Vísir - 02.12.1928, Page 6

Vísir - 02.12.1928, Page 6
Sunnudaginn 2. des. 1928 VlSIR áfengið útflutt frá Englandi, pkki að fá J?að innflutt her. Ennfremur er svo að sjá, sem vetrarforðinn af þessari vöru sé nauðsynlegur, að eins álitamál, hvort heppilegra sé að birgja sig upp í eitt skifti fyrir öil, eöa fá hann smátt og smátt. pá er það nauðsynin sú, að hressa á áfengi skipshöfnina í vetrarfrostum, einkum við neta- bætingar. Ekki er það bygt á reynsiu þeirra, sem í mestar svaðiifarir hafa lagt, heim- skautafara eða annara slikra, að það sé nauðsynlegt. Er þá þetta áht bygt á reynslu? pað hefði án efa gert framburð skipstjóra sennilegri, „gert það hklegra“, að hann væri réttur, ef það hefði orðið upplýst með fram- burði skipsliafnar, að þetta væri venja, að hressa menn á sterku áfengi í vetrarfrostum. En auðvitað kom þá lika til mála, hvernig það sterka áfengi hefði verið fengið. Alt er þetta órannsakað. pó þykir hæstarétti ekki „full ástæða“ til að vísa málinu heim. „Mbl.“ fullyrðir og marg- endurtekur þá staðhæfingu, að Jóni Högnasyni hafi „aldrei dottið í hug“ að selja eða veita fyrir borgun einn dropa af áfengi. Hvernig veit það, hvað manni „dettur í hug“? Var það svo mjög i vitorði með lionum, að það geti jafnvel fullyrt, livað honum „datt i hug?“ Vinsældum Jóns Högnasonar er mjög á lofti haldið í „Mbl.“ En hvað koma þær þessu máli við? Eiga ekki lögin að ganga jafnt yfir alla, hvað sem vin- sældum líður? L. F. segir: „pað má aldrei setja nokkur lög, sem hafa það markmið að refsa saklausum mönnum.“ petta tel eg fyllilega rétt. En eg vil jafnframt mót- mæla því, að áfengislögin séu sett með það markmið fyrir augum. Hitt er markmiðið, að sem fæstir sekir sleppi við refs- ingu. ' Eg sé, að hæstiréttur byggir dóm sinn á „hinu ákveðna, fortakslausa orðalagi í upphafi 2. liðs 27. gr. áfengislaganna,“ i og muni hann því ekki leggja sömu merkingu í orðið „sann- ist“, eins og Jóh. Jóh. bæjarfó- geti gerði, og áður er að vikið. Hefi eg að vísu ástæðu til að ætla, að hæstiréttur hafi ekki æfinlega haldið svo fast við bók- stafsmerkingu laga, sem hann hér virðist gera. En út i það skal eg ekki fara að sinni. Að eins vil eg vekja athygli á þvi, að sakborning hefði ekki verið stórum betur borgið, þótt sams konar orðalag hefði verið nolað hér, eins og Jóh. Jóh. og Jón porl. vildu viðhafa í 1. gr.: „Bendi allar líkur til þess að“ o. s. frv., því að rannsóknardóm- arinn segir, að hann (sakborn- ingur) hafi ekki getað gert það líklegt, hvað þá heldur sannað, að áfengið hafi ekki verið flutt inn til sölu eða veitinga fyrir borgun. pað er hverjum manni aug- Ijóst, að grein „Mbl.“ 15. þ. m. er innblásin af andúð gegn áfengislögunum, í þeim tilgangi rituð að gera „hvell“. Stóryrðin, staðhæfingarnar, skírskotunin til vinsælda Jóns Högnasonar, villandi frásögn um dómsástæð- ur í undirrétti o. fl. bendir ein- dregið í þessa átt. Mér er mjög óljúft að ræða alvarleg mál á slíkum grundvelli; hugsaði eg því ekki til að svara þeirri grein sérstaklega, og má hver sem vill lá mér það. Öðru máli er að gegna um L. F. Aðstaða hans er þannig, að almenningur hlýtur að taka allmikið tillit til bans, og sé því sjálfsagt að ræða við hann þau atriðifmáls, sem skiftar mein- ingar kunna að vera um. Enda er ritháttur hans yfirleitt á þann veg, að vel má við una. Eg hefi bent á nokkuratriðií greinhans, þar sem mér virðist hann hafa farið skakt með eða ofmælt. Eg tek mér hans orð í munn: „Eg get ekki hugsað mér annað“ en að þetta sé „athugaleysi“ að kenna, því þótt eg viti að L. F. sé andbanningur, geri eg ein- dregið ráð fyrir því, að hann láti aldrei leiðast til að ræða þetta mál né önnur öðruvisi en með fullum rökum og skyn- semd. Eg skal enn bæta því við, að mér finst orðunum „píslar- vottur“ og „jústismorð" vera ofaukið í grein L. F. Eg hefi Vantar* yður föt eÖa fpakka? Farið þá beina leið í Vöru- húsið og spyrjist fyrir um verð og athugið vörugæðin. Vöruhúsið hefir besta, mesta og ódýrasta úrvalið af fötum og frökkum J?að kostar ekkert að skoða vörurnar. Biðjið vm Elite eldspýtup. Fást í öllurn verslunum. verið að leita í þeim orðabók- um, sem eg hefi við hendina, en hefi ekki getað fundió þær | skýringar á þessum orðum, | sem eigi við það mál, er hér um ræðir. Út af niðurlagsorðunum í „Mbl.“-greinni 15. þ. m. skal það tekið fram, að mér vitan- lega telur enginn templar að i áfengislöggjöfin sé komin i við- unandi horf her hjá oss og sist af öllu geta „ofstækisfullir“ i bannmenn htið svo á. En hitt ; er jafnvist, að augu manna víðsvegar um heim eru sifelt meira og meira að opnast fyrir því, að það sé þjóðunum hfs- spursmál ' að áfengislöggjöf landanna komist i -það horf, sem templarar berjist fyrir. Og án þess að eg liafi sérstaka löngun til að „hrella“ Mbl., verð eg þó að tjá því þá sann- færingu mina, sem bygð er á allmikilli þekkingu, að þess muni ekki verða svo ýkja langt að bíða, að það takmark náist, jafnvel ekki lengra en svo að bæði eg og „Mbl.“ kynnum að geta lifað þangað til — með „skikkanlegri“ meðferð. Rvík, 26. nóv. 1928. Sigurður Jónsson. S veskj up 801 90! |90 — |100 -Ný uppskera - I. Brynjólfsson & Kvaran. Lansasmiðjnr steðjar, smíðahamrar og smíðatengur. Klappajpstig 29. VALD. POULSEN. Siml 24. Vi Leverei* Transmisjoner, Pumper, alle slags, Drivremmer, Transport- remmer, Kamelhaarremmer for Sildeoljefabrikker,/ Armatur, Skinnemateriel, Sikteduk, Kjætting og Ankere, Luftverktöi, Luftkompressorer, Verktöimaskiner, Verktöi, Begerverk, Kjede- transportörer, Heisespil, Kraner, Baatmotorer, Stationære mo- torer, Dampmaskiner og Dampkjeler. — X G HARTMAHN V p. boks I. OSLO, Norge. o/\ Sækketvistlœrred. u t'arti svært, ubleget, realiseic.s nnndst 20 m. Samme Kvalitet 125 cm. bred 96 Öre pr. m. Ubl. Skjorter 200 Öre i lille og Middelstörrelse, stor 225 öre, svære uldne Herre-Sok- ker xoo öre, svært ubl. Flonel 73 cm. bredt 65 öre p. m. Viske- stykker 36 öre, Vaffelhaandklædur 48 öre, kulörte Lommetörklæ- der 325 Öre pr. Dusin. Fuld Til.iedshed eller Pengene tilbage. — Forlang illustreret Katalog. Sækkelageret, Sct. Annæ Plads 10, Köbenhavn K. 48 0re. síXXSíSOtÍÍSÖÍSíSMíJÍÍÍÍÍXÍOÖÖíXiöööjS Brunetryggiogar Simi 251. Simi 542. ÍUOÖÖÖÖÖOAJAJAJÖÖAXXJOÖÖOÖDÖÖA G UmxnlstlixiplajF «ra btnix til É FéUgtprentamiSjiuud. VmidaSir og édýrir. FRELSISVINIR. hálftæmd, stóð á borSinu og aúk þess sex glös. Voru tvö þeirra aÖ eins tæmd til hálfs. Það var vandalaust að geta sér þess til, hverir drukkið hefðu úr fimm af glösunum. En Mandeville hugsaði sem svo, að einhver af foringjun- um á „Tamar“ hefði verið sjötti í hópnum. Thornborough var hár maður og beinvaxinn, klæddur bláum einkennisbúningi með hvitum bryddingum. Hann leit spyrjandi á gestinn. 1 „Jæja, hvers vegna eruð þér hingað komnir á skipsfjöl til mín ?“ „Mætti eg spyrja: Hefir lir. 'Harry Latimer komið um borð í „Tamar“ í morgun?“ „Já, hann hefir verið hér. Iivers vegna spyrjið þér um það ?“ „Eruð þér kunnugir honum?“ spurðí Mandeville. „Eg? Hvernig ætti eg að vera kunnugur honum? Hann er einn. af auðugustu mönnum í nýlendunni — það er alt og sumt sem eg veit. Það er öllu líklegra, að þér séuð kunnugir honum.“ „Það er eg líka. Þess vegna spurði eg yður um þetta. Hvert var erindi hans hingað?"" Thomborough varð hissa. „Hver fjárinn —! Hvert erindi, spyrjið þér. Hr. Mandeville — Hvað eiga þessar spurningar yðar að þýða?“ „Þessi hvolptjjr — þessi Latimer — er uppreisnarmað- ur, sannur að sök. Hann er afar háskalegur. Æsinga- maður! Hann breiðir út uppreisnarkenningar og hug- myndir stjórnleysingja. Auk þess er hann fífldjarfur njósnari. Þetta er ástæðan! Það var vegna þess arna, að eg spurði yður, hvert erindi hann hefði átt um borð í „Tamar“ 1“. Thombcrough hló. „Eg get fullvissað yður um, að heimsókn hláns átti ekkert skylt við njósnir!“ „Það gæti þó hugsast, ■ að yður skjátlaðist, Thornbo- rough,“ sagði hann íbygginn mjög og reis á fætur. Því næst skýrði hann ítarlega frá þvi, sem fyrir hafði kom- ið daginn áður. Að Latimer hefði komið til landstjórans í dulargerfi jarðyrkjumanns og veitt upp úr honum all- miklar upplýsingar um hitt og þetta. Meðan hann var að segja frá þessu, tók hann bókina af borðinu, eins og af tilviljun. Varð hann mjög undr- andi, er hann sá að það var helgisiðabók mótmælenda. Bókmerki úr silki, fagurlega útsaumað, héklc út á milli blaðanna. Mandeville fletti upp bókinni og rakst fyrst á helgisiðina við hjónavígslu — þvi að þar lá bókmerk- ið. Hann fletti bókinni i hægðum sínum, cg gaf sér meira að segja tíma til að lesa nafn eigandans á titil- blaðinu. Þar stóð „Róbert Faversham“. Hann furðaði sig á því, að þesskonar bók skyldi liggja á borði skip- herrans. Hann lagði hana aftur á borðið. Thornborough gat auðsjáanlega ekki gefið honum aðrar upplýsingar en þær, að Latimer hefði verið úti á skipinu, ásamt ung- frú Myrtle. Að síðustu lagiSi aðstoðarforinginn ríkt á við Thom- borough að vera mjög varkár um það, hverjum hann hleypti á skipspfjöl. Mandeville kvaddi því næst og fór ofan í bátinn, sem beið hans. Hann ætlaði sér að halda áfram út i vígið. En þegar hann var kominn nokkrar bátslengdir frá „Tamar“, tók hann skyndilega aðra ákvörðun. „Snúið við!“ skipaði hann, og því næst hreytti hann út úr sér: „Stefnið til Charlestown 1“ Sólin helti geislaflóði yfir bæinn og sýndist hann nú einkar-vingjarnlegur og hlýlegur. Flest húsin vom hvít með rauðum þökum. Turnamir á kirkjum hins heilaga Mikjáls og Filippusar teygðu sig upp í loftið, tært cg fagurblátt. En Mandeville var truflaður og blindaður — og sá ekkert af þessu. Hann sá að eins litla, hvíta og granna konuhönd. Var hvítur hanski úr silki dreginn á hönd- ina, en gat þó ekki hulið til fulls fagran gullbaifg, er glóði á einum af fingrunum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.