Vísir - 01.10.1925, Síða 2

Vísir - 01.10.1925, Síða 2
VÍSIR tem'tmmmmmm Kaipaai GÁRNIR og GÆRBR Þjár orðabækur. The Twentieth Century Dic- tionary; edited by Rev. Thomas Davidson. Edin- burgh: R. & W. Chambers, Ltd. Ný útgáfa meö viö- bæti. Verö 7 s. 6 d. Þaö er ekki næsta langt síöan enskunám hér á landr komst á það stig, aö nemendur notuöu ensk- enskar oröabækur, og þvi miður gera þeir það ekki enn þá svo al- ment sem skyldi. Þó er það auö- sætt, að þeir sem kornast yfir byrjunarstig málsins, og lesa ekki ensku á sama hátt og fróðir menn segja að kölski lesi bibliuna, veröa óumflýjanlega að nota útlendar orðabækur. Vart er annaö hugs- anlegt, en að svo verði enn um langt skeið. Svo er að heyra sem flestum er hlotið hafa það mæöu- pund, að vinna aö eflingu þekk- ingar i landinu, finnist sá andi ríkja hjá fjárveitingarvaldinu nú á síðustu árum, að sýna litla rausn um framlög til mentamálanna. Vitaskuld eru öll mannanna börn þannig gerð, að þau sjá sig um hönd, og því er ekki loku fyrir það skotið, að stefnubreyting lcunni að verða i þessu efni, en fá- ir múnu trúa því, áð hún gerist skjótlega. Og meðan flestar fjár- veitingar til mentamála eru numd- ar svo við nögl sem verða má, er ekki Iíklegt að lagt verði fram það fé sem til þess mundi þurfa, að semja og gefa út nokkurnveginn fullnægjandi ensk-islenska orða- bók. Það er líka sannast að segja, að önnur efni þarfnast skjótari framkvæmda, því að jafnhliða orðabók Geirs Zoéga er okkur vorkunnarlaust að bjargast enn um hríð við ensk-enskar orðabæk- ur, einkum þar sem vænta má, að sú bók taki ýmsum endurbótum í næstu útgáfu, sem ekki getur orð- ið langt að bíða. Enskar orðabækur við alþýðu' hæfi eru fjölmargar til, og undan- tekningarlitið eru þær góðar. Enskumælandi þjóðir . eiga fleiri og betri orðabækur yfir móður- mál sitt en nokkur önnur þjóð. Fjarri fer þó því, að þær séu allar jafn góðar, þvi að munurinn er stórmikill. Ekki getur tveim tung- um á því leikið, að Oxford-orða- bókin litla er þeirra best, fyrir þá sem verulega má segja, að kunni ensku og eru vanir orðabóka- notkun. Hinum, sem lítilfjörlega þekkingu hafa á málinu, og eins þeim, sem lítt eru því vanir að nota orðabækur, verða yfirburðir . hennar aftur á móti oft og einatt þröskuldur og fótakefli. Allir sem vilja verða vel að sér í ensku, •verða að eignast hana, en meðan þeir eru ekki komnir upp á örð- ugasta hjallann, ættu þeir að nota aðra orðabók, og þá verður varla um það deilt, að ofangreind bók er hin hentugasta. Orðabækur úr- eldast fljótt nú á tímum, og marg- ir voru farnir að finna til þess, að Chambers’ Dictionary var ekki svo up-to-date sem skyldi. Nú hef- ir verið úr þeim galla bætt með viðbæti, sem skýrir nokkur þús- und orð og talshætti, er ekki voru í hinum eldri útgáfum, ýmist vegna þess, að skotist hafði yfir þau, eða þau voru ekki til, þegar bókin var samin, fyrir hér um bil tuttugú árum. Eins og hún er nú úr garði gerð, er engin hætta á að hún glati sínum fyrri vinsæld- um að sinni. Dictionary of English Syno- nyms and Antonyms; edited by G. Elgie Christ. London: Frederick Warne & Co., Ltd. Verð 2 s. Af orðabókum þessarar tegund- ar er til ein, sem engin önnur verð- ur borin saman við: — Roget’s Thesaurus. Fyrir fimm eða sex ár- um var í Lögréttu bent á þá bók, og siðan hefir hún haft nokkra sölu hér á landi, en þó hvergi nærri svo mikla sem skyldi. Tvær ástæður munu hafa dregið úr notkun hennar, sem sé verðið, enda þótt hún sé ódýr eftir stærð, og þó eigi síður hitt, að fyrir þá sem eru latir að fletta upp í orðabókum (og þeirra tala er legíó), er not- kun hennar alt of fyrirhafnar- mikil. Nú er hér komin samskon- ar orðabók, sem bæði er ódýr —• hún er rúmlega hálft áttunda hundrað blaðsíður, i litlu broti — og auk þess svo einföld í notkun sem nokkur orðabók getur verið. Hún fær eindregið lof allra þeirra er um hana skrifa, og hennar er hér getið vegna þess, að hún mundi vafalaust reynast mjög gagnleg hérlendum mönnum, sem eitthvað skrifa á ensku. Compact Etymological Dic- tionary; prepared by Ri;c- j hard John Cunliffe, M. A., | LL. B. Glasgow: Blackie & Son, Ltd. Verð 1 s. 6 d. Verðið á þessari orðabók er svo ósennilegt, að eg veit ekki hvort mér verður trúað, því að hún er nærri fjögur hundruð þéttprentað- ar síður í átta blaða broti, pappír- inn góður og bandið ágætt. En Tekjurnar af vörubifreið ySar fara beinlínis eftir því, hve mikið má bjóSa henni, og hversu ódýr hún rekstri. Forðist því umfram ait að velja yður vörubif- reið af handahóíi. Clievrolet vörubifreiðin er ódýr. Það má bjóða'henni alt, og hún er ódýrari í rekstri en aðrar vörubifreiðar. Hún er sterkbygð og vöndnð, hvar sem á hana er litið. Hina frábæru Chevrolet vél þekkja ailir og diskkúpling- una sem aldrei bregst. Hver sá sem þarf á ódýru, spar- neytnu og hentugu flutningatæki að halda, ver vel þeim peningum, sem hann borgar fyrir Chevrolet vörubifreið. Verð hér á staðnum kr. 3700.00. Einkasalar: JÚH. ÓLAFSSON & C0. Reykjavík. tmmmmmmmm t þéir sem ekki trúa, geta reynt að spyrja bóksalana. Sá sem læra vill ensku á þann hátt sem mentuðum manni samir, verður nauðsynlega að leggja all- mikla rækt við að kynna sér upp- runa orðanna. Flestar enskar orða- bækur gefa nú orðið að vísu tals- verðar upplýsingar um það efni, en þó er það eðlilega auka-atriði þar sem aðalmarkniiðið er að skýra merkingu orðanna og not- kun. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sérstaka bók er greini upp- runa orða eða ætterni. Hingað til hefir varla verið um annað en hin- ar alkunnu orðabækur Skeats að ræða, en þær eru nokkuð dýrar fyrir almenning. Höfundur þessar- ar nýju orðabókar er áður frægur fyrir tvær orðabækur, sem notað- ar eru um allan heim — önnur yf- ir Hómer en hin yfir Shakespeare — og þessi þriðja bók eykur enn á hróður hans. Vegna þess að allar ættfærslur orða í bók þessari eru bygðar á nýjustu og fullkomnustu rann- sóknum, og þá einkum rannsókn- um þeirra Murrays, Craigies og Bradleys, eru þær i fjöldamörg- um tilfellum aðrar en tíðkanlegár eru í flestum öðrum orðabókum. Hinar eldri kenningar um upp- runa hafa iðulega reynst rangar eða á engu bygðar öðru en stað- litlum tilgátum. Með haganlegúm leturbreytingum hefir höfundinum einnig tekist mjög vel að sýna inn- r tHlargarn. I Frá verksmiðju okkarhöfum við fengið talsverðar birgðir af 3—4 þættu garni sem við seljum á Pr- 7á kg. Garn þetta er af sömu gæðum og það sem við höfum altaf haft í verslun- inni. Vörnhásið. byrðis skyldleika orða og er það stór kostur við bókina. Orðabókin er í alla staði svo merkileg, að varla verður nógsamlega með henni mælt við kennara og nem- endur á íslandi. Hvorirtveggja munu við notkun hennar sannfær- ast um, að hún er hin mesta ger- semi. Rétt er að geta þess, vegna þeirra sem lítil efni hafa á að kaupa sér stærri orðabók, að hún greinir frá merkingu orðanna jafn- framt því sem hún skýrir uppruna þeirra. Sn. J.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.