Vísir - 06.12.1936, Blaðsíða 8

Vísir - 06.12.1936, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ S TIL MONGÓLlU! Japanir og Rússar keppast við að leggja járnbrautir í Auslur- Asiuj Rússar að ýmsum stöðum í nánd við landamæri Mansjú- kóríkis, en Japanir að landamærum Mongólíu, — hvorirtveggja með lierflutninga fyrir augum. — Myndin hér að ofan sýnir japanska járnbrautarlagningamenn að verki þar eystra. Hitt og þetta Fjallgöngur. Mont Rlanc dregur mjög að sér ferðamenn úr öílum áttum. Síðastliðið ár hafði ein miljón manna farið um hina ýmsu lduta fjallsins. Blómgun á hausti. Blíðviðri mikið var í liaust i Texas. Plómutré, nálægt Tuc- umcari, gerðist svo glatt og kátt í veðurblíðunni, að það hlómg- aðist aftur um miðjan október. Mun 'slikt sjáldan koma fyrir. Bráðþroska! Fyrir nokkurum árum fædd- ist i Moskva piltbarn, sem vera mun einkennilegasti drengur i öllum heimi. Þegar hann hafði náð f jögurra ára aldri var hann eins sterkur og fullorðnir menn, þeir sem gildir eru taldir, — Röddin var mikil og dinnn, eins og í skipstjóra, sem lengi liefir „hrópað gegn um rokið hvassa“. Stráksi var þá og orðinn al- skeggjaður og skeggið engip óverá, heldur strítt og fnikið. En andlegt atgervi drengsins var eins og tíðast er úm hörn á lians aldri. Skrítinn dómur. Það har við ekki alls fyrir löngu, að blökkumenn nokkur- ir í Atlantis i U. S. A. voru kærðir fyrir að hafa spilað um peninga. Dómarinn tók vitan- lega málið í sínar hendur og hann afgreiddi það á einkenni- legan liátt. Hann mælti svo fyr- ir, að líiiiir ákærðu skyldi spila við sig hver og einn. — Ef þeir sigruðu dómarann í spilamensk- unni, áttu þeír að vera sýknir saka, en ef þeir töpuðú, áttu þeir að greiða sekt. -— Dómar- inn reyndist miklu snjallari en hinir ákærðu menn og fyrir þvi dæmdi hann þá alla í sektir! Hrekkur. Maður nokkur stóð á þjóð- veginum, rétti út höndina og kallaði til bifreiðarstjóra, sem har að í vagni sínum rétt í þessu: v — Nemið staiiar! Þér akið með meiri liraða en lög heim- ila. — Það er tilhæfulaust, svar- aði bifreiðarstjórinn, er liann hafði numið staöar. — Eg kannast við þá sögu, sagði maðurinn með þjósti, og settist upp í bifreiðina. — En viö sjáum nú til að hverju haldi sú fullyrðing yðar kemur, þeg- ar þér standið frammi fyrir lögreglunni. Akið nú mótþróa- laust og tafarlaust til næstu lög- reglustöðvar. Bifreiðarstjórinn lilýddi og ók eins og fyrir hann var lagt. Yegalengdin var fullar tuttugu rastir. Þegar þangað kom, steig „farþeginn“ út úr hifreiöinni og rnælti: , -— Þakka yður nú fyrir öll þægilegheitin. Og nú skulu þér fara þarna inn til lögreglunnar og segja henni eins og er. Eg vona að þér sleppið hið hesta frá þessu. Það er nefnilega þannig ástatt um nng, að eg geri ekki ráð fyrir, aö orð min yrði tekin trúanleg. — Og veri þér nú sælir! 40. tafl. Teflt á haiistmóti Taflfélags Reykjavíkur 24. nóv. — Hvítt: Magnús Jónsson. Svart: Baldur Möller. — Hollensk vörn. i- g3 ,f5; 2. d4, Rf6; 3. Bg2, eó; 4. 04, Be7; 5. Rf3, 0—0; 6. 0—0, d6; 7. Rc3, c6 ; 8. b4, Rbd7; 9. c5, Rd5 ; 10. RxR, e6xR; 11. Bf4, Rf6; 12. Rd2, Re4; 13. RxR (betra var Dc2 og því næst ef til vlil Í3 og e4), f5xR; !4- e3 (hættulegt), g5 !; 15. Bxd6, BxB; 16. c5xB, Dxd6; r7- a3, £T4!; 18. Dc2, Hf6; 19. Bxe4 (vonlaust, en staöan er töpuö hvort eö er), dxB; 20. Dxe4, Bf5; 21. Dg2, Bd3; 22. Hdi, Be2; 23. Hd2, Bf3; 24. Dfi, Hh6; 25. Dc4-)-, Kh8; 26. Dc5, Hxh2! gef iö, mátiö veröur ekki varið. Orðskviðahðttor. (Ur háttalykli Lofts rika Gutt- ormssonar): í fyrstu fríðar ástir, fagurt sprund, saman bundum; tekst ef tveir vilja; skyldum við skrautfold aldrei skilja að okkrum vilja; ei er gaman nema gott sé; ciygð hefur heint ei brugðið hlíð snót við mig síðan; t maður er manns gaman; víf slcal því aldur og æfi ítur drengur muna lengi; unir auga meðan á sér. SKRÍTLUR. „Samningur“ Lincolns. Abraham Lincoln og kona hans ræddu um það lengi, hvernig mála ætti liúsið þeirra, og þeim bar ekki saman um lit- inn. „Eg vildi láta mála það grænt“, sagði Lincoln, „en kon- an mín sagði nei. Hún vildi hafa þáð gult“. Þegar hann svo var spurður um, hvernig deilunni hefði lok- ið, brosti hann spaklega og mælti: „Við gengum til samninga“. „Og hvaða lit völduð þið?“, „Við máluðum húsið gult“. Misgripin hennar ömmu. Það var ilt að þekkja tvíbur- ana í sundur — þær voru svo nauðalíkar, sylsturnar, hún Gunna og hún Sigga. En amma gamla var nú búin að hátta þær og svo laugaði hún þær báðar. Gunna liggur í bólinu sínu á eftir og hlær dátt. Amma: „Það eru ekki skæl- urnar í þér núna, Gunna min. Af hverju hlærðu svona mik- ið?“ Gunna: „Að þér, amma mín“. Amma: „Að mér — hvers vegna?“ } Gunna: „Þú ert búin að lauga liana Siggu tvisvar!“ Veit það ekki með vissu. Drengur (8 ára): Kennarinn sagði okkur í dag, að hann væri að hugsa um að spyrja okkur að því á morgun, hvað við vissum um þessa Abessiníu. Eg veit ekki einu sinni hvar hún er. Getur þú sagt mér það, pabbi? Faðir drengsins: Ja — það er nú svona rétt á takmörkunum, að eg viti það með fullri vissu. En svo mikið veit eg þó, að hún er einhversstaðar svona miðja vega milli Englands og ítaliu! Ritstjóri Páll Steingrímsson. — Félagsprentsmiðjan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.