Vísir - 20.12.1931, Blaðsíða 5

Vísir - 20.12.1931, Blaðsíða 5
VÍSIR Sunnudaginn 20. des. 1931. Sunrise Avaxtasulta* Ýmsar tegundir fyrirliggjandi. Þórðnr Sveiosson & Co. Harmagrátar Einars „Þeim er mein, sem í myrkur rata.“ — Þetta sannast á Einari vorum Olgeirssyni um þessar mundir. Sú var tíSin, aS viiS verkakarl- arnir héldum a‘S Einar væri sæmi- legur maSur, óeigingjarn, og góS- viljaður okkur alþýSumönnum. ÞaS var um þær mundir, sem hann var að skjala sig imi á okkur. ViS héldum aö hann vildi í raun og veru gera okkur eitthvert gagn, en nú erum viS flestir komnir atS raun um, aö svo hafi ekki veriö. Hann vildi bara láta okkur fleyta sér inn á þing. Hann vildi hafa góö laun sjálfur. Hann vildi veröa þingmaöur og síöan ráöherra. Og hann baröist um á hæl og hnakka og rausaöi hátt um það, að við, verkamennirnir, ættum að fá hærra kaup. Það er hægt að tala. En við höfum ekki orðið varir við, að Einar hafi meint neitt með þessu rausi. Hann hefir að minsta kosti látið sér nægja hingað til, að reyna að æsa okkur og spana gegn þeim, sem við seljum vinnu okkar, en við lifum ekki á illindum og of- stopa. Hami hefir reynt að narra okkur út í verkföll, okkur til skaða og landinu til tjóns. Það en hægð- arleikur að orga hátt á strætum og gatnamótum, hóta öllu illu, böl- sótast og krefjast kauphækkunar. Það getur liver maður gert. Hitt -er vandasamara, að koma því heim og saman, að kaupið geti verið hátt og atvinnuvegurinn borgi sig samt sem áður, jafnvel þó að framleiðslan sé í nálega engu verði. — Það er ekki nóg að böl- sótast eins og naut í flagi eða garga út i loftið og heimta alt af öðrum. Men.11 verða að reyna að hegða sér, eins og þeir sé einhverri skynsemi gæddir, og hafi að minsta kosti óljóst hugboð um, að atvinnuvegir, sem framleiða ná- lega verð'lausar og óseljanlegar vörur, geti ekki ausið út stórfé, hvenær sem einhverri hortugheita- kind þóknast að heimta það. — Hver og einn heilvita maður hlýt- ur að sjá og skilja, að atvinnu- greinir, sem reknar eru með stór- kostlegu tapi ár eftir ár, hljóta a‘ð líða undir lok fyrr en varir. Hér er af engri auðlegð að taka. — At- vinnuvegir þjóðarinnar standa svo höllum fæti, að þeir þola ekki stór- kostleg skakkaföll ár eftir ár. Og hvað eigum við að gera, verka- menn og sjómenn, þegar búið er að eyðileggja öll atvinnufyrirtæki við sjávarsíðuna? Eigum við að labba upp í sveitir og reyna að verða matvinnungar hjá bændum? Eða eigum við að leggjast í flakk? — Eg veit það ekki. En eg er gróflega hræddur um, að neyðin verði förukona okkar alla þá stund, sem Einar Olgeirsson og aðrar manneskjur af svipuðu tagi hafa orð fyrir okkur og leika for- íngja verkalýðsins. Mesta blessun, sem verkafólkinu gæti i skaut i'allið, væri sú, að Einar Olgeirs- son og alt hans æsingastóð hyrfi úr landi. Það ætti að fara til Rúss- lands og lofa verkalýðnum ís- lenska að vera í friði. Einar Olgeirsson hefir ratað í hið svartasta kommúnista-myrkur og snýst þar um sjálfan sig, átta- viltur og alls vesall. —■ Hann er orðinn vonlítill um „tima“nlega upphefð sína og ber sig aumlega. Þingsætið er enn fjarri og búið að reka hann úr sildinni. Hann segir á einum stað, að það hafi orðið „hlutskifti sitt“, að gerast fram- kvæmdarstjóri Síldareinkasölunn- ar. — Vesalings Einar! Það varð lika „hlutskifti" hans að missa þessar 12—18 þúsund krónur á ári, sem einkasalan var látin borga honum. Hann segist nú reyndar hafa „ætlað ofan“ hvort sem var, en því trúir enginn maður við Eyjafjörð. — Sannleikurinn mun vera sá, að Einar hafi talið sig mega hegða sér að vild sinni i starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Síldareinkasölunnar, sakir þess að hann ætti öflugan samherja í rík- isstjórninni, sem leggja mundi líknarhendur sínar og blessun yfir alt framferðið og ekki þola, að hann væri rekinn frá starfi. En þetta brást, hvað sem veldur, og siðan er þetta illsára og mæðulega kjökurhljóð í honum, hvenær sem hann opnar munninn. Einar hlýtur að vita, að komm- únisminn getur enga framtíð átt hér á landi. Sparsöm og nægju- söm bændaþjóð lætur ekki póli- tíska æfintýramenn ná tökum á sér til lengdar. Hún fyrirlítur í hjarta sinu allar eyðsluklær, iðju- leysingja og æsingaskepnur. Hún „þarf ekki á helvíti að halda“ og neitar að gróðursetja það í ætt- landi sínu. Socialisminn mun og ekki eiga neina framtíð hér á landi, en leng- ur þvælist hann þó sennilega fyr- ir en hin ósköpin. — Og foringjar, sem heimta alt af öðrum, en ekk- ert af sjálfum sér, munu ekki standa sigri hrósandi á rústum þeirra atvinnuvega, sem reistir hafa verið á grundvelli nægjusemi, dugnaðar og framsýni einstakra manna og kynslóða. Öfgamennirnir hafa tilkynt bændum, að jarðirnar skyldi af þeim teknar, hvort sem þeim lík- aði betur eða ver. Og þeir hafa gefið i skyn, að bændur yrði drepnir, ef þeir stæði ekki upp af jörðum sínum með góðu. Hvenær risa bændur landsins, allir sem einn, gegn þessum fjandmönnum? Öfgamennirnir hafa ennfremur hótað því, að tekin skyldi öll framleiðslutæki af þeim, sem at- vinnu reka við sjávarsíðuna. Þeir a:tla að taka alt, sem hönd á fest- ir, sópa öllu til sín. Það á að heita svo, sem ríkið eigi að eignast þetta, en kunnugir vita, að menn- irnir eru bara að hugsa um sjálfa ,sig. — Þeim er alveg sama um aðra. Einar Olgeirsson var rekinn frá Síldareinkasölunni, sem kunnugt er. Nærri má geta, hvort hann muni hafa verið látinn fara að ástæðulausu, þar sem hálfgildings flokksbræður hans sátu i stjórn landsins. Því að það er víst, að stjórnin gat ráðið því, hvort hann sæti eða færi. Mér finst auðsætt, að stjórninni hafi verið nauðugur einn kostur að fallast á, að hann yrði látinn fara. En þegar þeir Jónas og Tryggvi leggja út x það, að láta reka vini sína nána eða samherja úr embættum og störf- um, þá mun óhætt að treysta því, að brýn nauðsyn reki á eftir. Hitt er skiljanlegt, að harmagrátur Einars verði mikill og langvinnur út af þessari meðferð og vonbrigð- um öllum saman, því að enginn leggur trúnað á þá sögusögn hans, að hann hafi „ætlað ofan hvort sem var“. Vox populi. I^usitania. —s-------- New York x des Nnited Press. FB. Að undanförnu hefir verið unn- ið að undirbúningi ráðagerðar um að bjarga ýmsu verðmæti úr Cun- arskipinu Lusitania, sem þýskur kafbátur sökti i heimsstyrjöldinni (í maímánuði 1916). Þeir sem standa fyrir þessari ráðagerð eru Simon Lake verkfræðingur, sem hefir sérstaklega lagt fyrir sig endurbætur á lcafbátum og köfun- ai’tækjum, og H. H. Raily kapt., sem m. a. er kunnur af starfsemi sinni í sambandi við suðurskauts- leiðangur Byrd’s. Hafa þeir sent umsókn til réttra hlutaðeiganda í Bretlandi, til þess að framkvæma jxessa ráðagerð sína. í fjárgeymsl- um skipsins er sagt að séu fjár- munir, sem eru þrjár miljónir dollara að verðmæti, og mikilvæg skjöl. — Lusitaniu var sökt átta mílum undan írlandsströndum um kl. 2 e. h. þann 7. maí 1916 á 245 feta dýpi. Skipið sökk á tæpri hálfri klukkustund, og vanst eigi tími til að bjarga ver'ðmætum flutningi né fjölda mörgum far- þegurn og skipverjum, sem voru alls á annað jiúsund, jiar af um 100 B andaríkj ajxegnar. Atburðurinn vakti mikla beiskju vestan hafs cigi síður en í Bretlandi og bresk- um nýlendum, og átti sinn rnikla þátt í því, að Bandaríkin sögðu Þýskalandi stríð á hendur. — Mælingar hafa leitt í ljós, að skip- ið liggur á 245 feta dýpi, en nið- ur á A-þilfar skipsins eru 175 fet. Sumir hlutar af yfii-byggingu skipsins og reykháfarnir eru auð- vitað á enn minna dýpi. — Lake og Raily áforma að útbúa köfun- aráhald til björgunarstarfseminn- ar, og er útbúnaði jxess haldið leyndum. En jieir halda því fram, að Jiað muni eigi taka langan tíma að ná geymsluskápum skipsins og draga jxá upp, enda vita þeir ná- kvæmlega hvar í skipinu geymslu- skáparnir eru. Þótt innri útbúnaði köíunaráhaldsins sé haldið leynd- um vita menn, að það er í lögun eins og kassi, 12 fet á. breidd, átta fet á hæð og lengd, og er þessu áhaldi skeytt við stálrör, sem get- ur staðist þrýsting á miklu dýpi. Innan í stálrörinu eru stigar, til hagræðis fyrir kafarana til Jiess að komast niður í köfunaráhald- ið. Loftræsluútbúnaðurinn kvað vera svo góður í rörinu og kass- anum, að svipað sé og í venjuleg- um kafbát. Raily og Lake gei'a sér góðar vonir um, að hægt verði að taka myndir af sölum skipsins, með nýjum tækjum, sem til þess hafa verið gerð. Tvö skip verða til aðstoðar við bjöi'guninj, er annað 134 fet á lengd, til flutninga á á- höldunum, og hitt er dráttarbátur. Bækur til jölagjafa. Biblía, 5.00 til 25.00. Sálmabækur 6.25 til 18.00. — Passíusálmar 5.00 og 7.00. — Helgist þitt nafn, eftir V. Snævarr 3.50, 5.00. — Almenn Kristni- saga, eftir Jón Helgason biskujx, 4 bindi, ób. 27.00, ib. 45.00. — Kristnisaga íslands, eftir dr. Jón Helgason biskup, 2 bd., ób. á 10 kr. hvort. — Frá heimi fagna^arerindisins, eftir Ásmund Guðmundsson dósent, ib. 15.00. — Fimm höfúðjátningar, eftir Sig. P. Sívei-tsen prófessor, ób. 8.00. — Dag- bókin niín, eftir Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú, ib. 4.00. — Píslarsagan, með myndum, ásamt hugvekjmn, eftir sr. Friðrik Hallgrimsson, ib. 5.00. —• Hundrað liugvekjur, ib. 12.00, 16.50. — Marteinn Lúter, eftir Magnús Jónsson prófessor ib. 6.50, o. fl. — o. fl. Heimskringla ób. 16.00, ib. 26.00. — Menn og mentir, I—IV, eftir próf. Pál E. ólason, ib. 100.00 og 120.00. — Saga Keykjavikur eftir Klemens Jóns- son ib. 25.00. — Islensk Lestrarbók eftir Sig. Nordal próf. ib. 10.00, 15.00, 18.00. — Islenskt þjóðerni og Islandssaga eflir Jón Aðils, hvor ib. á 10.00. — Fyrii-lestrar Þorvalds Guðmundssonar ib. 15.00. — Alþingismannatal ób. 10.00, ib. 13.50. — Undirbúningsárin eftir sr. Friðrik Friðriksson ib. 10.00. — Iceland eftir Þorst. Þorsteinsson ib. 10.00. — Norður um höf eftir Sigui’geir Einarsson ib. 17.50. — Ennýall eftir dr. Helga Pjeturss ób. 10.00. — Sildarsaga eftir Matth. Þórðarson ób. 10.00, ib. 17.50. — Goethe: Faust, isl. þýðing ib. 15.00. — Schiller: Mærin frá Orléans ib. 7.00. — Á íslandsmiðum eftir Loti ób. 6.00, ib. 12.50. — Vestan um haf, ljóð og sögur frá Vestur-lslendingum ób. 15.00, ib. 23.00. — lcelandic Lyrics ib. 15.00 og 25.00. — Vesalingar eftir Hugo ib. 21.00. — Maður og kona eftir Jón Thoroddsen ib. 10.00. — Piltur og stúlka eftir J. Thoroddsen ób. 6.00. — Bókin min eftir Ingunni Jónsdóttur ib. 6.50. — Saga Snæbjarnar í Her- gilsey ób. 7.00, ib. 10.00. — Ritsafn Stgr. Thorsteinson, 2 bindi ib. á 10.00. — Málleysingjar eftir Þorstein Erlingsson ib. 6.50. — Þúsund og ein nótt, 5 bindi í skinnb. 55.00. — Wallace: Ben Húr ób. 7.75, ib. 16.00. — Fisk- arnir eftir dr. Bjarna Sæmundsson ib. 15.00. — Dýralækningabók eftir Magnús Einarson ib. 15.00. — Ritsafn Gests Pálssonar ób. 12.00, ib. 17.50. — Saga frá Skaftáreldi eftir Jón Trausta ib. 20.00. — Keppixiautar eftir sr. Fr. Fr. ib. 5.00. — Frans frá Assisí eftir sr. Fr. Rafnar ób. 7.00, ib. 11.00. — Hrafnhildur, saga eftir Jón Björnsson, ób. 6.50, ib. 13.00. — Ragnheiður eftir Kamban, i skinnb. 22.00. — Ný bók: Kvöldræður í Kenn- araskólanum eftir sr. Magnús Helgason, ób. 6.00, ib. 8.00 og 10.00, o. fl. o. fl. Ljóðmæli: Hannes Hafstein. — Einar Benediktsson. — Herdís og ólína Andrésdætur. — Guðm. Friðjónsson. — Þorsteinn Erlingsson. — Davið Stefánsson. — Steingr. Thorsteinson. — Jón Thoroddsen. — Jónas Hall- grimsson. — Jakob Thorarensen. — Jón Magnússon o. fl. o. fl. — Haf- ræna, sjávarljóð og siglinga ib. 10.00. — Svanhvít ób. 1.75, ib. 6.00. íslensk söngbók ib. 5.00, o. fl. o. fl. Myndir úr Menningarsögu fslands eftir Sigfús Blöndal og Sig. Sigtryggs- son ób. 5.00, ib. 7.50. — Myndir Guðm. Thorsteinssonar. 8.00. — Myndir Rikhax-ðs Jónssonar 12.00, o. fl. o. fl. Barnabækur. Með litmyndum: Hans og Gréta, 3.00. — öskubuska 3.00. — Stígvélaði kötturinn 3.00. — Kynjaborðið 3.00. — Með myndum: Gosi, æfintýri gerfipilts 4.1-0. — För Gullivers til Putalands 1.50. — Tumi þum- all 2.50. — Þrautir Heraklesar 2.50. — Ferðir Múnchhausens baróns 2.50. — Æfisaga asnans 2.00. — Refurinn hrekkvisi 2.00. — Jólasveinai’íkið 2.50. — Skeljar 1.50 og 1.25. — Lísa og Pétur 2.00. — Ottó og Karl 2.25 og 3.00. — Sögur æskunnar 5.00. — Dýraljóð, dr. Guðm. Finnbogason safnaði, 5.50. — Alveg ný bók: Sögur handa börnum og unglingum, sr. Friðrik Hallgrímsson safnaði — fyrsta heftið ib. 2.00, o. fl. o. fl. Orðabók Blöndals ób. 75.00, ib. 100.00. — Dansk-íslensk orðabók 18.00. — Lexicon poeticum ób. 32.00. — Ennfremur orðabækur frá þýsku, ensku, frönsku á dönsku o. fl. orðabækur. Nótnabækur: íslenskt söngvasafn, 1. hefti, 6.00, ib. 8.00. — 2. hefti ób. 6.00, ib. 8.00. — (í Islenslcri söngbók eru allir textarnir við lögin i söngva- safninu). — Glettur 3.00, og 4 sönglög 4.00, eftir Pál fsólfsson. — íslensk þjóðlög Svb. Sveinbjörnsson 5.50. — lslensk þjóðlög, Max Raebel 3.00. — Harmonia, safn fyrir harmonium, Brynj. Þorláksson 2.00. — Forspil eft- ir Pál Isólfsson og Valagilsá eftir Svbj. Sveinbjörnsson koma út fyrir jólin. — Kirkjusöngsbók sr. Bjarna Þorsteinssonar ób. 20.00, o. fl. Encyclopædia Britannica, nokkur eintök fyrirliggjandi. — Enskar bæk- ur, margar nýjar merkar bækur, þýskar bækur, danskar og noi-skar bækur. — Bækur Gunnars Gunnarssonar, Kristmanns Guðmundssonai’, Sigrid Und- set, Axel Munthe: San Michele og Streiflys ib. o. fl., o. fl. — Mikið úrval af skemtilegum ferðasögum með myndum. Jólahefti — norsk — sænsk — dönsk — ensk, öll hin venjulegu. Kaupið jólagjafípnap 1 áp í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. WtXSOOOÍXXXXXXXXXSOOOOOÖCXXXXSOOOCXSOOOOOOOOOOÍSOOOOOOOOOt Aldar gæsir á jdiaborðlð. Þeir, sem hugsa sér að fá gæsir til jólanna, geri svo vel að panta hið fyrsta, svo nægur tími sé til að fita þær. Matarv. Tðmasar Jónssonar, Laugaveg 2. Sími 212. Laugaveg 32. Sími 2112. Bræðraborgarstíg 16. ' Sími 2125. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx — Raily er sem stendur í Englandi til jxess að semja við bresku stjórn- ina og stjórn Cunard-línunnar. — Áður en hafist verður handa um framkvæmdir verða öll áhöld þrautprófuð skarnt frá Brightling- sea. Hitt og þetta. Sextíu hækur á dag. Bókaútgáfa var engu xninni í haust en undanfarin haust, þrátt fyrir kreppuna. Frá árinu 1920 liefir fjöldi nýrra útgáfubóka auk- ist ár frá ári. Árið 1930 voru gefnar út í Bretlandi 22.567 nýjar bækur, eða að meðaltali um sextíu bækur á dag. Tölur þær, sem fyr- ir hendi eru um bókaútgáfu í ár, benda til þess, að enn fleiri bæk- ur verði gefnar út í ár en x fyrra. Auk þess verður að telja vafa- samt, hvort bókaútgáfa hefir nokkuru sinni komist á hærra stig en nú, að því er frágang snertir, pappír, prentun og band. — (Úr blaðatil. Bretastjómar. FB.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.