Vísir - 25.06.1930, Side 22

Vísir - 25.06.1930, Side 22
22 VÍSIR SNOT ^ Vesturgötu 17 88 hefir ávalt best, fallegast og mest úrval af alls- g g konar barnafatnaði, kven-prjónatreyjum og gfö peysum (jumpers), svuntum, nærfatnaði (úr ^ Sg ull, silki, ísgarni, baðmull og lérefti), margskon- gg ^ ar slæðum, klútum, hyrnum og treflum, vasa- kiútum, hönskum, sokkum og m. fl. £§ Verslið við VERSLUNINA „SNÓT“ Vesturgötu 17. Skúverslun Stefáns Gunnarssonar er ein með elstu verslunum þessa bæjar í sinni grein, og er gamalkunn fyrir þann vandaða skó- fatnað, sem hún hefir að bjóða. Verslunin hefir altaf kappkostað að geta boðið viðskiftavinum sínum það nýjasta á heimsmarkaðinum, með sanngjörnu verði. Verðfali og samkepni hafa aldrei haft áhrif á gæði varanna, og hin sívax- andi sala, og ánægðir viðskiftavinir eru bestu meðmælin. — Skóvinnustofa verslunarinnar framkvæmir allar viðgerðir fljótt og vel og með sanngjörnu verði. — Skóverslun. Austurstræti 12. Reykjavík. Ánægjan skín út úr þeim sem reykja Wulffs-vindla og aðrar tóbakstegundir úr brytjaður var niður, fjöru- maðki, kræklingi, keti, innýfl- um lir fuglum, hnísu, sel eða kindum. Á vetrarvertíð voru oft notaðir til þorskveiða stórir, berir önglar, sem fægðir voru í sandi. Lengi framan af var öll veið- in etin í landinu sjálfu. Frá því á 14, eða 15. öld fer liarðfiskur þó að verða meiri og meiri út- flutningsvara. Eins og gefur að skilja, skorti mikið á það á þessu tímabili, að fiskveiðar gæli talist örugg atvinnugrein. Oft reyndist lítið upp úr þeim áð liafa árum sam- an. Útvegsbændur lögðu því oft- ast jöfnum höndum stund á landbúnað, og oft var liann að- alatvinnugreinin. Hinar síðustu aldir tímabilsins var þeim þó tekið að fjölga, sem áttu af- komu sína alla undir sjónum. I fiskileysisárum urðu þeir að lifa við sult og seyru. Þegar alls- konar önnur óáran, bæði af náttúrunnar völdum, svo sem stundum var, og í verslun og stjórnarfari, bættist við þetta, leiddi það stundum til mann- fellis. Á þessum öldum tíðkaðist það lalsvert, svo sem verið hef- ir alt til þessa, að bændur sendu húskarla sina til sjóróðra á vetr- um, en lausamenn frá „sjávar- síðunni“ fóru aftur í kaupa- vinnu á sumrum. Af skýrslum þeim, sem til eru um skipakost landsmanna um þetía leyti, má sjá það, að landsmenn hafa átt allmiklu færri báta kringum 1770 held- ur en uin aldamótin 1900. Þó var talsvert færra um smábáta hið fyrra árið, sem nefnt var, svo að meðal-stærð bátanna hef- ir þá e. t. v. verið nokkuru meiri. Atbugun á skýrslum þeim, sem til eru um útfluttan fisk á 17. og 18. öld, sýnir, að meðal- útflutningur alls landsins er á ári hverju ekki meiri en nú afl- ast á einhverri hinna smærri verstöðva eða á einn stóran botnvörpung. II. Seglskipatíminn. Með 19. öld má segja að hefj- ist nýtt tímabil i sögu íslensks sjávarútvegs. Aldirnar fram til Jiessa hafa árabátar verið nær einu farkostirnir, en á þessu fímabili hefst þilskipaútvegur- inn, og má vel kenna 19. öldina við hin þiljuðu seglskip, þegar ritað er um fiskveiðar hér við land. Á fyrsta áratug 19. aldar tóku nokkurir framtakssamir menn við Faxaflóa að gera út þilskip, og hlutu til þessa nokkurn styrk stjórnarinnar, sem veitti verðlaun fyrir framkvæmdir i þessum efnum. Skip þeirra voru lítil, með einni siglu, smíðuð hér á landi, og gerðu þeir þau út til veiða á opnu hafi þann tíma ársins, sem síst var veðra von. Tilraunir þessar gáfu í fyrstu htið i aðra hönd, en var þó haldið áfram, og voru enn- fremur brátt teknar upp bæði á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þar notuðu menn skip þessi sér- staklega mikið í hákarlalegur. Arið 1828 voru þilskipin 16 á öllu landinu og 25 árum síð- ar voru þau orðin 25. Af þessu er Ijóst, að ekki hefir verið um neitt hraðfara aukningu á skipa- kostinum að ræða fram að þessu, þegar það kernur og til, að þilskipin eru um miðja öld- ina ekki farin að vera neitt að ráði stærri en hin fyrstu. En stærðin á þilskipunum var þá frá 8—15 smálestir. Eftir miðja öldina tóku fram- farirnar að gerast stórstígari. Nú fara menn að kaupa tví- sigldar skonnortur frá Dan- mörku og árið 1871 eru þilskip- in orðin 63 og til jafnaðar all- miklu stærri en fyrra hluta ald- arinnar. Næstu tvo áratugina, eða fram til 1890, eru ekki mikl- ar framfarir á þessu sviði. Liggja til þess ýmsar orsakir, lágt verðlag á fiski, hafisar og harðindi og loks hinar miklu vesturfarir landsmanna. Um þetta leyti voru að verða miklar breytingar á veiðiað- ferðum Englendinga. Voru þeir sem óðast að taka upp gufu- skip til botnvörpuveiða og vildu því selja „kútterana“, sem þeir höfðu áður notað, við vægu verði. Var þá Landsbank- inn nýstofnaður hér á landi, og studdi Tryggvi bankastjóri Gunnarsson menn ötullega til kaupa á fiskiskútum af Eng- lendingum. Varð nú á ör- skömmum tíma skjót aulcning á flotanum; um 90 þilskip bætt- ust við á síðasta áratug aldar- innar, flest frá Englandi. Voru flesl þessara skipa, er við bætt- ust, sæmilega á sig komin, liafði verið vel við haldið og voru yf- irleitt ekki sérlega gömul. Árið -1902 var þilskipaflotinn orðinn 162 skip*), 50—90 smálestir „brúttó“ að stærð. Fyrsta tug' 20. aldar ryðja gufuskip og vél- skip þeim óðfluga úr vegi. Það er engum vafa undirorp- ið, að þilskipaútgerðin var mikil framför í íslenskum fiskveið- um, frá því sem áður var. Með stærri og haffærari skipum gátu sjómenn betur boðið höf- uðskepnunum byrgin og stundað veiðar lengri tíma á ári hverju. Ensku skúturnar reynd- ust og vel fallnar til veiða hér við land, enda þótt það vildi við bera, að fiskimenn treystu þeim meira en efni stóðu til. Kom það því oft fyrir að skip þessi fórust og liafa íslending- ar þar mist mörg mannslíf i sjóinn. Eftir að þilskipin komu til sögunnar, voru menn ekki lengur rígbundnir við hin næstu mið, svo sem áður Iiafði verið. Skúturnar frá Faxaflóa-fóru nú að stunda veiðar fyrir Norður- landi og Vestfjörðum yfir sum- arið. Veiðarfæri á skútunum voru handfæri með 2 önglum, og voru 20—25 menn á hverju skipi. Til beitu var nú farið að nota síld, nýja eða frysta. Var það venja á sumrum að hafa meðferðis reknet (il að afla síld- ar í þessu skyni. Mest af beitu- síldinni var þó veitt í lagnet og nætur á fjörðum inni og geymt í íshúsum. Þau voru gerð eftir kanadiskum fyrirmyndum, og var liið fyrsta (Nordals-íshús) reist hér í Reykjavik 1894. Síð- an er kominn fjöldi þeirra víða um land, og hafa þau mikla þýðingu fyrir linuveiðar og færaveiðar. Á þessu tímabili varð og mik- il aukning á hákarlaveiðum fyrir Vestfjörðum og Norður- landi. Náðu þær hámarki sínu kringum 1880. Eftir það tekur smám saman að draga úr þeim, og í lok aldarinnar verða þær ekki taldar máli skifta sem at- vinnugrein. Þess hefði mátt vænta, að róðrarbátunum hefði fækkað jafnótt sem seglskipaútgerðinni óx fiskur um lirygg. Þetta fór þó á annan veg framan af 19. öld. Árið 1804 er talið að hér *) 3 eða 4 lítil gufuskip munu talin með í þessari tölu. hafi verið 2163 róðrarbátar, 50 árum síðar voru þeir rösklega 3500. 1874 hefir bátunum fækk- að lítið eitt, og eftir þetta tekur þeim verulega að fækka. Árið 1900 eru þeir orðnir heldur færri en i upphafi aldarinnar eða 2028. Mikil framför varð í allri útgerð hátanna á þessum tima. Sæmilegur seglaútbúnað- ur var tekinn upp, veiðar á línu bi-eiðast út og þorskanet verða almennari. ‘ Fiskverkunin breytist og á þessum árum. Um aldamótin 1800 er flutt út meira af liarð- fiski en saltfiski og helst það framan af öldinni. En þegar fram í sækir kemst saltfiskur- inn fram úr sem útflutnings- vara og verður brátt miklu fremri. 1855 eru t. d. flutt út yfir 20 þúsund skippund af salt.. fiski, en ekki nema röslc 3 þús. skippund af harðfiski. Hafði útflutningur á harðfiski þó far- ið heldur vaxandi það sem af var 19. öld, og hinn aukni út- flutningur á saltfiski var því eingöngu að þakka auknum afla. Eftir 1860 tekur að draga mjög úr útflutningi á harðfiski, og hverfur hann nú smám sam- an að kalla. — I npphafi aldar- innar var nokkur útflutninguí á „tunnufiski“ (söltuðum blaut- fiski í tunnum), en sú verkun- araðferð hverfur fljóíjega með öllu. Lítillega hefir verið drepið á það bér að framan, að á 19. öld fara íslendingar að nola síld til beitu við þorskveiðar. Er rétf að gera hér nokkura frekari grein fyrir uppliafi sildveiða hér við land og þróun á þessil tímabili. Danir og Norðmenn munu hafa gert hér einhverjar’ tilraunir til síldveiða undir lok 18. aldar, en ekkert framhald varð á þeim. Síldveiðar Islend- inga Iiefjast ekki fyrr en síðara hluta 19. aldar. Um 1860 setjast liér að nokkurir Nörðmenn á- Austfjörðum og við Eyjafjörð og reka þaðan síldveiðar með‘ stórum kastnótum, vörpum og' íagnetjum. Af þessum mönnum lærðu landsmenn sjálfir aðferö-' irnar við þessar veiðar. Þó voru- það aðeins veiðarnar í vörpu og. þó einkum í lagnet, sein náðit liér almennri útbreiðsíu, þar' sem þær voru mjög vel falln- ar tilaðafla síldar til beitu.Hins- vegar breiddust kastnóíaveið-' arnar lítið út,enda voru þær á- liættusamari vegna þesss, hvó' lílt göngur síldarinnar verðá séðar fyrir,og veiðarfærin næstd dýr. Kastnótaveiðin varð liér á landi svo sem í Noregi til mik- illar þrætu milli sildveiðimanná og hvalveiðimanna. Vildu hinir fyrrnefndu kenna hvalveiðÞ mönnum um það, er síldin gekk. elcki í firðina. Héldu síldveiði- menn því fram, að það væri hinir stóru skiðislivalir, er þá voru mjög veiddir, sem ræki sildina inn á firði. Er livölunum fækkaði Jiyrfti síldin ekki leng- ur að flýja undan þeim á hvað sem fyrir væri, eins og hún gerði áður. -— Nú orðið kveður mjög lítið að kaslnótaveiði. Nú hefir annað tímabilið i sögu íslenskra fiskveiða verið rakið í stórum dráttum. Á Jiessu tímabili verður niikil bylt- ing í útveginum, Jiví að nú hætla menn að vera bundnir við veiðar á opnum bátum á nálæg- ustu miðum, og eru farnir að geta sótt lengra á sjó á haffær- um þilskipum. Þó var síður en svo, að hinum opnu bátum væri útrýmt á Jiessu tímabili. í lok

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.