Vísir


Vísir - 28.09.1925, Qupperneq 6

Vísir - 28.09.1925, Qupperneq 6
VÍHIK lda. Með þér hef ég unaS viS hörpqnnar söng, og hlustaö á fossinn í klettanna þröng. Meö þér hef ég svifiö um sólfögur lönd í sælasta draumi, frá skugganna strönd. MeÖ þér hef ég unað, er húmaöi láö og horft yfir blómin öll dagg-perlum stráö. Hjá þér hef ég setið viö suöandi lind er sólgeislar blikuöu um snæfjallatind. Meö þér hef ég unað viö sæbarinn sand, og séö hvernig brimaldan fossar á land. Meö þér hef ég siglt yfir sædjúpið blátt um sólbjarta daga,’ um koldimma nátt. Meö þér hef ég grátiö í söknuö og sorg, og séð marga draumsjón og háreista borg. Með þér hef ég starfaö, þú studdir mitt ráö, er stormurinn æddi yfir fannþakið láö. Með þér hef ég svifið um sólhvelin blá Jog sungiö um vonir og eilífa þrá. Meö þér hef ég elskað hvert blikandi blóm, sem brosir mót sólu, en verður samt hjóm. Og hjá þér í anda ég sofna hvert sinn, þó sér það ei neinn nema hugurinn minn. Mér finst aö ég blundi þar frjáls og svo rótt í íaðmi þér dreymir mig sætt hverja nótt. Ég sé þig og heyri’, er syng ég mitt lag, lég sé þig í anda jafnt nætur sem dag. Og ég er áö vona sú von fái ræst, að viö getum síðar í lífinu mæst. Bjami M. Gíslason (16 ára). Veggfóður nýkomið. Verð frá áOjaurum ensk rúlla. Hvítnr maskínnpappír. Hessian. Málningarvörur. Málannn, Bankastræti 7. Simi 1498 Nýtt Appelsínur, epli, vínber, laukur, bananar, hvítkál, gulrófur, rúsin- ur, sveskjur, apricósur, þurkuð biáber, þurkuð epli, döölur og blandaöir ávextir. Altaf ódýrast í Von og Brekkustig 1. Húsmæðnr og allir, sem dósa- mjólk kanpa: Hvers vegna að kaiipa útlenda dósamjólk, þeg- ar Mjallarmjólk, sem er islensk, fæst al- staðar ? Kol. Munið að hringja í síma 1514 þegar ykkur vantar góð steam-kol og ódýr. Verðið lækkað. Sifl. B. Honolfsson. Nýkomið stórt úrval ALUMINIUM VÖRUIL JÁRNV ÖRUDEILD JES ZIMSEN Tilefni Vörur: Gæði: Verð: * Gengislækkun. — Utsalan ársgömul. Nýkomið stærsta úrval, sem enn hefir komið á L'augaveg 49, af tvistum, flonell- um, morgunkjólatauum, sængurveraefnum, skyrtutauum, svuntutauum og ótal fleiri vörum. FERMINGARFÖT, svört og blá. péttur vefnaður steiningarlaus, litheldur bæði í sól og þvotti. pað lægsta, sem þekst hefir síðan fyrir stríð og verður sett svart á hvítt. — Útsal- an þorir það og leggur svo dóminn undir viðskiftavini sína. FÓRNFÚS ÁST. mesta ágætismann, fyrirtaks veiöimann og hinn háttprúðasta í allri framkomu. Aftur eru aörir, sem haft haft nánari kynni af honum, og þeir álíta hann ofstopafullan gleiögosa og dutlungakind. „Já, já!“ sag^Si Burat. „Þér eruð svei mér ekki aö sleikjá utan af því!“ „Hann á marga trygga og góöa vini,“ sagði Tresorier." „Eruð þér aö mæla honum bót, Tresorier?" sagði Brucken. „Það er af því, að þið voruð saman í hernum. Hann hefir oftar en einu sinni veríð mér Þrándur í Götu, svo að eg hefði fulla ástæðu til að béra kala til hans." „Hann á líka marga ákafa mótstöðumenn," sagði Francfort. „Það eiga allir, sem nokkuð kveður að,“ sagði Tresorier. „Til dæmis upp á það,“ sagði prinsinn, „þarf aðeins að nefna, hvernig kosið er i nefndir i ýmsum fjelögum. Þeir fjelagsmenn, sem skarað hafa frám úr á einn eða annan hátt, annaðhvort í því að hafa rækt vel vanda- samt embætti, eða fyrir gáfur og drengskap, fá oftast færri atkvæði en miðlungsmenn, sem éru svo Ómerkir, að ekki þarf að óttast þá.“ . „Það væri sannarlega engin furða, þótt Cle- ment Pont Croix væri orðinn kaldur i lund,“ sagði Brede. „Já, hamingjan hefir reynst honum hverf- ul,“ sagði prinsinn. „Hann hefir því miður gefið sig of mikið við kauphallarsýsli." „Af hverju skyldu þeir vera að gefa sig við kauphallar- braski, sem hafa tvö hundruð þúsund franka árlega í vexti af eignum sin- um?“ sagði Brucken. „Spyrjið húsbóndann hérna að þvi.“ „Já, en það er nú öðru máli að gegna um hann, því að það er ævistarf hans og atvinna. — En- haldið þér, Brucken, að Pont Croix færi að æsa bændurna hérna upp á móti Núnó?“ sagði prinsinn. „Það væri smánarlega illa gert, og þarf ekki að láta sér detta slíkt i hug.“ „Hvort sem hann hefir æst þá upp eða ekki,“ sagði Brucken, „þá mun sú verða réyndin í dag, aö viö rekum okkur á marga smábændur, sem eru á verði, til þess að skjóta veiðidýr, sem hrökkva undan okkur inn á landareign þeirra. Ef yður sýnist, herra Núnó, getum við Termont gengið meðfram landa- mérkjunum og skotið alt niður, sem inn á land þeirra ætlar að flýja. Það verður að sýna þessum kauðum, við hverja þeir eiga. Þeir koma varla næst í þessum erindágerðum, ef þeir sjá að það er til einskis." „Alveg rétt,“ sagði Núnó. „Gerið eins og yður þóknast." . Ester sneri sér að prins Faucigny, sem hafði tekið svo drengilega málstað Pont Croix og spurði: „Hvernig er Pont Croix í sjón?“ „Það er orðið langt síðan eg sá hann, ung- frú,“ svaraði prinsinn. „Eg býst við, að hann sje brðinn skeggjaður og hafi breyst töluvert við það. Annars er hann meöalmaöur á hæö og hið mesta glæsimenni. Hann hefir ljósleitt hár og blá augu.“ „Er hann ekki farinn að hærast dálítiö ?“ „Mér þætti þaö ekki ósennilegt. Óhöppin hljóta aö hafa komið viö hann.“ Ester leit til ungfrú Faverger, eins og hún vildi segja: Það er áreiðanlega hann! Dettur þér í hug, að þessi maður, með falslausa svip- inn og góðlátlega brosið, geti fengið af sér, að æsa bændurna upp á móti föður mínum? Hann opnaði hliöiö á veginum til Comman- dieré fyrir dóttur Selims Núnó, og eg er viss um, að hann hefir engin mök við menn, sem vilja sýna nýjum nábúa fjandskap. Brucken greifi hlýtur aö hafa einhverja sérstaka ástæðu til þess, að drótta slíku aö honum, og eg er sannfærö um, að hann gerir honum rangt til. Ungu stúlkuna langaði til aö sýna þessum fátæka aðalsmanni góðvild. Og hana langáöi til aö kynnast æfiferli hans. Vinir föður henn- ar töldu hann engan hversdags-mánn, hvort sem þeim lá vel eöa illa orö til hans. Hún sá í huga sér Clement, með netin á herðum sér, og stórá stráhattinn, gulan af sól og elli, og henni fanst einhver skáldlegur töfráljómi yfir honum. Þótt hann væri fátækur, bar hann höfuðið hátt, og hánn var kurteis og hlýr, og alt þetta bár vott um yfirburði hans. „Skyldi eg nokkUrUtíma fá að sjá hann aftur," hugs- aöi Ester. „Hann hlýtur að reyna aö sneiöa hjá föður mínum. Þaö er líklegt, aö hann foröist okkur bæði, og ekki get eg kynt mig

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.