Vísir - 11.11.1928, Blaðsíða 6
Sunnud. 11. nóv. 1928.
VÍSIR
tfb
Með Goðafossi kom:
LAUKUR.
Aðeins lítið óselt.
I. Brynjðlfsson & Kvaran.
Heiðfaðu húsmæðupl
SpaFia fé yöar og notið eingöngu lang-
besta, dFýgsta og því ódývasta
Skóáburðinn Gólfáburðinn
Fæst í öllum helstu verslunum landsins.
æ
æ
æ
æ
fis
H.f. F. H. Kjartansson & Co.
Ný egg,
Ný epli, 3 teg.
Molasykup,
Strausykur.
Verfilð bvergl lægra.
Rúðugler.
Miklar bivgðiF komu með s. s. ísland.
Ludvig Storr, Laugaveg 11.
Enskar húfur', manchettskyrt-
ur, drengjahúfur, matrósahúf-
ur, vetrarhúfur og drengjafata-
efni. Góð vara en ódýr.
Guðm. B. Vikar.
Laugaveg 21.
Amerískir
Stálskautap,
lægst verð.
Sportvörulifis Reykjavíkur.
(Emar Björnsson)
Bankastr. 11. Sími 1053.
FATAEFNI
svört og mislit.
FRAKKAEFNI,
þunn og þykk.
BUXNAEFNI,
röndótt — falleg.
REGNFRAKKAR,
sem fá almannalof.
Vandaðar vörur. — Lágt verð.
G. Bjarnason & Fjeldsted.
KSOOÍSÍKSOOÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍSOÍSOOOÍÍOÍK
Tilkynning
Gullsmiðavinnustofan á Lauga-
veg 12 er flutt á
BERGSTAÐASTRÆTI NR. 1.
Guðlaugur Magnússon
gullsmiður.
Súkknlaði.
B
Ef þér kaupið súkkulaði, þá
gætið þess, að það sé
Lillu-súkkalaði
eha
FjaUkonn-súkkolaði.
H.I, W Hejiiur.
VIÐHALD8K0STNAÐUR1NN er óvenjulega
lítill, og þar af leiðandi sparið þér yður
óútreiknanlega peningaupphæð árlega.
Að kaupa RUGBY er sama og leggja
— peninga yðar í gróða-fyrirtæki. —
Spypjið þá, sem eiga.
RUGBY kemur liráðum miklli endurbættur
Aðalumboðsmenn fyrii*
DURANT MOTORS, INC.
Hjalti Björnsson & Co.
Lausasmiðjor
steðjar, smíðahamrar og siníðatengur
KlappavBtig 29.
VALD. POULSEN.
Simi 24
Sækkefvistlævped. hQ Owp
lt Parti svært, ubleget, realiseres mindst 20 m. "iVl |LI 1 Ui
Samrne Kvalitet 125 cm. bred 96 Öre pr. m. Ubl. Skjorter 20.0
öre i lille og Middelstörrelse, stor 225 öre, svære uldne Herre-Sok-
ker 100 öre, svært ubl. Flonel 70 cm. bredt 65 öre p. m. Viske-
stykker 36 öre, Vaffelhaandklæder 48 öre, kulörte Lommetörklæ-
der 325 öre pr. Dusin. Fuld Tilfredshed eller Pengene tilbage. —
Forlang illustreret Katalog. Sækkelageret, Sct. Annæ Plads 10,
Köbenhavn K.
FRELSJSVINIR.
hróður. pað var nauðsynlegt, að koma Latimer í
burtu — hvað sem það kostaði. — Ef það yrði eldd
gert, mundu allir þeir, sem hún elskaði, farast í
miskunnarlausu uppreisnarbálinu.
„Sér þú nokkura leið út úr þessu, Tom?“ spurði
hún bróður sinn. „pú veist vel, að það er ákaflega
nauðsynlegt, að við komum Harry á burtu úr bæn-
um — ekki eingöngu hans vegna, heldur vegna
sjálfra okkar lika. Heldurðu ekki, að þix gætir talað
svo um fyrir honum, að hann færi?“
„Eg?!“ sagði Tom og gerði gys að þeim. En með
hæðiyrðum sínum benti hann óafvitandi á rétta leið.
„Vafalaust — ef eg gæti komið honum í nokkurn
veginn réttan skilning um þessi efni. — Myrtle hefir
ekki telcist að sannfæra liann.“
þetta gaf byr í seglin. „Myrtle, heldurðu áð hann
færi, ef hægt væri að sannfæra hann um, að þú elsk-
aðir hann — hann og engan annan. Ef hægt væri að
færa honum heim sanninn um það, að hann hefði
enga ústæðu til þess, að vera afbrýðisamur.“
Myrtle íhugaði þetta. — „Já eg býst við því,“ sagði
lnxn, hægt og seint. Og þvi betur sem hún hugsaði
sig uin, þvi vissari var hún um, að svo mundi vera.
„Jú, eg er viss um, að hann færi þá,“ sagði hún. „pað
er eingöngu afbrýðisemin, sem heldur honum föst-
um í Charlestown.“
„]?á verðum við áð sannfæra hann um, að af-
brýðisemi lians sé ástæðulaus. J?ú verður að færa
honum sannanirnar.“
„En hvaða sannanir—? Hvernig á eg að sanna
honum það, þegar liann trúir ekki einu einasta orði,
sem eg segi!“
Lafði William reis á fætur. Hxin var æst í liuga
— þvi nær örvæntingarfull. „Sannanir! Sannanir!“
mælti liún. „pessar karlmannadulur, sem altaf eru
áð hrópa á staðreyndir og sannanir — jafnvel í þeim
efnum, sem eru öllum lýðum ljós og auðskilin! Tom!
þú ert karlmaður að nafninu til og hlýtur að bera
skyn á þetta. Hvað álitur þú, að maður mundi telja
óræka sönnun þess, að kona elskaði hann — áð þvi
undanteknu, að hún gengi í dauðann fyrir hann?“
„Láttu ekki svona, góða mín! Hvernig í fjáran-
um á eg að vita það!“ svaraði Tom nöldrandi. En
gáski hans og keskni varð þó til þess á ný, að benda
á úrlausnina. „Sumum mönnum er svo varið, að
þeir telja lijónabandið eitt óyggjandi sönnun um
gagnkvæma ást—!“
„Hjónabandið!“ Lafði William starði hrifin á bróð-
ur sinn og augu hennar leiftruðu. „Já, þarna kam
það!“ prátt fyrir andlega leti sina og deyfð var hann
búinn að leysa úr þessum vanda. „Myrtle!“ Hún
flýtti sér til hinnar ungu stúlku og settist hjá henni.
Hún lagði handlegginn um mittið á henni og horfði
fast í augu hennar.
„Myrtle! — er það áreiðanlega satt og vist, að þú
elskir liann — að þú elskir Harry Latimer i raun
og veru?“
„Já, eg elska liann!“
„Viltu giftast honum?“
„Vissulega — þegar þar áð kemur.“
„Nei, Myrtle — ekki „þegar þar að kemur“, þá er
það ef til vill um seinan. í dag, Myrtle — eða í síð-
asta lagi á morgun!“
Myrtle varð forviða, jafnvel hrædd. Hún tók þeg-
ar að bera fram ýmsar ástæður gegn því, að þetta
væri mögulegt. Voru þær ástæður allar sprotnar af
feimni, barnaskap og viðkvæmni. En hin tigna land-
stjórafrú bældi þær allar niður með harðri hendi,
jafnóðum og þær voru fram bornar.
„pú lilýtur að skilja það, að þetta er eina leiðin
— eina sönnunin, sem þú getur fært honum fyrir
ást þinni. Og með þvi verður þú þess megnug, að
frelsa lif hans. Og guð einn veit, hversu mörgum
mannslífum þú bjargar þar að auki! Nú er aðeins
um tvent að ræða fyrir Harry: brúðkaup — eða
gálgann! Og þú ein ræður úrslitunum.“