Vísir - 27.09.1936, Síða 6

Vísir - 27.09.1936, Síða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ RENGURINN var vei þroskaður og góður náms- maður, og varð foreldrum sin- um til sannrar ánægju og gleði, í einu og öllu. Á afmælisdaginn lians, þegar hann varð fimtán ára gaf faðir Iians honum kviksjá af gamalli gerð, er sýndi aragrúa af alla- vega löguðum og litum mynd- um, þegar hrist voru upp í henni glerbrotin. Drengurinn gladdist við gjöfina, þakkaði hana, eins og sómdi veluppöld- um dreng. En hrátt leiddist honum að liorfa á þessar mis- litu skrípamyndir og spurði livað þær ættu eiginlega að tákna. — Þær eiga ekki að þýða neitt sérstakt, heldur aðeins að gefa þér kost á að sjá fallega liti og nýjar og nýjar myndir i livert sinn og þú hristir kvik- sjána, sagði móðir hans. En föðurnum fanst gjöfin ekki metin að verðleikum og á- varpaði son sinn á þessa leið: — Á sama hátt og þcssar myndir skifta um liti og lögun við minstu liræringu, eins skift- ir lífið og mennirnir um svip og stefnur. Fæst fólk þolir mik- il áföll án þesss að taka stakka- skiftum hið ytra. Viljir þú vinna liylli meðhræðra þinna með góðu einu, muntu sjá það í svip þeirra, hvort þér hefir tekist það eða ekki, þvi þá muu vinátta þeirra endurspeglast í augum þeirra. Þú munt og fljótt komast að raun um livert þér eru gefnar tálvonir, því þá munu vinir þinir, sem falskir eru, roðna, og eins mun áfergjublær i svip þeirra, sem bera til þín öfund, afhjúpa undirförult fólk. Þetta ifólk mun leitast við að stöðva þig í að hagnýta þér þekkingu þina og starfshæfileika, en þetta fólk átt þú að þekkja hæði á þessum sibreytilegu svip- brigðum og eins á göngulagi ]>ess og látæði, því annað veifið skríður það fyrir þér, en ]>ess á milli er það afundið og hroka- fult. Með því að taka vel eftir þessu átt þú að geta fengið yf- irlit yfir það fólk, sem þú kynn- ist og umgengst, því fólk ljóstr- ar upp um sig sjálft og sýnir á sér mörg snið, eins og kvik- sjáin sýnir marga lili. Og með því að taka eftir því fóllci, sem þú umgeng§t á þér líka að vera í lófa lagið að vita hvort vegur þinn fer vaxandi eða ekki. Vcrtu var um þig fyrir fölsk- iim vinum og láttu þessa kvik- sjá þína niinna þig á orð mín, þegar þú ert kominn yfir þann aldur, að eg geti haft hönd í hagga með þér. Mundu að vera gætinn, stíga létt til jarðar og falla ekki í snörur lífsins! Drengurinn var mjög forviða við þessi orð föður sins og mælti: —- Eg þakka þér gjöfina, pabbi, umhyggju þína og að- vörunarorð, sem eg veit að eru sprottin af föðurlegum velvilja þínum. En af því að mér þykir svo vænt um þig, og eg hef, og mun ávalt, taka þig mér lil fyr- irmyndar þá mun eg fara að eins og þú og bera traust til mannanna og afla mér minnar eigin reynslu, hverng sem mér kann að varna af. Að þessu mæltu rélti faðir- inn syni sínum liöndina, fleygði síðan kviksjánni út um glugg- ann og rétti honum í staðinn sparisjóðsbók mcð innfögðum þúsund krónum. KASHMIR — PARADÍS Á JÖRÐUI Frh. af 2. síðu. eins yfirborðs siðakredda, eins- konar staðfesting á sambandi og hollustu milli landsdrottins og landseta. Singh er Muham- eðstrúarmaður, en undirsátar hans skiftast í fimm trú- arflokka, og þar sem artn- ars staðar, hata og fyrirlita Muliameðstrúarmenn og Bramatrúarmenn hverjir aðra. Hindúarnir smyrja svínafeiti á musterisdyr Múhameda og Mú- liamedar Iáta rigna kýrhölum yfir bænahús Hindúa, og ef Englendingar vektu hér eklcl yfir hvers manns máli, með spanskreyrinn á Iofti, mundi aldrei linna á trúmála- og kyn- kvíslaerjum í þessari Paradís á jörðu. Þegar upp var talin land- skuldin, sem landstjórinn verð- ur að greiða Englendingum var getið um sex Kashmirsjöl. Þessi sjöl liafa verið örlagarík fyrir þessa „blásali fjalla“. Úr þeli geitanna voru ofnar fíngerð- ar voðir með sterkum gulum og rauðum blómamunstrum. Áður fyrr voru sjöl þessi á Norðurlöndum nefnd „frönslc sjöl“ og þóttu hinar mestu ger- semar alt fram á síðasta mannsaldur. Á stjórnarárum sínum fékk Victoria Englands- drottning send nokkur slík sjöl til að gefa þau vinum sínum og ættingjum, og átli það sinn þátt í því, að úthreiða Kashmir-sjöl- m víða um heim. Og lil dæmis um það.live þessi fram- leiðsla var fíngerð má geta þess, að 3—4 fermetra Kash- mirsjal mátti fela i lófa manns! Þegar góðir markaðir opnuð- ust fyrir þessa vöru, tóku þus- undir og tugir þúsunda sig til og óftrsjöl. En einn góðan veð- urdag hætti fólk að ágirnast „frönsku sjölin“, og varð þa sultur meðal vefárastéttarinn- ar í Kashmir, og nú er sjala- vefnaðurinn gleymd Iist, en í hans stað er þar nolckur silki- vefnaður. Það er sagt að neyðin kenni naktri konu að spinna — og i Kashmir kendi liungrið fölki að spinna silki og sauma i dúka, því hvergi hafa menn náð betri árangri í þeirri list, enda má glögt sjá það á vaxt- arlagi seinni tima fölks hve mikið það situr álútt yfir vinnu sinni og oft í þröngum og óvið- unandi húsakynnum. Annars eru Kashmirbúar mildir atgerv- ismenn og í sumum sveitum landsins er fólkið annálað fyr- ir friðleik. En hinir herðakýttu silkispunamenn eru þó- óhkir hinum teinréttu jarðyrkju- mönnum — því jafnvel í Para- dís jarðrikis verða allir að vinna! Á hverju ári stofna Kaslimir- búar til alþjóðar vorfagnaðar, um þær mundir, sem landstjör- inn flylur úr höfuðborginni Djamu til sumardvalar í Sim- agar, borgar á hálendinu. Þá er orðið lieitt í veðri og snjór leistur úr dölum. Nú endurtaka sig náttúrutöfrar þessa lands, því nú taka skógar og akrar, ldettabelti og lilíðar að loga í þúsundum lita — blómin springa út. Landstjórinn þok- ast áfram og fer aðra bæjar- leiðina i skrautvagni sínum, en hina á fljótaferju og nú þyrpist fólkið úr fjarlægum landslilutum til að sjá hann og hylla hann — höfðingjann í Paradis jarðar! Við hátíðahöld þessi sér mað- ur best hve þjóð þessi er sund- urleit að uppruna, og afbrigð- in, sem tekist hefir að bræða saman úr hinum ýmsu þjóð- flokkum og kynflokkum, sem hingað hafa flutst. Hvar sem litið er yfir mannþröngina, sem safnast saman umhverfis land- stjórann, gefur minst að líta tuttugu ólíka þjóðflokka og liér lieyrist mælt á 40 tungum! Ein- setumenn og munkar koma hálfnaktir af fjöllum, með skinin beinin undir skorpinni liúðinni, til að sjá þessa dýru sjón — landstjórann. Þarna kemur hann! Og við lilið hans situr breski ráðunaut- urinn hans. — Það eru tveir guðir í Paradis jarðar! Nýlega voru liðin 25 ár síðan danski herinn tók mótorhjólin i þjónustu sína, og var þess minst með laersýningu á Rorsenborgarvellinum i Kaupmannaliöfn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.