslu Ekkinokok-sullsins í sauð- fénu. — Varð það að sammælum okkar í milli, að við beittumst fyrir þessari talningu og kom saman um, að talningin færi fram á 6 stöðum, sem sé í sláturhúsunum í Rvík, Stykkish., Akureyri og Reyðarf. undir umsjón dýralæknanna fjögra, og auk þess á Sauðárkróki og Búð- ardal undir umsjón héraðslæknanna þar. Okkur var það strax ljóst, að kjöt- skoðunarmönnum á þessum stöðum mundi ókleift, vegna annara anna, að framkvæma þessa talningu, nema með borgaðri aðstoð, og fórum þvi fram á það við dómsmálaráðuneyt- ið, að það veitti fé til aðstoðar- manna, og varð það fúslega við þeirri ósk, og veitti 600 kr. eða 100 kr. á hvern stað. — Síðan fól at- Simi 1498. Hefi ávalt fyrirhggjandi flestar málningarvörur. Einnig fyrir lrítmálnra. „Málarinn" Bankastræti 7. Simi 1498. K. F. U. K. Fundur í kveld kl. 8'/2- Síra Fr. Friðriksson, talar. Alt kvenfólk velkomið. vinnumálaráðuneytið mér með bréfi dags. 10. sept. ’24, að sjá um að rannsóknin færi fram. Daginn eftir sendi eg svo dýralæknunum og nefndum tveim héraðslæknum skeyti, | þar sem þeir voru beðnir að rann- saka og senda hingað skýrslu, sund- urliðaða eftir hreppum, um hve margt af öllu slátruðu fé í haust, eldra en lömbum, hafi sulli í lifur eða lungum, eða hvorttveggja. Auk þess var sérstaklega lagt fyrir dýra- læknana, að rannsaka í sama skyni um eitt ár frá 1. okt., alla slátraða nautgripi, eldri en ársgamla, og senda síðan sundurliðaða skýrslu um geldneyti og kýr. Skýrslur hafa nú komið til mín frá fjórum af sex. Dýralæknirinn á Akureyri og héraðslæknirinn á

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.