Vísir - 25.06.1930, Page 38
38
VlSIR
þetta af breyttum markaðsskil-
yrðum í útlöndum, sérstaklega
framförunum í vefnaðariðnað-
inum, sem gerði það að verk-
um, að vefnaður með einföld-
um tækjum borgaði sig ekki.
Fiskútflutningurinn óx að vísu
töluvert á þessu tímabili og er
t. d. rúmlega 2% sinnum meiri
1784 cn 1630. Það er þó álitið
að útvegur og aflabrögð lands-
manna hafi verið heldur lak-
ari á seinna liluta 18. aldar en
á fyrra liluta 17. aldar. Orsak-
irnar til útflutningsaukans
munu því vera minni fisk-
neysla á heimilunum og
danska verslunarútgerðin. —
Mestan liluta þessa tímabils
hélst landaurareikningurinn.
Peningareikningurinn var fyrst
leiddur í lög í viðskiftum við
kaupmenn með tilskipun 30.
maí 1776, en landaurareikning-
urinn stóð þá enn óbreyttur í
viðskiftum manna á milli um
stund og eimir enn eftir af
honum í hinum árlegu verð-
lagsskrám. Peningar voru þó
áður komnir nokkuð í umferð
og fer nú eftir þetta peninga-
umferð og peningagildi í sömu
braut og í Danmörku. Gull-
myntfóturinn er tekinn upp á
íslandi 1875 eins og í Dan-
mörku, og leiðir skilja ekki í
peningamálunum fyrr en eftir
heimsstyrjöldina.
Fyrst eftir að einokuninni
var létt af 1787 verður eigi
vart neinna verulegra breyt-
inga i atvinnulífi landsmanna.
Eftir hina langvinnu efnahags-
legu niðurlægingu voru lands-
menn bæði framtakslausir og
félausir ög hins vegar var
verslunin að eins gefin frjáls
þegnum Danakonungs.
Þegar líður fram undir
miðja 19. öld fer þó efnahagur
Iandsmanna sýnilega að glæð-
ast. Fiskútflutningurinn evkst
og aftur á móti eykst innflutn-
ingur á munaðarvöru sem er
ósvikinn mælir á efnahags-
ástandið. Vei’slunin er gefin
frjáls öllum þjóðum 1854, en
það er þó fyrst 1874, þegar
landið fær fjárforræði og eigin
stjórnarskrá, sem skilur fortið-
ina frá nútímanum í efnahags-
legu tilliti. Þetta er engin til-
viljun, því að einmitt í okkar
fólksfáa og fátæka landi eru
fjölmörg verkefni og fram-
kvæmdir ofviða bolmagni ein-
staklingsins, nema rikisaðstoð
komi til að rneira eða minna
leyti.
Áú þess að fara út í ítai’lega
lýsingu á efnahagslífi og fjár-
hagsafkomu síðustu 50—60 ára,
skal hér drepið á nokkur tákn
þeirra franxfara og umskifta
senx orðið liafa hér á þessu
tímabili. Um 1874 var fólks-
fjöldinn hér á landi i’úmlega
70000, en baustið 1928 var hann
tæplega 105000. Fólkinu hefir
því á þessu tímabili fjölgað um
hér unx bil 50%, og er það
mesta mannfjölgun senx orðið
hefir hér á landi síðan á land-
námsöld.
Velmegun þjóðarinnar hefir
þó vaxið margfalt liraðara.
Eitt íákn þess er. fjái’hagsaf-
koma rikissjóðs. A fyrsta fjár-
hagsári landssjóðs, 1876, voru
tekjurnar að eins rúmlega
311.000 kr. og var tæpur % af
því greiðsla frá ríkissjóði Dan-
merkur. Siðan lxafa þær stöð-
ugt aukist, og vóru nú, 1929,
samkvænxt bráðabix'gðaupp-
gerð, 16.139.000 kr. eða hér um
bil 52 sínnum liærri en 1876,
Að vísu má ætla, að íslenska
krónan hafi nú að eins ýí hluta
af verðgildi því sem bún hafði
our
Bestu og fullkomnustu bifreiðarnar
eru Willys six og Willys Knight.
. (AH prices and specificatinns subject
to changc without noticc)
DitraMe *> Deautifiil
ComfortaMe»Eeoiteiiileal
Your nearest Willys - Overland dealer will be pleased to exhibit and
demonstrate this triumph of modern design and scientific engineering.
HJALTI BJÖRNSSON & Co.
WILLYS>OVERLAND FINE MOTOR CARS
-,-rfrti-r,- , -
Timburhlöður
okkar við Vatnsstíg 6, Hverfisgötu 54, Laugaveg
39 — allar samliggjandi — hafa venjulegast úr
nægum birgðum að velja.
VINNUSTOFA
með nauðsynlegustu trésmíðavélum af nýjustu
gerð, býr til allskonar lista til húsagerðar o. fl. og
ÞURKUN
á timbri, á skömmum tíma, eftir nýjasta og besta
útbúnaði er nú einnig tilbúið. —
TIMBURKAUP
verða þvi enn hagkvæmari en áður fyrir alla,
sem gera þau í
IniuiBi ðma Issni
REYKJAVÍK.
Sími: 1104. Símnefni: Standard.
Nú purfa menn ekki
að kviða fyrir sárind-
um eftir rakstur.
UIIOL-rikstifsifiikifi
mýkir húðina, er blóð-
stillandí og sótthreins-
andí.
Iiiílls Rfiifek.
Aðalstræti 2. Sími 1414.
P. L. Mogensen.
fe
f
*