Vísir - 25.06.1930, Side 10

Vísir - 25.06.1930, Side 10
10 VlSIR Þórólf Bjarrrason, vildarmann Kolbeins unga, og Helgu konu Kolbeins. Allir eru þeir taldir upp meó nafni. Höfundurinn hefði eklti þurft að nefna nema tvo eða þrjá. Þeir, sem Sturlungu lesa, kvarta und- an, hve erfitt sé að muna hana til hlítar, og ]>að er satt. Menn liafa hvað eftir annað talað um, að það þyrfti að skrifa liana alla upp á ný, og sleppa öllum þessum ónauðsynlega fróðleik, en fá úl at- burðina sjálfa, lausa við sem mest af þessum mannanöfnum, sem annaðhvort enga þýðingu hafa fyrir núlifandi fólk, eða þá sáralitla. Tveir Norð- menn hafa ritað Sturlungu upp aftur fyrir lands- menn sína. Sá fyrri er hinn mikli sagnaritari þeirra, P. A. Munch, og hinn síðari er Paasche háskóla- kennari í Osló. Enginn vænir Sturlungu eða liöf- unda liennar þvi, að hún segi rangt frá atburðun- um, sem liún er að lýsa, eða efar að svona liafi það verið, sem frá er sagt. Þessi ínikli fróðleikur höfunda Sturlungu, og ná- kvæmni þeirra, þegar þeir voru að koma honum á bókfellið, merkir þó það fyrir síðari tímana, að ísland frá árunum 1100 til 1280 rís alveg upp úr gröf sinni fyrir hugsjónum lesandans. Skömmu eft- ir 1200 er hér borgarastyrjöld, sem hefst út af fínð- muncii biskupi Arasyni á Hólum. Sjö höfðingjar gerðu aðför að honum, til þess að reka hann burt af Hólastól, því að hann safnaði að sér förumönn- um og beiningafólki og eyddi fé staðarins handa þessum lýð. Þegar liann fékk ekki að vera á staðn- um eða þegar vistirnar þraut, þá fór hann með þessu fylgdarliði og gisti hjá bændum og át upp bú þeirra. Arnóri Tumasyni, sem með Sighvati Sturlusyni liafði barist við Guðmund biskup á Helgustöðum í Þingeyjarsýslu, var stefnt utan fvrir mótgerðir við biskupinn, en Sighvatur léði honum Tuma son sinn til að veila Skagafirði forstöðu með- an Arnór væri utan. Arnór dó í Noregi um vet- urinn í ónáð konungs og erkibiskups, en Guðmund- ur biskup sendi menn sína um veturinn til Hóla; þeir tóku Tuma fáklæddan úr rúininu um nótt, drógu liann og hröktu um gaddinn og drápu hann. Þá flýði biskup lil Grímseyjar og settist þar að. Sighvatur faðir Tuma, og Sturla bróðir lians, gerðu út skipaleiðangur til Grímseyjar, börðust við menn Guðmundar biskups, og tóku hann sjálfan'og fluttu hann nauðugan til lands, til þess að senda hann utan. Þetta var byrjunin til hinna miklu innanlands óeirða eða borgarastyrjaldarinnar, sem geisaði hér á Sturlunga tímunum. Um þessar mundir fer Hákon konutígur að vilja ná íslandi undir sig. Hann fær Sturlu Sighvatsson til að koma íslandi undir konung, og leggur þau ráð á, að hann skuli ekki drepa liöfðingjana, en senda sér þá, til þess að þeir afsali honum goð- orðum sínum. Sturla mælir sér mót við Gissur Þor- valdsson, að þeir skuli finnast ákveðinn dag með 40 manns hvor, við Apavatn, og mæla málum sin- um, en kemur til Apavatns með 120 menn og hand- tekur Gissur, lætur hann sverja sér eiða að fara utan. Gissur sver norskan eið, sem liann kallar, og á að fara utan, og maður er settur til að gæta mannaforráða hans. Gissur og Kolbeinn ungi finn- ast leynilega á Kili og afráða þar það, sem síðar kom fram. Sturlu var nú mest liugleikið að koma Kolbeini unga fyrir kattarnef. Hann kemur að vest- an með 500 manns og Sighvatur faðir haiis að norð- an, með aðra 500 til Skagafjarðar. Kolbeinn er þannig staddur milli tveggja elda, og ríður suður Kjöl, og þeir Gissur koma svo að sunnan. Með lið- inu, sem þeir fá að norðan og sunnan, bafa þeir 1600 manns, og liitta þá feðga á Örlygsstöðum 21. ágúst 1238. Þar falla þeir báðir Sighvatur og Sturla, og þrír aðrir synir Sighvats voru handteknir og hálshöggnir. Örlygsstaðabardagi var i raun réttri Hákoni konungi að kenna. Vígaferlaöldin heldur áfram lilífðarlaust og við- stöðulaust. Enginn heldur orð né eiða. Höfðingj- arnir sitja hver um líf annars, og keppast um að verða fyrri til að safna að sér liði og fara að liin- um, draga hann út úr bæ sínum og lífláta hann, eða brenna hann inni. Eina ráðið, sem nokkuð dugði, var að ganga milli bols og höfuðs á óvini sínum. Stundum voru menn lemstraðir, blindaðir, fól- eða handhöggnir, eða lamaðir svo, að þeir vrði aldrei að maiíni framar. Ófriðurinn, hermdarverkin og níðingsverkin voru líkust því, sem gerðist í rósa- stríðinu á Englandi. Sturlungaöldin er engu líkari en söguleiknum Henrik VI. eftir Sliakespeare, sem eru þrír hlutar, liver í 5. þáttuin, ef bætt er við þá Richard III., eftir sama höfund. Á Englandi er harist um konungsdæmið. Aðalmennirnir, sem berj- ast, ætla sér að verða konungar, eða eru að verja ’ konungdæmi sitt. En hér berjast sumir til að taka Noregskonung til konungs yfir landið, en sumir til þess, að halda yfirráðunuin yíir goðorðum sínum óskertum. Þetta verða svo manndráp á manndráp ofan og svik á svik ofan, þangað til Þórður kakali deyr í Noregi, líklega af eitri, Þorgils skarði, sendi- maður konungs, er höggvinn, og fíissnr Þorvalds- son genginn í klaustur, til að friða sál sína. Öllum þessum atburðum er lýst af sjónarvottum svo greinilega, að lesandinn getur séð það alt sjálfur, eins og það bar við. — Sagan er upprisa, — sagðí Michelet. íslenska annála munu menn hafa byrjað að rita á 13. öld. Hinn elzti þeirra mun vera Konungs ann- úll, eða Annales regii, sem kallaður er. Konungs annáll byrjar svo: A. D. (= árið) 842 brend Hamborg, og endar á atburðum, sem urðu 1341 .... kom upp eldur í Heklufelli .... myrk- ur svo mikið uin daga sem um nætur á vetur .... Utanferð lierra Gríms. í þessum annál er fjöldi viðburða úr íslands- sögu. Biskupaannáll Jóns Egilssonar, sem er saga biskupa fvrir lians daga, er ritaður siðast 1605. Hirðstjóra annáll Jóns prófasts Halldórssonar flokk- ar atburðina eftir hirðstjórum. Flateyjar annáU nær til 1400. Skarðsár-annáll, eða annáll Björns á Skarðsá byrjar 1400, og endar 1042, og fjölda af öðrum annálum mætti telja. Þeir vngstu ná til 1800. Annálarnir telja upp blátt áfram ýmsa atburði og setja þá niður á árin. Þeir segja venjulega frá í svo fáum orðum sem unt er. Það er atburðaskrá, athugascmdalaus. Atburðirnar eru ekki í neinu samliengi, aðeins taldir upp. Undantekningar fríi þessu eru helst Biskupa annáll og Ilirðstjóra ann- áll, sem setja atburðina í ramma af biskupum og hirðstjórum. Sýnileg eru áhrifin frá skólunum og biskupssetrunum. Annálar eru skrifaðir í Skálholti af Jón.i Egilssyni, en í Skagafirði eru annálar skrif- aðir á Skarðsá, Seylu og Vallliolti. Þar virðast áhrifin koma frá Hólaskóla. Ætla má, að lands- menn hafi fyrst fengið hugmyndina um annálana frá öðrum, sem áttu: Tlie four masters. Hinir elstu annálahöfundar hafa stuðst við og tekið eftir Chro- nicon Joannis Carionis, einkum með erlenda at- burði, sem þeir liöfðu lítinn fróðleik um. Chroni- con var þýskur annáll. Skotar eiga einnig forna annála, sem eru ritaðir á latínu. Þessi hugmynd um annálana er nokkuð svipuð ÞEGAR TIL REYKJAVÍKUR ER KOMIÐ — LIGGUR LEIÐ YÐAR UM HAFNARSTRÆTI í EDIMBORG Fullkomnasta Glervöru- og Vefnaðar- vöruverslun landsins. Þar fáið þér ódýrasta og besta Vefnaðarvöru, Leirtau, Kristal, Emalje- og Aluminium-vörur. Allskonar búsáhöld. Ferðakistur. Leikföng. Tækifærisgjafir allskonar. EDINBORG Hafnarstræti 10—12. - Reykjavík.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.