Vísir - 25.06.1930, Qupperneq 5
VÍSIR
5
vík, svo sem kunnugt er. Hefir vald biskups og
vegur biskupsdæmis jafnan fremur farið minkandi.
5. Hreppstjórnin er með sama liorfi sem áður
var til 1834. Þá (8. jan.) kom út ný reglugerð um
fátækraframfærslu, sem af tók flakk þurfalinga
um hreppana og eru nú lireppstjórar ákveðnir einn
eða tveir i hverjum lireppi. Við þetta situr, þar til
tilsk. 2. maí 1872 um sveitarstjórn, og voru þá
hreppsnefndir fyrst kosnar.
6. Alþingi.
Á skipun Alþingis, þeirri, sem í Jónsbók segir
og lýst var áður, varð engin breyting fyrstu 60 ár
einveldisins. En eftir 1720 lcomst meðferð dómsmála
eftir norskum lögum á og dæmdu þá lögmenn ein-
ir í lögréttu, sem nú er oft nefnd lögþingisréttur.
Lögréttumenn urðu ekki annað en réttarvottar. Því
varð nú enn minni nauðsyn á því, að þeir sækti
allir þingið en áður. Og varð nú líka nægilegt, að
8 lögréttumenn væri í lögréttu, meðan dómstörf
fóru þar fram. Og er nú farið að kveðja átta lög-
réttumenn til setu í lögréttu úr livoru lögdæmi, og
eru þó stundum færri látnir duga. 1764 var fækk-
að í lögréttu úr 16 í 8, enda slcyldi nú aðeins nefna
20 lögréttumenn í Árness-, Gullbringu og Kjósar-
sýslum, og þar af áttu 10 að koma til þings annað
hvert ár til skiftis. 1777 var enu fækkað, þannig
að nú þurftu 5 einir Iögréttumenn að skipa lögrétt-
, una og loks urðu þeir 4 1796. Samþyktarvald Al-
þingis i málum löggj al'areðlis Iivarf ekki alveg úr
sögunni fyrr en um 1700, þrátt fyrir einveldið. En
eftir það fara aðallega dómsstörf og ýmiskonar
birtingar, svo sem tilskipana o. s. frv., fram í lög-
réttu. Sýslumenn gerðu þar og enn reikningsskil,þar
voru boðnar upp umboðsjarðir, sem áður, þaY voru
jarðir og stundum boðnar upp til sölu eða jafnvel
leigu, og ýms skjöl einstakra manna voru þar birt,
svo sem káupbréf og veðbréf, o. s. frv. Yfirréttur-
inn sat enn á Þingvelli. Varð amtmaður, og eftirl770
stiftamtmaður, venjulega forseti bans. 1735 var
heimilað að fækka meðdómendum niður í 12, og
1777 urðu þeir 6. Og stóð svo til 1800. Prestastefna
Skálholtsbiskupsdæmis var og lialdin á Þingvelli,
meðan Alþingi stóð. Og 1738 var stofnaður þar
gestaréttur, sem sýslumaðurinn í Árnessýslu átti
einn að skipa. Þessi réttur átti að dæma mál, er
kæini upp út af móðgunum, er menn yrði fyrir þar
á þingstaðnum.
Þing liófst til 1700 á Pétursmessu og Páls, eins
og fyrrum. En vegna almanaksbreytingarinnar það
ár var þingbyrjun nú sett á Seljumannamessu, 8. '
júlí, og stóð svo til 1754, er ákveðið var, að þing
skyldi hefjast 3. júlí. 1784 var þingupphaf aftur
fært til 8. júlí og stóð svo siðan. Til 1690 liafði lög-
réttan verið með gamla laginu, undir beru lofti og
innan vébanda. Þá var bygt lögréttuhús, sem stóð
síðan að nafni til. En lengst um var þvi báglega við
lialdið, og 1798 er það loks orðið svo lirörlegt, að
Magnús lögmaður Stephensen flýr úr því fyrir
þinglok, og var það síðan eigi notað til þinghalds.
Tvö síðustu árin, 1799 og 1800, var lög'þingisréttur
9 (lögrétta), yfirréttur og prestastefna Skálholts-
biskupsdæmis, haldinn í Reykjavík. Með konungs-
úrskurði 6. júní 1800 var Alþingi loks lagt niður.
Dómstigum var fækkað úr 4 í 3. Dómsvald sýslu-
* manna hélst, sem áður, en í stað lögréttu og yfir-
réttar kom „Ilinn konunglegi íslenski landsyfir-
réttur“, sem skipaður var 3 föstum dómendum og
sat alt árið. Loks var liæstiréttur i Kaupmanna-
höfn æðsti dómstóll í íslenskum málum, og hafði
verið það síðan á siðara hluta 17. aldar.
Alþingi var vitanlega ekki orðið nema skuggi af
því, sem það var fyrrum. Þar fór ekki annað fram
á 18. öld en dómstörf, þinglýsingar og reikninga-
gerðir gjaldheimtumanna. Og það varð æ og æ fá-
sóttara. Það mætti þvi ælla, að almenningi hefði
ekki verið mikil eftirsjón í þinginu. En þó kennir
nokkuð salcnaðar eftir þingið meðal almennings.
Við Þingvöll voru bundnar allmargar endurminn-
ingar úr lífi þjóðarinnar, sumar bjartar og glæsi-
legar, og þær liafa lengst lifað í hugum manna.
Aftur voru aðrar óbjartari. Á Þingvelli höfðu lands-
menn stofnað lýðríki sitt í fornöld og sett mörg
viturleg lög. Þar höfðu þeir tekið kristna trú og
þar höfðu þeir lengi vel varist yfirráðum erlends
konungs. En þar höfðu þeir líka. látið undan til-
raunum þess sama konungs og glatað frelsi lands-
ins. Á Þingvelli hafa þeir verið kúgaðir til að kasta
trú sinni á siðaskiftatímunum. Þar hyltu þeir kon-
unga löngum og þar áttu landsmenn að gangast
undir einveldið 1662. Á Þingvelli urðu einatt róst-
ur til forna og stundum hlóðugir bardagar. Þar var
réttur lítilmagnans oft einskis virði. Þar gætti á
síðari öldum Bessastaðavaldsins einna mest. Fáir
þorðu þar að sitja eða standa öðruvísi en æðsti um-
boðsmaður konungsvaldsins vildi. Það er oft svo
sem vilji hans væri mönnum lög. Dómaskipun
landsins var mjög óhentug orðin. Dómstigin voru
4, og olli það miþlum drætti á málum. Lögþingis-
réttur og yfirréttur voru háðir einu sinni á ári, og
var sú skipun auðvitað mjög óbentug. Það var því
ehgin furða, þótt hagsýnn maður og nýjungagjarn,
eins og Magnús Steplíensen var, legði til breyting-
ar á þessu skipulagi. Átli hann allra manna mest-
an þátt í því, að Alþingi var lagt niður, og sætti
víst ámælum ýmsra manna síðar fyrir það. En þeir,
sem nú líta ólilutdrægt og rólega á málið, munu
sennilega telja Magnús og þá, sem honum fylgdu,
hafa rétt séð, er þeir lögðu til, að Alþingi yrði
niður lagt og landsyfirréttur settur í staðinn.
Alþingi hið ngja.
Niðurlagning Alþingis hafði vitanlega ekki í för
með sér neina verulega breytingu á höguni lands
eða stjórn. Landsyfirréttur dæmdi mál þau, er til
lians komu, og sýslumenn fóru með gjaldheiintuna
sem áður, með eftirliti amtmanna. Yfirstjórn lands-
ins var sem fyrr i Kaupmannahöfn, raunverulega
í Kancellíi og' Rentukammeri. Þessar skrifstofur
voru afar seinar til afgreiðslu mála, þekkingin lítil
á íslands málum og áliugi og framtakssemi af
mjög skornum skamti, sem vænta mátti. En slíku
voru landsmenn vanir, og' liafa líklega talið það
sjálfsagt, að liinir háu herrar í stjórnarskrifstofum
þessum legðist á málin, eins og þeim lílcaði. Enda
var landinu svo að segja ekkert gert til gagns af
bálfu stjórnarinnar á þessu 45 ára milliþinga-tíma-
bili, nema ef kalía mætti flutning latínuskólans frá
Bessastöðum til Reykjavikur, og má þó sú ráðstöf-
un orka tvímælis.
Árið 1831 gaf Friðrik 6. fyrirbeit um stofnun ráð-
gjafarþinga í Danmörku, og' árið 1834 var skipun
þeirra ákveðin til þrautar. Skyldu þau 4 vera, eitt
í Hróarskeldu, og áttu þangað að sækja Eydanir,
aniiað i Vébjörgum, og skyldi Norður-Jótar heyja
það, þriðja skyldi vera í Suður-Jótlandi og hið
fjórða í Holtsetalandi. Áttu þing þessi að hafa ráð-
gjafaratkvæði um lagafrumvörp ýmiskonar efnis.
íslandi var ætluð hluttaka i Hróarskelduþingi. Kjöri
konungur þangað tvo l'ulltrúa fyrir ísland, því að
aldrei varð neitt úr því, að lög yrði setl um kosn-
ingar fulltrúa frá Islandi á Hróarskelduþing, enda
þótt viðleitni nokkur væri höfð i þá átt af hendi
stjórnarinnar. íslendingum var það Ijóst, flestum,
ef ekki öllum, að landinu mundi lítt nýtast af
dönsku ráðgj afarþingi, þar sæti fulltrúar ókunn-
ugir tungu og högum íslendinga. Baldvin Einars-
son ritaði fyrstur manna um nauðsyn á því, að Is-
land fengi sérstakt ráðgjafarþing. 1837 gengust
ýmsir góðir menn fyrir því, að samdar voru bæn-
arskrár og undirritaðar af mörgum mönnum til
konungs um sérstakt, íslenskt ráðgjafarþing. Með-
an Friðrik 6. var á lifi, var ekki við það komandi.
I stað þess var ákveðið, að stiftamtmaður og æðstu
embættismenn landsins skyldi koma saman annað
livert ár til að segja álit sitt um þau málefni, er
konungur vildi fyrir þá leggja. Nefnd þessara em-
bættismanna liélt tvisvar fund, 1839 og 1841. Frið-
rik 6. andaðist 3. des. 1839, en konungdóm tók
Kristján 8., gáfaður maður í samanburði við aðra
Aldinborgarkonunga og frjálslyndur, miðað við
þeirrar tíðar þjóðhöfðingja. Með úrskurði 20. mai
1840 bauð hann embættismannanefndinni að íhuga
það, hvort eigi mundi íslandi heppilegt, að liér yrði
sett sérstakt ráðgjafarþing og hvort það skyldi ekki
heita Alþingi, vera liáð á Þingvelli og vera sem
mest sniðið eftir hinu forna þingi. Nefndin lagði
til, að ísland fengi sérstakt ráðgjafarþing, er lieita
skyldi Alþingi. Meiri hluti nefndarinnar vildi liafa
þingið í Reykjavík, en minni hlutinn á Þingvelli.
Slóðu miklar deilur um skipulag þingsins og þing-
staðinn. Iiinir frjálslyndari íslendingar kröfðust
rýmri skilyrða kjörgengis og kosningarréttar til
þingsins en embættismannanefndin bafði lagt til.
Menn vildu láta heyja þingið í heyranda hljóði og
að alt færi þar fram á íslensku. Þessar lcröfur
fengu ekki álieyrn í fyrstu. Með tilskipun 8. mars
1843 voru loks sett fyrirmælin um hið fyrirliugaða
ráðgjafarþing á Islandi, og' kom það í fyrsta skifti
saman 1. júlí 1845.
Alþingi skyldi heyja annað hvert ár. Það var
liáð fyrir luktum dyrum 1845 og 1847, en síðan í
heyranda hljóði. Konungsfulltrúi mátti mæla á
dönsku, en þá skyldi þýða á íslensku ræður hans
jafnharðan. 1849 varð Páll Melsted amtmaður kon-
ungsfulltrúi, og síðan kom ekki til þess, að kon-
ungsfulltrúi mælti á dönsku.
Þingið starfaði í einni málstofu. Var það skipað
20 þjóðkjörnum þingmönnum (síðar 21) og 6 kon-
ungkjörnum. Var liver sýsla og Reykjavik kjördæmi
sér og lcaus einn fulltrúa til 6 ára.
Skilyrði kjörgengis og kosningarréttar voru mjög
þröng. Kosningarrétt höfðu upphaflega þeir einir,
sem áttu 10 hundruð í jörð að minsta kosti eða
timburliús eða steinhús í einhverjum verslunar-
staðanna, sem þá voru 27 alls, er næmi 1000 ríkis-
dala virðh eða hefði lífstíðarábúð á einliverri þjóð-
jörð eða kirkjujörð, er væri að minsta kosti 20
luindruð að dijrleika. Auðvitað var það ennfrem-
ur kosningarréttarskilyrði, að aðili hefði óflekkað
mannorð, væri 25 ára gamall og hefði forræði á
fé sínu.
Kjörgengisskilyrðin voru hin sömu, að því við-
bættu, að þingmannsefni skyldi að eins vera kjör-
gengur í því amti, sem fasteign hans var í, vera
þegn Danakonungs, kristinnar trúar, 30 ára að
aldri og hafa að minsta kosti verið 5 ár búsettur
í löndum Danakonungs í Norðurálfu.
Margir voru harla óánægðir með þessi ákvæði.
Fékst þeim loks breytt 6. jan. 1857. Nú var skilyrð-
ið um eignarrétt eða ábúðarrétt að fasteign felt
niður. Kosningarrétt fengu nú allir bændur, sem
höfðu grasnyt og greiddu eitthvað til allra stétta
(sveitar, ríkis, kirkju og prests), embættismenn og
menn með lærdómsprófi frá háskóla eða presta-
skóla, kaupstaðaborgarar, sem liöfðu tekið sér ból-
festu í einhverjum'verslunarstaðnum til að versla
þar eða reka iðn, og loks þurrabúðarmenn, ef þeir
guldu 6 rílcisdali til sveitar sinnar. 25 ára aldur,
óflekkað mannorð og krafan um fjárforræði héld-
ust óbreytt. En við var bætt þeim skilyrðum, að
kjósandi hefði verið búsettur eitt ár í kjördæmi og
stæði ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk.
Hinir sömu, er kosningarrétt höfðu eftir tilsk. 6.
jan. 1857, urðu nú yfirleitt kjörgengir. Búseta í
kjördæmi var þó ekki skilyrði. 30 ára aldursskil-
yrðið, 5 ára búsetan í löndum Danakonungs í
Evrópu og þegnskylda við liann héldust óbreytt.
Konur liöfðu hvorki kjöi'gengi né kosningarréit.
Stóðu fyrirmælin í tilsk. 6. jan. 1857 óbreytt, þar
til reglur um kjörgengi og kosningarrétt komu i
gildi síðan í stjórnarskrá 5. jan. 1874.
Á ráðgjafarþingunum sátu margir þjóðkunnir
menn, svo sein Jón Sigurðsson forseti, Þórður
Sveinbjörnsson yfirdómsforseti, Pétur biskup, Jón
Guðmundsson ritstjóri, Hannes Stepliensen og
Halldór Jónsson prófastar, Arnljótur Ólafsson,
Benedikt Sveinsson o. fl. Þingið liafði til meðferð-
ar á þessu tímabili öll þjóðmál, sem þá voru á
dagskrá, svo sem verslunarmálið, skólamál, fjár-
mál Islands og Danmerkur, fjárkláðamálið o. s.
frv. En það málið, sem lengst verður þó getið þing-
mála frá þessu timabili, er sambandsmál íslands og
Danmerkur. 5. jan. 1849 fékk Danmörk sín grund-
vallarlög. Konungur hafði lofað því 23. sept. 1848,
að grundvallarákvæði þau, sem setja þyrfti vegna
sérstöðu íslands til þess að koma skipun á stjórn-
fkipunarstöðu þessa „landshluta í ríkinu", skyldi eigi
sett f jrrr en leitað væri tillagna íslendinga á sérstök-
um fundi þeirra á íslandi. Yar þvi efnt til þjóðfund-
arins 1851. Þar lagði stjórnin fram frumvarp um
samband landanna, og skyldi grundvallarlög Dan-
merkur samkvæmt því gilda á íslandi, og ísland
átti þvi alveg að innlima í Danmörku. Yfirgnæf-
andi meiri liluti þjóðfundarinanna var algerlega
andhverfur frumvarpi þessu og samdi alveg sjálf-
stætt frumvarp. En lconungsfulltrúi sleit þá þjóð-
fundinum alveg fyrirvaralaust, þegar fundarmenn
ætluðu að taka frumvarp sitt til umræðu. Konung-
ur liét því nú að vísu 2. maí 1852, að gera ekki
fullnaðarákvarðanir um málið, fyrr en Alþingi
fengi það til meðferðar, en niðri lá málið þangað
til 1867. Var enn sem fyrr, að stjórninni fanst sér
ekki liggja á, þegar Island átti hlut að máli. Frum-
varpið, sem lagt var fyrir þingið 1867, var að ýmsu
leyti frjálslegt, en þó dró ekki saman. Meiri hluti
þings, með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar, gat
ekki fallist á frumvarpið. 1869 lagði stjórnin málið
enn fyrir þingið, og var frumvarp hennar nú lak-
ara en frumvarpið 1867, enda varð tilraunin 1869
árangurslaus. Setti nú ríkisþing Dana og konungur
stöðulögin svonefndu frá 2. jan. 1871, sem Alþingi
mótmælti saina ár. Samkvæmt stöðulögunum fékk
landið löggjöf og stjórn að nafni til í innanlands-
málum sínum. Ennþá vantaði fyrirmæli um það,
livernig þeirri löggjöf og stjórn skyldi fyrir komið.
Hafði Alþingi 1873 beðið konung til vara að gefa
landinu stjórnarskrá árið eftir á 1000 ára bygg-
ingarhátíð þess, og þá var stjórnarslcrá 5. jan. 1874
sett. Kom Kristján konungur 9. þá til Islands, sem
kunnugt er, og kom stjórnarskráin til framkvæmd-
ar 2. ág. 1874.
Fyrri liluti einveldistímans er einhver myrkasti
tíminn i allri sögu landsins. Þá stóðu galdramál
og galdrabrennur sem hæst. Einokunarverslunin
liafði þá, um 1700, nær því alveg drepið landsmenn.
Hallæri var þá og oft í landi. Höfðingjar lands-
ins lágu um og einkum eftir 1700 í hinum mestu
illdeilum. Valdabarátta og flokkadráttur stóð því
í vegi, að bestu menn landsins mætti njóta sín.
Þá gekk og stórabóla (1707) og lirundi niður þriðj-
ungur landsmanna, að því er menn telja. Og þótt
slakað væri á allrarömmustu einokunarákvæðun-
um, stóð það verslunarástand enn lengi, og í raun-
inni var engin viðreisnarvon, meðan það skipulag
stóð. Viðreisnartilraunir 18. aldar urðu því gagns-
litlar. Stofnun landlæknisembættis 1760 og lyfja-
búðar og sá vísir, sem kom upp til læknaskipunar,
má þó teljast til bóta. En yfir liöfuð má segja, að