Vísir


Vísir - 23.06.1930, Qupperneq 2

Vísir - 23.06.1930, Qupperneq 2
VIS IB Alþingismenn verða fluttir til Þingvalla á miðvikudagskveld kl. 9 frá Hótel Borg, og verða að koma þangað þeim töskum, sem þeir geta tekið með sér í bílinn. Ef um meiri far- angur er að ræða en litlar töskur, verða þingmenn að hafa komið þeim farangri til flutnings með vörubíl í Liverpoolsport fyrir kl. 6 síðdegis á morgun (þriðju- dag), og merkja Iiann fullu nafni sínu. SKRIFSTOFA ALÞINGIS. Kappróduriim Formenn bátanna, sem ætla sér að taka þátt í kapp- róðrinum milli togaranna á morgun, geri svo vel og komi til viðtals á skrifstofu Slysavarnafélags íslands, Austurstræti 17, í kveld kl. 7 e. h. Þeir, sem aldrei hafa fariö út fyrir landsteinana, eiga ef til vill erfitt meö aö skilja til fullrar hlit- ar, hve ættjarðarþráin getur veri'ð öílug. En allir þeir, sem dvalist hafa langvistum fjarri ættlandi sínu, munu gerla skilja þá heirn- komnu syni og dætur, sem vikna af gleði yfir því að hafa aftur litið ísland, landið, sem þeir yfirgáfu eí til vill á barnsaldri, en gátu ekki gleymt, og þráðu að sjá aftur áð- ur en þessu lífi lyki. Þó munu menn alment hafa gert sér ljóst, nú orðið, að þótt lífið hafi búið íslendingum austan hafs og vestan ólík örlög, þá eiga þeir eitt sam- eiginlegt, sem er meginþáttur í lífi þeirra, en það er meðvitundin ura, að þeir eru íslendingar. Um það skal eigi fjölyrt, en svo virðist, sem það verði æ fleiri Islending- um beggja rnegin hafsins metnað- armál, að sýna það í verki, að þeir sé góðir íslendingar. Sú var tíðin, og sú tíð er ekki langt að baki, er kalt andaði til Vestur-íslendinga frá heimaþjóð- inni. Aukin mentun, víðsýni og kynni hafa eytt misskilningnum að mestu. Og fátt glæðir fegurri von- ir, fátt er meira gleðiefni en það, með hversu góðum hug Vestur- íslendingar koma heim og með hvaða hug hér er á móti þeim tekið. Það kom eigi hvað óskýrast í ljós á Vestur-íslendingadeginum aö Álafossi i gær. I ræðum þeim, sem þar voru fluttar, kom það svo skýrt í ljós, að „munurinn raunar enginn ,er“. íslenskir menn verða aldrei annað en íslendingar, hvað svo sem þeir kalla sig og hvernig sem þeir breytast á yfirborðinu, i dægurstritinu og erlinum fyrir vestan haf. Stephan G. Stephans- son sá þetta með sínum. glöggu skáldaugum: „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þins heimalands mót.“ — Skilyrðin eru þvi fyrir hendi einmitt nú, er minningarnar og vonirnar lyfta hugum 'manna hátt yfir alt ])að, sem er smátt, til þess að hrinda af stað öflugri, skipu- lagsbundinni samvinnu milli ís- lendinga vestan hafs og austan — fyrir ísland, landið, sem er og verður alt okkar líf, landið, sem enn er að miklu leyti ónumið eftir þúsund ár og á alla framtið sína undir óeigingjörnu starfi allra sona sinna og dætra. Vísir er sex síður í dag. Erlendar sím- l'regnir, framhald bæjarfrétta o. fl. er í aukablaðinu. Silfurbrúðkaup. í dag er silfurbrúðkaupsdagur frú Halldóru Björnsdóttur og Jóns Jónssonar bæjarfulltrúa, Firði í Seyðisfirði. Silfurbrúðkaup. A morgun er silfurbrúðkaups- dagur hjónanna frú Vilborgar Bjarnadóttur og Guðmundar Gestssonar, dyravarðar í Menta- skólanum. Ríkarður Jónsson listamaður hefir gefið út i sér- stakri bók m.yndir af listaverkum sínum. Bókin er hin skrautlegasta og mjög eiguleg. Hún er prentuð i Félagsprentsmiðjunni. Hátíðargestirnir streyma nú sem örast í bæinn. Á Gullfossi að norðan komu 350 farþegar, á Brúarfossi í morgun, sem kom frá útlöndum og Aust- fjörðum, voru 150 farþegar og á Lagarfossi, sem kom í dag, einnig frá Austfjörðum og útlöndum, voru 30—40 farþegar. Goðafoss er væntanlegur i kveld frá Vestfjörð- um með a. m. k. 200—300 íarþega. Gullfoss er farinn i aðra ferð að sækja farþega til ísafjarðar og mun flytja hingað a. m. k. 170 far- þega. Vegna fjölmennis í bænum er orðið svo rnikið að gera á bæjarmiðstöðinni, að til mestu vandræða horfir, nema al- menningur reyni á allan hátt að létta undir með símastarfsfólkinu. Það er áríðandi, að menn hafi tal- simaviðtöl eins stutt og auðið er og hringi alls ekki upp að óþörfu, aðallega kl. 9—12 árdegis, því þá er mest að gera. Þrátt fyrir alla aðstoð, sem hægt er að veita síma- stúlkunumi, var svo mikið að gera i morgun, að til alvarlegra vand- ræða horfði. Stafa þessir erfið- leikar af því, hve stöðin er lítil; þar er ekki hægt að afgreiða örar en gert er, og tilgangslaust og að- eins til aukinna tafa, að hreyta ó- notum i starfsfólkið. Er þess vænst, að menn taki framangreind- ar bendingar til greina. Mun það létta alla afgreiðslu, svo ástæður verði ekki til umkvörtunar. Þeir Vestur-íslendingar, sem búa úti í bæ og vilja fá tjöld á Þingvöllum, geta snúið sér til Ingólís H. Gíslasonar á nýja Elliheimilinu. Geta þeir, sem panta Vestur-íslenska söngmærin syngur í Nýja Bíó þriðju- daginn 24. þ. m. kl. 7þ4 e. h. Við hl jóðfærið: EMIL THORODDSEN. Aðgöngumiðar á kr. 2,00, 2,50 og 3,50 (stúka) fást i Bókaverslun Sigf. Ey- mundssonar og' hjá frú K. Viðar. tjöld, fengið farmiða með seinustu ferð á miðvikudag og fyrstu ferð á fimtudag. Suffren, franskt herskip, kom í morg- un með frakkneskn fulltrúana á Alþingishátíðina. Guðmundur Kristjánsson óperusöngvari syngur í Gamla Bíó. i kveld kl. 7J4. Verði eitthvað óselt af aðgöngumiðum kl. 7, fást þeir við innganginn. Alþingismönnum er bent á tilkynningu hér í blað- inu í dag. frá skrifstofu Alþingis, um ferð þeirra til Þingválla. Rigmor Hansson. Danssýning hennar veröur kl. 6 a morgun í Ganda Bíó. Sjá augl. Lagarfoss kom í dag frá Austfjörðum- og útíöndum. Að Álafossi. Hinn alkunni áhugamaður, Sig- urjón Pétursson, efndi til mikillar samkomu á Álafossi í gær, til þess að fagna Vestur-íslendingum. Fór þangað fjöldi manna, m. a. voru þar staddir fulltrúar Bandaríkj- anna á Aíþingishátíðinni. Veður var allgott, en sólar naut lítið um dáginn. Aðalsamkoman fór fram fyrir framan útileikhús það, sem Sigurjón hefir komið upp á Ála- fossi. Grasbekkir hafa verið gerð- ir í hliöinni gegnt leikhúsinu, og getur fjöldi manna setiö þar. Þeg- ar hr. Sigurjón Pétursson hafði seít hátíðina og boðið gestina vel- komna, var sunginn sálmurinn „Hve dýrðlegur er drottinn“, en á eftir prédikun, sem sira Friðrik Fíallgrímsson flutti, sálmurinn „Guð minn, þér eg þakkir segi“. Þvi næst flutti hr. bókavörður Árni Pálsson snjalla ræðu fyrir minni Vestur-ísíendinga, en að ræðu hans lokinni var sungið kvæði eftir Sig. B. Gröndal. Ræð- ur fluttu einnig dr. B. J. Brand- son, fulltrúi Canada á Alþingishá- tiðinni, og síra Jónas Á. Sigurðs- son, einn af kunnustu mælsku- mönnum Vestur-íslendinga. Þessi kvæði voru sungin fyrir og á eft- ir ræðunum: „Þótt þú, langförull legðir“, Ðrottinn, sem veittir frægð og heill til foriia“, „Vilhj. Stef- ánsson norðurfari", eftir Jakob Thorarensen, „Lýst’ sól“, og „Lof- söngur“ Matthíasar. Karlakór Reykjavikur annaðist sönginn og lofuðu menn hann mjög. Að ræðuhöldunum loknum var gengið að sundlaug og sýnd ýmis- konar sund. Þótti mönnumi það góð skemtun, ekki hvað síst dýf- ingarnar og sundknattleikurinn. .T.oks fór fram leikfimissýning (Akureyrarstúlkurnar) og voru menn mjög hrifnir af list þeirra, minningarathöfn um fyrstu ís- lensku ráðherrana vestan hafs og austan, skrautsýningar o. fl. Tíð- Ferdafémar, IPlöti&s?. Mesta úrval landsins. HLJÓfiFÆRAHDSlB R.M.S. „BRITANNIA” is leaving Reykjavik for Glasgow on 5th July. A few' passengers can be booked. — Fare inclusive of food £10.00.0. Excellent accommodation. Early reservations should be made. Please apply to: Geir 0. Zoéga Agent for: Cunard Steam Sliip Company Limited and Anchor Line. iudamaður Vísis gat því miður ekki verið viðstaddur er seinustu atriði skemtiskrárinnar fóru fram. Dagurinn var hinn ánægjuleg- asti. Gs. Island kom til Kaupmannahafnar kl. 7 í morgun. Lyra kom í morgun frá útlöndum með liðlega 70 farþega. Ms. Dronning Alexandrine kom í gær frá útlöndum með hátt á annað hundrað farþega. Botnia kom í gær frá Englandi með liðlega 100 farþega. Sýning óháðra listamanna veröur opnuð almenningi á mið- vikudag. Spegillinn kemur út á morgun, 32 bls„ á 14 tungumálum. Áhelt á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá N. C. Góðnr gestur. —o— Með ,Brúarfoss‘ kom i morg- un síra Jón Sveinsson liingað til landsins. — Flestir íslendingar munu kannast við „Nonna litla“ og minnast hans með virðingu. 1870 fór Jón Sveinsson af landi burt, og lá leið hans fyrst lil Danmerkur, en þaðan til Frakklands. Þar og í Belgíu stundaði liann nám, og gekk í „Jesúítaregluna“ og er hann hafði hlotið nægan undirbún- ing, tók hann prestsvígslu. Litlu síðar varð liann um stund kenn- ari í Danmörku, og fór að gefa sig við ritstörfum, þó að hann, sökum annríkis, yrði að liafa og Tjaldborgina á Þingvöllum með íslenskum fánum. Aílar stærðir af íslenskum flöggum fyrirliggj- andi. Þar á meðal: Fánar á stöngum, sérlega þægilegir til að flagga með út um glugga og t,jald- mæni. Einnig lítil flögg á stöngum fyrir börn. Ennfremur nýkomnar fánastengur með falleg- um stöpli úr bronse. A fótstallinum er Alþingis- liátíðarmerkið og ártölin 930—1930 — er það gert eftir fyrirmynd Guðnnindar Einarssonar frá Miðdal.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.