Vísir - 29.03.1936, Blaðsíða 7

Vísir - 29.03.1936, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 'VjOJitiskoL. iccjJhncuMOu. Eftir Andrés Andrésson. 1. mynd. Hér mun ég smia mér að vor- tisku karlmannanna og gera lauslega grein fyrir siðustu upp- fyndingum tískumeistaranna i heimsborgunum, þó einkum London og' Paris. Það eru þess- ir menn, sem að meira eða minna leyti setja nýjan svip á þann fatnað, sem við fáum okk- ur næsta misserið. Um fatnað karlmanna má segja, að hann sé ekki eins mik- ið háður tískunni eins og fatn- aður kvenna. Þó koma altaf fyrir ýmsar smábreytingar haust og vor og mun ég hér í fáum dráttum benda á útlit vor- og sumarfata karlmanna á komandi sumri. 1. mynd sýnir einhneptan jakka með 3 hnöppum, hornin oddmynduð eins og á tvihnepta jakkanum. Jakkinn er fremur siður, axlirnar í meðallagi háar, vestið liátt, buxurnar lítið víðar, eða um 52 cm. að neðan og án uppslaga. Fataefnið er ljósgrá- röndótt úr fremur fíngerðu efni. Mynd 2. Tvíhneptur jakki og þriðji linappur án hnappa- gals. (sjá myndina), breiðar herðar en ekki háar axlir. Bux- urnar eru 54 cm. víðar, að neð- an. Efnið er grábrúnt, gróft. Mynd 3 af einhneptur jakka með þremur hnöppum. Jakkinn liefir einh. horn, breiðar axlir, aðskorinn i mitti, en myndar hátt og breitt brjóst. Vestið er háhnept, buxurnar meðal víðar, eða um 54 cm. Efnið úr köfl- óttum, grófum dúk, sem fer vel í þessu formi. Mynd 4 sýnir létt sport-föt, sem notuð eru bæði sem göngu- föt og við útileiki svo sem „golf“ og er viðeigandi gerð buxna nefnd „golf“-buxur. — Jakkinn er vanalegur einhnept- ur jakki en þó nokkuð víðari, sem gerir hann þægilegri i hreyfingum. Þessi teg. buxna hefir ekki þá yfirdrifnu sídd, sem hér hefir verið notuð, enda þekkist hvergi nema hér slík sídd á buxum, nema 2. mynd. ef væri á skíðabuxum, og má telja æði kátlegt að sjá unga pilta og stúlkur í skiða-buxum um liásumarið. Sýnir það bæði smekkleysi og óhagsýni, því ekki er liægt að búast við að siðu buxurnar séu ódýrari. Efnið í þessum fötum er gul- brúnköflótt og er sá litur mjög klæðilegur. Vortiska karlmanna á yfir- standandi ári, sýnir, að hinar háu axlamyndanir eru að hverfa og gengið er meira inn á liinar náttúrlegu línur, og er slíkt síst að fordæma. Fataefn- in eru af ýmsum mismunandi gerðum. Þó ber meira á liinum grófgerðu efnum, öllu meira röndóttum en einlitum eða köfl- óttum. Litirnir eru og mismun- andi en brúnleiti liturinn mun þó bafa yfirhöndina. Nokkurrar nýbrejúni gætir við sumarsportfötin og mun ég síð- ar víkja að þvi sérstaklega. Sumar-yfirfrakkinn er nokk- uð aðskorinn, frekar síður, vanalega úr gráu efni, rönd- óttu eða köflóttu. Það mætti skrifa langt mál 3. mynd. um vortísku karla og kvenna, þó hér verði staðar numið að sinni. —- En að lokum ætla ég að segja ykkur eitt nýmæli, — og það er: að pokabux- 4. mynd. urnar sælu eru að falla úr sög- unni. í stað þeirra munu koma „enskar“ sportbuxur, en þær eru aðskornar, þröngar um hnéð og hneptar niður á kálfa. Andrés Andrésson. Úr Landaskipunarfræði Bók- mentafélagsins 1821. Um þjóðfélagið. Eftir Þórð Sveinbjörnsson, síðar háyfirdómara. Um þjóðfélagið — eða „um manneskjuna sem skynsama veru, að svo miklu lej’ti, sem liún í innbyrðis félagsskap með ýmislegum stiptunum leitar æðri fullkomnun“. „Þjóð nefnast þær manneskj- ur, sem lifa undir sömu stjórn og' lögum. — -—- Þjóðirnar eru i tilliti til mennt- unar og lífernishátta annað- hvort siðaðar eða villiþjóðir. Allar villiþjóðir lifa þvi likast sem dýrin, svo að segja eftir munni og maga og hafa engar þesskonar stiptanir, var af þær til sálar og likama geti tek- ið framförum.---- Eitt liið lielsta einkenni hinna siðuðu þjóða er, að þær liafa inngengið stöðugan félagsskap til verndar móti innvortis of- riki og útvortis ófriði og yfir- liöfuð til að geta öðlast svo mikla heill og farsæld, sem manneskjulegt ástand leyfir. Hið annað einkenni er, að þær, hver í sínu lagi, stjórnast af einni æðstu makt, sem þess- vegna kallast þjóðstjórn.- Stjórnarinnar útvortis og inn- vortis lögup — er næsta marg- breytt, — öldungis undir því komið, hvað þar um er ákvarð- að í ríkisins grundvallarlögum“. — — „í þeim ríkjum, hvar góðir og upplýstir einvaldsherr- ar ráða, þarf ei að óttast, því þeir láta sér ant um vera að brúka stjórnarmaktina riki sinu til gagns og heilla, en ekki til að hindra þjóðarinnar frjáls- i’æði. — Ef allir vilja ráða og taka þátt í stjórninni, verður hún almúgastjórn (ochlocratia), en má þó heldur kallast óstjórn (anarchia), og er þá ríkið á fall- anda fæti. Þesskonar óstjórn er vön að smeygja sér inn, þeg'ar rikisstjórnin, annaðlivort vegna misbrúkunar hinnar hæstu maktar eða af öðrum tilfallandi orsökum, liefir tapað krafti sín- um og áliti til að geta stjórnað fólkinu. Hún er oftast nær fyr- irboði stærri eða minni um- breytingar í stjórnarforminu, livar upp á ótal dæmi liafast í inni eldri og nýrri veraldar sögu“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.