Vísir - 19.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 19.04.1936, Blaðsíða 2
2 VlSlR SUNNUDAGSBLAÐ ZlnfyaJi ójstix Spmásaga eftir yVloGENS jjORENTZEN, Bréf Kristjáns . Kæri vinur! Þar sem við eruni nú gamalkunn- ugir, þá langar mig til að biðja þig að gera okkur Tmmu dálitinn greiða, og þú mátt ekki neita okkur um það. Kn að svo komnu máli ætla eg ekki að segja þér hvað það er; eg kann betur við að segja þér það munnlega. Getum við ekki hittst annað kvöld á Skálanum um sex- leitið? Þinn einlægur vinur. Kristján. Við hittustum á Skálanum kl. 6. Erindi ltans var að spyrja, livort ég vildi vera svaramaður hans — og því lofaði ég hátið- lega. Brúðkaupið átti að standa eftir mánuð, í miðjum gróand- anum, þegar Imma kæmi heim úr dvöl sinni upp í sveit. Við Kristján liöfum þekst sið- a-n við vorum smástrákar, en á seinni árum liefir dregið sund- ur með okkur. Þegar við vor- um litlir, vorum við óaðskilj- anlegir, en smátt og smátt liafa árin fjarlægt okk'ur hvorn frá öðrum. Þó hef ég einstöku sinn- um heimsótt liann og Immu, fylgst með banandi efnahag þeirra þekki eg vel, þvi liann ast á legg. Otto, elsta son þeirra, þekti ég vel, því liann kom oft til mín þegar hann var í vandræðum og skoðaði mig hálft í hvoru sem frænda sinn. Fvrir mína milligöngu fékk hann fyrst útidyralykil og seinna hljóp ég undir bagga með honum að kaupa mótor- hjól. Kristján og Imma hafa húið saman, og að áliti þeirra, er best þektu til voru þau óaðskiljan- leg — og ég verð nú að segja það eins og er, að ég hef aldrei hugsað út í hvort þau væru lög- lega gift, eða ekki. Þó hefði ég nú manna best átt að vita um þá hluti, því mér er í fersku minni þegar ég bjálpaði Krist- jáni, ásamt vambsíðum slátr- ara, sem hann þekti, til að ná i iföggur Immu, heim til foreldra hennar, sem höfðu rekið hana að heiman af því hún uppástóð endilega að eiga Kristján —■ sem þá var aðeins bláfátækur bygg- ingarverkfræðingur. Gömlu hjónunum leist því ekkert á að fá hann fyrir tengdason. En svo var það dag nokkum að Imma heimsótti Kristján og kvaðst heldur ganga beint í sjó- inn, en að stiga nokkurn- tíjna fæti sínum innfyrir dyr foreldra sinna framar. Þá var það, sem við höktum þrír heim til föður Immu, sem var hús- gagnasali, og námum þaðan á brott, þrátt fyrir margar mót- bárur, gamla dívaninn hennar, kommóðulaup og klæðaskáp, sem allur var af göflunum genginn. Þennan feng okkar bárum við hróðugir niður stig- ann, út um dyrnar og upp á handkerru, sem við höfðum geymda úti, og áður en móðir Immu liafði áttað sig á þessari byltingu, vorum við allir á bak og burt. Síðan þetta var eru nú liðin í'úm 20 ár, og öll þessi ár hafa þau Kristján og Imma bú- ið saman og lifað hamingju- sömu lifi, ekki síður en sumir kunningjar manns, sem skifta um maka á hverju hlaupári. Nú sat Kristján, vinur minn, hér hjá mér i Skálanum og trúði mér fyrir Jjví, að fyrir skömmu hcfði hann stungið upp á því við Immu, bara svona i gamni, hvort þau æltu ekki loksins að láta verða af því að gifta sig — og hafa nú engan kotborgarabrag á því. Það sky.ldi verða kirkjubrúðkaup, fín veisla og brúðkaupsferð eitt- hvert Iangt burtu, o. fl. Og svo spurði hann mig hvort ég vildi vera svaramaður sinn. Það var ekki einasta að Imma tæki þessu vel, lieldur varð hún eins og ung öðru sinni, — grét af gleði vfir þessum óverðskuld- aða heiðri, sem faðir barnanna hennar ætlaði nú, alt í einu, að gera henni. Fyrir nokkrum vikum fór hún upp í sveit til að heimsækja vinkonu sina, og þaðan skrifaði hún Kristjáni æskulífsþrungin, eldheit ástarbréf og sagði jafn- framt fyrir um hvernig hún óskaði eftir að nýja íbúðin þeirra yrði innréttuð — því nú mundi Kristján taka á allri sinni smekkvísi og „arkiteklisku“ —- þekkingu, sem liann á undan- gengnum árum hafði eingöngu orðið að selja hinum og öðrum verktökum og þá oftast verið háður fjárhag skannnsýnna at- vinnuveitenda. Loksins fekk hann þó bein not af þekkingu sinni, í eigin þágu. Hann dreymdi um glerhurðir, „póler- aða“ skápa, sólbaðssvali, og allra handa tækni-útflúr. Inni skyldi liann koma fyrir ýmsum einkennilegum krókum og kimum, skreyta rauðum, kín- verskum lömpujn. Ekkert var of gott lianda Innnu svona rétt áður en hún átti að ganga í heilagt hjónaband. Það var sannarlega eftir- minnilegt brúðkaup. 26 gestir voru mættir á heimili brúð- hjónanna, þegar sjálfri kirkju- vigslunni var lokið. Börn „ungu“ hjónanna, þrjú að tölu, voru ekki viðstödd hátíðahöld- in. Ottó var nýfarinn til Sví- þjóðar, í verslunarerindum, og yngri systkinin lágu i tjaldi upp í sveit. Við, sem viðstödd vor- um, tókum á móti brúðhjónun- um, fylktu liði, og stofurnar voru þaktar blómum og brúð- argjöfum. Mér, sem svara- manni, fanst ég geta leyft mér að færa þeim silfurbjöllu og Inima þakkaði mér gjöfinameð því að kyssa mig á vangann — en ég held nú samt að hún hafi orðið dálítið vonsvikin.... í einni gluggakistunni, bak við gluggatjöldin var skál með þremur gleyméreium. Það var gjöf frá börnum þeirra brúð- hjónanna, og á skálinni stóð: Við óskum ykkur lijartanlega til hamingju. Ottó, Vilborg og Eymundur. Undir borðum voru sungin fjögur lög og lialdnar márgar og kröftugar ræður. Kristján þakkaði tengdaforeldrum sín- uni, sem bæði voru viðstödd, og brátt skorti liann orð til að útskýra alta þá nærgætni, sem þau á uppvaxtarárunum höfðu sýnt þessu barni sínu, er frá deginum i dag, mundi hlýta lians föðurlegu umsjá. Hann lauk máli sínu með því að Jeggja stóran myrtussveig ofan á hörgult höfuð Immu — og svo byi’jaði liún að gráta, og þá fór móðir hennar að gráta, og síðan grétu þær kappgrát í nokkrar ó- gleymanlegar mínútur. Þetta var dálagleg „sena“. Eg talaði nokkur oi*ð fyrir minni brúð- gumans og bað forlagadísirnar um að reynast lionum vel í framtíðinni. Við óskuðum hon- um öll góðs og arðbærs starfs og undir þessum kringumstæð- um leit út fyrir að við gleymd- um því, að Kristján var þegar orðinn velefnaður maður, eftir útsvarsskránni að dæma, sér- staklega síðan liann hafði fund- ið upp nýjan stil í húsgagna- gerð, sem kallaður er: „funkis- barokkstíll“. Lögfræðingur Kristáns hélt ofurlitla prédikun og lagði út af þessum orðumP Fyrir Immu er alt klappað og. klárt. Vambsíði slátrarinn, sem fyrr er getið, gerði tilraun til að' lialda ræðu, sem í aðalati-iðum kafnaði í lióstakviðum fölskva- lausrar sjálfsgleði. Borðhald-- inu lauk um siðir með því að við sungum kvæði, sem var á lengd við gömlu hölljna hans Daviðs. Síðan var stiginn dans. Brúð- lijónin gengu á undan, og Imma dró á eftir sér sjö álna langa slæðu, sem ekki var komandí við, að hún tæki af sér. Næstur á eftir þeim geltk húsgagnasal- inn og klappaði saman lófunum i takmarkalausri gleði yfir þess- um merka degi dótturinnaiv Hann var rauður í andliti með undirliöku og laglegt hnakka- spik niður á hálsinn — og þar sem hann var tekinn að eldast, og því ekki sérlega fótviss, áttí hann í ströngu að stríða að stíga ekki á slæðuna. Um 9-leitið lögðu brúðhjónin upp í brúð- kaupsferðina. Við köstuðum á eftir þeim skógörmum og lirís- grjónum, og svo svifu þau á brott út í liina óútreiknanlegu framtíð.Þau héldustíbendurog um varir þeii*ra lék viðeigandí feimnisbros. Nokkur hluti sani- kvæmisgestanna dagaði. uppi á næsta vinsöluhúsi og þar sljórn- aði slátrarinn liófinu áfram eft- ir eigin geðþótta. Það er annars skrítið með slátrara, livað þeir verða stundum holdlegir í Iífs— skoðunum sínuin! Fáeinum dögum seinna fékk ég kort fraDresden, af sixtinsku Madonnunni, og viku seinna fékk ég annað kort frá Venedigr af tveimur bústnum dátunu Þetta þýddi, að alt væri í stak- asta lagi. Eftir mánuð komu brúðhjónin heim og ég fór strax eins og skot, að heilsa upp á þau og bjóða þau velkomin lieim. Eg liélt nú að alt væri í besta gengi og kom það mjög á óvart þegar Otto, síðla kvölds, snar- bremsar niótorhjólið sitt fram- an við garðliliðið heima hjá mér, og aflan við hann á hjól- inu situr stúlka með drengja- koll og' gleraugu og klædd í blá vinnuföt. Um leið og hann bremsaði drap liann ó mótorn- um og dró fæturna meðant hann var að stöðva hljóið. Síð- an mælti hann í gremjublöndn- um, skipandi róm: „Frændi! Þú hefir tekið virk- an þátt í þessum skopleik með karlinn og kerlinguna — og nú eru þau loksins að verða band- vitlaus. Pappi er nú meira að Franih. ó 7. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.