Vísir - 25.06.1930, Side 18
18
VISIR
Vélaverkstæði. — Járnsteypa.
Ketilsmiðja.
Tryggvagötu 54, 45, 43.
Reykjavík. Útbú HafnarfLrði.
Framkvæmdarstjóri: 0. MALMBERG.
Sftnar: 50, 189, 1189, 1289, 1940, 1789.
Símnefni: Hamar.
Tekur að sér allskonar aðgerðir
á skipum, gufuvélum og mótor-
um. — Framkvæmir allskonar
rafmagnssuðu og logsuðu, befir
einnig loftverkfæri. Steypir alla
bluti úr járni og kopar. — Rigið
modelverkstæði. Miklar vöru-
birgðir fyrirliggjandi. — Vönduð
vinna og fljótt af bendi leyst,
framkvæmd af fagmðimum. —
Sanngjarnt verð. — Hefir fyrsta
flokks kafara með góðum útbúu'
aði. — Býr til minni gufukatla,
mótorspil, snurpinótaspil, rek-
netaspil og „Takelgoss“.
íslenskt fyrirtæki.
Styðjid innlendan iðnað.
Islensk vikivakalðg
og önnur
íslensk þjóðlög, lirval.
Safnað hefir, raddsett og búið tilprentunar síra Bjarni Þorsteins-
son á Siglufirði. — Allir þjóðræknir íslendingar, vestan hafs og
austan, verða sjálfra sín vegna að kaupa þetta fróðlega hefti. —
Fæst hjá bóksölum um land alt, og í músikverslunum.
O0<
PÓSTHÚSSTRÆTI 2.
REYKJAVÍK.
Símar: 542, 309 og 254
(þrjár línur).
Pósthólf 718.
Símnefni: ,,Insurance“.
Allskoixai* sjó— og
bninatrygginga]*.
*
(Hús, innbú, vörur o. fl.).
Alísleiiskt
Sjó- og bruna-vátryggingarfélag.
Hvergi hetri og áreiðanlegri viðskifti.
-O-
En þá eða nokkru seinna er
hrent silfur, þ. e. skirt silfur,
tvöfalt dýrara en bleika silfrið,
og er þá hlutfallið 1: 8. Um 1100
er verðhlutfallið milli silfurs
og vaðmáls orðið 8:60 = 1:7%.
Síðan virðist silfurverðið enn
fara lækkandi, því að eftir
Jónsbók (1281) jafngildir silf-
ureyrir 6 aurum vaðmála, og
verðhlutfallið er því 1:6. Þetta
lilutfall hélst í sektagreiðslum.
í viðskiftum manna á meðal
varð hlutfallið síðar 1:5. Þurfti
þá eyri (= 2 lóð silfurs) fyrir
30 álnir vaðmála í innanlands
viðskiftum. I viðskiftum einok-
unarkaupmanna varð hlutfall-
ið annað, því að 1619 eiga þeir
að selja — því að silfurmynt
var skoðuð vara — spesíuna,
sem er eyrir silfurs, á 22% nl-
in, svo að hlutfallið er 6:22%
= 1:3% og síðar 1:4.
Gullið og vaðmálið var sem
60:1. Fyrir eyri (= 2 lóð) gulls
þurfti því 360 álnir vaðmála,
eða 3 kúgildi. En gullmyntir
gengu hér ekki, og gull hefir
sennilega lítt gengið hér manna
á meðal fyrr en á seiuni hluta
19. aldar. Það liefir aðallega
sést i skrautgripum.
III.
Viðskiftin við önnur lönd.
1. Almennar alhugasemdir.
Viðskifti eins lands við önn-
ur lönd hljóta mjög að fara
eftir því, livaða vörur landið
þarf að kaupa og hvaða vörur
það hefir afgangs þörfum sin-
um til útflutnings handa öðr-
um löndum, svo og hvort það
getur sjálft annast flutninga til
sín og frá sér. Nokkurn veg-
inn sömu afurða hefir hér ver-
ið aflað frá upphafi landsbygð-
ar og til vorra daga, þó að
vörumagn og vöruverkun liafi
ekki ávalt verið með sama
hætti.
Aðalátflatningsvara í forn-
öld var hér vaðmál og varar-•
feldir (þ. e. þurkaðar gærur).
Ullar er og getið um 1200. Fisks
cr víst ekki getið í fornöld, en
þegar kemur fram á 14. öld og
siðan er hann ein aðalútflutn-
ingsvaran (harðfiskur). Síðar
hætist við prjónles ýmiskonar
(sokkar, peysur, vetlingar o. s.
frv.). Æðardúnn hefir að
minsta kosti verið fluttur eitt-
livað út siðan á 16. öld. Lýsi
varð og snemma útflutnings-
vara. Svo var tekið að flytja
út kjöt, bæði sauðakjöt og
nautakjöt, á einokunartímun-
um.
Inn urðu menn að flgtja
nauðsynjar þær hinar söinu
flestar, sem afla verður frá út-
löndum enn i dag, svo sem
kornvörur, trjávið, —- íslend-
ingar áttu frjálst viðarhögg í
konungs skógi í Noregi í forn-
öld, — jáim, smíðakol, veiðar-
færi, drykkjarföng (bjór,
brennivín frá þvi á 16. öld),
tóbak (frá því á 17. öld), ýmis-
lconar klæðavöru og lérefta, o.
s. frv. En miklu hefir lengstum
verið minna brúkað af vörum
þessum að tiltölu en nú er gert.
2. Lýðríkistímahilið.
Allflestir landnámsmenn
komu hingað á skipum sjálfra
sín. Skipakosti sínum héldu Is-
lendingar nokkurn veginn fram
á 11. eða 12. öld. Sjálfir fóru
þeir þá utan, aðallega til Nor-
egs, og sóttu vörur sínar sjálf-
ir og stunduðu nokkuð kaup-
ferðir og farmensku. En jafn-
framt sóttu þó útlendir menn,
nær eingöngu norskir menn,
hingað með vörur og seldu þær
landsmönnum. Kauptún mynd-
uðust hér þó engin. Menn áttu
kaupstefnur við skip og það,
sem eigi seldist þar, fluttu ís-
lenskir menn með sér heim til
sín, en norskir kaupmenn tóku
sér venjulega vetrarvist með
bændum og fluttu til þeirra
varning sinn og seldu smám
saman. Fóru síðan utan næsta
vor, er þeir höfðu heimt skuld-
ir sínar. Eftir þvi, sem í sög'-
unum segir, lögðu goðorðs-
menn lag (þ. e. verðlögðu)
varning kaupmanna á kaup-
stefnum, og er þess sjaldan
getið, að óánægja hafi af því
risið. En líklega liefir þessi að-
ferð þó verið fallin í gleymsku
um 1200, því að líklega hafa
Norðmenn kunnað því illa, er
Sæmundur í Odda og Þorvald-
ur Gizurarson verðlögðu vör-
ur þeirra á Eyrarbakka 1215.
Þegar hingað er komið sögu,
þá mun skipakostur lands-
manna mjög vera þorrinn, og
verslunin mun mjög vera kom-
in i liendur Norðmanna, þótt
enn færi menn nokkuð út af
landinu til kaupskapar og suð-
urgöngu. Oft var vöruskortur
á vetrum á íslandi á 10.—13.
öld, og oft varð hæði skepnu-
fellir og mannfellir af sulti, svo
að nú mundi þykja ódæmum
sæta. Lögðu menn sér þá til
munns liverja óátu, svo sem
hrafna og melrakka. Oftast var
einliver skipaför úr Noregi til
íslands. En þær ferðir voru
með nokkurri hættu. Skipin
#voru lítil, menn voru leiðar-
steinslausir, höfin voru ekki
mæld eða kortlögð, liafnir voru
fáar góðar og vitar hér á landi
engir, höfin moruðu af víking-
um, sem höfðu það að atvinnu
að ræna kaupmenn. Sjóvá-
trygging var engin.svo að menn
urðu að híða tjón sitt óhætt,
ef sjór eða menn grönduðu fé
kaupmanna eða fjörvi. Urðu
margir skiptapar og manntjón
í kaupferðum milli Noregs og
íslands á þessum öldum. Það
voru og lög í Noregi, að kon-
ungur gat baniiað öllum skip-
um för úr landi. Þetta gerði
Ólafur Trygg vason eitt árið, er
hann var að kúga íslendinga
til kristni. Og þetta gerði Hákon
gamli nokkurum sinnum á 13.
öld, er yfir stóðu tilraunir lians
til að ná landinu á vald sitt.
Þau vandræði, sem slík far-
hönn hlutu að baka landinu,
voru ógurleg. Menu hlaut að
skorta eigi einungis erlendar
matvörur, heldur líka efnivið
í báta sína, járn í Ijái og veið-
arfæri, svo að erfiðleikar hlutu
líka að verða geigvænlegir um
fiskveiðar og heyjaöflun vegna
siglingaleysisins. En alt hjálp-
aðisl þetta að til að huga lands-
menn. Verslunarvandræðin
hafa sjálfsagt ekki átt lítinn
jiátt í því, að landsmenn gengu
Hákoni gamla Noregskonungi
á hönd árin 1262—1264.
3. Tímahilið 1262—1602.
í Gamla sáttmála hafði Nor-
egskonungur að vísu skuld-
buudið sig til að láta 6 skip
ganga af Noregi til landsins 2
næstu árin eftir 1262, en síðan
svo mörg sem konungur og
bestu hændur landsins teldi
henta landinu. Hvernig sem
um þetta hefir samist, þá er
hitt víst, að konungsvaldið
skeytti litt um siglingar til
landsins. Verslunin komst nú
alveg í hendur norskra kaup-
manna. íslendingar liætta nær
alveg kaupferðum til annara
landa. Biskupsstólarnir áttu þó
kaupför alt fram á 16. öld, og
sóttu nauðsynjar áínar til Nor-
egs. Verslunin er annars með
svipuðum hætti, að því leyti
sem sýslumenn lögðu venju-
lega lag á varning kaupmanna
þetta timabil. Menn versluðu á
kaupstefnum. En nú var svo
ákveðið, að skuldir skvldi lúka
kaupmönnum fyrir Ólafs-
messu liina fyrri (29. júlí), því
að nú aflagðist vetrarvist kaup-
manna hér að mestu. Fóru þeir
utan samsumars, og vetrarlega
kaupmanna var hér hráðlega
bönunð.
Fram um 1300 virðist hverj-
um hafa verið frjálst að flytja
liingað vörur til lands og selja
þær hér. En um 1300 tekur Nor-
egskonungur að banna öllum
utanríkismönnum siglingar
norður fyrir Björgvin og' til ís-
lands, nema leyfi konungs
komi til. Varð þá verslun við
fsland ófrjáls, og náði þetta
bann líka til íslendinga sjálfra.
Um 1350 veitir konungur kaup-
mönnum í Björgvin einokun á
íslenskri verslun og Björgvin
átti nú að verða upplagsstaður
íslenskrar vöru og var það lengl
í orði kveðnu, þannig að allur
íslenskur útílutningsvarniiigur
skyldi fyrst fluttur til Björg-
vinjar og lagður þar upp, livert
sem hann yrði síðar seldur. Fer
víst svo fram út 14. öldina, en
á 15. öld snemma virðast Eng-
lendingar taka að venja lcom-
ur sinar til lahdsins, hæði tií
verslunar og fiskveiða. Ömuð-
ust konungar Norðmanna og
Dana við þessu og lék nú ú
ýmsu á 15. öld. Stundum versl-
uðu Englar hér og fiskuðu leyf-
islaust, en stundum með kon-
ungs leyfi. Var verslun við þá
liagfeld, en heldur voru þeír
stundum óeirnir og léku einatt
hart umboðsmemi konungs-
valdsins. Þegar fram líður á 15.
öld, koma Þjóðverjar til sög-
unnar. Voru það Hansakaup-
menn, aðallega frá Hamhorg,
Lybiku og Bremen. Höfðu þeir
og' oft konungsleyfi, enda voru
Hansaborgirnar mjög voldug-
ar um þær mundir, og buðu
Danakonungi einatt byrgin.
Samkomulag milli enskra og
þýskra kaupmanna var oft
mjög ilt, svo að jafnvel lenti
með þeim í blóðugum hardög-
um, um 1500. Verslun Englend-
inga sýnist mjög minka hér éft-
ir þann tíma, en þó höfðu þeir
liér útgerð og vetursetu fram
um 1530, og hverfur þá verslun
þeirra víst að mestu úr sög-
unni. Aftur versla Hansakaup-
in'enn liér út 16. öldina, og
stendur verslun þeirra hér
mjög föstum fótum í öndverða
17. öld, þegar einokunarversl-
un Dana liefst, enda liöfðu þeir
víða reist hér liús og jafnvel
haft útgerð á vetrum. Svo virð-
ist, sem íslendingar hafi unað
dável skiftunum við Þjóðverja,
að minsta kosti í samanburði
við viðskiftin við einokuuar-
kaupménnina dönsku. Það er
að sjá, sem verslun hæði við
Englendinga og Þjóðverja liafi
reynst landinu heilladrýgri en
norska verslunin út 14. öld og
danska einokunarverslunin eft-
ir 1602.
4. Einokunarverslun Dana
1602—185tf.
Þessu tímabili má skifta í 2
kafla:
A. Timabilið 1602—1787, og
B. Tímabilið 1788—1854.
A. Tímabilið 1602—1787.
Konungsvaldinu þótti ekki
liæfa, að þýskir kaupmenu
(Hamborgarar, Bremarar og
Lybikumenn) hefði hagnaðinn