Vísir - 08.12.1929, Blaðsíða 4

Vísir - 08.12.1929, Blaðsíða 4
V I S I R Húsgag Gólfáiir Gólfren Vetra Jön natau. eiöur. ningar. Repfrakkar, karla og kvenna. Farmannaffit. Kvenkjölar, ull og silkl. rkápur raeð tækifærisveríi. Björnsson & Co. Jarðarför bróður okkar Jóns Egilssonar, er andaðist 30. nóvember síðastliðinn, fer fram þriðjudaginn 9. þ. m. og hefst með búskveðju á heimili lians, Laugaveg 40 B kl. 1 e. h. Ingibjörg S. Brynjólfsdóttir. Sveinn Egilsson. Kveðjuathöfn yfir líki Stefaníu Sigurborgar Hannesdóttur frá Skriðu í Breiðdal, sem andaðist á Vífilsstöðum 5. des. s. 1. fer fram frá dómkirkjunni á niánudag, 9. des. kl. 3% síðd. Fyrir hönd fjarstaddra aðstandenda. Elín Aronsdóttir. Guðlaug Aronsdóttir. Ongattanmar. Engin Öngultauma-verksmiðja hefir nokkurn tíma selt eins mikið af öngultaumum til Islands og Stafseth i fyrra og engir líkað eins vel. Einkasala á íslandi O. ELLINGSEN. Ræða dr. Guðm. Finnbogasonar á sjö- tugsafmæli Einars H. Kvaran. Flutt í leikhúsinu 6. des. 1929. —o— Háttvirtu áheyrendur! Við, sem komum hingaS í kvölcí, til a8 sjá einn vinsælasta sjónleik- inn, sem hér hefir v'erið sýndur, komium jafnframt til aö votta skáldinu Einari Hjörleifssyni Kvaran virSingu okkar og þakkir á sjötugsafmæli hans. Þegar mér nú veitist sú sæmd aö segja hér nokkur orö í þessu skyni, þá veit eg, aö ykkur er öllum ljóst, aö eg á örfáunt mínútum fæ ekki sagt nema fátt af því, er okkur (býr í brjósti og þi'ö munduð' óska, aö sagt væri viö heiöursgestinn. Einar Kvaran’ hefir nú um hálfrar aldar skeiö lagt svo mikinn og merkilegan skerf til íslenskrar menningar, að engin tök eru á aö lýsa því í skjótri svipan. Vi'ö vit- um öll, aö hann hefir verið rit- stjóri blaða, vestan hafs og aust- an, um 20 ár, stjórnað um) lengri eða skemri tíma sttmum merkustu tímaritum vorum og þar með tek- ið þátt í flestum málum, er verið hafa á dagskrá þjóðarinnar. Aldrei hefir sést grein frá hans htendi, er eigi bæri mark ritsnillingsins, enda hafa greinar hans verið lesn- ar. Hann hefir skrifað fjölda af skáldsögum, smáum og stórum, sumar hreinar gersemar. Hann er ljóðskáld og hann er leikskáld, og hefir unnið íslenskri leiklist stór- mikið gagn. Ætíð hefir það verið ómengað yndi að heyra hann flytja erindi eða lesa upp skáldrit. Og loks hefir hann verið braut- ryðjandi hér á landi í rannsókn dularfullra fyrirbrigða.og fræðslu um þau efni. Þegar við nú í kvöld færum honum þakkir fyrir það, sem hann hefir gert, hefir hver fyrst og fremst í huga það sem honurn er kærast af starfi hans. En öllum ter það Ijóst, að það, sem honum hefir auðnast að gefa þjóð sinni, er svo mikið, og margt af því ágætt, að vér vild- um með 'engu móti án þess vera og gætum ekki hugsað til þess að hafa ekki átt það. Og það ter eg viss um, að gæti skáldið nú séð hvað hann á inni í hugum manna svo víða sem íslenskar bókmentir eru lesnar, þá mundi hann verða þess vís, að hann er auðugur mað- ur — auðugur af því, s'em dýr- mætast er, en það er hlýr hugur og þakklæti þeirra, semi hann htef- ir glatt og vermt og styrkt meö ritum sínum og viðkynningu. Ekkert finst mér einkenna mann betur en það, að hverju hann spyr. Spurningin sýnir, að hverju hann leitar, en í Iteitinni hirtist þrá mannsins og i þránni eðli hans. Þegar eg hugsa um Einar Kvaran, kemur mér löngum í hug eitt smákvæði hans, sem eg tel mteð perlum íslenskra ljóða. Það er „Sjötta ferð Sindbaðs": Ygldan skolaðist Sindbað um sjá, uns síðasta skipbrotið leið hann. Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á, og fádæma hörmungar beið hann. Svo lagði hann inn í ægileg göng, er af tók að draga þróttinn; þar drúptu gljúfrin svo dauðans þröng og dimm eins og svartasta nóttin. I Þá förlaðist kraftur og féll hann í dá. i ferlegum dauðans helli. — En hinum megin var himin að sjá og hlæjandi hlómskrýdda velli. ■ — Svo brýt ég og sjálfur bátinn minn og berst inn í gljúfra veginn. — Við förum þar loksins allir inn. — En er nokkuð hinurn megin ? Þetta er hin mikla spurning heiðursgestsins okkar. Hún htefir snemma komið úr djúpi sálar hans og gefið lífi hans og viðleitni ákveðna stefnu. En hvers vegna hefir einmitt þessi spurning orðið svo rík í huga hans ? Það mun vera af þvi, að hann hefir ekki horft köldum og skilningslausum augum á „sigling lífsins“, heldur m,eð Vifandi samúð þess manns, sem finnur, að jafnvel hið lítil- mótlegasta far fleytir farmi, sem er of dýrmætur til að sökkva að fullu og bótalaust í dauðans djúp. Því dýpri og innilegri sem tilfinn- ingin er fyrir gildi hverrar manns- sálar, þrátt fyrir alla ófullkom,- leika, synd og böl, því heitari verður hjá fl'estum þráin eítir framhaldi lífsins og þeirri full- komnun og þroska, sem ekki fæst hérna megin. Einar Kvaran hef- ir haft eins giögt auga og hver annar fyrir því sem ilt er og öf- ugt í fari manna, hann hefir ef til vill betur en flestir fundið misfell- tu' mannlífsins og alt það böl, sem leiðir af blindni mannanna og ill- kvitni eins og hún birtist oft á yfirfborðinu. En hann hefir einn- ig þá spurt: Er nokkuð hinum megin ?• Skyldi ekki bak við hrjóstrin, þegar kemur innúr þess- um „ferlega dauðans helli“ sálar- innar, vera „himin að sjá og hlæj- andi blómskrýdda velli ?“ Hann hefir spurt, hann htefir leitað og hefir fundið. Hann hefir í skáld- ritum sínum leitt oss fyrir sjónir, að jafnvel í sál þeirra manna, sem virðast mestir hrottar og hirðu- lausastir um annara hag geta leynst fræ, er þroskast mega til æðra lífs, ef sól kærleikans nær til þeirra nveð geislum sínum. Hann trúir því, sem gamla dæmi- sagan sýnir, að sólin sé sterkari en stormurinn. Hann trúir orðum, meistarans, að takmark vort sé að reynast börn föður vors, sem er á himnum, því að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Hann veit, að kærleikurinn, ást- úðin er gróðrarskilyrði þess, sem gott er í mannssálunum, sól þess og regn, og að hverjum manni er ætlað að vera ofurlítil sól er staf- ar ljósi og yl á hvern, sem fyrir verður .hverja stundina, eins og sólin án afláts sendir geisla sína jafnt í allar áttir út unt kaldan geiminn. — Þetta er engin fjar- stæða. Hver góð móðir er eftir veikum mætti slík sól fyrir börn- in sín, fyrir mann sinn og heimili, fyrir alla, sem móðureðli hennar nær til. Hver ung og elskuleg stúlka er slílt sól fyrir hvern semi sér hana, að eins með því að vera það sem hún er. Einar Kvaran hefir margoft, rneðal annars í sjónleik þeim sent við fáunt að sjá hér í kveld, sýnt okkur mátt slíkra kvenna til að glæ'ða íalin fræ góðleikans í brjóstum' mann- anna, sýnt hvernig hrottaskapur- inn og ástríðurnar „þoka fyrir ljúfu lyndi, líkt og barnið teymi lijón." En það hesta er, að vér finnum, að sögurnar eru sannar. Hin vermandi lífsskoðun, sem alstaðar kemur fram í skáldrit- um heiðursgestsins, hefir ásamt list hans í meðferð allri gert hann svo ástsælan, sem hann er. Hann hefir borið andlegu lífi þjóðar vorrar birtu og yl, sem lengi niun glæða heilbrigðan gróður. Fyrir alt þetta leyfi eg nnér nú, Einar Kvaran, að Iþakka þér fi mínu nafni og allra þeirra sem þú hefir verið og inunt verða til ynd- is og þroska. Og við þá þökk vil eg bæta þeirri einlægu ósk, að þú megir í fullu fjöri njóta með ástvinum þínum þeirra ára, sem þú átt eftir að lifa vor á meðal, og lielst af öllu verða við þeirri á- skorim minni og rnargra annara að skrifa endurminningar þínar. Þinn næmi og djúpi skilningur á eðli þeirra manna, sem þú hefir kynst um dagana, mundii þar verða bókmentum voruni ómetan- legur gróði. Símskeyti FB. 7. des. Schacht kannslari og Young- samþyktin. Frá Berlín er sírnað: Schacht rikiskanslari hefir hirt grein við- víkjandi undirbúningi undir fram- kvæmd lYoungsamþyktar. Minnist hann á, að kröfur Bandamanna séu komnar fram síðan Youngsam- þyktin var samin, til dæmis ætl- ist Bandamenn til þess, að Þjóð- verjar afsali sér miklum eignum í Póllandi og Englandi. Schacht segir, að Þýskaland geti ekki greitt ársgjöld þau, sem tiltekin séu í Youngsamþyktinni, ef Þýska- land verði svift miklum eignum eða byrðar Þýskalands auknar. Ríkisstjórinn hefir látið í ljós óánægju yfir því að Schacht birti greinina án vitundar stjórnarinn- ar og skömmu fyrir þjóðarat- kvæðið um Youngsamþyktina. Pólska þingið lýsir vantrausti á stjórninni. Frá Varsjá er símað: Þingið hefir með miklum meirihluta sam- þykt vantraustsyfirlýsingu á stjórnina. Vantraustsyfirlýsingin er talin standa í sambandi við deiluna milli Pilsudski og þings- ins. 1 1 •; Frá borgarastyrjöldinni í Kína. Frá Nanking er símað: Tvær herdeildir gerðu nýlega uppreisn móti Nankingstjórninni. Stöðugt fleiri hermenn úr liði Nanking- stjórnarinnar ganga í lið með upp- reisnarmönnunum. — Hérnaðar- ástandi hefir ]iess vegna verið lýst yfir hér. Breska stjórnin og atvinnuleysið. Frá London er símað: Vegna. roótspyrnu gegn atvinnuleysis- frumvarpinu hefir breska stjórn- iu lofað að breyta ákvæðum frum- varpsins urn skilyrðin fyrir styrk- veitingum. Útlit er fyrir, að verka- menn þeir, sem óánægðir voru muni í staðinn falla frá kröfun- um um hærri styrk. Utan af landi. —O— FB. 7. des. Tjón af ofviðri. Frá Akureyri er símað : Ausit- anveður á mánudaginn olli nokkr- um skemdum hér á höfninni. Lít- ill vélbátur brotnaði og sökk. Ára- bátur brotnaði, nokkur skip brotn- uðu lítils háttar. Úr Ilúnavatnssýslu, Skagafirði, Fnjóskadal og Akureyri sást á mánudagskveldið mikill bjarmi öðru hverju suður yfir Öræfum i stefnu á Vatnajökul. en ekki sést síðan. Hettusótt gengur hér. Tíðarfar gott nú, en áður óstöð- ugt. Snjólétt. Bæjarstjórnarkosningar eru enn ekki óákveðnar. 2251 á kjörskrá, en í fyrra rúm 1800. Þ. 1. des. var haldin hér sam- korna til minningar um fullveld- ið. Ræða var flutt, sungið og leik- ið á horn. Stúdentar höfðu samát um kveldið og dansleik að átinu loknu. Dppkast að dagskrá fyrir alþingis- hátíðina. —o— FB. 7. des. f. dagur (fimtud. 26. júní 1930): Kl. 9: Guðsþjónusta. At- liöfnin taki 30 mínútur og fari fram í gjánni fyrir norðan fossinn. Kl. 9y2: Lögbergsganga. —, Menn safnast saman undir fána síns héraðs á flötunum suöur af Gróðrarstöðinni og ganga þaðan í fylkingu að Lögbergi. Kl. 10y2: Hdtíðin sett. — 1. Þingvallakórið syngur: „Ó, guð vors lands. —2. Forsætis- ráðlierra setur hátíðina. — 3. Hátíðaljóðin sungin (fvrri hlutinn). Kl. 11 y>: Alþingi sett (eða þingfundur, ef þingi liefir ver- ið frestað). Forseti sameinaðs þings heldur ræðu. Kl. 12: Hátíðaljóðin sung- in (síðari lduti). Kl. 1: Matarhlé. Kl. 3: Móttaka gesla á Lög- bergi. — 1. Forseti sameinaðs þings hýður gestina velkomna. — 2. Fulltrúar erlendra ríkja flytja kveðjur af Lögbergi. — 3. Hverjum fulltrúa ætlaðar 5 mínútur. Kl. 4%: Hljómleikar sögu- legir. Kl. 6: Miðdegisveisla. Kl. 9: Íslandsglíma. 2. dagur: Kl. 10: Minni íslands, flutt á Lögbergi. Kl. 10: Kappreiðar í Bola- bás. Kl. 12: Matarhlé. Kl. 2: Þingfundur. Kl. 2%: Veslur-lslendingum fagnað á Lögbergi. Vestur-ís- lendingar flytja kveðjur á Lögbergi. Kl. 31/2: Söguleg sýning. Kl. 4y>: Hljómleikar, ný- tísku. Kl. 6: Matarlilé. Kl. 8: Fimleikasýning. Úr- val. 16 stúlkur og 16 piltar. .‘1 dagur: Kl. 10: Þingfundur. Þingí slitið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.