Vísir - 01.10.1925, Blaðsíða 6

Vísir - 01.10.1925, Blaðsíða 6
VÍSIR Dásariregn. Hinn 5. ágúst síðastl. anda'Sist a‘ö Foam Lake, Sask., Jón Ög- mundsson Bíldfell, fyrrum bóndi á Bíldsfelli i Grafningi, faðir Jóns J. Bíldfells, ritstjóra ,,Lögbergs“, og þeirra systkina. — Jón heitinn var fæddur a'ð Bíldsfelli, þar sem forfeður hans höfSu búi'ö lengi, 29. desember 1833, og var því orðinn háaldraöur maöur, er hann Iést. Jón Ögmundsson kvæntist þrí- tugur að aldri Þjóöbjörgu Ingi- mundsdóttur frá Króki, ágætri konu. Reistu þau bú á Torfastöð- um, en fluttust síðan að Bíldsfelli og bjuggu þar allan sinn samveru- tima. — Jón misti konu sína 1885. Eftir það festi hann eigi. yndi hér á landi, seldi jörðina og búið og fór vestur um haf tveim árum síð- ar, 1887. Réðust þá margir með Jóni vestur, og undir hans ára- burði. — Síðan hefir Jón dvalist vestan hafs. Hann nam land í Þingvallanýlendunni, bjó þar nokkur ár, en seldi síðan bú og jörð í hendur barna sinna, og hef- ir verið á vegum þeirra síðan. Jón heitinn var hinn mesti at- .orkumaður á sinni tíð, smiður á tré og málm, sjósóknari mikill, búhöldur góður, mjög við sveitar- stjórn riðinn meðan hann bjó að Bíldsfelli. — Hann var greindur í betra lagi, gáfnafarið farsælt, minn- iö trútt og gott, óáleitinn við aðra, gamansamur við hóf, geðríkur að eðlisfari, en löngum vel stiltur. Með Jóni Ögmundssyni er til grafar genginn vandaður maður 0g góður, starfsamur, þrekmikill, vinsæll og vel látinn af öllum, sem hann kyntist. — Hið ljómandi fallega Sérlega fallegt er komið aftur. Verdið læjfckshd- AUar hinar tegundimar eru seldar með miklum afslætti. á kr. 12.00 og 14.25. Hin bestu ogf fallegfnstu sem hægft er ad fá! BHAIIIs - fERSLUM ADALSTRÆTI 9. Skólabörnin Nýkomíð: • þurfa vatnshelt og sterkt á fæturna. Það fæst best með því að kaupa Afarmikið úrval af G00DRICH gúmmístígvél skrantbréfsefnnm í sem fást hjá kössnm og nmslögum. OLG THORSTEINSSON. Herkastalanum. Bókaverslun flrinbj. Mrsam. G.s. Island fer annað kvöld kl. 6 síðd. tF.U.K. Fyrsti fundurinn annað kvftld kl. 8V, C. Zímsen. Alt kyeBfólk velkomið. simi m ÚTSALAN LAUGAVES - ^9 .z - ^tnnáme- Tileini: Vörur: Gfæði: Verð: Gengislækkun. — Útsalan ársgömul. Nýkomið stærsta úrval, sem enn hefir komið á Laugaveg 49, af tvistum, flonell- um, morgunkjólatauum, sængurveraefnum, skyrtutauum, svuntutauum og ótal fleiri vörum. FERMINGARFÖT, svört og blá. péttur vefnaður steiningarlaus, litheldur bæði í sól og þvotti. pað lægsta, sem þekst hefir síðan fyrir stríð og verður sett svart á hvítt. — Útsal- an þorir það og leggur svo dóminn undir viðskiftavini sína. FÓRNFtS ÁST. og hann var, mundi hann líklega hafa spilt mannorði hennar og stært sig af að hafa unn- ið ástir hennar, eins og hún hafði hugsað sér að fara með hann. Hún hefði getað boðið al- - menningsálitinu byrgin, til þess að sýna, hversu heitt hún unni honum. En hann sefaði mesta ástartrylling hennar og neyddi þessa óstýrilátu konu til varkárni, og var annara um mannorð hennar en henni sjálfri. Og hon- um var það að þakka, að hún kom ekki óorði á sig. Manúela, sem ætlaði að stytta sér stund- ir við það að komast í kynni við Pont Croix, varð svo hugfangin af honum, að hún gleymdi ekki einasta sjálfri sjer, heldur einnig vinum sínum, og helstur þeirra var Brucken greifi. Hann hafði frá því um veturnætur, haft allan hugann á frú Peral, og sýnt mikla þolinmæði í því að taka hana ávalt fram yfir allar aðrar konur. Og hún hafði gefið honum vonir. Hin unga kona var ástúðleg við hann, lék sér að honum og fór með hann eins og hún hafði ætlað sér að fara með Clement, blés að þeirri glóð, sem hún óttaðist ekki að yrði sér að meini. Helst hefði hún viljað hafa þá báða í takinu, Clement og Brucken, og geta stjórn- að þeim eins og henni þóknaðist, án þess að hrífast sjálf af þeim. En til allrar ógæfu fyrir hana, hafði nú hjarta hennar raskað þessu áformi, og hún réð ekki við Clement, en varð sjálf svo ánetjuð, að hún fleygði sér sjálf- krafa fyrir fætur honum. Hún gaf nú Bruc- ken engan gaum, en hann var ekki í þeirra tölu, sem láta bugast af mótlæti og draga sig í hlé, til þess að vera einir um mótlæti sitt. Þegar hann varð þess vísari, að Manúela var alt í einu orðin breytt, án þess að hann hefði gefið henni nokkura átyllu tii þess að sýna sér kulda, ásetti hann sér að komast eftir, hvernig á því stæði. Og af hendingu komst hann að orsökinni, því að Clement hafði altaf lag á að sjá um, að Manúela færi sér gæti- lega. Það var á fjölsóttum grimudansleik hjá prinsinum af San Isidro í hinni skrautlegu höll hans við Klebers trjágöng. Alt helsta fólk Parísar hafði flykst inn í hina stóru, skrautlegu hallarsali þessa auðuga, ítalska bankamanns. Brucken greifi hafði vakið mikla athygli. Hann var búinn þýskum riddarabún- ingi frá 16. öld, sem fór honum vel. Hapn fór þegar að leita að frú Peral, sem hann bjóst við að væri klædd sem Sígaunastúlka; / það hafði ein vinkona hennar sagt honum, en hann gat hvergi fundið neina konu þannig búna. Hann var að hugsa um, hvort hún hefði hætt við að koma, eða orðið snögglega veik, þegar hann heyrði æsku-glaðan hlátur frá uppljómuðu blóma-herbergi rétt fyrir aftan sig. Hann kannaðist þegar við þennan hlátur. Hann gekk beint inn í blómaherbergið og sá þar Pont Croix, klæddan búningi frá dögum Karls I. — Hann leiddi konu í perlugráum grímusloppi. Iiettan var dregin fram yfir höfuðið, svo að ennið sást ekki, en stór gríma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.