Vísir - 19.04.1936, Blaðsíða 7

Vísir - 19.04.1936, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 VIÐBURÐARIK STUND. Framh. af 3. siðu. á móti og hrosti, eins og til þess að fullvissa hana um, að alt værí í lagi. \'iles var staðinn upp, og það var sem hann hyggist til þess að stökkva á Jeff. „Hundur! Eg skal kenna þér mannasiði!“ „Já, herra minn,“ sagði Jeff meinlega. „Eg bíð átekta — og er við öllu búinn.“ N’iles stóð enn eins og rig- negldur í sömu sþorum. Hann var hlár og þrútinn í framan og svo ofsareiður, að hann fékk eigi meira mælt í svip. „Eg er ósmeykur að mæla slíkum náunga og þér eruð,“ sagði Jeff. „Það liggur við, að eg geti ekki lagt mig niður við að tukta yður til, — svo lieimskur og lilils verður eruð þér.“ Lucia, sem var staðin upp, sneri sér að Jeff og sagði í bænarrómi: „Þér heyrðuð það, sem hann sagði ?“ „Já, frú!“ „Er það isatt? Geítur liann gert þetta? Eru lögin svona?“ Vilcs rétti út armlegg sinn, eins og til Jjcss að stöðva konu sína. „Jueia,“ sagði hann. „Komdu héðan. Komdu með mér héð- an.“ En .Teff rétti fram sterklega og veðurbarða linefann sinn og lagði á brjóst hinum gilda o' þóttafulla auðkýfingi, er liörf- aði undan og að borðinu. Svo stóðu þeir um stund og horfðu livor á annan. Jeff lók nú lil máls: „Eg.hefi átt í málaferlum og þekki lögin lílils háttar. Það, sem liann sagði, er alt rétt — þegar um einkaviðræðu er að ræða miili hjóna. En þetta var ekki einkaviðræða. Eg lieyrði alt, sem sagt var.“ „Þér lieyrðuð?“ hvíslaði hún og skildi ekki lil fulls. Jeff leit á liana og drúpti höfði lítið eitt um leið, og gleymdi manni hennar andar- tak. „Vissulega! Og eg get sagt alt, sem eg heyrði. Og — þótt það kannske skifti litlu og sé óþarft, getið þér líka sagt alt, sem þér viljið." En þótt Jeff hefði gleymt nærveru Viles í svip, var Lu- cia á vaðbergi. Og óp hennar nú, var Jeff næg aðvörun. — Viles var að draga skamm- byssu upp úr vasa sínum. Jeff ljdti hægra fæti sínum snarlega og sparkaði í hand- legg Viles, svo að skannnbyss- an liraut úr hönd hans og úí í horn. Viles urraði af sársauka og réðist á Jeff. Þeir tókust á, og andartak varð eigi séð hvor- um mundi veita betur, en all i einu drúpti Viles höfði og hneig niður máttþrota. Jeff liafði náð þeim tökum á hon- um og krept svo að honum, að liann misti allan mátt og hneig niður meðvitundarlaus. Viðburðarríkasta stundin i lifi Jeffs var liðin. Klukkustund síðar ók hann og Lucia lil borgarinnar. Hann drap á það lauslega, um leið og hann ók af stað, að han mundi senda einhvern til Viles, sem liefði það að atvinnu að hressa við menn, sem líkt var komið fvrir og honum. VI. Tveim dögum síðar kom Mrs. Ranney lieim frá Augusta. Þá var alt komið i sínar gömlu skorður á búgarði mannshenn- ar. Líf hans var eftir þella eins viðburðalítið og það hafði áður verið. Að eins •tvisvar gerðist dálitið, sem minti hann á viðburðaríkustu stundina i lífi lians. í fyrra skiftið fékk liann hréf Luciu. í þvi skýrði lnin honum frá því, að hún og Erank Gardner Iiefðu verið gefin saman í heilagt hjóna- band. í seinna skiftið, þegar hún skrifaði, sagði hún hon- mn frá þvi, að þau hefði eign- ast barn. En ekkert annað gerðist, nema það, sem venju- legt var. Hann lifði í líu eða tólf ár eflir þetta. Og í fyrra- vetur, þegar liann var að liöggva i eldinn í viðarbyrgi sínu, ofkældist hann, er hann fór út í næturkuldann að dags- verki loknu. Hann lagðist rúm- fastur, og dó nokkrum dögum síðar. a. þýddi. UNGAR ÁSTIR. Framh. af 2. síðu. .... „þá finst mér fyrir mitt leyti alveg óþarfi að liafa nokk- uð fvrir barnssldrnum þegar samanlagður aldur skírnar- barnsins er 48 ár!“ Úr aldurshásæli sínu kinkaði Ottó vingjarnlega til mín kolli og ók síðan á stað, ásamt ást- mey sinni, Pétri, út í liina heið- ríku' samtíð! segja hættur að segja . . . .sögur þegar gestir eru heima og fólk hefur þau hvarvetna að háði og sjiolti. En þau um það. Eg skifti mér ekki af einkamálum fólks, og því vil ég líka vera með mínar gerðir. Nú við Pétur (Pétur var þessi unga stúlka, skildist mér á höfuð- burði slcjólstæðings míns) verið saman síðustu tvö árin, án þess að nokkur hafi liaft neitt við það að athuga, en síðan þetta brúðkaup fór fram hefur mamma fvrirboðið henni að koma heim með mér nema, að við opinberum. Hvað þet kemur þeim eiginlega við, get ég ekki séð — en auðvitað er við foreldra mina og reyn- langaði til, er að þú lalir nú ir að koma fvrir þau vitinu, ])\i að nú hefir mamma ekki við öðru að búastaf fólkiá þessum aldri. — E nvið skulum sjá fyrir okkur! Það, sem m langaði lil að biðja þig að tala um við foreldra mína er því vi víkjandi, að nú liefur mamma fengið þá flugu í höfuðið að við svstkinin eigum að ganga í þjóðkirkjuna, en eins og þú veist, frændi. .. .“ Ottó kveikti aftur undir lijólinu, og meðan mótorinn var að sprengja úr sér bensínstífluna öskraði hann: Lauslega þýtt. Mogens Lorentzen. Fyrsti kappleikur, sem háður hefir verð í Is-hockey fyrir stúlkur, fór nýlega fram i Par- ís. Kappleikurinn var milli Frakka og Breta, og unnu BreÞ ar. Mypdin hér að ofan er af markverði sigurvegáranna. FRÁ STÓRFLÓÐUNUM I NORÐUR-AMERÍKU. Bakarinn fer ríðandi með brauðin til viðskiftavina sinna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.