Vísir - 20.12.1928, Page 6
Fimtudaginn 20. des. 1928.
VISl K
er vlnsælast.
Þegar hjonavígslan
ferst fyrir.
Breskur embættismaÖur, sem ár-
um saman hafSi framkvæmt borg-
aralegar hjónavigslur, hefir ekki
alls fyrir löngu geficS út endurminn-
ingar sinar, og segir þar, meðal ann-
ars, frá allmörgum borgaralegum
hjónavígslum, sem farist hafi fyrir
á síðustu stundu, eftir að hjónaefn-
in voru komin á skrifstofu hans. —
Á 17 ára tímabili kom það 26 sinn-
um fyrir, að hætt var við hjóna-
vígsluna á síðustu stundu. Nefnir
hann nokkur kátleg dæmi úr þess-
ari „reynslu“ sinni.
Svo bar við einn góðan veðurdag,
að hjónaefni komu tímanlega og
vildu fá vígslu. En þegar brúögum-
inn tók ofan hattinn, fylgdi hár-
kollan með, svo að skallinn stóð
eftir allsnakinn og gljáandi. —
Brúðurin tók þessu með mikilli
vanstillingu og hrópaði hástöfum:
Þú ert þá nauð-sköllóttur! — Því
næst tók hún til fótanna og hljóp
eins og byssubrend út úr skrifstof-
unni og vesalings brúðguminn á eft-
ir. — Þau komu aldrei aftur.
Öðru sinni var það, að brúðgum-
inn hafði gleymt að kaupa hring-
ana. Brúðhjónin lögðu því af stað
til gullsmiðs þar í nágrenninu, til
þess að útvega sér hið „sýnilega
tákn“ hjúskaparins. En þegar þang-
að kom, sýndist þeim mjög sinn veg
hvoru. Hún vildi hafa hringana
dýra og vandaða og fanst ekki mik-
ið, þó að þeir kostuðu svo sem tvö
sterlingspund hvor. Brúðgumanum
fanst þetta óþarfi. Honum fanst
þau vel mundu geta komist af með
nokkuru ódýrari hringa, og lét á
sér skilja, að helmingi ódýrari
hringar hlyti að vera fúllgóðir. —,
Fyrst jöguðust þau út af þessu
stundarkorn, en að lokum urðu bæði
ösku-vond, brigsluðu hvort öðru
um allar vammir og skammir og ;
fóru síðan sitt í hvora áttina.
Þriðja sagan er einhvern veginn
á þessa leið:
„Viljið þér gera svo vel og skrifa
í bókina, að eg sé ekkja.“ Brúður-
in laut yfir borðið og hvíslaði þessu
að skrifaranum. „Eg gleymdi að
láta þess getið í skjölxmum mín- ,
utn.“
Hún talaði mjög lágt, en brúð-
gumanum heyrðist þó ekki betur,
en að eitthvað hefði verið minst á
„ekkju“. Hann rauk upp, eins og
na'ðra, og sagði svo hátt, að undir
tók í salnum: „Nú dámar mér ekki,
kelli mín! Þú ert þó vonandi ekki
ekkja, ofan á alt annað! — Aldrei
hefirðu sagt mér frá því.“
Brúðurin leit til hans og sagði
með einstakri hægð: — „Nei, bað
hefi eg ekki gert. — Eg hélt nú
satt að segja ,að þér mætti standa
nokkurn veginn á sama um það “
„Einmitt það! — Svo að það
ímyndarðu þér,“ sagði brúðguminn
og var ekki sérlega blíður í rödd-
inni. — „En nú skal eg segja þér
mína skoðun, og hún er sú, að eg
vil ekki sjá neinar ekkjur, — lít
bara alls ekki við þeim!“ — Að
svo mæltu tók hann hatt sinn, hvarf
út úr dyrunum og kom aldrei aftur.
Einu sinni var það, að brúðgum-
inn stamaði dálítið, og hefir senni-
lega verið feiminn lika. Hann ætl-
aði þvi aldrei að geta játað spurn-
ingunum. Að lokum varð brúðurin
óþolinmóð og sagði: „Nei, þetta
gerir annars hvorki til né frá. Fg
vil alls ekki giftast þér, kunningi."
Þá var enn einu sinni, að brúð-
guminn hafði gleymt að útvega sér
svaramann. Og nú var lagt af stað,
til þess að leita uppi kunningja
einn þar í grendinni og fá hann til
að takast vandann á hendur. En svo
hlálega vildi þá til, að þessi tilvon-
andi svaramaður hafði verið leyni-
lega trúlofaður brúðurinni áður.
En einhverir dutlungar höfðu
hlaupið i hann, svo að hann vildi
Heslihnetur
Krakmöndlur
Parahnetur
Valhnetur
Konfektrúsínur
Konfektdöðlur
Konfekt
í skrautöskjum,
mikið úrval.
Best að kaupa til jólanna í
Versl Vísír
Sími: 555.
Leirvasar.
Hinir margeftirspurðu leir-
Vasar á miðstöðvarofna eru
komnir aftur.
Símar: 103, 1903.
losna ,við stúlkuna, og að lokum
brá hann heiti sínu við hana. Stúlk-
unni hafði fallið þetta þungt og í
raunum sínum hallað sér að „kunn-
ingjanum", sem nú var orðinn brúð-
gumi. Undir eins og hinir „fyrri
elskendur“ sáust aftur, blossaði
ástin upp á nýjan leik með miklum
krafti. Þau féllust í faðma fyrir
allra augum og sóru og sárt við
lögðu, að nú ætluðu þau aldrei
frarnar að skilja — fyrr en í dauð-
anurn. — Og þegar svona var kom-
ið, sáu allir viðstaddir, að ekki
inundi um annað að gera, en að
láta sér þetta lynda.
Svo' sem sjá má af þessum fáu
dæmum, er leiðin í hjúskaparhöfn-
ina hvergi nærri hættulaus, heldur
full af allskonar boðum og blind-
skerjum.
Sælgæti til jólanna
er best a3 kaupa hjá
J£S ZIMSEN,
Til dæmis:
Nýja og niðursoðna ávexti. ,
Hnetur, margskonar.
Konfektrúsínur. — Brjóstsykur alls konar.
Döðlur og gráfíkjur í pökkum og lausri vigt.
Mikið úrval af konfektkössum og átsúkkulaði.
Salernahreinsnn
fer fram á svæðinu milli Laugavegs og Skólavörðustígs
föstudaginn 21. þ. m. í stað laugardags 22. þ. m.;
á svæðinu milli Lækjargötu og Framnesvegar
laugardaginn 22. þ. in. í stað mánudags 24. þ. m.
Hreinsað verður á sömu svæðum 28. og 29. þ. m.
Salernin verða að vera opin á hinum tilteknu dögum.
Heillirig8isfnlltrúinn.
Besta Cigarettan i 20 stk pökknm,
sam kostar 1 krónn er
Commander,
VestmÍBster, Tirginie,
cigarettnr
Fást i ðllnm verslnnnm.
Islensk jólagjöf er væríarvoS úr Álafoss Afgr.
Laogaveg 44.
FRELSISVINIR.
leggnum, en hann hætti þó við það. Augu hans tindruðu
ofsalega. Honum hafði komið nýtt ráð í hug. Hann þreif
eitt vínglasið. Latimer sneri sér við á sama augabragði, og
stóð þá augliti til auglitis við sir Andrew. Latimer stóð
kyr augnablik, og þeir störðu hvor á annan. Þá hneigði
Latimer sig, og bjóst til að halda áfram. En Sir Andrew
stöðvaði hann.
„Svo að þér ætlið að yfirgefa okkur, herra minn?“ Rödd
hans var róleg og vingjarnleg. Einhver blær á rödd hans
varð þó til þess, að Moultrie hrökk við og flýtti sér til
vinar síns.
„Já, eg er að leggja af stað, sir Andrew.“
„Munduð þér ekki fáanlegir til, að drekka bikar af víni
fyrst, landi okkar til heiðurs?" Sir Andrew benti þjónin-
um að koma með bakkann til Latimers.
„Landi okkar til heiðurs?“ spurði Latimer. Því næst
bætti hann við léttur í máli, enda þótt hann væri töluvert
áhyggjufullur: „Já, þess er eg albúinn — enda mundi eg
drekka hvert það full, sem óskað væri.“
Nú varð þögn örlitla stund. Sir Andrew stóð grafkyr
og virti Latimer fyrir sér, var svipur hans háðslegur og
fullur af þræsingi. Því næst lyfti hann glasinu hægt og
hátíðlega. William lávarður stóð í hinum enda stofunnar
og horfði á sir Andrew. Alger þögn og óheillavænleg ríkti
í kringum landstjórann. Honum virtist auðsætt, að þetta
væri upphafið að ósvífnum leik. Moultrie þreif í skyndi
einn bikarinn. Allir aðrir voru þegar búnir að taka sér
bikar í hönd, og biðu nú hálfvandræðalegir, — biðu þess,
að fullið yrði drukkið.
„Konur og menn!“ sagði sir Andrew og var hátíðabrag-
ur á röddinni. „Eg drekk full konungsins. Guð verndi kon-
unginn!“
Uppreisnarmenn jafnt og konungsliðar tóku undir og
mæltu: „Lifi konungurinn!“ Meðan þessu fór fram, sagði
• Moultrie skipandi rómi við Latimer: „Drektu í botn!“ La-
timer hefði að sjálfsögðu tæmt bikar sinn, enda þótt
Moultrie hefði ekkert sagt — hann hefði ekki hirt um að
sýna uppreisnarhug sinn á þann hátt, að láta íullið ódrukk-
ið. Hann var búinn að reyna nóg þetta kvöld og óskaði
ekki eftir nýjum vandræðum. Hann hikaði að eins augna-
blik og hugleiddi í skyndi, hver vera mundi ætlan Sir
Andrews. Því næst hóf hann bikarinn á loft eins og aðr-
ir. Hann mælti: „Konungurinn lifi“ og dralck í botn.
Sir Andrew stóð með bikarinn hálftæmdan og virti
Latimer fyrir sér, kuldalega.
„Gátuð þér með góðri samvisku drukkið þetta full, hr.
Latimer ?“
Latimer brosti, enda þótt hann sæi í hendi sér, að hætta
var á ferðum.
„Vissulega," svaraði hann léttur i máli. „Eg vona að guð
verndi konunginn að öllu leyti, því að hann þarfnast áreið-
anlega verndar og hjálpar."
„Gegn fjandmönnum sínum?“
„Nei, herra minn, gegn vinum sínum!“
Þetta var nægilegt. — Svarið var Sir Andrew einkar
kærkomið.
„Herra minn!“ sagði hann. „Þetta er svívirðilegt —
þann veg mæla landráðamenn einir.“
Og í sömu svifum skvetti hann vínleifunum úr glasi
sinu beint í andlitið á Latimer.
„Sir Andrew!“ hrópaði William lávarður. Hann rudd-
ist i gegnurn mannþröngina og nam staðar á rnilli þeirra.
Rödd hans var gremjuþrungin og ásakandi.
Mátti glögglega sjá að allir viðstaddir voru gramir Sir
Andrew og víttu tiltæki hans þunglega.
Nokkurir af karlmönnunum voru svo hugulsamir, að
koma konunum fram í danssalinn.
Lafði William ein varð eftir og með henni ungfrú Ra-
venell.
Moultrie lagði höndina á öxl Latimers, til þess að sefa
hann og mýkja. Hann ætlaði að koma í veg fyrir, hvað
sem það kostaði, að Latimer lenti í nýjum deilum.
En það> var ekki nauðsynlegt. Latimer var fölur sem
nár og titraði af reiði, en þrátt fyrir það hafði hann
fulla stjórn á sjálfum sér. Hann tók lítinn klút upp