Vísir - 23.09.1934, Blaðsíða 5

Vísir - 23.09.1934, Blaðsíða 5
VlSIR Sunnudaginn 23. sept. 1934. íflóst Flygeariog og Einar ÞorgiUson útgerðarm. og fyrv. alþingism. Hafnarfirði. Fró'ölegt er að lifa lengi, leika á slitna gígjustrengi, bera saman Sögu og mengi, sjá hve öldur risa hátt, svo hvaö hefir mestan mátt; ljúfum sögnum lýsa hærra, lyfta oröstír vina kærra, sendum nú úr suöurátt. Dáleiddur eg dró, en mundi, dánarfregn frá Eyra(rsundi; sá eg fyrir siöstu fundi, sorgarleik og herleiöing fornvinar míns Flygenring; frá því hann var fjórtán vetra, fanst honum á sjónum betra, en liggja heima líns á bing. Sá eg vera á sveimi marga, suma komna til aö bjarga, aðra sýnast auðnu farga, átti þetta málaliö, alskyns viðhorf, augnamiö; i þeirra hóp eg hitti að máli, hetjumaka af gulli og táli, þektan Einar Þorgils niö. Það var meir en þykja gaman, þessa menn aö vita saman, að efla gengi auka framann, atvikanna lögum háð, tilsvarandi trú og náð; enda virtist á þvi bóla, aö þeir næmu hærri skóla, en trúöskap þann sem til er sáö. Leiðin var svo lik hjá báöum, lýsti framtak sönnum dáðum, hugðnæmir i hollum ráðum; hugur stór og liðtæk mund, á það lögöu alla stund: að virkja tímann, vaxta lániö, varast jafnan hugarránið, aöalsmerlci á alla lund. Þessa menn skal þjóðin dreyma, þeirra nöfnum skal ei gleyma, minning þeirra munu geyma, menn sem vilja líta hátt, einnig þeir sem eiga bágt; þar er rökstudd reynsla og kenning, rót og merki um hreina menning, trú og dygö viö tengdan mátt. LokiÖ er nú lífsins önnum, letrast kveöjur sæmdarmönnum, þakklátri frá þjóö og grönnum; þar er' samanburður vís, vökumönnum vöxtur pris; staðfastir í starfi og orði, stýrimönnum lærdómsforöi; dæmist þegar dagur rís. Skjótar eru skýja borgir, skammæar sem þjóöa sorgir; margir reynast miöur þorgir, menningar að styðja brag, orkulangan æfidag; frjálshuga því flestir unna foringjum sem leysa kunna vandkvæði, og vinna i hag. Hvað er þessi þekking manna? þáttur úr sögu viðburðanna, hjá þeim kærleik húsfeðranna heimilis á æfi gnoð, tileinkaö því traust og boö; ástvinir því sárast sakna, sælar minningar er vakna., Veri guð þeim vernd og stoð. Heyriö lúður lifsins gjalla, leiöarvísir fyrir alla, yst frá strönd og inst til fjalla, örfun þeim sem hafa þor foringjanna föllnu í spor; sjálfstæðið er sigur þjóða, sannleikurinn einn má bjóða endurreisnar æsku vor. Þorsteinn á Grund. Danmsrkartðr íslenskra Mentaskólapilta. Eins og kunnugt er, komu liingað snemma í júlímánuði 22 danskir Mentaskólapiltar og dvöldust hér rúman hálfs mán- aðartíma. Sá rektor Mentaskól- ans um viðtökurnar og ferðuð- ust piltarnir allmikið um hér sunnanlands meðan þeir stóðu við. Var Pálmi rektor Hannes- son oftast í fylgd með þeim, en auk þess kennarar Mentaskól-* ans, einn eða fleiri, og nokkurir skólasveinar. Foringi hins danska skólaleiðangurs var Ein- er rektor Andersen, skemtileg- ur maður og hispurslaus. — Svo hafði verið xnn samið, að jöfn tala skólapilta héðan (22), þeirra, er lokið hefði prófi i vor upp úr 5. bekk Mentaskól- ans, skyldi fara til Danmerkur með hinum dönsku skólapiltum og dveljast þar viðlika langan tíma og hinir höfðu dvalist hér. Foringi fararinnar var Einar Magnússon, mentaskólakennari. — Piltarnir komu úr leiðangrin- um um miðjan fyrra mánuð og láta hið besta af viðtökunum og veru sinni suður þar við Eyrar- sund. — Fer hér á eftir frásögn eins þessara ungu og óráðnu sveina. Lagt var af stað héðan sunnu- dagskveldið 22. júlí kl. 8. Hafði veður verið gott um daginn og hélst svo alt kveldið. Eins og hér ei venjan, fór fjöldi fólks niður á hafnarbakka til að kveðja ættingja og vini. Kl. 8 lét e.s. Island úr höfn, og meðan leystar voru land- festar sungu íslensku og dönsku skólapiltarnir þjóðsöngva ríkjanna beggja. Skömmu síðar fóru menn að at- huga híbýli sín. Fundu nokkurir til sjóveiki þegar í stað að kalla mátti og fóru snemma í háttinn. Við Vestmannaeyjar var lagst fyrir akkeri næsta morgun snemma. Viðstaöa var lítil sem engin og haldið af stað aftur ettir i klst. Var þá heldur hvassara en | kveldið áður, en sjóveiki þó minni. Veður hélst gott allan daginn og „drápu menn tímann“ með bóka- lesri eða spilatnensku, þeir er það kusu heldur. Með kveldinu stærði sjóina og bar þá heldur meira á lasleika. Daginn eftir var veður fremur leiðinlegt, skýjað loft og smáskúr- ir, og fór heldur versnandi er á daginn leið. — Rétt áöur en komiö vat til Þórshafnar mætt- um við skcimtiferðaskipinu „Monte Rosa“, senn var á leið til íslands. Ilafði þaö kent grunns kveldið áð- ur, skamt undan Þórshöfn, en losn- að hjálparlaust af skerinu með flóðinu að morgni. Var það nýlega losnaö, er við mættum því. Til Þórshafnair var komið kl. //2 utn daginn, -og lagðist skipið að I^rygTgrjti- Tilkynt var að állir skyldi vera komnir á skipsfjöl kl. 6)4, því aö þá yröi lagt af stavð aftur. Fóru síðan á land allir þeír er vetlingi gátu valdið, og skoð- uðu bæinn. Þegar í Færeyjum urð- um við ísleridingar varir við breyt- ingu á loffcslaginu, því að þó að veður væri ekki gott og sólarlaust, fanst okkur mjög hlýtt. KI. 5 var háður kappleikur milli H. í. K., | sem einnig var með skipinu, og Færeyinga, og báru h.inir fyrri stg- ur úr býtum með 4:0. Kl. 6/2 var lagt i'jr höfn og akk- erum varpað fyrir utan, en „Dronn- ing Alexandrine", sem kom i þeim .svifum, lagðist rað hafnarbakkan- um. Hafði upphaiflega veriö ákveö- iö, að halda strax áfram, en upp- skipun úr færeyskum kútter tafði brottförina svo, að ekki var farið fyr en kl. 9. Var þá komið hið leiðinlegasta veður með regni og nokkurum stormi. Gerðust nú margir sjóveikir, og þó fleiri er á kveldið leið. , Næsta dag, miðvikudag 25. júlí, var enn úfinn sjór, er við vökn- uðum, svo að ýmsir voru illa haldnir af sjóveiki. Vorum við því heldur latir að fara á fætur, og ekki voru allir risnir úr rekkju fyr en um hádegi. Um morguninn hafði verið léttskýjað, en eftir há- degið sást hvergi sxý á lofti. Kl. II árdegis sást land fyrir stafni, Shetlandseyjar. Að morgni næsta dag var skýj- að loft en greiddi til og gerði besta veður, glaða sólskin og steikjandi hita. Gekk ferðin hið besta þann dag allan, enda var byr hagstæður. Lágu menn nú fyrir ofan þilja og nutu sólarinnar. Sumir lásu, aðrir spiluðu á spil og glymskrattinn hamaðist. Þann dag tóku skóla- sveinar, íslenskir og danskir, f jölda mynda. Mikinn hluta dagsins höfð- um við landsýn til Noregs, og sá- ust þar ýmsir bæir, svo sem Krist- jánssandur. Þá leyndi sér og ekki, að komið var á fjölfarnar skipa- leiðir, þvi að svo mátti heita að iskip væri i hverri átt, að sjálf- sögðu mest megnis vöruflutninga- skip og bar einna mest á „timbur- skipunum“. Um kl. 8 var farið fram hjá vitanum á Vendilskaga. Gerðust menn nú kátir og hófu dans á þilfari, en gekk ekki sem best, því að illa heyrðist til glym- skrattans og eins vegna hins, að skipið valt til muna. Um kl. 11, þegar allur dans var löngu hættur, fór að hvessa af vestri með regni, svo að allir gengu til hvilu. Vorum viö íslensku strákarnir allir á hjól- um og mjög „spentir“. Hvernig skyldi hún nú líta út þessi „Flata- strönd“, sem Matth. nefnir svo í kvæði Ibsens um „Þorgeir í Vík“ ? Morguninn eftir, þ. 27. júlí, vor- um við piltar vaktir kl. 7, svo að við gætum notið hinnar fögru inn- siglingar. Við vorum óhepnir með veður, þvi að á var vestan storm- ur með skúrum. Þó var ekki verra en svo, að til sólar sá við og við. Eráðlega höfðum við Krónborg á hægri hönd, og voru þá margir sjónaukar á lofti og einnig það sem eftir var leiðarinnar. Skömmu síðar fóru að sjást turnar Kaup- mannahafnar og kl. 10 á tilsettum tima lagðist skipið að hafnarbakka. Þar voru þá fyrir foreldrar og aðrir aðstandendur dönsku skóla- piltanna, til þess að taka á móti þeim og gestum þeirra. Þvi var þó ekki að heilsa, að þeir mætti fara frá borði strax, þvi að eftir var að athuga farangur okkar. En meðan tollþjónar voru að skoða farangur farþega á 1. og 2. far- rými, kom fréttaritari frá Extra- blaðinu (kveldútgáfu Politiken) og tók myndir af okkur. Og nú var komið að því, að tollþjónar skoð- uðu farangur okkar skólapiltanna, en danski fararstjórinn, Einer rekt- or Andersen, kvaöst ábyrgjast, að við heföum ekkert það meðferðis, er skoða þyrfti af tollþjónum. Gengu þá allir á land og frelsi fegnir, sem von var. Því næst vor- um við piltar kyntir fyrir fólki því, er við áttum að búa hjá, og fórum siðan með því, hver til síns heima. En áöur en stigið var af skipsfjöl, hafði okkur verið til- kynt, að við ættum að saf nast sam- an fyrír framan ráðhús borgarinn- ar stundvíslega kl. 2,45 næsta dag. Þess er ekki kostur i stuttri blaðagrein, að segja frá viðburð- um annara daga en þeirra, er not- aðir voru til ferðalaga, eða þegar skiólapiltarnir komu allir saman, HÚLLUPYLSUGARN U Gr M <-.............. I LAUKUR ilBiaHliriiliimilliMIIIIIHMllílMI íilliWflnllWIW ENGIFER NEGULL PIPAR SALT Armbandsúr, Vasaúr, Klukkur. Fallegt úrval. Haraldur Hagan. Sími 3890. Austurstræti 3. og verður nú fyrst vikið að mót- tökunum í ráðhúsinu.- Frh. H. P. Útvarpsfréttir. London, 22. sept. FÚ. Ameríska rannsóknarnefndin tekur sér 2ja mánaða hvíld. Nefnd sú í Bandaríkjunum, sem hefir með höndum rannsókn á vopnasölu og vopnaframleiðslu ein- stáklingsfyrirtækja, tók sér í dag fri frá störfum um tveggja mán- aða skeið. Formaður nefndarinnar komst svo að orði i dag, að hingað til hefði rannsóknin verla snert ann- að en yfirborð þessara mála. Hann sagði enn fremur, að þó að mikið af játningum þeim og vitnisburðum, sem fyrir nefndinni lægju, snertu rnjög óþægilega stjórnir ýmissa landa og trúnaðarmenn þeirra, þó væri það engum vafa bundið, að þær ættu þessa vitnisburði fyllilega skilið. Verkföllunum í Bandaríkjunum lokiö. London, 22. sept. — FÚ. Verkfallinu i Bandaríkjunum er lokiö. Leiðtogar verklýðsfé- laganna hafa boðað, að verk- fallinu skyldi hætt og verka- menn taka til vinnu sinnar aftur á mánudag. Verkfallið stóð í 3 vikur. 15 manns voru drepnir, og yfir 200 særðir í óeirðum þeim er urðu í sambandi við það. 15 liersveit- ir voru kallaðar á vettvang í sainbandi við verkfallið. Barnsræninginn yfirheyrður. Richard Hauptmann var tek- inn til strangrar yfirlieyrslu i Bronx fangelsinu s. 1. nótt. Lög- reglan gerir nú alt sem í hennar valdi stendur, til þess að leiða í ljós, hvort hann hafi átt nokk- urn hlut að, er harni Lind- berghs var rænt. Hann hefir neitað því, að vera á neinn hátt við það mál riðinn, og liann lief- ir einnig neitað því, að liafa veitt viðtöku lausnargjaldsfé því, sem fanst í fórum lians. Lög- reglan er nú að reyna að leiða í ljós, livort einliverjir hafi verið i vitorði með honum, og hverjir það kynnu að hafa verið. Stefnnmöt og kirkjuganga. Eftir Pétur Sigurðsson. Sá maður, sem ekki hefir hæfi- leika til þess að hugsa sér Guö eiskulegan Guð, hefir slæma til- beiðsluhæfileika. Fátæklegar guös- hugmyndir manna slökkva alla sanna og sterka guðsþrá og fyrir- muna hugheila guðsleit. Hvers vegna finst fjölda manna það ekki ómaksins vert og jafnvel leiðinlegt að ganga í kirkju? Er þaö vegna þess, aö presturinn pré- dikar ekki nógu vel? Nei. Það er ekki orsökin. Menn afsaka sig með því, að söngurinn sé lélegur, að ræöan sé fátækleg, að presturinn sé svo og svo, en orsökin liggur dýpra. Fátækleg og skökk guðs- hugmynd er aðalorsökin. Menn geta illa veriö án þess að tilbiðja, þaö sannar’ mannkynssagan, en fyrst þeir ekki geta verið án til- beiðslu, ber þeim að vanda að til- beiðslu sinni. Ef þeir trúa á Guð, þá má.sá Guð þeirra ekki vera óað- gengilegur. Guðshugmynd þeirra veröur að vera háleit og fögur. Guöshugmynd þeirra veröur aö sameina alt réttlæti, allan góðleik, sannleika, hreinleika, heilagleika, almætti og umfram alt kærleika. Guð verður að vera umfram alt elskulegur. Hann má ekki vera, í hugum manna og meðvitund, eitt- livert yfirvald einkennisbúið með höndina stööugt á lofti, með refsi- vönd, boð og bönn og skipanir, og albúinn þess aö hegna hverri mis- gerð. Það er þessi Guðshugmynd, sem fælt hefir æskulýð frá kirkj- um og trúmálum. Siöavandur Guð er settur eins og veggur á milli lífsglaðrar æsku og lifsins sjálfs, og slíkur Guð verður henni frá- hrindandi, en ekki aðlaöandi. Guö verður að vera aölaðandi og elsku- legur. Þannig veröur guðshyggjan að sjá hann. Vilja ekki allir vera í nærveru þess, sem er elskulegt? Geti menn hugsað sér Guð sem uppsprettu lífsgleðinnar, hamingj- unnar, fagnaðar og sælu, sannra nautna og alls þess, er heilbrigð mannssál þráir, þá verður gott að ganga á fund hans. í kirkju fara menn og eiga að fara til þess aö mæta Guði. En strangan 0g leiðin- legan Guð langar engan til aö nálgast. Elskulegan og skemtileg- an Guö þrá allar sálir, en menn gera sér skakkar hugmyndir um Guö, og á því á guðfræðin mikla sök. Maðurinn má ekki gera svo lit- ið úr sjálfum sér,að hugsa sérþann Guð, sem hann tilbiður, annað en hið allra fullkomnasta og elskuleg- asta í lífinu. Annað er ekki þess virði að tilbiðja. Hinn elskulegasti er ástvinur mannsins og á hans fund er ljúft að ganga, og staður- inn þar sein ástvinirnir mætast,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.