Vísir - 25.06.1930, Side 6
6
VÍSIR
afturför einkenni fyrra hluta einokunartímans og
kyrrstaða síðara hlutann.
Tímabilið 1874—1918.
(,,Sérstjórnar“-tímabilið).
1. Danir fóru framvegis með öll þau mál, sem
íslandi var ekki útlilutað ineð stöðulögunum, svo
sem utanríkismál, hermál, gæslu íslenskrar land-
helgi, mynt, liæstarétt, álcvæði um konung og fána.
„Sérmálin“ svonefndu, er Danir létu ísland fá með
stöðulögunum, voru að vísu mörg og merk. En land-
ið liélt þó áfram bæði i verki og framkvæmd að
vera hluti Danmerkurríkis. Til sérmála taldist lög-
gjöf um öll borgaraleg málefni, hegningarlög, dóms-
mál, nema liæstiréttur, heilbrigðismál, samgöngu-
mál innan lands, fjármeðferð og skattamál, at-
vinnumál (verslun, sjávarútvegur og' landbúnaður,
iðnaður o. s. frv.). Eftir stjórnarskrá 5. jan. 1874
átti framkvæmdarvaldið i þessum málum að vera
í höndum konungs. En ráðherra framkvæmdi það
vald, þvi að konungur var ábyrgðarlaus. Til 1. fe-
brúar 1904 fór dómsmálaráðherra Danmerkur með
íslensk mál. Hann har raunveruleya enga lagalega
ábyrgð fyrir Alþingi og það hafði engin áhrif á það,
hver ráðherrastöðu þessari gegndi. Landsliöfðingja-
embættið stóð einnig til 1. febr. 1904. Fór lands-
liöfðingi með vald ráðherra hér að nokkru leyti.
Hann varð milliliður milli Alþingis og ráð-
herra og milli ráðherra og íslenskra embættis-
manna og einstaklinga, auk þess sem liann
tók sjálfstætt álcvarðanir um ýms mál. Amtmanna-
cmbættin liéldust og til 1. okt. 1904, og landfógeta-
embættið var lagt niður frá sama tíma, en Lands-
bankinn tók við féhirðisstörfum fyrir landssjóð og
liélt þeim til 1. sept. 1918, er rikisféhirðir var skip-
aður sérstakur. Sýslumannaemhættin liafa lialdist
jafnan svo að segja óbreytt. Síðan 1874 liafa þeir
verið innheimtumenn landssjóðsgjalda og formenn
sýslunefnda, enda höfðu sveita- og' sýslufélög fengið
allmikla sjálfstjórn 1872. Landsyfirrétturinn var
æðsti innlendi dómstóllinn, siðan liann var settur
á stofn og til 1. jan. 1920. Árið 1903 samþykti Al-
ingi til íullnaðar breytingar á stjórnarskránni 1874.
Höfuðbreytingin var sú, að stofnað var sérstakt
ráðherraembætti fyrir Island. Skyldi ráðherra nú
eiga heima í Reykjavík, skilja og tala íslensku, sitja
á Alþingi og bera ábyrgð fyrir þvi. Þessi skipun
komst á 1. febr. 1904. Voru nú settar upp 3 skrif-
stofur með sérstökum skrifstofustjóra fyrir hverri,
en landritari var yfir þeim öllum, en undir ráð-
herra. Var ráðherra einn til 4. jan. 1917. Þá urðu
þeir þrír, en landritaraembættið var lagt niður.
Markar breytingin 1904 alveg nýtt tímabil i sögu
landsins. Hér var flest enn ógert, því að danskir
dómsmálaráðherrar höfðu lítið framtak haft og lík-
lega litla trú á landinu. En nú varð skjót breyting
á. Stærsta framfarasporið mun símasambandið inn-
anlands og við önnur lönd hafa markað. Það var
skilyrði íslenskrar innlendrar heildverslunar og
stórútvegsins, sem nú reis upp og liefir síðan aukist
sem kunnugt er. Læknaskipun var stórbætt og
heilbrigðismál, og skólar stofnaðir, þar á meðal
lagaskólinn fyrst og háskólinn siðar. Vegir voru
lagðir og brýr bygðar framar en áður hafði verið.
Landið var i verklegum framkvæmdum orðið einni
öld á eftir nágrannalöndum sinum undir stjórn
Dana, þegar sérmálastjórnin fluttist inn i landið.
Og þurfti því mikils við, ef nálgast skyldi nágranna-
löndin á nokkru sviði.
2. ALÞINGI.
Það fékk nú hlutdeild i löggjafarvaldinu, ásamt
konungi. Verður þingið nú löggjafarþing um sér-
málin svonefndu í stað þess, að frá 1845—1874
hafði það að eins liaft ráðgjafaratkvæði um lög-
gjafarefni. Og að öðru leyti verður meginbreyting
á þinginu. Nú er þvi skift í tvær málstofur: Efri
deild og neðri deild. I efri deild áttu uppliaflega
sæti 6 stjórnkjörnir (konungkjörnir) þingmenn,
valdir til 6 ára, og 6 kjördæmakjörnir (þjóðkjörn-
ir) þingmenn, kosnir til efri deildar i sameinuðu
þingi þegar eftir almennar kosningar, til 6 ára. I
neðri deild sátu uppliaflega 24 þingmenn, allir
þjóðkjörnir. Voru þingmenn þá alls 36. Árið 1903
var hætt við 4 þjóðkjörnum þingmönnum, svo að
nú urðu þingmenn alls 40. Þar af voru nú 8 þjóö-
kjörnir kosnir til efri deildar, svo að nú var efri
deild skipuð 14 þingmönnum, en neðri deild 26.
Samkvæmt stjórnskipunarlögum 19. júni 1915
liurfu konungkjörnu'þingmennirnir úr sögunni, en
i staðinn komu 6 þingmenn kosnir hlutbundmam
kosningum um land alt til 12 ára.
Kosningarréttarskilyrði stjórnarskr. 1874 voru
tekin eftir tilsk. 6. jan. 1857. Kosningarrétt til Al-
þingis höfðu því allir bændur, sem höfðu grasnyt
og guldu nokkuð til allra stétta, kaupstaðaborgar-
ar, er guldu 8 kr. útsvar á ári, þurrabúðarmenn,
er guldu 12 kr. útsvar, embættismenn og menn með
lærdómsprófi frá háskóla eða prestaskóla eða öðr-
um slíkum skóla. Svo voru skilyrðin, sem áður,
25 ára aldur, fjárforræði, óflekkað mannorð, árs
búseta í kjördæmi og að aðili stæði ekki i skuld
fyrir sveitarstyrk.
Kjörgengisskilyrðin voru liin sömu, að búsetu-
skilyrði í kjördæmi fráteknu, en auk þess inátti
þingmannsefni livorki vera þegn annars ríkis né í
þjónustu þess — konsúlar voru því t. d. eigi kjör-
gengir —, átti að liafa verið 5 síðustu árin búsettur
í löndum Danakonungs í Norðurálfu og 30 ára að
aldri.
Konur voru hvorki kjörgengar né lieldur liöfðu
þær kosningarrétt.
Kosningarrétlar-skilyrðunum var breytt með
stjórnskipunarlögum 3. okt. 1903 þannig, að nú
fengu lausamenn einnig kosningarrétt. Skilyrðinu
um útsvarsgreiðslu var breytt þannig, að kaup-
staðaborgarar, þurrabúðarmenn og lausamenn
þurftu nú ekki að greiða nema 4 kr. útsvar á ári.
Með stjórnskipunarlögum 19. júni 1915 varð loks
milcil breyting á reglum um lcosningarrétt og kjör-
gengi tli Alþingis. Nú fengu allir, karlar sem kon-
ur, hvort sem þau áttu með sig sjálf eða voru hjú,
kosningarrétt, ef þau voru annaðhvort fædd hér á
landi eða höfðu átt liér 5 ár síðastliðin heimilis-
fang og fyitu að öðru skilyrði þau, sem áður getur.
Ivonur og hjú fengu þó réttinn eigi öll i einu, held-
ur fyrst 40 ára og eidrh næsta ár 39 ára o. s. frv.
Kjörgengir urðu nú og' þeir allir, sem kosningar-
rétt höfðu, nema árs búseta í kjördæmi var ekki
kjörgengisskilyrði. Heimilisfesti á íslandi varð nú
kjörgengisskilyrði, en nú fengu menn kjörgengi,
þótt þeir væru eigi danskir þegnar og þótt þeir
liefði ekki verið siðustu 5 árin búsettir í lönd-
um Danakonungs i Norðurálfu. Loks voru dóm-
endur yfirrétlar sviftir kjörgengi.
35 ára aldur var bæði skilyrði kosningarréttar og
kjörgengis við landkjör. Þessar reglur giltu nú til
ársloka 1920.
Nú var greint milli reglulegs Alþingis og' auka-
Alþingis. Reglulegt Alþingi átti að koma saman
annaðhvert ár, uppliaflega 1. júlí, en síðan 15. febr.
og aftur 1. júlí. Fyrir neðri deild hvers reglulegs
Alþingis skyldi stjórnin leggja frumvarp fyrir næst-
komandi 2 ára fjárhagstímabil. Fékk þingið þvi
ákvörðunarvald um það, livað úr landssjóði skyldi
gjalda. Ennfremur fékk þingið raunverulega skatt-
álöguValdið, því að engan skatt mátti á leggja,
nema með lögum. Ennfremur kaus þingið endur-
skoðendur landsreikninga og stjórnin var lögskyld
til að draga landsreikningana saman í einn aðal-
reikning óg Jeggja hann fyrir þingið i lagafrum-
varps-formi. Þingið úrskurðaði liann siðan með
þvi að sámþykkja frumvarpið breytt eða óbreytt.
Með þessum hætti féklc þingið vald til eftirlits með
allri fjárstjórn landsstjórnarinnar. Þingið tók og
snennna .að hlutast til um framkvæmdir ýmis-
konar, þó að þungt væri oft fyrir, þvi að úr litlu
fé var að spila og' stjórnin framkvæmdarlítil og'
ekki áhugasöm, enda illæri mikið nokkurn hluta
þessa timabils (milli 1880 og 1890).
3. Sambandsdeilan við Dani hin síðari.
Eigi má svo skiljast við Alþingi 1874—1918, að
eigi verði nokkuð minst á afskifti þess af stjórnar-
deilu landsins við Dani. Það lcom skjótt i ljós, að
íslendingum, ílestum liinna hetri manna, þótti eigi
svo farið með „sérmál“ landsins, sem vera átti.
Mönnum var það Ijóst, að þeim mundi lítill sómi
sýndur af hendi ráðherra, sem jafnframt var
B. S. R.
BIFEEIÐASTÖD BBTEJATÍEnE
Stofiiuð 1921.
Ein meÖ elstu bifreiðastöðvum á íslandi. — Daglegar ferðir austur í Fljótshlíð, til Vík-
ur í Mýrdal. — Bifreiðaferðir til Hafnarf jarðar á hverjum klukkutíma. — Til Vífilsstaða
kl. 12 á hádegi, 3, 8 og 11 e. h. — Bifreiðir ávalt til leigu í lengri og skemmri ferðir.-
Símar: 715, 716, 717.
...........................................................................................■■■■■■■■■■■■■■......mmmm.........................................................................................................■■■■■■■■.........mmm...........mmmm
K. Einarsson & Björnsson
Bankastræti 11.
Heildsala. — Stofnseít 1919. — Smásala.
Sérverslun í allskonar:
POSTULÍNS-, LEIR- og GLERVÖRUM — BÚSÁHÖLDUM — BORÐBÚN-
AÐI, 2ja turna silfurpletti og alpakka — DÖMUTÖSKUM — og ýmiskonar
TÆKIFÆRISGJÖFUM — BARNALEIKFÖNGUM í hundraða tali — MINN-
INGARGJÖFUM með íslenskum myndum úr postulíni. ,
Alt keyjit beint frá 1. flokks verksiníSjiim.
1 8
1 S
8
8
8
8
8
8
8
8
5. Stmi 436.
Heíir ávalt nýmóðins vörur, eft-
ir því, sem á heimsmarkaðin-
um ei’ í það skiftið, svo sem:
Allskonar lireínlœtis-
vörur — leðurvörur —
plettvörur og ýmiskon-
— ar smávörur. —
Ávalt nægar birgðir
— fyiirliggjandi. — g
Verslnnin Goðafoss
Laugaveg 5. Sími 436. ^
8
8
8
8
8