Vísir - 23.09.1934, Page 2

Vísir - 23.09.1934, Page 2
V I S I R Siguríur Kristjánsson áttræður. I dag verður átlræður Sigurð- ur bóksali Kristjánsson. Fár mun sá núlifandi manna liérlendra, er liafi að fagna meira lífsstarfi en Sigurður. — Hann hefir einn manna og stofnana i heimi komið til fram- kvæmda því þrekvirki, að gefa út allar Islendingasögur. Margir einstakir menn og félög hafa tekist þetta á hendur fyrr og síðar, en ýmist gefist upp, oft heldur bráðlega, eða að minsta kosti ekki til þessa dags náð takmarkinu. Sigurður lét og ekki sitja við það að gefa út Islendingasög- urnar fornu, heldur og Sturl- unga-sögu og Eddurnar báðar. Seldi liann bækur þessar allar svo lágu verði, að þær flugu út meðal ahnennings á íslandi og til annara landa, og haía komið út í tveimur útgáfum, sem . livortveggi er að miklu leyti uppseld. Áður en Sigurður hóf þessa útgáfu sína, voru flestar íslend- inga-sögur mjög torfengnar og flestar með öllu ófáanlegar á íslandi. Viðeyjarútgáfa Njáls- sögu var J)ó til á stangh og sög- ur þær, sem Bókmentafélagið gaf út eftir 1880. Aðrar sögur sáust varla. Hin „helga bók“, Sæmundar-Edda, var svo óþekt í bygðum landsins, að óhætt mun að fullyrða, að hún liafi ekki verið i höndum nokkurs manns í heilum sýslum, nema einstaka fræðiklerks. Allur þorri manna kunni engin skil á henni. Með utgáfum Sigurðar eru 5—6 þúsund allra þessara bóka komnar víðsvegar um Is- land og meðal íslendinga í Vesturheimi. Auk þess hafa þær verið keyptar af fræði- mönnum um Norðurlönd, í Þýskalandi, Hollandi, Englandi ,og í Vesturheimi. Jafnvel þótt Sigurður yrði að spara sem mest til útgáfunnar, svo að hún mætti sem ódýrust verða, vegna almennings á Is- landi, þá hefir hún verið í svo miklum metum, að liáskólinn í Leeds í Englandi notar þessa út- < gáfu (t. d. 2. prentun af Banda- manna-sögu og Gisla-sögu Súrssonar) við norrænukenslu þar, þrátt fyrir hinar nafnkunnu Halle-útgáfur Þjóðverja af þessum sögum. Margar aðrar ágætar bækur hefir Sigurður gefið út, þar á meðal ýmsar Ijóðabækur, svo sem þeirra Benedikts Gröndals og Einars Benediktssonar. — Munu þau heimili fá á íslandi, er ekki hafi kjörgripi nokkra í bókum frá Sigurði Kristjáns- syni. Sigurður er manna vinsæl- astur sakir mikilla mannkosta. Er hann traustur og drenglynd- ur, fróðliugaður og ræðinn. Gamansamur er hann og smá- glettinn, en hóglátur og óhlut- samur og hið mesta prúðmenni. Sigurður er hinn ernasti og sýnist mjög liinn sami að öllum þrótti og andlegu atgervi ára- tugum saman. Er það vel, er slíkir ágætis- menn verða langlífir í landi voru. B. Sv. Aumiligjar. ■—O--* Fyrst eftir aö stofnaö var banda- lag socialista og framsóknarmanna um stjórnarmyndunina, virtist svo sem þaö væru socialistarnir, sem heföi þar algerlega yfirhöndina. — Ef til vill hefir þaö nú líka hjálp- aö nokkuö' til 'aö festa menn í þeirri trú, aö socialistar létu ekki all-lítið yfir sér og þeim völdum, sem þeir heföi sölsaö undir sig. Þeir lögðu mikiö upp úr því, að starfssamningur stjórnarflokkanna væri allur bygður á fjögra ára á- ætlun alþýðuflokksins, svo aö segja ekkert annað en upptugga af henni. Og það voru nú heldur engar smáræðis handatiltektir, sem þeir gáfu mönnum í skyn, að von væri á af þeirra hálfu. Daglega var barið á bumbuna, „stjórn hinna vinnandi stétta“ til dýrðar, og hin- ir trúuðu fylgismenn tyltu varla tánum á jöröina, þegar þeir hlust- uðu á þann bumbuslátt. En nú viröast menn eitthvað vera farnir aö átta sig á þvi, að það muni veröa erfitt að lifa á bumbuslættinum einum saman. — Það var náttúrlega dýrölegt fyrir vegavinnumennina, að fá vegavinn- ukaupiö hækkaö, enda var ekki slælega barið á bumbuna, til þess aö koma mönnum í skilning um ]>að. En sá bumbusláttur er nú þagnaður, því að peningarnar eru búnir og vegavinnan að stöðvast. Verkamennirnir úr kaupstöðunum, sem þá vinnu hafa stundað, fara aö hverfa heim til sín, með léttar pyngjur, en vafalaust vongóðir ufn það, að „stjórn hirina vinnandi stétta“ hafi búið vel í haginn fyrir þá heima fyrir. — En það veröur ekki tekið á móti þeim með nein- um bumbuslætti. Þar mætir þeim i þess staö vaxandi atvinnuleysi, vaxandi dýrtíð og algert getuleysi eða þá viljaleysi stjórnárinnar til að bæta úr því. Engum til gagns hefir stjórnin, síðan hún tók við völdum, verið að gera ráðstafanir til að auka dýr- tiðina i kaupstöðunum. Socialistar keyptu því við framsóknarmenn, að fyrir hækkun vegavinnukaups- ins skyldi koma hækkun á kjöt- verðinu. Þeir þóttust með þessu vera að herma eftir Svíum! En annað hvort er það nú svo, að for- dæmi Svía á hér ekki við, eöa þá að stjórnarflokkunum hafa mistek- ist eftirhermurnar. Til þess að hækkun kjötverðsins nái tilgangi sínum fyrir bændur, verður kaup- geta kaupstaðabúanna að aukast. En hækkun vegavinnukaupsins hefir engin áhrif á það. í fyrsta lagi vegna þess, að það er svo lítill hópur manna, sem hennar nýtur og í öðru lagi vegna þess að af henni leiðir enga aukning á tekj- um, heldur aðeins styttingu vinnu- tímans, sem engin áhrif hefir á kaupgetuna. Og þegar þar við bæt- ist svo, að ríkistjórnin virðist ekki vera þess megnug, að halda uppi opinberri vinnu til jafns við það, sem verið hefir, og heldur ekki að leggja fram fé til atvinnubóta í kaupstöðum, eða á nokkurn hátt annan að auka kaupgetu almenn- ings, þá er auðsætt, að þessar flaustursráðstafanir hennar verða öllum til bölvunar. Að visu hefir stjórnin skipað margar og fjölmennar nefndir, til að annast framkvæmd ýmsra þvingunarráðstafana sinna, og hún launar vel þá menn, sem þær nefndir skipa. En litlar likur eru þó til þess, að kjötsalan vaxi nokk- uö viö ])að, því að þeir menn einir munu hafa hlotið þau „bein“, sem efni höfðu á ])ví að kaupa sér kjöt án þess aö fá til ])ess styrk úr rík- issjóði. En hver eru þá afrek socialista almenningi til hagsbóta? Hvar gætir áhrifa þeirra til aö bæta kjör verkílýðsins? — Þeir hafa látiö framsóknarmennina teyma sig úr einni vitleysunni í aðra, eins og hugsunarlausar skepnur. Og þó aö framsóknarmönnum verði ekkert gagn að því heldur, þá verður ekki vegur taglhnýtinganna að1 mfeiri ]>ess vegna. — Svo að segja allar ráðstafanir stjórnarinnar miða að því að auka á erfiöleika verkalýðs- ins. En þegar verkalýðurinn leitar svo til fulltrúa síns í stjórninni og biður hann um framlag til at- vinnubóta, um vinnu, þá er enga bænheyrslu að fá, enga liðveislu, enga úrlausn. — Máttlausir og úr- ræðalausir hanga socialistar i vald- afaðmlögum sínum við framsókn- armenn og láta þá ráða. En al- menningur er tekinn að æpa að „stjórn hinna vinnandi stétta“ ! O’Duffjr segir af sér formensku í Sameinaða írlandsflokkn- um og bláa liðinu, vegna ágreinings við aðra leið- toga flokksins. . Dublin 22. sept. — FB. O’Duffy hefir sagt af sér for- mensku í Sameinaða írlands flokknum og einnig formensku l)láa liðsins. Á flokksfundi í dag var samþykt, að taka lau'snarbeiön- ina til greina, en samþykt var yf- irlýsing þess efnis, að flokknum félli illa aö verða að taka lausn- arbeiðnina til greina. Cosgrave tek- ur nú við formenskustörfum í flokknum, en Cronin verður for- maður bláa liðsins. O’Duffy hefir neitað að veita blaðamönnum við- tal, en kunnugt er, að ágreiningur hefir verið milli hans og ýmissa annara leiðtoga flokksins. (United Press). 2000 manns fórust í J apan. Oslo 22. sept. — FB. Fregnir frá japan herma, að um 2000 manna hafi farist í ofviðri og af völdum flóða. Frá SiglDfirði. Óánægja yfir kjötverði. Siglufirði, 22. sept. — FÚ. Á bæjarstjórnarfundi hér á Siglufirði þann 19. þ. m. var samþykt tillaga frá Hertervig, með 9 atkv. gegn einu, að gera þau tilmæli til kjötverðlags- nefndar, að kjötverði sé liagað svo, að kjöt sé ekki dýrara hér á Siglufirði en á Akureyri og annarsstaðar á verðlagssvæðinu, og að almenningur fái í slátur- húsinu vetrarkjöt í skrokkum með heildsöluverði. Óánægja yfir aðflutningi verka- manna. Samþykt var með öllum atkv. tillaga frá Jólianni Guðmunds- Hræðilegt aámuslys í W rexham, Norður-Wales. Á annað hundrað námumenn króaðir inni í námugöngum að afstaðinni sprengingu. Mikiil eldur í námunni. London 22. sept. — FB. Hræðilegt námuslys varð í morgun í kolanámu í Wrexham í Norður-Wales. Varð sprenging i námunni og að henni lokinni gaus upp eldur og er Dúist við, að hann breiðist mikið út niðri í námunni. Þegar sprengingin varð kl. 3 í morgun voru 409 námumenn að verki og komust allmargir þeirra upp á yfirborð jarðar óskaddaðir. Aðeins 16 lík hafa fundist. Talið er, að á annað hundrað námu- manna séu króaði'r niðri í námu- göngunum, og óttast menn mjög um þá. Fjöldi manna hefir boðist til þátttöku í björgunarstarfinu og hafa nokkrir menn úr björgunar- liðinu mist meðvitund við björg- unarstarfið og þrír þeirra farist. (United Press). syni, og Gunnlaugi Sigurðssyni, að bæjarstjórn leyfi sér að mót- mæla aðflutningi verkamanna við Ríkisverksmiðjubygging- una, þar með smiða með eða án réttinda, með skirskotun til þess, að Siglufjarðarkaupstaður leggi í bygginguna 250 af 300 þúsundum króna, og sé sann- gjarnt, að bæjarmenn hafi for- réttindi til vinnunnar að öðru jöfnu. Sé oddvita falið að fá því framgengt við atvinnumálaráð- herra, að lála þá 11 menn er vegamálastjóri sendi liingað til Siglufjarðar, til að vinna að byggingunni, hætta, en Siglfirð- ingar séu teknir í staðinn. Aflahæsta skip síldarflotans. Vélskipið Ema hefir orðið hæsta skip síldarflotans. Það veiddi alls 15.464 tunnur. Þar af voru saltaðar 2698 tunnur. Heildarverð aflans var 41.606 krónur; liáselahlular 970 krón- 'ur og 81 eyrir. Úr Skagafirði. 22. september. FÚ. Fé ferinir. — Símslit. I óve'ðrinu 19. og 2Q. þ. m. fenti fé í Skagafirði, ög hefir rnargt drepist. Réttir eru byrjaðar, en ganga érfiðlega. Óveðrið olli einn- ig skemdum á símauum í Skaga- firöi. Fimm staurar brotnuöu og símþræðir slitnuöu. Heyskemdir. Hey, sem voru oröin þur, skemd- ust lítið i óveðrinu, enda voru þau að mestu i sátum. Mikið er enn úti af heyjum, bæði seinni sláttur á túnum, og úthey. Uppskera úr görðum. Spretta í görðum hefir verið góð í sumar, en erfiðlega hefir gengið að ná uppskerunni. vegna stöðugra úrfella. Bálur finst rekinn. Þriggja rúma bátur fanst rekinn á Borgarsandi í gær, lítið eitt brot- inn. Við rannsókn kom í ljós, að bátinn myndi eiga menn, sem voru að heyja í Drangey, en mennirnir eru frá Siglufirði. í gærkveldi kyntu þeir bál í eyjunni, og fór vél- bátur kl. 3 í nótt frá Sauðárkróki til þess að vitja um mennina, og er hans aftur von i kveld. Síldveiði. Nýlega er síldveiðin hætt á Skagafirði. A Sauðárkróki hafa , verið saltaðar 11000 tunnur, og um 7000 tunnur frystar. Prestskosning. Prestskosning fer fram á Sauð- árkróki á morgun. Um prestakallið sækja síra Lárus Arnórsson í Miklabæ,' síra Björn Stefánsson í Auðkúlu, sira Helgi Konráðsson á Höskuldsstöðum, og Magnús Run- ólfsson guðfræðikandidat úr Rvik. Forvaxtahækkun. Danzig 21. sept. FB. Þjóðbankinn hefir hækkaö for- vexti úr 3% í 4%. (United Press). Lifsábyrgðarfélagið THULE fc|f Stokkhólmi Stærsta og bðnu^hæsta lífsábyrgöar- félag Norðorlaoda. Allar tegiindlr líf- Sjnkra- og og eliitrygginga. slysatryggingar. Aðalumboð THULE á íslandi : Cari D. Tulinius & Co. Aastarstrætl 14, 1. hæð. Símar: 2424 og 1733, Utan skrlfstofatíma: 2425.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.