Vísir - 08.12.1929, Blaðsíða 3

Vísir - 08.12.1929, Blaðsíða 3
VÍSIR Litid í ^luggana i Sokkabúdinni í dag. Hreindýrin. Innflutningsbannið og sýkingar- hættan. Eg drap á það í fyrri grein minni, aS neitaS hef'Si veriS a. m. k. þrisvar sinnum um leyfi til aö flytja hingaS tamin hreindýr frá Noregi. Mun fyrv. stjórn hafa boriö fyrir sig álit þáverandi dýra- læknis, og skotiö sér á bak viö þaö. En svo er mál me'ð vexti, aS Magnús sál. Einarson dýra- læknir, var eindregið á móti öll- um innflutningi dýra, hverju nafni sem nefnist, og þá fyrst og fremst innflutningi búpenings og alidýra, m. a. hreindýra. Mun hann því hafa ráðiö stjórninni frá aö veita leyfiö, er sótt var um þaö. En eigi færöi hann rök nein, eöa ástæöur, fyrir neitun sinni. Mun þetta að- eins hafa veriö privat-skoðun hans og er ekkert viö því að segja, hé$- an af. — Núverandi stjórn neitaði einnig um innflutningsleyfi í fyrra, er Kris'tófer Ólafsson frá Kalmans- tungu sótti enn á ný. En þá horfði þó málið óneitanlega nokkuð ööruvísi viö. Núverandi dýralækn- Ir. hr. Ilannes Jónsson, hafði þá skrifað allitarlega greinargerð um innflutning hreindýra, og mælti með að leyfi væri veitt! Færði full rök að skoðun sinni, er eigi niun verða hrakin með nokkurri sanngimi, og mun eg víkja að þessu síðar. — Þrátt fyrir þessa greinargerð dýralæknis neitaði atvinnumála- ráðuneytið um leyfið, án þess þó að bera fram nokkra ástæðu fyrir neitun sinni. En á hinn bóginn, er eigi nema sanngjamt og rétt, að geta sér þess til, að ráðuneytið muni hafa haft rikt í huga hin Ströngu og ítarlegu lagaákvæði, er sett voru um áramótin 192Ó—27 til vama gegn gin- og klaufaveiki, er þá hafði stungið sér niður á ookkrum stöðumi í Noregi. Mun því ráðuneytið hafa talið rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þess- um efnum, og er eigi nema gott eitt um það að segja. — En hins- vegar verður að benda á, að hr. Hannes dýral. Jónsson tók einmitt fult og rækilegt tillit til þessarar hættu í greinargerð sinni, og færði rök að því, hve hún lægi langt úr leið i þessu tilfelli. Hefi eg áður birt útdrátt úr þessari grein- argerð dýralæknis. Að þessu sinni ætla eg aftur á móti að birta álit æðsta sérfræð- ings Norðmanna á þessu sviði, rit- að 19. f. mi. Kemur það mjög vel heim við áðurnefnda greinargerð H. J. dýralæknis. Hafði eg auð- vitað frá upphafi kynt mér þessa hlið málsins allrækilega, eins og sjálfsagt vár. En þareð aðalmót- bárunni giegn innflutningi hrein- dýra — gin- og klaufaveikis-hætt- unni — er enn haldið á lofti hér heima, óskaði eg á ný að fá álit sérfræðings um þetta atriði. Þótt eg væri sjáífur búinn að sýna það og sanna i mörgum blaðagreinum í fyrra og áður, að þessi veiki gæti alls eigi flutst hingað með hrein- dýrum frá Norður-Noregi. Hr. veterinærdirektör Thorshaug í Osló skrifar mér á þessa leið þ. 19. nóvember: — Eg hefi fengið heiðrað bréf yðar, dags. 3. nóv., þar sem þér leitið upplýsinga við- vikjandi því, að flytja tamin hreindýr frá Noregi til íslands. Um sóttnæma veiki í búpen- ingi — og þá sérstaklega gin- og klaufaveiki — er það að segja, að seint um haustið 1926 og fram yfir áramótin gerði veiki þessi vart við sig á víð og dreif meðfram suður- og austurströnd Noregs, en þó að- eins á nokkrumi stöðum. Var þegar tekið föstum tökum á veikinni, svo að hún varð al- gerlega stöðvuð og upprætt með niðurskurði. í þessi nærri 3 ár sem liðin eru síðan, hefir . eigi orðið vart við eitt einasta tilfelli af þessu tagi, og er því algerlega loku fyrir það skotið, að um nokkra smitahættu geti verið að ræða héðan úr landi af gin- og klaufaveiki. Auk þessa vil eg geta þess, að óra- vegur er þaðan, sem vart varð við gin- og klaufaveikina um árið, og norður þangað, semi hreindýrin eru aðallega í Norð- ur-Noregi, — að frátalinni „Slubbo“ — einskonar klaufa- veiki, er gerði Htillega vart við sig 1926 — hafa engar fréttir af sóttnæmum sjúkdómum i hreindýrum •bo'rist hingað1 til dýralæknisskrifstofunnar í minni embættistíð. Mér er held- ur eigi kunnugt um neina sótt- næma sjúkdóma í norskum hreindýrum, er smitað geti ann- an búpening.-------“ Virðist hér eigi framar né frek- ar þurfa vitnanna við um þetta mál. Vér ,,hreindýra-menn“ höfum í hvert sinri skýrt stjórninni frá hverjar öryggisráðstafanir vér höf- um sjálfir gert, og eins hitt, að vér séum fúsir að hlita frekari kröfum ríkisstjórnarinar í þessa átt. En ráðstafanir vorar eru i stuttu máli á þessa leið: Vér höfum frá upphafi tryggt oss stuðning og leiðbeiningar hlut- aðeigandi yfirvalda í Noregi (yfir- stjórnar hreinlýramálanna) og sér- fræðinga um val á hreindýrum úr hraustri hjörð og gallalausri. Á svo að hafa dýrin í sóttkví í Nor- egi um hríð, láta síðan dýralækni skoða þau vandlega á ný og gefa út opinbera skýrslu um þá skoð- un, áður en dýrin verða flutt hingað. Og er hingað kemur mun- um vér — ef þess skyldi verða krafist — hafa dýrin í haldi eða strangri gæslu um hríð til frekari óryggis. Mun þá eigi reynast fært að saka oss né rikisstjórn um, að eigi sé vel og. tryggilega um hnútana búið, eftir því sem best má verða. Enda mun gersamlega óhugsanlegt, að nokkur hætta geti stafað af sliku|n innflutn- ingi! Eg tel fyllilega réttmætt að geta þess hér, að áður hafa hrein- dýr verið flutt hingað frá Noregi, fjórum sinnum, algerlega af handahófi, án alls úi-vals og eftir- lits, og hefir þess aldrei heyrst getið, að nokkur sýking eða sýk- ZEISS spegillampar! fyrir sölubúðir, skrifstofur, verksmiðjur, skólastofur, sjúkrastofur, íbúðarstofur. Auk þess útiluktir, ljóskast arar og f leira. Aðalumboð fyrir Island. G. M. BJÖRNSSON. Skólavörðustíg 25. Reykjavík. Systra kaffi. The Premier Café. íslendingar, seni koma til IIull, ættu að koma á „Systra-kaff- ið“. — Greið og góð afgreiðsla. Fullkomnustu ritvélamar. Magnús Benjamínsson & Co. ingarhætta hafi frá þeim stafað hér á landi! Virðist svo að með þessu hafi reynslan sjálf skorið svo skýrt og greinileg úr málum, að eigi sé um að villast!------- * Að lokum skal tekið fram til frekari skýringar, að þótt í upp- hafi væri sótt um styrk nokkurn (þó lítilfjörlegan) til innflutnings hreindýra, hefir verið fallið frá því aftur upp á síðkastið. Hefir það komið í ljós, að ýmsir mætir menn vilja gjama vera með í félagsskap um fyrirtæki þetta og leggja fram fé sjálfir eftir þörf- um og samkomulagi (hlutafélag). Þó væri eigi nema sanngjarnt, að ríkisstjómin byði eða útvegaði svona félagi lán með góðum kjör- um til stofnkostnaðarins svo mikil- vægt þjóðþrifamál sem hér er um að ræða! Það var Bandaríkjastjóm, sem upphaflega beitti sér fyrir hrein- dýrarækt í Alaska, og hefir hún æ síðan haft hönd í bagga með þeim málum, þótt dýrin sé einstaklings eign; og veitir stjórnin árlega fé til rannsóknar og tilrauna. Enda er talið, að hreindýraræktin muni með tímanum verða einn helsti at- vinnuvegur þessa auðuga lands- hluta, Alaska. Helgi Valtýsson. TEEDOL smurningsolíur eru notað- í ar eingöngu á flugvélar' Comm. Byrds í Suðurpólsleiðangrinum. Graf Zeppelin notaði ekki aðrar olíur á vélar \ loftskipsins en Veedol í ferðinni kring um ! hnöttinn. j Bifreiðaeigendur! Notið Veedol á bílavélarn- ! ar, þá er þeim óhætt. Treystið Veedol olíunum ; eins og Comm. Byrd og Dr. Eckener sem nota ! þær í lengstu og áhættumestu flugferðalög sem j til þessa tíma hafa verið farin í heiminum. i Jéh, Óialsson & €o, Reykjavik, Simi 584. Siml 584. Dagatol og Jélakort. I Emaus fær þú liin fegurstu spjöld, svo fylgst þú með tímanum getur. Þar glansar í hillunum geysileg fjöld af gullskreyttum kortum í vetur. Já, komau nú, lagsi, og litlu bara’ á — það lýir þig hvorki né lefur. — Svo velurðu úr það, sem viltu þér fá, og vinum á jólunum gefur. Landsins mesta úrval af rammalistnm. Myndir innrammaðu fljótt og toL — Hvorgi eins ódýrt Gnðmundur ísbjðrnsson. LaugaTOg i. Besta Cigarettan ( 20 stykkja pökkum, sem kosta 1 krónu, er: Commander, Westminster, Vipginia, Cigarettur, Fátt i öllum verslunum. í hverjum pakka er gullfalleg is- IcBBk mynd cg i*r hver sá er eafnað hefur 50 myndum eina stmkkaða mynd Snorri Arinbjarnar: Málverkasýning í K. F. D. M. Opin daglega frá kl. 11—8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.