Vísir - 25.06.1930, Qupperneq 4
4
VISIR
Eftir miðja 13. öld laka biskuparnir norsku að
heimta kirkjunni islensku meira vald og meiri rétt
en hún hafði áður haft. Kaþólska kirkjan kendi
það, að hún hefði vald sitt heint frá guði yfir and-
legum efnum (þ. e. kirkjumálum), en konungar
og aðrir veraldar höfðingjar vfir veraldarmálum,
og taldist kirkjan alls eigi undir þá gefin. Og svo
hafði kirkjuvaldið fengið samþykt lögin frá 1253
um það, að kirkjulögin skyldi ganga fyrir lands-
lögum, þar er þau greindi á við landslögin. Með
þessi lög og kenningar hinnar rómversk-kaþólsku
kirkju að haklijarli hófu nú islensku biskuparnir,
Staða-Árni Skállioltsbiskup og Jörundur Þorsteins-
son Hólabiskup, tilkall til forræðis á kirkjueign-
um og dómsvald í málum þeim, sem þeir töldu
til kirkjumála. Urðu harðar deilur um mál þessi.
Árni Jiiskup fékk kristinrétt sinn að vísu lögtekinn
1275 á Alþingi og fékk þar með að formi lil viður-
kent dómsvald kirkjunnar i málum þeim, sem hún
hclgaði sér (hjónabandsmál, mál milli klerka og
leikmanna yfirleitt, um eiða, okur, heit o. s. frv.).
En kröfu hans um forræði kirkjuvaldsins á kirlcna-
eignum vildu leikmenn ekki samþykkja. Höfðu
leikmerin reist kirkjur á jörðum sínum í öndverðri
kristni hér á landi, réðu þeir presta tii þeirra og
höfðu haft forræði þeirra og eigna þeirra, með
eftirlili biskupa. Þessu forræði vildu þeir vitanlega
eigi sleppa, og stóð í miklu stíinahraki um þessi
mál lengi síðan (,,Staðamálin“). Lyktaði Staða-
málunum svo með sáttargerðinni í Ögvaldsnesi
1297, að leikmenn skyldi halda forræði þeirra
kirkna og fjár þeirra, er þeir ætti helming eða
meira i lieimalandi kirkjustaðarins („bændakirkj-
ur“), en biskup átti að taka forræði annara kirlcna
(,,beneficia“). Biskupar áttu reyndar einatt i
miklum erjum við veraldarhöfðingja mesialt þetta
timabil, út af þvi hvernig kirkjan framkvæmdi
vald sitt, þar á meðal um skyldu bænda til að
standa biskupum reikningsskap af kirkjum sínum
(Hrafn Brandsson—Ólafur Rögnvaldsson), um
skyldu þeirra til að hýsa biskup á yfirreiðum þeirra
(Jón Sigmundsson—Gottskálk Nikulásson) o. s. frv.
En þótt höfðingjum og rifböldum þætti stundum
biskupar harðbýlir á 13., 14. og fyrra hluta 15. ald-
ar, þá mun alþýða manna þó ekki hafa unað valdi
kirkjunnar illa. Hún mun hafa notið skjóls hjá
kirkjunni og verndar fyrir yfirgangsmönnum. En
þess þurfti við á þessum öldum, því að víkings-
andinn var eigi stórum minni en verið liafði í forn-
öld.
Á valdi kirkjuhöfðingjanaa verður gerbreyting
með siðaskiftunum. Vald þeirra liverfur að mestu
til konungs. Hann verður æðsti maður kirkjunnar
ineð sama hætti sem hann var áður yfirmaður allra
veraldarmála. Hann veitir nú biskupsembættin, íek-
ur biskupstíundina af biskupum og leggur hana
undir sig, leggur undir sig klaustrin og eignir þeirra,
lætur taka kirkjugripi og flytja af landi burt o.
s. frv. Um leið og vald kirkjunnar er brotið á bak
aftur, minkaði að sarna skapi mótsíöðual'l verald-
armanna gagnvart konungsvaldinu, þótt það væri
varla alveg farið fyrr en eflir nær 100 ár eftir siða-
skiftin. Siðaskiftin og verslunareinokunin voru
undanfarar einveldisins, sem ollu því að það hlaut
að verða samþykt hér viðstöðulítið á sínum tíma,
eins og raun varð á. í rauninni var einveldið kom-
ið yfir landið í verki og framkvæmd nokkru í'vrir
1662, þótt landsmenn liafi ekki beinlínis játast und-
ir það fyrr.
Ríkísvaldið hafði fjölgað lilutvérkum sinum frá
því, sem í fornöld liafði verið, að þvi leyti, sem
það hafði að mestu leyti tekið í sínar hendur lög-
gæslu og framkvæmd refsinga. Hafði kaþólska
kirkjan haft þetta vald til siðaskifta í sínum mál-
um, en þá tók veraldarvaldið það líka til sin. Ann-
ars var uinönnun ríkisvaldsins fyrir þjóðinni sísl
betri en áður liafði verið. I fornöld var verslunin
frjáls, en mestan liluta þessa tímabils gerði kon-
ungsvaldið verslun landsins sér að féþúfu og ein-
olcaði hana. Eftir siðaskiftin voru að vísu settir
latínuskólar á biskupsstólunum, en konungsvaldið
kostaði þá skóla ekki, heldur urðu hiskuparnir að
gera það að mestu levli. Á síðara hluta 16. aldar
fengu íslenskir stúdentar líka „Garðstyrk“ svo-
nefndan, og tóku upp lrá því að stunda háskóla-
nám í Kaupmannahöfn. í7vrir atvinnuvegina var
ekkert gert fremur en áður. Lítt gerði konungsvald-
ið til þess að verja landsmenn l’yrir erlendum ræn-
ingjum og reyfurum, sem eigi sjaldan gerðu hér
ýmislegt ilt af sér í manndrápum og ránum, hæði
á 15., 16. og 17. öld, þó að „Tyrkjaránið" 1627 sé al-
kunnast.1) Við og við munu Danir þó liafa sent
hingað einliverjar lierskipafleytur á 17. öld, en er-
indi þeirra var fyrst og fremst að gæta þess, að
fyrirmælum konungs um verslunareinokunina væri
fylgt, og að erlendar þjóðir bryti eigi bann það,
sem lagt var við fiskiveiðum þeirra í námunda við
Island.
Um heilbrigðismal var auðvitað lítið hugsað á
þessu timabili. Holdsveiki var þá mjög algeng hér,
svo að íiorft mun hafa til vandræða. Eina lieil-
brigðisráðstöfunin, sem hér mun hafa gerð verið
af hálfu konungsvaldsins, voru holdsveikraspítal-
arnir. Þeir voru settir hér 4 um miðja 17. öld, og
lagði konungur til jarðir undir þá. '
III. Tímabilið 1662—1874,
(Einveldistímabilið).
1. Danmörk Iiafði verið kjörríki til þessa, og
höfðu aðalsmenn og kirkjuhöfðingjar kosið kon-
unga og sett þeim kosti. Aðalsmenn liöfðu lengst-
um liaft margháttuð forréttindi fram vfir bændur
og kaupstaðabúa, þar á meðal skattfrelsi. En verja
skyldi aðalsmenn larid og leggja fram hergögn.
Danakonungar vöfðust í ýmsar styrjaldir á 17. öld,
og þóttu aðalsmenn geta sér lítinn orðstír í sumuin
þeirra. Iíaupstaðaborgarar voru víða í uppgangi
efnalega, og vildu að vonum láta meira á sér bera
en verið hafði. Bæði konungur, Friðrik þriðji, klerk-
ar og kaujistaðamenn vildu lækka aðalsmenn. Þeim
reipdrætti milli aðalsmanna og konungs lauk með
einveldisskuldbindingunni i Danmörku 1660. Varð
Danmörk nú erfðaríki og konungi var fengið ein-
vehli. Samskonar skuldbinding undirgekst Noreg-
ur, enda þótt Noregur væri að fornu erfðaríki. Til
íslands hafði einvaldsskuldbinding Dana eða Norð-
manna ekki náð. En þótt þarflítið mætti virðast,
þá þótti samt öruggara að láta íslendinga vinna
samskonar einvalds-heit sem hinar þjóðirnar. Var
höfuðsmanni þeim, sem þá hafði ísland að léni,
Ilenrik Bjelke, falið að taka eiða af íslendingum.
Stóð til að gera það á Alþingi, en höfuðsmaður
kom eigi svo snenuna til landsins, að þess yrði kost-
ur. Var formönnum landsins, biskupum, lögmönn-
um, sýslumönnum o. fl„ því stefnt lil Kópavogs-
þings. Þar undirgengust þeir einveldisskuldbind-
inguna 28. júlí 1662, sem alkunnugt er. Hafði höf-
uðsmaður vopnaða hermenn við hönd sér og mun
1) Ileyndar liafa Tyrkir verið hafðir hér fyrir rangri
sök. Þeir hafa aldrei rænt liér, heldur voru það arahiskir
sjóræningjar frá Algier. Þeir höfðu þá, og bæði fyrr og sið-
ar, víking að atvinnu, eins og forfeður Norðurlandabúa
og íslendiriga á Víkingaöldinni.
hafa gefið í skyn, að ofriki mnudi verða beitt, ef
menn gengi ekki lostugir til eiðanna. En hvernig
sem þessu hefir verið varið, þá var Friðrik þriðja
ocj niðjum hans heitið einveldi á íslandi 28. júlí
1062 í Kópavogi.
2. Á æðstu stjórn landsins varð þó engin breyt-
ing fyrstu 2 áratugina eftir einvaldsskuldbinding-
uria, En laust eftir 1680 kom breytingin. 1683 var
liöfuðsmannsembættið lagt niður. 1684 var skipað-
ur stiftbefcdingsmaður svonefndur yfir landið. Hann
átti að hafa æðsta eftirlit með embættismönnum
þess, einkum dómgæslunni og kirkjumálum. Sú
varð venja, að stiftbefalingsmenn þessir sátu í
Kaupmannahöfn og komu aldrei til landsins. Höfðu
þeir liér umboðsmenn sína. Stiftbefalirigsmenn áttu
að segja álit sitt um öll þau erindi, sem til kon-
ungs skyldi ganga eða þeirrar stjórnarskrifstofu,
sem málið skyldi afgreiða (Kancelli, Rentukannn-
er) Stiftbefalingsmannsembættið stóð að nafni
til þangað til 1770. Þá var landinu skifl í ömt. Og
þá var settur liér stiftamtmaður, sem jafnframt var
amtmaður í Suðuramti. Hann var æðsti embættis-
maður hérlendur til 1872. Stiftamtmenn sátu fyrst
venjulega á Bessastöðum á 18. öld, en síðan í
Reykjavik. Frá stiftamtmanni gengu inálin til Kan-
cellis eða Rentukammers í Kaupmannahöfn, með-
an þær skrifstofur voru til, en síðan til íslensku ■ »
stjórnardeildarinnar svonefndu, sem sett var á stofn
1848, en íslandsmál úrskui’ðuðu þá ýmsir dönsku
ráðlierrarnir að lokum (dómsmálaráðher.ra, innan-
ríkisráðlierra og kirkjumálaráðherra).
1872 var landshöfðingjadæmið stofnað. Lands-
höfðingi hafði ekkert amtmannsembætti á liendi.
Hann varð æðsti maður hérlendur og hafði eftirlit
með öllum hérlendum embættismönnum og var
slíkur milliliður rnilli ráðherra, sem með íslandsmál
l'ór í Kaupmannahöfn, sem stiftamtmaður hafði
áður verið.
1683 var stofnað landfógetaembættið. Landfógeti
var auðvitað húsettur liér, því að liann átti að hafa
eftirlit með konungseignum hér á landi og gjald-
heimtu allri. Sýslumenn og klausturhaldarar og
umboðsjarða áttu því að gera landfógeta reiknings-
skap ráðsmensku sinnar. Siðar varð landfógeti að-
eins féhirðir konungs hér á landi, og að lokum
féliirðir islenska landssjóðsins.
Þá var loks skipaður amtmaður hér 1688. Ilann
átti einkum að líta eftir kirkjumálum og löggæslu.
Hann varð og að eiga hér heimili, enda varð liann
milliliður milli æðri yfirvalda (stiftbefalingsmanna,
stiftamtmanna og landshöfðingja) og landsmanna,
þar á meðal óæðri embættismanna. 1770 var land-
inu skift í ömt. Urðu nú amtmenn upphaflega tveir,
annar i Suður- og Yesturamti, og var sá jafnframt
stiftamtmaður, en liinn í Norður- og Austuramti.
En 1787 var sérstakur amtmaður skipaður í Vestur-
amtið og var svo uns það var lagt undir amtmann-
inn í Suðurámtinu 1872, þegar landshöfðingj aem-
bættið var stofnað. Amtmennirnir liöfðu eftirlit
með sýslumönnum og þeir höfðu ákæruvaldið í
sakamálum.
3. Sýslumanna-embættin héldust mjög með
saina hætti sem áður. Eftir að fyrirmæli Norsku
laga Kristjátís 5. um meðferð dómsmála voru liér á *
komin (eftir 1720), þá varð sú breyting á dómgæslu
og dómsvaldi sýslumanna, að þeir dæmdu nii yfir-
höfuð einir i flestum málum. Hluttaka alþýðu- k
manna í dómsvaldinu hætíi þá Svo að segja alveg.
4. Kirkjusljórnin var með svipuðum hætti og
verið liafði síðan siðaskifti. En um aldamótin 1800
voru liinir gömlu biskupsstólar lagðir niður og varð
landið nú eitt biskupsdæmi, og sat biskupinn í
grend við Reykjavík fyrst lengi, en siðar i Reykja-
Talsími: 1291.
Austurstræíi 14.
JÖ
LOFTSSOIT
Umboðssala. — Heildsala.
Talsími: 1291.
Reykjavík.
Einkaumboð fyrir fjölda fyrsta flokks verksmiðjur, einkum í byggingarvörum, þar á meðai A.s. „Saho“, er framleið-
ir hinar víðfrægu „Expanko“-korkvörur: „Expanko“-korkgólf, er koma í staðinn fyrir „Linoleum“ og eru falleg, hlý, ein-
angra vel fyrir hljóði og mjúk að ganga á, svo fólk verður ekki þreytt í fótunum. „Expanko“-korkplötur til einangrunar
fyrir hita, kulda og hljóði í ibúðarhúsum, kælirúmum og frystihúsum. „Expanko“-asfaltlím til að lima með korkplötur á
veggi og dúka á gólf, fyrirbyggir einnig raka.
„Bansk Etemit-Fabpik“
er framleiðir „Eternit“-þakhellurnar, sem nú ryðja sér mjög til rúms. „Eternit“ fæst við allra smekk,.í mörgum gerðum
og rauðum, bláum og gráum lit. „Eternit“-þök þurfa ekkert viðhald, aldrei að málast og eru því raunverulega ódýrustu þökin.
Bergens Skiferco., er framleiðir steinþakhellur (Vosseskifer) ljósgráar, svartar og grænar. Ennfremur steinhellur á
gangstéttir, tröppur og stiga og slipaða hellu í borðplötur og gluggakistur.
Harðviðar-gólfborð, harðviðar-hurðir og eikargólf (eikar-parket).
„Halmit“-veggplötur til að nola á útveggi, loft og í skilrúm í staðinn fyrir viðarþiljur, þær einangra vel og eru sléttar
öðru megin, svo líma má á þær veggfóður. „Halmit“-plötur eru ódýrari en viðarþiljur.
„Ultra“-rúðuglerið. Það er búið til úr kvarz-krystal, svo að ultrafjólubláu geislarnir komast í gegnum það. Verkanir
þessara geisla i gegnum „Ultra“-glerið eru undursamíegir, börn þroskast mikið betur, fullorðnir verða lífsglaðari og heilsu-
betri, plöntur vaxa helmingi fljótar og hænsni verpa um þrið jungi fleiri eggjum, ef „Ultra“-rúðugler er í gluggunum. Úti-
lokið ekki heilsusamlegustu geisla sólarljóssins, dragið ekki að panta þetta gler. „Ultra“-gler er í hinum nýja, veglega barna-
skóla í Reykjavík.
Biðjið um verðlista og myndaskrár.
✓